easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Það er tvímælalaust jákvætt fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi að easyJet fljúgi á Akureyri. AÐSEND MYND
Það er tvímælalaust jákvætt fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi að easyJet fljúgi á Akureyri. AÐSEND MYND

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í gær flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024 til febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.

Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum. Viðtökurnar hafa við fluginu hafa verið frábærar og eftir því sem liðið hefur á hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög í vélum easyJet. Fyrstu mánuðina sem flogið var í vetur voru Norðlendingar í meirihluta í vélum flugfélagsins og því ljóst að eftirspurn heimamanna hefur haft jákvæð áhrif á áætlanir flugfélagsins fyrir næsta vetur.

Í vetur hefur Markaðsstofa Norðurlands birt viðtöl við fólk í ferðaþjónustu þar sem meðal annars var spurt um áhrifin af auknu millilandaflugi. Augljóst er af svörunum að dæma, að áhrifin hafa verið veruleg og jákvæð. Með auknum fjölda ferðamanna yfir vetrartímann minnkar árstíðasveiflan sem hefur einkennt norðlenska ferðaþjónustu sem gefur fyrirtækjum betri tækifæri til að bjóða upp á heilsársstörf og þróa vöruframboð yfir allt árið.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir