Byggðasafn Skagfirðinga 75 ára - Ylfa Leifsdóttir skrifar

Dansfélagið Vefarinn steig nokkur dansspor fyrir safngesti. Í forgrunni glittir í Pilsaþytskonur. Myndir: Gunnhildur Gísladóttir
Dansfélagið Vefarinn steig nokkur dansspor fyrir safngesti. Í forgrunni glittir í Pilsaþytskonur. Myndir: Gunnhildur Gísladóttir

Skrafað um torfhús í sýningunni „Hér stóð bær“.Af tilefni 75 ára afmælis Byggðasafns Skagfirðinga var boðið til afmælishátíðar á safnsvæðinu í Glaumbæ þann 29. maí síðastliðinn. Þrjár nýjar sýningar opnuðu á safnsvæðinu: á Áshúslofti opnaði sýningin „Byggðasafn Skagfirðinga í 75 ár“ sem mun standa út þetta ár, í Gilsstofu opnaði varanleg sýning á neðri hæðinni sem fjallar um sögu Gilsstofunnar og Briem fjölskylduna, en á efri hæðinni opnaði sýningin „Hér stóð bær“ sem mun standa næstu árin og fjallar um skráningu Byggðasafnsins á skagfirskum torfhúsum.

Sigrún við úrval góðgætis frá Stórhól.Við hvetjum þau sem ekki hafa kíkt á nýju sýningarnar til að líta við. Minnum á ársmiðana þar sem íbúar Skagafjarðar þurfa aðeins að greiða aðgangseyri einu sinni inn á safnsvæðið og fá þá miða sem gildir í heilt ár upp frá því.

Íslensku fjárhundahvolparnir vöktu sérstaka gleði hjá yngstu gestunum.

 

 

 

Á hátíðinni var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir allan aldur. Smáframleiðendur voru með gómsætar veitingar og ungum gestum bauðst að fara á hesta frá Syðra-Skörðugili. Prúðbúnar Pilsaþytskonur sýndu handverk í baðstofunni ásamt Margréti á Mælifellsá og Hilma Bakken í kvæðamannafélaginu Gná og Níels Ómarsson í kvæðamannfélaginu Gefjunni fluttu kveðskap.

Helgi Sigurðsson brýnir torfljáinn.

 

 

Þá sýndu Helgi Sigurðsson og Finnur Eiríksson handtök við torfhleðslu og Bjössi Sighvatz, Jón Egill og Guðmundur Stefán sýndu eldsmíði. Félagar úr Dansfélaginu Vefaranum komu prúðbúnir og sýndu nokkur dansspor og Skagfirski Kammerkórinn flutti ljúfa tóna. Þá voru íslenskir fjárhundar á öllum aldri á safnsvæðinu við mikla lukku yngstu gestanna.

Elvar og Sigríður á Syðra-Skörðugili teyma undir ungum gestum.

Það var því sannarlega líf og fjör á afmælishátíðinni og erum við orðlaus af þakklæti yfir öllum þeim fjölda sem lagði leið sína á safnið til að fagna með okkur, um 700 manns, þar af 64 sem tóku þátt með beinum hætti til að gera daginn sem eftirminnilegastan og þeim færum við sérstakar þakkir, ásamt Berglindi Gunnarsdóttur fyrir snilldar viðburðastjórnun og Gunnhildi Gísladóttur fyrir að taka þessar frábæru myndir. Loks þökkum við safnasjóði fyrir stuðninginn sem gerði þennan viðburð mögulegan.

/Ylfa Leifsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir