Íbúafundur á Borðeyri - Verndarsvæði í byggð

Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 18:00. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir.

Á heimasíðu Húnaþings vestra kemur fram að Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur muni kynna greinargerð um sögu Borðeyrar sem hann útbjó vegna þessa verkefnis ásamt því að gera grein fyrir tillögunni um verndarsvæði í byggð. 

Tengd frétt: Vel heppnaður íbúafundur á Borðeyri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir