Simmi póstur fékk mynd af Farmall kubb í síðustu póstferðinni

Simmi ánægður með Farmallmyndina sem honum var færð í síðustu póstferðinni í Hóla. Mynd: Guðmundur B. Eyþórsson.
Simmi ánægður með Farmallmyndina sem honum var færð í síðustu póstferðinni í Hóla. Mynd: Guðmundur B. Eyþórsson.

Sögulega stund var í dag, þegar Simmi póstur, Sigmar Jóhannsson í Lindarbæ, kom í sína síðustu póstferð í Hóla. Við það tilefni var honum færð gjöf frá háskólanum, mynd af Farmall Cub traktor, en að sögn Guðmundar B. Eyþórssonar, fjármála- og starfsmannastjóra skólans, var Simmi alloft búinn að spyrjast fyrir um þá mynd, til að hafa í búvélasafninu sínu. 

Óhætt má segja að myndin eigi eftir að sóma sér vel á Búvélasafninu í Lindarbæ en þar er til húsa margir góðir gripir sem vert er að skoða. „Sveitungar þakka Simma pósti kærlega fyrir árin 17 og þrjá mánuði betur, og óskum honum til hamingju með tímamótin,“ segir Guðmundur sem sendi Feyki myndina af Simma með Farmallmyndina góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir