Hestar

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Hestadagar í Skagafirði um helgina - Tekið til kostanna og Meistaradeild KS

Tekið til kostanna 2022 fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 29. apríl nk. kl. 20:00 - Húsið opnar klukkan 18 og segir í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins að hamborgari og kaldur verði í boði í reiðhöllinni. Lagt verður á skeið á Hólum á laugardag.
Meira

Fimmgangur í Meistaradeild KS á morgun

Meistaradeild KS í hestaíþróttum heldur áfram á morgun 13. apríl þegar keppt verður í fimmgangi í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV. Í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar segir að húsið verði opið frá klukkan 17 þar sem hægt verður að spjalla yfir kjötsúpu, kaffi, súkkulaði og samlokum. „Endilega mætið tímanlega - hlökkum til að sjá ykkur.“
Meira

Þórgunnur sigursæl í Meistaradeild Líflands og æskunnar

Lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar fór fram í Víðidalnum í Reykjavík um helgina þar sem keppt var í gæðingaskeiði (PP1) og slaktaumatölti (T2). Þórgunnur Þórarinsdóttir, frá Sauðárkróki, stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni en einnig var hún í stigahæsta liðinu.
Meira

Tekið til kostanna í Sæluviku

Í tilefni 20 ára afmælis Reiðhallarinnar Svaðastaða verður haldin stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna! Sýningin fer í fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í lok Sæluviku, 30. apríl. Samhliða fer fram skeiðmót Meistaradeildar KS þar sem keppt verður í gæðingaskeiði og 150m skeiði.
Meira

Góð stemning á Vetrarmótaröð Þyts

Annað mót í Vetrarmótaröð Þyts var haldið sunnudaginn 13. mars og var þátttaka með ágætum. Á heimasíðu Þyts segir að gaman hafi verið að sjá hve margir áhorfendur komu og fylgdust með.
Meira

Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Meira

Fjórgangsmóti Skagfirðings frestað

Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fjórgangsmótinu, sem halda átti á nk. laugardag, hafi verið frestað í ljósi aðstæðna í samfélaginu til laugardagsins 5. mars. Vonast mótanefnd til að sjá sem flesta þá.
Meira

Fleinn og Herdís Einars sigruðu í 1. flokki í gæðingatölti

Fyrsta mótið í vetrarmótaröð Hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið í Þytshöllinni föstudagskvöldið 11. febrúar. Keppt var í gæðingatölti og segir á heimasíðu félagsins að þátttaka hafi verið ágæt.
Meira

Hestamenn komnir í keppnisgírinn

Loks er farið að birta til hjá hestamönnum í Skagafirði þar sem fyrsta keppni Vetramótaraðar Hestamannafélagsins Skagfirðings hefur verið boðað laugardaginn 5. febrúar nk. kl. 13 í Svaðastaðahöllinni. Skráningu lýkur í kvöld.
Meira