Skagafjörður

Kvennaliði Tindastóls spáð fimmta sæti

Nú í hádeginu var birt spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta. Þar er liði Tindastóls spáð fimmta sætinu en alls eru það átta lið sem taka þátt í 1. deildinni. Í Subway-deild kvenna var liði Keflavíkur spáð sigri í deildinni af báðum aðilum; sams konar hópi og spáði í 1. deildina og síðan fjölmiðlamenn.
Meira

Tilefni til frekari rannsókna á Hóli

„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær símtal um að mannabein hafi komið í ljós við framkvæmdir þótt vissulega gerist það annað slagið. Það kom því verulega á óvart þegar starfsmenn RARIK tilkynntu um fund mannabeina á Hóli í Sæmundarhlíð,“ segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, þegar Feykir innir hann eftir beinafundi við bæinn Hól í Sæmundarhlíð sem Feykir.is sagði fyrst frá í ágúst. Guðmundur segir að beinin hafi fundist í grunnum skurði þegar verið var að leggja nýja heimtaug að bænum.
Meira

Búið ykkur undir stórsýningu í Reiðhöllinni

Á Laufskálaréttarsýningunni, sem verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn 29. september, mætast þeir þættir sem skapa þá menningu sem fólk leitast við að upplifa þegar Laufskálaréttarhelgin gengur í garð; hestar, söngur, sögur og gleði.
Meira

Sjóndeildarhringur sveitarstjórnarfólks víkkaður

Oft hefur verið rætt um mikilvægi fræðslu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og ýmsar leiðir verið farnar til að koma til móts við þá þörf. Undanfarin kjörtímabil hafa ýmis landshlutasamtök sveitarfélaga skipulagt fræðsluferðir fyrir kjörna fulltrúa og bæjar- og sveitarstjóra til að kynna sér hvað efst er á baugi hjá nágrannaþjóðum. Í hópi þessara landshlutasamtaka eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem ákváðu snemma á þessu ári að skipuleggja sameiginlega ferð til Skotlands.
Meira

Malen gefur út nýtt lag

Malen Áskelsdóttir, sem við þurfum nú ekki að kynna fyrir fólki, er að gefa út nýtt lag á öllum helstu streymisveitum, núna næstkomandi föstudag. Lagið „Right?“ samdi hún fyrir rúmu ári síðan. Upptökuferlið byrjaði svo í maí á þessu ári og tók nokkra mánuði. Malen samdi lag og texta og það var Baldvin Hlynsson sem útsetti lagið með henni og sá um hljóðblöndun.
Meira

Murr og Sigurður Pétur valin best hjá Stólunum

Að loknum síðasta leik Stólastúlkna í fótboltanum á laugardag var haldin uppskeruhátíð beggja meistaraflokka Tindastóls. Fór hátíðin fram í Félagsheimilinu Ljósheimum og var rífandi stemning. Meðal annars var tilkynnt um val á bestu leikmönnum karla- og kvennaliðsins og var niðurstaðan sú að Sigurður Pétur Stefánsson var valinn bestur karlanna og var vel að því kominn en hjá dömunum þótti Murielle Tiernan best.
Meira

Vilja sjá Alexandersflugvöll á Króknum sem varaflugvöll

Bjarni Jónsson (VG) og Bergþór Ólason (Miðflokki), sem báðir eru þingmenn Norðvesturkjördæmis, hafa í fimmta sinn lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli.
Meira

Lokað á skrifstofum sýslumanns á Norðurlandi vestra á föstudag

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra verða lokaðar föstudaginn 22. september nk. vegna sameiginlegs starfsdags sýslumannsembættanna. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Verndum villtra laxastofna : Bjarni Jónsson skrifar

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
Meira

Hélduð þið að þeir væru hættir ?

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samið hafi verið við Stephen Domingo 28 ára. Hann er framherji af amerískum og nígerískum ættum. Stephen Domingo var fyrirliði nígerska landsliðsins og var í U17 USA landsliðinu sem varð heimsmeistari 2012.
Meira