Skagafjörður

Álft og gæs ágeng í kornökrum

Áhættan við kornrækt getur verið þó nokkur og ekki bara sökum misjafnra veðurskila á Fróninu, heldur blasir það nú við bændum að kornið er orðið að hlaðborði villibráðarinnar.
Meira

Ólíðandi að skammtímahagsmunir ráði för

Á fundi í sveitarstjórn Húnabyggðar sem fram fór í gær, lýsti sveitarstjórn Húnabyggðar yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. „Alls hafa veiðst um 50 eldislaxar í ám á Norðurlandi vestra á síðustu tveimur vikum og í fæstum ám er einhver möguleiki til staðar að fylgjast með mögulegri gengd eldislaxa,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar en þar er þess krafist að sett verði í lög að eldislax sé ekki frjór og að tryggt sé að laxar geti ekki sloppið.
Meira

Strákagöng við Siglufjörð lokuð í kvöld

Strákagöng norðan við Siglufjörð verða lokuð milli klukkan 20 og 23 í kvöld, þriðjudaginn 12. September. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vegagerðarinnar verður Slökkvilið Fjallabyggðar með reykæfingu í göngunum. Umferð verður beint um Lágheiði á meðan lokun stendur.
Meira

Hvort má bjóða yður rostung eða rollu?

Útburðarkona Morgunblaðsins á Króknum gekk fram á góða gesti á Kirkjutorginu í morgun. Semsagt rollur. Í dag komu fleiri gestir í heimsókn á Krókinn því skemmtiferðaskip lagðist að bryggju. Fyrr í sumar var það rostungur sem tók á móti gestum skemmtiferðaskipa og nú er kannski spurning hvort þetta rollutrikk sé liður í móttöku ferðamanna hjá sveitarfélaginu – semsagt að í stað rostungs geti ferðamenn notið kynna af íslenskum rollum.
Meira

Alþingi verður sett í dag

Alþingi verður sett í dag, þriðjudaginn 12. september, og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.
Meira

Miðar á Laufskálaréttarballið komnir í sölu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina, en það eru þeir Siggi Doddi, Adam Smári og Viggó Jónsson sem eru mennirnir á bak við stóra Laufskálaréttarballið sem haldið verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum laugardaginn 30. september næstkomandi.
Meira

Frændgarður fær andlitslyftingu

Frændgarður sem er eitt af þremur húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi fékk á dögunum andlitslyftingu. Málningavinnan tók ótrúlega stuttan tíma en að sögn Guðrúnar Þorvaldsdóttur hjá Versturfarasetrinu var húsið sprautað. Snillingarnir sem unnu verkið voru þeir Erling Sigurðsson málari og Fjólmundur Traustason, sem stjórnaði bíllnum, en mikið af verkinu var unnið úr körfu á vörubíl því þökin eru mjög brött.
Meira

Engin vonbrigði varðandi viðhorf og viðleitni strákanna

Lið Tindastóls spilaði síðasta leik sinn í 4. deildinni þetta sumarið s. fimmtudag en þá heimsóttu strákarnir lið KÁ á Ásvelli í Hafnarfirði. Ljóst var fyrir leikinn að Stólarnir myndu enda keppni í fjórða sæti hvernig svo sem leikir síðustu umferðar færu. Heimamenn komust yfir strax í byrjun og enduðu á að vinna leikinn 4-2.
Meira

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni... - segir m.a. í innsendri grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Árnadóttur.
Meira

Þrír eldislaxar hafa fundist í Húseyjarkvíslinni

Feykir sagði frá því skömmu fyrir helgi að enn hefði ekki fundist eldislax í Staðará og Húseyjarkvísl í Skagafirði en vitað var til þess að einn eldislax hefði fundist í Hjaltadalsá. Nú er komin önnur vika og samkvæmt upplýsingum Valgarðs Ragnarssonar, sem er æðstráðandi í Kvíslinni, þá hafa þrír eldislaxar nú fundist í Húseyjarkvislinni.
Meira