Skagafjörður

SSNV hlaut styrk frá Landsvirkjun

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er sagt frá því að í síðustu viku hafi samtökin fengið þær frábæru fréttir að SSNV hafi verið úthlutað styrk fyrir tveimur viðburðum úr samfélagssjóði Landsvirkjunar. Styrkirnir eru vegna ungmennaþings um valdeflingu ungs fólks á Norðurlandi vestra sem fram á að fara á Blönduósi í október og síðan örráðstefnu um umhverfismál á Norðurlandi vestra.
Meira

Stólarnir sitja sem fastast í þeirri fjórðu

Nú þegar ein umferð er eftir af keppni í 4. deildinni í knattspyrnu er ljóst að fjórða sætið verður hlutskipti Tindastóls en draumurinn um sæti í 3. deild fékk frekar nöturlegan endi þegar Kópavogspiltar í KFK gerðu sex mörk á Króknum í dag. Leikurinn var reyndar ansi fjörugur í sunnanrokinu en heimamenn voru helst til of gjafmildir í varnarleiknum og lokatölur 3-6.
Meira

Aukið samstarf milli Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands mun efla báða skólana

Skólastarfsemi á Hólum í Hjaltadal er ekkert nýnæmi. Hólaskóli var á biskupssetrinu frá því 1106 til 1802 en hann var, ásamt Skálholtsskóla, helsta menntastofnun þjóðarinnar. Nú er Háskólinn á Hólum með aðsetur í Hjaltadalnum fallega og þar er Skagfirðingurinn Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. Um miðjan ágústmánuð var ákveðið að kanna grundvöll fyrir samstarfi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands, ákvörðun sem sumir óttast að boði ekki endilega gott fyrir háskólastarf í Skagafirði en aðrir sjá spennandi tækifæri felast í mögulegu samstarfi. Feykir sendi nokkrar spurningar á Hólmfríði til að forvitnast um þetta mál og eitt og annað tengt starfsemi skólans.
Meira

„Framtíð kórsins er björt“

Á Hólahátíð sem fram fór um miðjan ágúst stjórnaði Helga Rós Indriðadóttir Skagfirska kammerkórnum í síðasta sinni. Hún hefur verið stjórnandi kórs-ins frá árinu 2013 en lætur nú staðar numið. Helga segist í samtali við Feyki vera mjög þakklát fyrir að hafa unnið með öllu þessu góða fólki og kynnst fullt af góðri tónlist. Hún segir fjölda fólks hafa starfað í kórnum í gegnum árin, endurnýjun hafa verið töluverða en þó eru mörg af stofnfélögum kórsins enn starfandi í honum. Kórinn var stofnaður árið 2000 af Blöndhlíð-ingnum Sveini Arnari Sæmundssyni.
Meira

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira

Feðgin úr Fljótunum snillingar í hrútaþukli

Íslandsmótið í hrútaþukli var haldið á sauðfjársetrinu á Ströndum nú á dögunum. Það vakti athygli að feðginin Fanney Gunnarsdóttir og Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti í Fljótum voru bæði á verðlaunapalli í keppninni.
Meira

EasyJet hefur flug til Akureyrar í lok október

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að breska flugfélagið easyJet hefji flug til Akureyrar í lok október og Icelandair bjóði upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt verður að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
Meira

Síungur söngvari verður sjötugur og heldur tónleika

Álftagerðisbróðirinn geðþekki, Óskar Pétursson, hyggst halda upp á sjötugsafmæli sitt með því að halda stórtónleika í þremur helstu tónleikasölum landsins; Hörpu, Hofi og í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Óskar er að sjálfsögðu einn dáðasti söngvari landsins, hann á að baki langan og farsælan feril og er þekktur fyrir fagran söng og skondnar kynningar. Tónleikarnir í Miðgarði fara fram 12. október og það er að verða eitthvað lítið eftir af miðum.
Meira

Stjórnarformaður Drangeyjarfélagsins gagnrýnir stjórnsýslu Umhverfisstofnunar

Viggó Jónsson, stjórnarformaður Drangeyjarfélagsins í Skagafirði, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann furðar sig á vinnubrögðum Umhverfisstofnunar varðandi skipan í starfshóp sem vinnur við stjórnunar- og verndaráætlun lunda og fjallar því að hans sögn um mögulegt bann á sölu lunda. „Ég tel skipan starfshópsins fáránlega stjórnsýslu og augljóst að markmiðið er skýrt og niðurstaðan ákveðin fyrirfram,“ segir Viggó í færslunni.
Meira

Steinn Kára gefur út sönglagið Sól í Skagafirði

Nýútkomið er sönglag eftir Króksarann Stein Kárason en það er Bjarni Atlason baritonsöngvari sem syngur lagið Sól í Skagafirði. Bæði lag og ljóð er eftir Stein. Undirleik annast Jónas Þórir. Í tilkynningu frá höfundi segir að lagið fjalli um ástina, foldarblómin smá og söng á sólríkum sumardegi í Skagafirði eins og þeir gerast bestir.
Meira