Skagafjörður

Pavel verður á tveimur stöðum í einu í kvöld

Skemmtiþátturinn Kappsmál er enn á ný kominn í rennsli hjá Sjónvarpinu en þar eru þátttakendur grillaðir yfir hægum sjónvarpseldi um íslensku tunguna. Þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik, Pavel Ermolinski, verður í hópi þeirra sem verða grillaðir í kvöld en hann og félagi hans, Guðmundur Stephensen, mæta íþróttafréttakonum RÚV, snillingunum Eddu Páls og Helgu Margréti.
Meira

Séra Dalla Þórðardóttir lætur af störfum

Séra Dalla Þórðardóttir prestur í Skagafjarðarprestakalli, hefur lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Hún kemur til með að láta af embætti 1. desember nk. Þá eru liðin ein 42 ár frá því hún tók til starfa sem prestur
Meira

Nýtt og betra toppstykki á stromp Steinullar

Um mánaðamótin júlí ágúst var endurnýjuðum strompi komið fyrir við verksmiðju Steinullar á Eyrinni á Sauðárkróki. Strompurinn er nú tveimur metrum hærri en áður, nær því 42 metra hæð sem er dágott. Það var Slippurinn á Akureyri sem annaðist smíðina á nýja toppstykkinu og kom honum síðan fyrir með hjálp stóreflis kranabíls sem þeir hafa á sínum snærum. Kraninn þurfti að lyfta nýja strompinum á sinn stað og þurfti því að komast töluvert hærra en í 42 metra hæð.
Meira

Ragnar Ágústsson framlengir samning

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Ragnar Ágústson hefur framlengt samning sinn við Tindastól til tveggja ára.
Meira

Blóðgjöf er lífgjöf

„Blóðgjör er lífgjöf,“ er eitt af slagorðum Blóðbankans, sem minnir okkur svo sannarlega á mikilvægi þess að gefa blóð. Allir þeir sem geta gefið blóð eru hvattir til þess að mæta í Blóðbankabílinn sem staddur verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúið, þriðjudaginn 19. september, frá klukkan 11:00-17:00.
Meira

Minnisplattar til minningar um vesturfarana

Fulltrúar frá Icelandic Roots samtökunum voru á ferð um Norðurland vestra í síðustu viku og afhentu minnisplatta bæði á Borðeyri og á Sauðárkróki til minningar um forfeður sína sem fóru vestur um haf í kringum aldamótin 1900. Sjálfboðaliðar Icelandic Roots, sem koma frá Norður-Ameríku, ferðast nú um Ísland til að fagna tíu ára afmæli samtakanna. Þeir heimsækja mikilvæga sögustaði, hitta félaga sem búsettir eru á Íslandi og setja upp minnisvarða um vesturfarana.
Meira

Stefán Pedersen látinn

Stefán Pedersen ljósmyndari og listamaður lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki laugardaginn 9. september. Eftir hann liggur fjöldi frábærra ljósmynda sem skrásetja lista- og mannlífið á Sauðárkróki og í Skagafirði í rúma hálfa öld. Ekki síst voru myndir hans fyrir Leikfélag Sauðárkróks hrein listaverk.
Meira

Nýr varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Yngvi Jósef Yngvason hefur verið ráðinn í starf varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar og mun hann hefja störf í desember. Yngvi tekur við stöðunni af Sigurði Bjarna Rafnssyni sem mun láta af störfum í október.
Meira

Álborg SK88 mótið í körfu verður í Borgarnesi

Dagana 15.-16. september fer Álborg SK 88 körfuboltamótið fram í Borgarnesi í fyrsta skipti. „Stefnan er að með tímanum verði þetta helsta og virtasta æfiingamót íslensks körfubolta,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, formaður kkd. Tindastóls og hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Fjögur lið mæta til leiks í ár; Íslandsmeistarar Tindastóls, Stjarnan, KR og Höttur. Dráttur í undanúrslit fór fram við hátíðilega athöfn við Sauðárkrókshöfn.
Meira

Allir togarar FISK Seafood hafa landað í vikunni

Það er allt fullt af fiski á Króknum þessa vikuna en allir þrír togarar FISK Seafood hafa landað ágætum afla. Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki á mánudag eftir 30 daga túr með 810 tonn upp úr sjó. Sama dag landaði Drangey SK2 156 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur og loks landaði Málmey SK1 145 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur, ýsa og karfi.
Meira