Ljósmyndavefur

Sjöundi sigurleikur Stólastúlkna í röð í Lengjudeildinni

Kvennalið Tindastóls fékk Skagastúlkur í heimsókn í Lengjudeildinni í dag. Liði ÍA hefur ekki gengið vel í sumar, vörn liðsins er ágæt en þeim hefur gengið illa að skora og eru fyrir vikið þriðju neðstar. Stólastúlkur hafa aftur á móti bæði varist vel og verið skæðar í sókninni og því komu úrslitin, 2-0, kannski ekkert á óvart. Niðurstaðan var sanngjörn og enn færist lið Tindastóls nær hinum heilaga gral – Pepsi Max-deildinni.
Meira

Einstakur dagur

Það var heppilegt að gærdagurinn skartaði sínu fegursta víðast hvar á Norðurlandi vestra. Margir nútu veðurblíðunnar, hvort sem var heima í garði eða á fjöllum, enda göngur og réttir víða. Og hvað er betra en góðviðrisdagur með heiðskýrum himni og hlýju eftir grásprengda daga af rigningu, roki og hrolli?
Meira

Menningarsjóður KS færir HSN höfðinglegar gjafir

„Það er mjög mikilvægt fyrir stofnun eins og okkar að eiga svona góðan bakhjarl,“ segir Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, en í síðustu viku afhenti stjórn Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga stofnuninni höfðinglega gjöf sem sannarlega kemur öllum vel.
Meira

Olíutankarnir á Króknum fara á Vestfirðina

Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem mikinn svip hafa sett á umhverfi Eyrarinnar á Sauðárkróki, af stöllum sínum og bíða komu norska flutningaskipsins Rotsund sem mun flytja þá á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk.
Meira

Undurfagurt spilerí Ásgeirs og Júlíusar í Sauðárkrókskirkju

Vestur-Húnvetningarnir Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn mættu í Sauðárkrókskirkju í gær og sungu og léku undurfagra tónlist sína af einstakri list. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásgeir heldur tónleika á Króknum. Kirkjan var sneisafull og ekki var annað að sjá en kirkjugestir hafi notið frábærs flutnings á lágstemmdum lögum Ásgeirs.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Erfitt útkall í Hjaltadal

Síðastliðinn mánudag fengu björgunarsveitirnar í Skagafirði og Eyjafirði, sjúkraflutningamenn á Sauðárkróki ásamt Landhelgisgæslunni boð um slasaðan göngumann á Hjaltadalsheiði. Hafði hann hrasað í brattri skriðu í fjalllendinu. Strax var ljóst að um mikið og erfitt verkefni væri að ræða og því var mikilvægt að undirbúa sig vel.
Meira

Kristjana og Svavar Knútur fóru á kostum

Í gærkvöldi fóru fram stórmagnaðir tónleikar í Gránu en þar komu fram þau Kristjana Stefáns og Svavar Knútur og heilluðu viðstadda upp úr skónum. Þau fluttu að mestu lög af nýútkomnum geisladiski sem kallast Faðmlög og er stútfullur af snilld, gömlu í bland við nýtt og gleði og fegurð.
Meira

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Stólarnir sterkari í grannaslagnum

Lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar mættust á Sauðárkróki í dag og var spilað við ágætar aðstæður. Rennislétt gervigras, 13 stiga hiti og pínu vindur. Þetta var fyrsti leikur beggja liða frá því í vetur en gæði leiksins voru engu að síður með ágætum og líkt og reikna mátti með í grannaslagnum þá var hvergi gefið eftir. Gestirnir vestan Vatnsskarðs voru 0-1 yfir í hálfleik en Stólarnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og slógu því gestina út úr Mjólkurbikarnum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira