Ljósmyndavefur

Margmenni í Laufskálarétt

Fjöldi fólks og um 500 hross voru saman komin í Laufskálarétt í gær. Talið er smalamenn hafi verið álíka margir eða fleiri en þau hross sem smalað var og auk þess mætti margmenni að réttinni. Veðrið lék við réttargesti og þó golan væri nokkuð köld um tíma var auðvelt að leita í skjól. Um það leiti sem stóðið var rekið til réttar dró ský frá sólu og vermdi mannskapinn. Allt fór vel fram og gengu réttarstörf mjög vel fyrir sig.
Meira

Fjölbrautaskólinn mikilvægur á Norðurlandi vestra

Haldið var upp á 40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðasta laugardag og var öllum velunnurum skólans boðið til afmælisdagskrár á sal Bóknámshússins. Í tilefni tímamótanna fékk skólinn 10 milljón að gjöf frá KS. Að lokinni dagskrá var boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Síðastliðinn þriðjudag fór fram afhending styrkja úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni voru veittir styrkir til 27 verkefna eða eins og Bjarni Maronsson sagði í ávarpi til gesta: „Viðurkenning fyrir það sem þið eruð að vinna til þess að gera lífið skemmtilegra og litríkara." Í stjórn Menningarsjóðs sitja fimm manns, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Bjarni Maronsson, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

80 ára afmælishátíð sundlaugarinnar í Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð fagnaði nýlega 80 ára vígsluafmæli og var þess minnst með veglegri veislu fimmtudaginn 29. ágúst. Samhliða afmælisveislunni var efnt til Grettissunds en í því var fyrst keppt á vígsluhátíð sundlaugarinnar fyrir 80 árum síðan.
Meira

Sveitasæla 2019 - Myndasyrpa

Í gær var haldin heljarmikil landbúnaðarsýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, Sveitasæla 2019. Þar var margt til skemmtunar og fróðleiks og létu gestir sig ekki vanta. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti dagskrána formlega og Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði gesti. Útsendari Feykis mætti með myndavélina og reyndi að fanga stemninguna.
Meira

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira

Vel heppnaðir Maríudagar

Maríudagar voru haldnir að Hvoli í Vesturhópi 29. og 30 júní en Maríudagar eru til minningar um Maríu Hjaltadóttur, fyrrum húsmóður á Hvoli. Að þessu sinni heimsóttu okkur liðlega 200 manns og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Meira

Fjöldi gesta og allir til fyrirmyndar á Hofsós heim

Hofsós heim, bæjarhátíð Hofsósinga, var haldin um helgina í björtu veðri en vindurinn var þó örlítið að flýta sér að margra mati. Þar var margt til skemmtunar, gönguferðir, sýningar, kjötsúpa og kvöldvaka, leikir og listasmiðja, markaðir og margt, margt fleira.
Meira

Bjarni Har fyrsti heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Í dag var kaupmaðurinn síungi á Sauðárkróki, Bjarni Haraldsson, sæmdur heiðursborgaranafnbót fyrstur allra í Sveitarfélaginu Skagafirði í veislu sem nú stendur yfir við verslun hans á Aðalgötunni. Aðeins tveir ættliðir hafa rekið verslunina þau 100 ár sem hún hefur verið starfrækt en faðir Bjarna, Haraldur Júlíusson sem verslunin er kennd við, setti hana á laggirnar árið 1919.
Meira

Kvennahlaup í þrítugasta sinn

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardaginn 15. júní. Þetta er í þrítugasta skipti sem hlaupið er haldið og verður nú hlaupið á yfir 80 stöðum á land­inu. Á vefsíðu ÍSÍ segir að markmið Kvennahlaupsins hafi frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu þar sem allir taka þátt á sínum forsendum og áhersla lögð á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafi karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.
Meira