Ljósmyndavefur

Kvennahlaup í þrítugasta sinn

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardaginn 15. júní. Þetta er í þrítugasta skipti sem hlaupið er haldið og verður nú hlaupið á yfir 80 stöðum á land­inu. Á vefsíðu ÍSÍ segir að markmið Kvennahlaupsins hafi frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu þar sem allir taka þátt á sínum forsendum og áhersla lögð á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafi karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.
Meira

Margmenni á golfdegi í blíðskaparveðri

Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA í gær, mánudaginn 10. júní, og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golfkennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna á Fjölni úr Grafarvoginum

Tindastóll tók á móti Fjölni í gærkvöldi í lokaleik fjórðu umferðar í Inkasso-deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn endaði með stórsigri Tindastóls 6-2, en fyrir leikinn voru Tindastóll í áttunda sæti með þrjú stig og Fjölnir í því níunda með eitt stig.
Meira

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki 2019

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki var haldinn hátíðlegur laugardaginn 1. júní með fínustu dagskrá á hafnarsvæðinu.
Meira

Gleðiganga 2019 - Myndasyrpa

Hin árlega gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki var farin í gær en hún markar lok skólastarfs vetrarins. Gengið er frá Árskóla og upp á Sjúkrahústúnið þar sem gjarnan er gerður stuttur stans. Síðan er haldið í bæinn, sungið fyrir utan Ráðhúsið og endað við Árskóla aftur þar sem grilluðum pylsum eru gerð góð skil.
Meira

100 nemendur brautskráðir af 10 námsbrautum

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum.
Meira

Skagfirðingur í íslenska Team Rynkebyliðinu sem hjólar til Parísar

Um síðustu helgi var íslenska Team Rynkeby hjólaliðið með æfingu á Norðurlandi og hjólaði m.a. í Skagafirði. Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf þar sem þátttakendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson er einn þátttakenda og segist hann hlakka mikið til fararinnar.
Meira

Hamrarnir fengu á baukinn

Leikið var í Mjólkurbikar kvenna á Króknum í gærkvöldi en þá mættust lið Tindastóls og Hamranna frá Akureyri. Lið Tindastóls leikur í Inkasso-deildinni í sumar en Hamrarnir féllu úr þeirri deild síðasta haust. Það mátti því reikna með að Akureyrarstúlkurnar næðu að standa upp í hárinu á Stólastúlkum en annað kom á daginn því leikurinn var lengstum einstefna að marki gestanna. Lokatölur 8-1 og lið Tindastóls flaug áfram í næstu umferð.
Meira

Dansað í Sæluviku

Margir sakna þess að ekki skuli vera haldnir dansleikir í Sæluviku eins og tíðkaðist hér áður fyrr þegar dansinn dunaði alla vikuna. Að þessu sinni var þó haldið eitt ball, harmóníkuball sem félagsskapurinn Pilsaþytur stóð fyrir og bauð til sín góðum gestum í danshópnum Vefaranum. Hópurinn sýndi þjóðdansa og á eftir var stiginn dans við undirleik Aðalsteins Ísfjörð.
Meira

Sumarkomunni fagnað með sama hætti í meira en 60 ár

Sjálfsagt eru þau ekki mörg bæjarfélögin á landinu sem státa af hátíðahöldum með jafn hefðbundnu sniði og tíðkast á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta.
Meira