Ljósmyndavefur

Heimsókn í félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja á Blönduósi

Áður birt í jólablaði Feykis 2018, 28. nóvember 2018. Í kjallara Hnitbjarga á Blönduósi er rekið blómlegt félags- og tómstundastarf fyrir 6o ára og eldri og öryrkja á Blönduósi og í Húnavatnshreppi. Þar kemur fólk af svæðinu saman tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, og á góða samverustund yfir spilamennsku og margs kyns handavinnu. Feykir kom þar við á dögunum og leit á það sem þar er verið að fást við.
Meira

31 verkefni hlaut styrk úr Menningarsjóði KS

Í gær fór fram úthlutun styrkja hjá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga í sal Kjarnans á Sauðárkróki. Alls fengu 31 verkefni styrk en þau eru af ýmsum toga og mörg hver tilkomin vegna þeirra styrkja sem veittir eru til menningarmála í héraði. Bikar, og styrkur, til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur, var einnig veittur og kom í hlut Ragnars Ágústssonar, ungs og efnilegs körfuboltamanns.
Meira

Grýla og Leppalúði heimsóttu Hóla um helgina

Það var skemmtileg stemning á Hólum í Hjaltadal sl. sunnudag en þá stóð yfir jólatrjáasala Hóladeildar Skógræktarfélag Skagfirðinga. Auk skógarhöggsins var boðið upp á allskyns dagskrá um Hólastað. Þá voru þau sæmdarhjón, Grýla og Leppalúði, eitthvað að þvælast á staðnum. Í gamla bænum, Nýjabæ, voru tvær sýningar í gangi, annars vegar myndasýning og hins vegar leikfangasýning, fyrir utan það að bærinn sjálfur er einn sýningargripur. Í baðstofunni voru jólalögin leikin á harmonikku og jólasögur lesnar fyrir gesti.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Króknum -- Myndir

Þann 1. desember sl. voru ljósin á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki tendruð að viðsöddu fjölmenni þrátt fyrir kaldan norðanblástur og hríðarkóf. Ýmislegt var í boði til skemmtunar en mest bar á söng en Leppalúði var hálf ringlaður enda búinn að týna hyski sínu. Eftir að Leppalúði hafði fundið nokkra rauðklædda syni sína var dansað í kringum jólatréð áður en mandarínurnar voru sóttar ofan í hvíta pokana og gefnir smáfólkinu. Að því loknu hvarf hver til síns heima enda kuldinn farinn að bíta í kinnar og tær.
Meira

Listsköpun lúinna handa - Opnun málverkasýningar í Lindabæ

Sl. sunnudag var málverkasýningin Listsköpun lúinna handa opnuð í Búminjasafninu í Lindabæ. Þar getur að líta myndir sem Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga, málaði á efri árum sínum ásamt ýmsu öðru handverki hans, s.s. tálguðum skipum og bókbandi en sýninguna settu synir hans upp í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar þann 3. október sl.
Meira

Lambadagur í Þráarhöllinni á Hólum

Sauðfjárræktarfélagið Kolbeinn og Búnaðarfélag Hofshrepps stóðu fyrir Lambadegi í Þráarhöllinni á Hólum þann 13. október síðastliðinn. Að sögn Þórdísar Halldórsdóttur, formanns Kolbeins, var vel mætt af bændum í félögunum tveimur og fólki sem kom bara til að skoða og sjá og er hún við hæstánægð með viðtökurnar.
Meira

Kollóttur hrútur frá Syðri-Reykjum hrútur sýningarinnar á Bergstöðum - Myndasyrpa

Lambhrúta og gimbrasýning var haldin í Miðfjarðarhólfi föstud. 12.okt. að Bergsstöðum í Miðfirði. Keppt var í þremur flokkum lambhrúta, hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, ásamt tveimur hópum gimbra, mislitar gimbrar, sem voru verðlaunaðar eftir átaki og skrautgimbrar en þá var einungis horft til litar eða sérstöðu. Elín Skúladóttir á Bergsstöðum segir að ekki hafi verið stigað á staðnum, heldur látið dagsformið ráða.
Meira

Ámundakinn opnar nýtt hús á Blönduósi

Laugardaginn 6. október, var nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum tekið formlega í notkun að Hnjúkabyggð 34. Jón Gíslason flutti tölu fyrir hönd stjórnar Ámundakinnar og fór yfir starfsemi Ámundakinnar en hlutverk og markmið Ámundakinnar er m.a. að byggja og leigja út atvinnuhúsnæði til atvinnustarfsemi á svæðinu. Ámundakinn á húsnæði á Skagaströnd, Blönduósi, Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira

Nokkrar myndir úr Laufskálarétt

Fólk lét ekki slæma veðurspá né kulda stoppa sig í að taka þátt og eða fylgjast með réttarstörfum í Laufskálarétt í gær. Fjöldi ríðandi manna fór í Kolbeinsdalinn og sótti stóðið sem viljugt hljóp til réttar. Veðurspáin fyrir daginn var ekki góð, rigning og norðan kuldi en betur rættist úr veðrinu þar sem úrkoman varð aldrei nein að ráði. Kuldann var einfalt að klæða af sér.
Meira

Stóðsmölun í Laxárdal - Myndir

Síðastliðinn laugardag var hátíð í Austur-Húnavatnssýslu en þá fór fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og áður var fjölmennt í dalnum og góð stemning. Fjallkóngur var Skarphéðinn Einarsson, kórstjóri karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps með meiru, og sá hann um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni.
Meira