Ljósmyndavefur

Keilir opnar starfsstöð á Sauðárkróki

Flugakademía Keilis hefur opnað starfsstöð fyrir nemendur í verklegu atvinnuflugnámi á Alexandersflugvelli í Skagafirði en skrifað var undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Reiknað er með að um tuttugu nemendur og 2-3 kennsluvélar verði að jafnaði á flugvellinum allt árið um kring. Bæði nemendur og kennarar, sem undanfarið hafa verið staðsettir á Sauðárkróki, eru yfir sig ánægðir með bæði innviði og aðstöðu til flugnáms í Skagafirði, en þar eru kjöraðstæður til verklegrar flugkennslu, að sögn Arnbjörns Ólafssonar, markaðsstjóra Keilis.
Meira

Fimmtíu árunum fagnað

Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sl. sunnudag, þann 3. mars. Fjölmargir velunnarar félagsins mættu í Félagsheimilið á Blönduósi og samfögnuðu félaginu sem starfað hefur af miklum krafti í hálfa öld.
Meira

Öskudagur í öllum regnbogans litum

Í dag var einn besti dagur ársins, öskudagurinn síkáti. Fjölmargir krakkar þustu á lappir í morgunsárið og skelltu sér í tilheyrandi öskudagsgervi, þó metnaðurinn hafi verið mismikill eins og gengur. Eftir nokkru var að slægjast því fyrirtæki, stofnanir og verslanir um víðan völl buðu börnunun eitthvað spennandi í staðinn fyrir tónlistarflutning.
Meira

Brunavarnir Skagafjarðar með nýjan og fullkominn tækjabíl

Á dögunum fengu Brunavarnir Skagafjarðar afhenta nýja slökkvibifreið og var því fagnað með opnu húsi á slökkvistöðinni á Sæmundargötu á Sauðárkróki fyrr í dag. Var fólki boðið að skoða nýja slökkvibílinn ásamt því að kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins. Að sjálfsögðu var hellt upp á í tilefni dagsins og myndarleg rjómaterta á boðstólum.
Meira

Sungið í tilefni af Degi leikskólans - Myndir og vídeó

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í gær en sjötta febrúar er gert hátt undir höfði í leikskólasögu þjóðarinnar þar sem frumkvöðlar leikskólanna stofnuðu fyrstu samtök sín á þessum degi árið 1950. Orðsporið, sem veitt var í sjöunda sinn, kom í hlut Seltjarnarnesbæjar en verðlaunin voru fyrst veitt árið árið 2013. Hersteinn Snorri, leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi, hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni fyrir ljóðið Skipstjórinn.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutar styrkjum

Sunnudaginn 3. febrúar voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Ávörp fluttu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Skagfirski kammerkórinn söng tvö lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og fiðlu- og slagverkshópur flutti tvö lög undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var sl. laugardag haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.
Meira

Græni salurinn í Bifröst - Yfir 20 manns stigu á stokk

Það var fín stemning í Bifröst þann 28. desember sl. þegar tónleikarnir Græni salurinn fór fram að viðstöddu fjölmenni. Boðið var upp á alls tíu tónlistaratriði af ýmsum toga og var gerður góður rómur að. Þó að einhverjir hafi fengið að stíga oftar á stokk en aðrir mætti telja yfir 20 manns sem létu til sín taka.
Meira

Áramótabrenna á Króknum - Myndir

Það viðraði vel til loftárása á gamlárskvöld eftir norðanáhlaup sem hafði spillt færð og friðarboðskapinn hafði riðið yfir landið fyrr um daginn. Flugeldasala gekk ágætlega heilt yfir landið, sagði Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, við Mbl.is.
Meira

Heimsókn í félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja á Blönduósi

Áður birt í jólablaði Feykis 2018, 28. nóvember 2018. Í kjallara Hnitbjarga á Blönduósi er rekið blómlegt félags- og tómstundastarf fyrir 6o ára og eldri og öryrkja á Blönduósi og í Húnavatnshreppi. Þar kemur fólk af svæðinu saman tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, og á góða samverustund yfir spilamennsku og margs kyns handavinnu. Feykir kom þar við á dögunum og leit á það sem þar er verið að fást við.
Meira