Vill skella öllum tegundum af almennum leiðindum á brennuna

Gísli og Þuríður eiginkona hans í Mikkeli í Finnlandi í september. AÐSEND MYND
Gísli og Þuríður eiginkona hans í Mikkeli í Finnlandi í september. AÐSEND MYND

Þá er komið að Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi á Hólum í Hjaltadal að gera upp árið í Feyki. Gísli var vígður í embættið í ágúst 2022 en áður þjónaði hann sem prestur í Glaumbæjarsókn. Hann hefur leyst af í Skagafjarðarprestakalli nú yfir aðventuna enda aðeins tveir prestar starfandi sem stendur í sókninni.

Hver er maður ársins? – Guðný Guðmundsdóttir er í miklu uppáhaldi, en að þessu sinni vel ég Karólínu í Hvammshlíð.

Hver var uppgötvun ársins? – Að vera fjárlaus er ekki það besta.

Hvað var lag ársins? – Lögin á afmælsitónleikum Óskars frá Álftagerði, í tilefni af sjötugsafmælinu.

Hvað gerðirðu ekki á árinu sem þú ætlaðir þér að gera? - Byggði ekki bílskúr og kláraði ekki að mála húsið.

Hvers er eftirminnilegast frá árinu 2023? – Við hjónin fórum á biskupsvígslur til allra Norðurlandanna og eru allar þær ferðir eftirminnilegar.

Hvaða þrjú orð lýsa árinu best? – Líf, vöxtur og þroski. Þetta eru einkunnarorð mín sem Hólabiskups og hafa þau bæði átt við í mínu lífi og fjölskyldunnar, svo og í starfinu.

Hverju viltu skella á brennuna? – Öllum tegundum af almennum leiðindum.

Hvað viltu sjá gerast árið 2024? – Að friður verði sem víðast í heiminum og að Íslendingar kunni að meta land sitt og samfélag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir