Lási er ekki í bransanum fyrir nokkrar baunir

Dreifarinn hafði samband við Sigurlás Þorlák Þorlákssson á dögunum. Lási (eða Lásí Láka eins og gárungarnir kalla hann gjarnan), hefur bardúsað ýmislegt um dagana; unnið ýmis verkamannastörf, verið til sjós og jafnvel verið með „eigið bisness“ eins og hann segir sjálfur. -Já drengur, ég er nú til í flest skal ég segja þér, mér er beisikklí alveg sama hvað, ég er svo líberal.

Hvað ertu að fást við þessa dagana? -Ég hef nú mest verið bara í golfi og grillað og svona. Þetta er búin að vera svo assgoti fín tíð að undanförnu. Þetta eru bara fílgúdd tæms drengur.

En ekki ertu bara að leika þér Lási? -Neineinei, biddu fyrir þér drengur, ég meina; eru kýr með hala? Haha, nei... ég er að reyna fyrir mér svona frílans í auglýsingabissnesnum, held að það sé nú mest bara ísí monní. Það þarf enga snillinga í svona... já, ...já svona djobb skilurðu? Þetta er alveg streit forvard drengur.

Ha? -Já bara einfalt held ég.

Hvernig gengur þetta fyrir sig hjá þér? -Nú, ég er kannski ekkert klár á tölvur eða þannig, en mestu snillingarnir, ðe þínkers skilurðu, það eru þessir sem hugsa sko og koma með hugmyndirnar. Núna er til dæmis svo inn að vera alveg líberal, það er ekkert heilagt þessa dagana, ha? Það má eiginlega allt og ég er rosalega mikið inni á þeirri línu. Þannig að beisikklí það sem ég geri er sko að koma með fullmótaðar hugmyndir að auglýsingu, rissa svona upp hvernig þetta á að vera, og er svo með alveg textann á hreinu. Ég meina auglýsingar – og þá er ég sérstaklega að tala um sjónvarpsauglýsingar – ...þetta eru bara lítil leikrit sko. Þar er ég alveg á heimavelli, ég var svo mikið að leika hérna í óld deis eins og þú náttúrulega manst.

Jújú. Geturðu nefnt einhver dæmi um auglýsingar sem þú hefur komið að? -Já blessaður vertu. Ég hérna hef verið að vinna að ansi stórri auglýsingu fyrir Nóa og Síríus. Þetta er svosem ekkert í hendi ennþá, en ég geri mér vonir um að samningaviðræður hefjist alveg von bráðar. En ég náttúrulega sem ekkert við þá hjá Nóa sko, ég sendi bara þessa hugmynd, alveg fastmótaða, á þarna auglýsingabatteríið þeirra og alveg streit forvard díl.

Hvernig díl? -Ja bara fiftí fiftí díl. Ég er ekkert í þessum bransa fyrir nokkrar baunir, skilurðu?

Máttu segja frá hugmyndinni? -Nei það gengur náttúrulega ekki, ég get það ekki en beisikklí þá er þetta svona að það eru tveir fílgúdd gæs sem búa saman í íbúð í ...ég sá svona fyrir mér í Bryggjuhverfinu þarna fyrir sunnan... já og þeir eru hommar, eða semsagt samkynhneigðir, eða kannski bara námsmenn, þetta er alveg svona líberal, ég veit það ekki, mússi mússi, skiptir ekki öllu þú skilur, en málið er að þeir heita Nói og Síríus. Og hérna það er svona laugardagskvöld og þeir eru búnir að grilla og liggja svona hvor í sínu horni í stofunni og eru kannski að horfa á Idol. Og þá er klósöpp af Síríusi og hann segir: „Nú langar mig í Nóa kropp!“ Þá fer myndavélin yfir á Nóa og hann segir: „Mig langar nú eiginlega í Síríus lengju.“ Og svo fara þeir saman út í sjoppu. Já, þetta er svona beisikklí hugmyndin. Ég held að þetta sé algjör vinner.

Er langt síðan þú sendir þessa hugmynd á auglýsingastofuna? -Það eru nú alveg tvær vikur síðan beisikklí, kannski finnst þeim díllinn vera eitthvað óhagstæður, æ dónt nó, en ég ætla bara rétt að vona að þeir séu ekki að stela hugmyndinni, þá eru þeir sko alveg í díp sjitt því ég er með allt koverað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir