Svarið kom mjög fljótt með hálfgerðum skætingi.

Hver er maðurinn?  Friðrik Smári Eiríksson

Hverra manna ertu? Sonur Eiríks Hansen (í bankanum) og Kristínar Björnsdóttur , er hálfur Hofsósingur og Hansen

Árgangur? 1972

Hvar elur þú manninn í dag?  Ég bý á Álftanesi

Fjölskylduhagir? Giftur Maríu Björk Ólafsdóttur,

Afkomendur? Veronika Heba 7 ára og Nói Fannar 10 mánaða.

Helstu áhugamál? Kyrrseta

Við hvað starfar þú?  Rekstur og fjármál nokkurra fyrirtækja.
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er .....................þar sem fjölskyldan er..

Það er gaman.........................að vera til.

Ég man þá daga er........................ég gat hreyft mig

Ein gömul og góð sönn saga.................. Eitt sinn vorum við að spila á útivelli gegn Magna að mig minnir, og fyrri hálfleikur búinn og Tindastóll yfir með einu marki, sem lýsti kannski ekki gangi leiksins. Við förum síðan í seinni- hálfleik með það fyrir augum að halda fengnum hlut á móti vindi. Eftir mikla baráttu og gríðarlega hörku spyr einn leikmanna Tindastóls dómarann hvað væri mikið eftir af leiknum og svarið kom mjög fljótt með hálfgerðum skætingi.. 42 mínútur. ! En leikurinn vannst.

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Hver er eftirminnilegasti leikurinn sem þú spilaðir með Stólunum?

 

Svar............ Ingi minn, það mundi vera þessi leikur.

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn.............Stefán Vagn Stefánsson
 
Spurningin er.................. Hver er besta sagan sem þú kannt af Inga Þór ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir