Mannlíf

Malen gefur út nýtt lag

Malen Áskelsdóttir, sem við þurfum nú ekki að kynna fyrir fólki, er að gefa út nýtt lag á öllum helstu streymisveitum, núna næstkomandi föstudag. Lagið „Right?“ samdi hún fyrir rúmu ári síðan. Upptökuferlið byrjaði svo í maí á þessu ári og tók nokkra mánuði. Malen samdi lag og texta og það var Baldvin Hlynsson sem útsetti lagið með henni og sá um hljóðblöndun.
Meira

Lionsmenn höfðinglegir að vanda

Höfðingleg gjöf Lionsklúbbs Sauðárkróks, til HSN á Sauðárkróki var afhent í dag. Það voru þeir, Valgeir Kárason, Jón Eðvald Friðriksson og Halldór Hjálmarsson sem afhentu tækið fyrir hönd Lionsmanna. Nýburagulumælir/blossamælir er gjöfin sem umræðir. „Á síðustu árum höfum við þurft að senda töluvert af nýbökuðum foreldrum og nýburum á fyrstu dögum eftir fæðingu til Akureyrar til að meta nýburagulu, þar sem hér hefur ekki verið til tæki til að mæla eða meta slíkt,“ segir Anna María Oddsdóttir ljósmóðir HSN á Sauðárkóki.
Meira

Tvennir útgáfutónleikar um helgina

Hljómsveitin Slagarasveitin frá Hvammstanga heldur tónleika í tilefni af útgáfu nýrrar plötu. Um er að ræða tólf laga plötu sem ber nafn sveitarinnar. Tónleikarnir verða tvennir. Í Iðnó Reykjavík föstudaginn 22. september og Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Tónleikarnir hefjast báðir klukkan 20:30 og er það Ásdís Aþena ungstirni frá Hvammstanga sem opnar tónleikana. Miðasala fer fram á adgangsmidi.is og við hurð, meðan húsrúm leyfir.
Meira

Tindastólsdagurinn og stuðningsmannakvöld í vikunni

Það styttist í að körfuboltavertíðin hrökkvi í gang á ný fyrir alvöru og pottþétt margur stuðningsmaðurinn sem bíður óþreyjufullur eftir því að gamanið hefjist á ný. Nú býður körfuknattleiksdeild Tindastóls öllum áhugasömum að mæta í Síkið á fimmtudaginn og halda upp á Tindastólsdaginn með stuðningsfólki, leikmönnum, þjálfurum, iðkendum og stjórnarfólki. Næstkomandi laugardagskvöld verður síðan stuðningsmannakvöld á Kaffi Krók.
Meira

Gísli Svan hættir eftir 35 farsæl ár í starfi

Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Einarsson af störfum hjá FISK Seafood eftir 35 farsæl ár í starfi. Á heimasíðu FISK Seafood segir að upphafið megi rekja til vorsins 1989 þegar Kaupfélagið fékk Gísla, sem þá var kennari við Samvinnuháskólann á Bifröst, til þess að koma norður og halda fyrirlestur um samskipti, þjónustulund og fleiri málefni. Mikil ánægja var meðal þeirra sem sóttu námskeiðið hjá Gísla og úr varð að Gísli var ráðinn í fullt starf hjá Kaupfélaginu í kaffipásu námskeiðsins.
Meira

Nýi Dansskóli Húnaþings vestra slær í gegn

Fjöldi skráninga í nýja Dansskóla Húnaþings vestra fór fram úr björtustu vonum. Alls eru 52 nemendur nú skráðir og því ljóst að þörfin fyrir dansskóla í Húnaþingi er greinilega mikil, segir á heimasíðu Menningarfélags Húnaþings vestra. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fjöldi nemenda kemur frá nágrönnum okkar og vinum í austursýslunni. Dæmi er um að sumir nemendur séu að fara keyra 80 kílómetra, aðra leiðina, til að mæta,“ segir Sigurður Líndal formaður Menningarfélagsins.
Meira

Hannah Cade kvödd með virktum

Það var falleg stund að leik loknum hjá Stólastúlkum á laugardaginn þegar Donni tilkynnti stuðningsmönnum að Hannah Jane Cade hefði verið að spila sinn síðasta leik fyrir lið Tindastóls. Hún var að klára sitt annað tímabil á Króknum, fór með liðinu upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar og spilaði stóra rullu í að halda liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Meira

Góðir gestir heimsóttu eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fékk góða heimsókn fyrir helgi þegar 43 félagar í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni komu í heimsókn. „Við buðum þeim upp á kjötsúpu, brauð og smjör ásamt kaffi og hjónabandssælu, segir í Facebook-færslu félagsins.
Meira

Nemendur Fornverkaskólans létu hendur standa fram úr ermum

Á Fésbókarsíðu Fornverkaskólans var í síðustu viku sagt frá því að mikið hafi verið um dýrðir hjá skólanum í september. Tvö námskeið voru haldin í torfhleðslu, annað á Tyrfingsstöðum á Kjálka og hitt á Syðstu-Grund í Blönduhlíð.
Meira

Vormenn Íslands

Því hefur stundum verið haldið fram að vorið sé tími Pavels Ermolinski. Gærkvöldið var í það minnsta ekki að afsanna þá kenningu því ekki var nóg með að kappinn hlyti talsvert slæma útreið í Kappsmálum Sjónvarpsins, þá urðu meistarar Tindastóls, sem Pavel stýrir jú, að sætta sig við tap gegn liði Hattar frá Egilsstöðum í undanúrslitum Álborg SK88 mótsins sem fram fer í Borgarnesi.
Meira