Leikfélag Sauðárkróks sýnir farsann Flæktur í netinu sem er ærslafullur gamanleikur. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Miðar á tix.is eða í síma 8499434
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Að þessu sinni leitaði Tón-lystin fanga á nesinu Akra og fann þar mann ættaðan úr hreppnum Akra. Um er að ræða snillinginn Svein Arnar Sæmundsson, uppalinn á Syðstu-Grund í Blönduhlíð og afkvæmi Þorbjargar Eyhildar Gísladóttur og Sæmundar Sigurbjörnssonar. Hljóðfæri Sveins Arnars eru orgel og píanó auk mannsraddarinnar. Sveinn starfar sem organisti og kórstjóri við Akraneskirkju og ekki fyrir svo alls löngu hljóp hann í skarðið sem kórstjóri Heimismanna. Spurður um helstu tónlistarafrekin svarar Sveinn: -Ég á erfitt að meta það og lít ekki á neitt sem ég hef gert í tónlistinni sem einhver afrek. Læt tónlistina leiða mig áfram og ef vel er með farið þá gerist alltaf eitthvað gott. Og sem betur fer hefur margt jákvætt gerst á mínum tónlistarferli. Til dæmis var ég valinn bæjarlistamaður Akraness árið 2012. Það var dágóð viðurkenning sem ég fékk fyrir mitt framlag til menningarmála á Akranesi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.