Íþróttir

Vill að íþróttastarf liggi niðri í samkomubanni

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, leggur áherslu á að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubannið er í gildi og segir á heimasíðu UMFÍ að borist hafi vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti í litlum hópum þrátt fyrir strangt samkomubann. Það finnst henni ekki til fyrirmyndar.
Meira

Tækniæfingar Tindastóls og Feykis

Þar sem engar hefðbundnar fótboltaæfingar eru í gangi þessa dagana hefur knattspyrnudeild Tindastóls ákveðið að hvetja unga iðkendur til að vera duglega að gera æfingar heimafyrir og meðfram því efnt til skemmtilegrar keppni til að hvetja krakkana til enn meiri dáða.
Meira

Aðalfundi Tindastóls frestað

Aðalfundi Tindastóls sem vera átti í kvöld klukkan 20:00 í Húsi frítímans hefur verið frestað þangað til 14 dögum eftir að sóttvarnarlæknir afléttir samkomubanni, hvenær sem það verður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá aðalstjórn félagsins.
Meira

1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun verja viðbótar 750 milljónum kr. í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum, til að sporna við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins. Þá verður 400 milljónum kr. varið í rannsóknartengd verkefni. Alls er því um ræða 1.150 milljónir kr., sem koma til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.
Meira

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.
Meira

„Is this normal!?!“

Nú er búið að slaufa körfuboltavertíðinni og væntanlega hefst baráttan á parketinu ekki á ný fyrr en með haustinu – þegar lífið og tilveran verður væntanlega komin í sitt gamla góða form á ný. Feykir hefur þó ekki enn gefist alveg upp á dripplinu og körfuboltabrasinu þennan veturinn og lagði því nokkrar laufléttar spurningar fyrir Tindastólskappann og landsliðsmanninn Pétur Rúnar Birgisson, sem enn og aftur sannaði mikilvægi sitt í liði Tindastóls í vetur.
Meira

Ekki kemur titillinn á Krókinn í vor

Í dag tók Körfuknattleikssamband Íslands ákvörðun þess efnis að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Núverandi stöðutafla er því lokastaða Dominos-deilda og 1. deilda. Það þýðir að lið Tindastóls endaði tímabilið í þriðja sæti Dominos-deildar karla, sæti ofar en vinir okkar úr Vesturbænum. Það er nú alltaf gaman.
Meira

Aðalfundur Tindastóls haldinn í næstu viku

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 í fundarsal á efri hæð í Húsi frítímans. Aðspurður segir Jón Kolbeinn Jónsson, formaður Tindastóls, að farið verði eftir tilmælum og reglum Landlæknisembættisins vegna kórónuveirunnar með fámennari samkomur og hugsanlega verði fundurinn sendur út á Skype.
Meira

Formlegar æfingar GSS falla niður

Viðbrögð Golfklúbbs Skagafjarðar við Covid 19 hafa verið settar fram á heimasíðu klúbbsins gss.is en í stuttu máli falla formlegar æfingar niður á meðan samkomubann varir.
Meira

Arnar Geir og félagar sigruðu í Mississippi

Dagana 9. og 10. mars sl. lék skagfirski golfarinn Arnar Geir Hjartarson ásamt félögum sínum í golfliði Missouri Valley College á fyrsta móti sínu í NAIA mótaröðinni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Spilaðar voru 36 holur á Canebrake Country Club golfvellinum í Mississippi. Fjórtán lið mættu til leiks og milli 70 og 80 golfarar voru mættir til leiks.
Meira