Íþróttir

Murielle og Jackie verða áfram á Króknum

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Knattspyrnudeild Tindastóls samið við þær stöllur, Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, um að leika áfram með liði Tindastóls í 1. deildinni næsta sumar. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Tindastól en þær voru báðar frábærar nú í sumar og það verður spennandi að fylgjast með Stólastúlkum næsta sumar.
Meira

Stólastelpur mæta Njarðvíkingum í Síkinu á morgun, laugardaginn 19.okt, kl. 16:00

Það verður hart barist í Síkinu á morgun, laugardaginn 19. október, þegar Stólastelpur mæta Njarðvíkingum í sínum þriðja leik í 1. deildinni. Stólastelpur eru búnar að vinna einn leik og tapa einum en stelpurnar í Njarðvík eru búnar að vinna báða sína leiki og er þeim spáð 1. sæti í deildinni í vetur. Það er því um að gera að fara í Síkið á morgun og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Áfram Tindastóll.
Meira

Golfað í haustblíðunni

Veðrið lék við golfara á Hlíðarendavelli í gær en undanfarna daga hefur viðrað vel til golfs þrátt fyrir að fyrsti vetrardagur sé skammt undan. Völlurinn hefur verið opinn meira en hálft árið það sem af er ári og enn er spilað.
Meira

Stólarnir eru mættir!

Það var boðið til veislu í Síkinu í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn. Lið Garðbæinga er vel skipað og þrælsterkt og er spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var æsispennandi allt fram á lokakaflann en lið Tindastóls var með yfirhöndina lengstum og náði að standa af sér góðan kafla gestanna. Gerel Simmons var hreint frábær í liði Tindastóls, kappinn gerði 35 stig og átti stærstan þátt í flottum sigri þar sem liðsheildin var mögnuð. Það lítur allt út fyrir að stuðningsmenn Tindastóls séu komnir með liðið sitt aftur í gírinn. Lokatölur voru 93-81.
Meira

Þríhleypan lögst á hilluna

Í frétt á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls nú í vikunni var sagt frá því að reynsluboltinn og þríhleypan Helgi Freyr Margeirsson hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 22 ára þjónustu sem meistaraflokksmaður – lengstum með liði Tindastóls. Fyrsta leikinn fyrir Stólana lék kappinn 14 ára gamall tímabilið 1996-1997 og því mögulega kominn tími til að kæla skothöndina.
Meira

Tap gegn spræku B-liði Keflvíkinga

Það er óhætt að fullyrða að hvergi á landinu sé staðið jafn glæsilega að körfubolta kvenna og í Keflavík. Þar virðist nánast endalaus uppspretta efnilegra körfuboltastúlkna. Lið Tindastóls heimsótti Suðurnesið í gær og mátti þola tap í Blue-höllinni. Leikurinn var þó jafn og spennandi en heimastúlkur reyndust sterkari og unnu leikinn með tíu stiga mun, 82-72.
Meira

Stelpurnar mæta Keflavík b í Blue-höllinni í dag kl. 16:00 í Keflavík

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn annan leik í 1.deildinni við Keflavík b í dag kl. 16:00 í Blue-höllinni í Keflavík. Stelpurnar áttu frábæran leik við Fjölnisstelpur í síðustu viku og unnu þær 69-63 hér heima. Nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að þær komi með sama krafti inn í þennan leik eins og síðasta og komi heim með tvö stig.
Meira

Simmons fékk Ljónagryfjuna lánaða í fimm mínútur

Önnur umferð Dominos-deildar karla hófst í gærkvöldi og aðalleikur umferðarinnar var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti liði Tindastóls sem hafði ýmislegt að sanna eftir hálf dapra frammistöðu í fyrsta leik. Stólarnir mættu vel stemmdir til leiks og pressuðu lið heimamanna villt og galið með góðum árangri. Strákarnir hirtu stigin sem í boði voru og fóru sáttir og sælir heim eftir 75-83 sigur í Ljónagryfjunni.
Meira

Stólarnir mæta liði Selfoss í Geysisbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Geysis-bikarsins í körfubolta nú í vikunni. Lið Tindastóls þarf að bregða undir sig betri fætinum og tölta suður á Selfoss en þeir sunnanmenn eru með lið í 1. deild og það er hann Chris okkar Caird sem stjórnar liði Selfoss.
Meira

Mikil barátta frá fyrstu sekúndu leiksins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls tók á móti Fjölni í fyrsta leik sínum í fyrstu umferð 1. deildarinnar í körfunni á laugardaginn og var ekki annað að sjá, frá fyrstu sekúndum leiksins, en að þær ætluðu sér sigur. Baráttan og leikgleðin skein í gegn hjá stelpunum sem gladdi stuðningsmannahjörtu okkar allra sem horfðu á leikinn eftir svekkelsið hjá Meistaraflokki karla á fimmtudaginn.
Meira