Íþróttir

Fjölliðamót 8.fl. kvk haldið í Skagafirði sl. helgi

Helgina 21.-23. nóvember var haldið fjölliðamót í 8.fl kvk (12-13 ára) sem hluti af Íslandsmóti í körfubolta hér í Skagafirði. Fyrstu leikir voru kl.18 á föstudegi og spilað fram til kl.18 á sunnudag, alls um 50 leikir. Til að koma öllum þessum leikjum fyrir á helginni var spilað bæði í Síkinu á Sauðárkróki en einnig í Varmahlíð. Til leiks mættu 23 lið skipuð um 250 kröftugum stelpum af öllu landinu. Þar fyrir utan voru þjálfarar, foreldrar og aðrir fylgdarmenn svo ætla má að það hafi verið rúmlega 350 gestir á svæðinu yfir helgina með tilheyrandi stemningu í firðinum.
Meira

Ragnar er nýliði í íslenska landsliðshópnum

Það er landsleikjahlé í karlakörfunni og íslenska landsliðið mætir liði Ítala í undankeppni heimsmeistaramótsins í Tortona á Norður-Ítalíu. Fyrr í dag tilkynnti Craig Pederson landsliðsþjálfari hverjir skipa tólf manna hópinn og þá kom í ljós að tveir Tindastólsmenn eru í hópnum; þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson sem er nýliði í hópnum.
Meira

Stólastúlkur höfðu sigur í jöfnum leik í Síkinu

Það var spilað í Bónus deild kvenna í Síkinu í kvöld en þá kom lið Hamars/Þórs í heimsókn og úr varð jafn og spennandi leikur. Samkvæmt opinberum tölum voru um 200 áhorfendur í Síkinu á þessum botnslag en leikurinn skipti miklu máli fyrir bæði lið. Gestirnir voru án sigurs en Stólastúlkur höfðu unnið einn leik áður en kom að þessum. Það fór svo að heimaliðið náði að landa sigri með góðri frammistöðu í fjórða leikhluta. Lokatölur 80-78.
Meira

Bömmer á bömmer ofan í Grindavík

Það voru margir búnir að bíða spenntir eftir toppslagnum í Bónus deild karla en lið Grindavíkur og Tindastóls mættust í HS Orku-höllinni í Grindavík í gærkvöldi. Þegar á hólminn kom var það bara annað liðið sem spilaði eins og topplið og það kom því miður í hlut Tindastóls að valda sínum stuðningsmönnum miklum vonbrigðum eins og sjá mátti á gráti og gnýstran tanna á samfélagsmiðlum. Heimamenn uppskáru afar öruggan 16 stiga sigur, 91-75, en þó höfðu gestirnir náð að laga stöðuna í lokafjórðungnum.
Meira

Stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Vikan sem leið var stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar (PKS). Síðastliðinn miðvikudag var haldin svokölluð Krakkadeild þar sem 23 krakkar tóku þátt og kepptu í fjórum deildum. Á föstudaginn voru svo haldið meistaramót U14 þar sem 20 krakkar tóku þátt.
Meira

Svanberg Óskarsson ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna en það er Svanberg Óskarsson sem tekur við Lengjudeildarliði Stólastúlkna. Fram kemur í tilkynningu frá kkd. Tindastóls að Svanberg hefur síðastliðin ár þjálfað utan landssteinanna en hann hefur þjálfað hjá Fortuna Hjörring í Danmörku og núna síðast starfaði hann hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum.
Meira

Taiwo brilleraði gegn Þórsurum

Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöundu umferð Bónus deildarinnar í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og var þá meðal annars sex sinnum jafnt. Taiwo Badmus hrökk hins vegar í gírinn í þriðja leikhluta, gerði þá 20 stig og bjó til ágætt forskot ásamt félögum sínum sem gestirnir náðu ekki að brúa. Lokatölur 96-82.
Meira

Arnar ánægður með orkuna í húsinu og lausnamiðaða leikmenn

Feykir hafði samband við Arnar þjálfara í morgun eftir góðan sigur Tindastóls á Manchester og byrjaði að spyrja hvað hann var ánægðastur með í leik Tindastóls. „Ég var sérstaklega ánægður með orkuna í húsinu. Áhorfendur voru alveg stórkostlegir í gær. Mér fannst leikmenn mjög klókir að finna nyjar lausnir sóknarlega, þar sem Manchester gerði mjög vel að klippa á hluti sem við höfum gert vel í vetur. Strákarnir vour hinsvegar fljótir að sjá nýjar opnanir sem buðust við það.“
Meira

Glæstur sigur á Manchester í spennuleik í Síkinu

Annar heimaleikur Tindastóls í ENBL Evrópukeppninni var spilaður í Síkinu í gærkvöldi fyrir framan um 600 áhorfendur. Frábær stemning var í Síkinu og buðu Stólarnir og gestir þeirra frá Manchester á Englandi upp á frábæra skemmtun, spennandi körfuboltaleik, dramatískar lokasekúndur og þá var auðvitað frábært að sigurinn lenti okkar megin. Lokatölur 100-96.
Meira

Sagan er skrifuð í Síkinu

Það er langt frá því á hverjum degi sem lið Tindastóls og Manchester mætast á íþróttavellinum og sennilega má slá því föstu að leikur liðanna í Síkinu í kvöld sé í fyrsta sinn sem þess stórveldi í boltanum leiða saman hesta sína. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna í Síkið og hvetja Stólana til sigurs, það er rennifæri og veðurspáin fín og hlýtt og gott í Síkinu.
Meira