Íþróttir

Keflvíkingar tóku sigurinn eftir sterka byrjun

Tindastólsmenn héldu til Keflavíkur í gær í kjölfarið á næsta auðveldum sigri gegn liði Njarðvíkur fyrir helgi, Þar gáfu Stólarnir engin grið en í gær fengu strákarnir okkar að finna fyrir eigin meðölum. Heimamenn leiddu með 17 stigum að loknum fyrsta leikhluta og þrátt fyrir nokkur áhlaup þá fór svo að lokum að heimamenn unnu leikinn með 17 stiga mun. Lokatölur 98-81.
Meira

Markalaust jafntefli hjá Stólastúlkum

Kjarnafæðimótið í knattspyrnu er enn í fullum gangi og um helgina léku Stólastúlkur við lið Völsungs frá Húsavík í Boganum á Akureyri. Í síðustu viku léku strákarnir aftur á móti við lið Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.
Meira

Undirskriftapenninn kominn í fulla notkun hjá Húnvetningum

Feykir hafði nýverið samband við Aðdáendasíðu Kormáks og Hvatar, sem allt veit um ástand mála í herbúðum knattspyrnuliðs Húnvetninga, og hóf leik á að spyrja hvort lið Kormáks/Hvatar væri að spila einhverja æfingaleik í byrjun árs. „Húnvetningar eru á fullu við að undirbúa tímabilið, en æfingaleikir á þessum árstíma hafa aldrei verið mikið fyrir okkur. Sól Kormáks Hvatar rís í maí og allt fram að því er aukaatriði,“ var svarið.
Meira

Njarðvíkingar kaffærðir í Síkinu

Feykir hafði spáð hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi þegar Njarðvíkingar sóttu Stólana heim í Bónus deild karla. Það má kannski öllu nafn gefa og kannski var þetta hörkuleikur en ekki var hann spennandi. Heimamenn tóku öll völd í fyrsta leikhluta og gestirnir fengu ekki rönd við reist þegar eimreið Stólanna brunaði ítrekað yfir þá. Mestur varð munurinn 35 stig í þriðja leikhluta en gestirnir löguðu stöðuna í fjórða leikhluta. Lokatölur 113-92.
Meira

Mikill hugur í nýrri stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastaliðinn fimmtudag. Á fundinum var kosin ný stjórn þar sem Jóhann Daði Gíslason heldur áfram sem formaður og Hjörtur Elefsen heldur áfram í stjórn. Elínborg Margrét Sigfúsdóttir var kjörin gjaldkeri deildarinnar og Heba Guðmundsdóttir verðir ritari.
Meira

Njarðvíkingar mæta í Síkið í kvöld

Stólarnir spretta úr spori á ný í Bónus deild karla í kvöld þegar þeir fá lið Njarðvíkur í heimsókn í Síkið. Tindastóll er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig að loknum þrettán leikjum en lið Stjörnunnar og Vals eru einnig með 20 stig en hafa leikið einum leik meira en Stólarnir. Grindvíkingar eru sem fyrr á toppnum, hafa aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur. Leikurinn hefst kl. 19:00 og varningur og hamborgarar að sjálfsögðu í boði.
Meira

María Dögg, Elísa Bríet og Birgitta ganga til liðs við Þór/KA

Þrír af bestu leikmönnum kvennaliðs Tindastóls hafa samið við Bestu deildar lið Þórs/KA og spila því með Akureyringum í sumar og raunar sömdu þær til þriggja ára. Þetta eru snillingarnir okkar þær María Dögg jóhannesdóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir en frá þessu er sagt á Akureyri.net.
Meira

Arnar afhenti Guðjóni treyju

Arnar Björnsson leikmaður Tindastóls tók þátt í verkefninu „Gleðjum saman“ fyrr í janúar. Verkefnið „Gleðjum saman“ í verkefni sem Orri Rafn Sigurðarson fór af stað með þetta í í samstarfi við atvinnumenn í íþróttum og snýst um að gefa af sér og gleðja þá sem eiga það skilið.
Meira

Miðasala hafin á undanúrslit í bikar

Dregið var í 4-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna 19. janúar sl. Leikið verður dagana 3. og 4. febrúar 2026 en svo fer úrslitaleikurinn fram 7. febrúar. Miðsala er hafin og hægt er að nálgast miða á Stubb. 
Meira

Grindavíkurliðið stal stigunum í Síkinu

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti Grindvíkingum í Bónus deild kvenna en þetta eru einmitt liðin sem mætast í undanúrslitum VÍS bikarsins í byrjun febrúar. Líkt og aðrir leikir Stólastúlkna í Síkinu var þessi æsispennandi en Grindvíkingar stálu sigrinum með þristi frá Abby Beeman tæpri sekúndu fyrir leikslok. Lokatölur 84-87.
Meira