Íþróttir

Tap gegn Ármanni eftir hörkuleik

Lið Ármanns og Tindastóls mættust í hörkuleik í 1. deild kvenna í körfubolta en lið heimastúlkna var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í vor, vann deildina en tapaði fyrir ÍR í fimm leikja seríu um sætið í Subway-deild kvenna. Það mátti því búast við erfiðum leik í gær en leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Ármann undirtökunum. Stólastúlkur gáfu þó ekkert eftir, komust yfir þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en endaspretturinn var Ármanns. Lokatölur 78-66.
Meira

Valin í U-15 landsliðið í fótbolta :: Íþróttagarpur Elísa Bríet Björnsdóttir Skagaströnd

Elísa Bríet Björnsdóttir er 14 ára gömul og býr á Skagaströnd. Hún hefur gert það gott í fótboltanum og á dögunum sagði Feykir frá því að hún hafi verið valin í U15 landsliðshóp Íslands. Elísa Bríet hefur æft fótbolta síðan hún var fimm ára gömul og lék með Kormáki/Hvöt/Fram þangað til í fyrra þegar hún söðlaði um og skipti yfir í Tindastól.
Meira

Tindastóli og Keflavík spáð efstu sætum Subway deildarinnar

Á kynningarfundi Subway deildar karla sem haldinn var í Laugardalshöll nú í hádeginu voru kynntar annars vegar spár formanna, þjálfara og fyrirliða í liðum Subway deildarinnar og 1. deild karla, og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla. Lið Tindastóls skoraði hátt og er spáð tveimur efstu sætunum.
Meira

Þórsliðið vann öruggan sigur í nágrannaslagnum

Önnur umferð í 1. deild kvenna í körfubolta hófst í gær og skruppu þá Stólastúlkur yfir Öxnadalsheiðina og léku við lið Þórs í Höllinni á Akureyri. Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferð; Tindastóll vann slakt lið Blika b á meðan Þórsarar lögðu lið Ármanns sem var hársbreidd frá því að komast í efstu deild sl. vor. Heimastúlkur náðu undirtökunum í öðrum leikhluta og eftir það náðu gestirnir aldrei að ógna Þórsliðinu. Lokatölur 74-52.
Meira

Markviss landaði öllum titlum sem í boði voru

Íslandsmót í Norrænu Trappi var loksins haldið á athafnasvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi um nýliðna helgina en mótinu hafði verið frestað í tvígang. Markviss félagar voru vel fókuseraðir og lönduðu öllum titlum sem í boði voru.
Meira

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins

Fótbolti.net hefur kynnt val sitt á liði ársins í Lengjudeild kvenna sem lauk á dögunum en það voru FH og Tindastóll sem flugu upp úr deildinni og leika því í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Fjórar Stólastúlkur eru í liði ársins eða jafnmargar og FH-stúlkurnar. Varnarjaxlar Tindastóls, María Dögg Jóhannesdóttir og Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði, eru í liði ársins sem og Hugrún Pálsdóttir og Murielle Tiernan.
Meira

„Algert lykilatriði að vera í samstarfi“

2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks spilaði við Reykjanesúrvalið (RKVG) á Sauðárlróksvelli síðastliðinn föstudag. Leikurinn var hress og skemmtilegur á að horfa og fór fram við fínar aðstæður. Tvívegis náði heimaliðið forystunni en gestirnir jöfnuðu og stálu svo stigunum, sem í boði voru, undir lok leiksins. Lokatölur því 2-3.
Meira

Skagfirðingar börðust í íþróttahúsinu í Mosó

Það var víst mikil Skagfirðingarimma háð í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í hádeginu í dag en þá áttust við lið Aftureldingar og Tindastóls í 8. flokki stúlkna í körfubolta. Í færslu Rúnars Birgis Gíslasonar, Varmhlíðings að fornu en núverandi Mosfellings, á Skín við sólu, segir að í það minnsta fjórar stúlkur í liði Aftureldingar eigi skagfirska foreldra. Feykir kannaði aðeins málið.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna í fyrsta leiknum

Það var ekki beinlínis boðið upp á háspennu í gærkvöldi þegar liðin tvö, sem spáð var slökustu gengi í 1. deild kvenna í körfubolta í vetur, mættust í Síkinu. Lið Tindastóls reyndist hreinlega miklu sterkara en b-lið Breiðabliks og hefur sennilega aldrei unnið jafn stóran sigur í leik á Íslandsmóti. 69 stigum munaði á liðunum þegar lokaflautið gall en þá var staðan 95-26.
Meira

Bæði körfubolti og fótbolti á Króknum í kvöld

Fyrsti körfuboltaleikur tímabilsins á Króknum fer fram í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Breiðablik b í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja Stólastúlkur til sigurs. Þá spilar 2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks við Reykjanesúrvalið og hefst sá leikur stundarfjórðungi síðar.
Meira