Íþróttir

Svíinn Pat Ryan tekur við kvennaliði Tindastóls í körfunni

Sagt er frá því á FB-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að samið hefur verið við sænska þjálfarann Patrick Ryan um að taka við þjálfun meistaraflokks kvenna. Patrick er reynslumikill þjálfari, en hann hefur þjálfað frá 1991, m.a. bæði karla- og kvennalið í efstu deildum Svíþjóðar auk þess að hafa þjálfað mörg yngri landslið Svíþjóðar.
Meira

Stólastúlkur hársbreidd frá sigri í Hafnarfirði

Lið FH og Tindastóls mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi í toppleik Lengjudeildarinnar. Bæði lið hafa verið sterk varnarlega í sumar og höfðu fyrir leikinn aðeins fengið á sig fjögur mörk og það má því segja að ekki hafi komið sérstaklega á óvart að lítið var skorað í leiknum. Lið Tindastóls komst yfir snemma í leiknum en heimastúlkur náðu að jafna um tíu mínútum fyrir leikslok og liðin deildu því stigunum. Lokatölur 1-1.
Meira

Bjarki Már tekinn við liði Reynis í Sandgerði

Knattspyrnukappinn Bjarki Már Árnason, sem búið hefur á Hofsósi til fjölda ára, hefur nú fært sig um set en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Reynis í Sandgerði. Bjarki er búinn að spila meistaraflokksfótbolta í 25 ár, hóf leik í Keflavík 1997 og lék nú síðast með liði Kormáks/Hvatar en hann var þó lengstum í herbúðum Tindastóls.
Meira

Stórsigur Stólanna á Stokkseyri

Tindastólsmenn skelltu sér suður í gær og léku við lið heimamanna á Stokkseyri í sjöundu umferð B-riðils 4. deildar. Það er skemmst frá því að segja að Stólarnir buðu upp á markaveislu og sáu heimamenn í liði Stokkseyrar aldrei til sólar í leiknum því Jóhann Daði kom gestunum yfir á fyrstu mínútu og þegar upp var staðið hafði markvörður heimamanna hirt boltann níu sinnum úr netinu. Lokatölur því 0-9.
Meira

ÓB-mótið tókst með ágætum þrátt fyrir kuldabola og bleytu

Nú um liðna helgi fór ÓB-mótið í knattspyrnu fram á Króknum. Þátttakendur voru 10 ára gamlar stúlkur sem komu víðs vegar að af landinu. Mótið heppnaðist með miklum ágætum, þátttakendur voru tæplega 700 og komu frá 23 félögum sem tefldu fram alls 110 liðum. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, örfá hitastig, norðanátt og rigning mestan partinn og sennilega hafa margir sárvorkennt þátttakendum að þurfa að standa í tuðrisparki við þessar aðstæður.
Meira

Ingvi Rafn með þrennu í mikilvægum sigurleik

147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Meira

Júdó er ekki bara fyrir stráka! :: Íþróttagarpurinn Jóhanna María Íslandsmeistari í júdó

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, varð Íslandsmeistari í júdó í flokki U13 á Íslandsmeistaramóti yngri flokka sem fram fór hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík þann 21. maí síðastliðinn. Varð sigurinn einkar glæsilegur þar sem Jóhanna þurfti að glíma við drengi þar sem hún var eina stúlkan í sínum flokki eins og Feykir greindi frá á sínum tíma.
Meira

Orri Már í 12 manna lokahóp U-18 sem fer til Finnlands

Norðurlandamótið í körfubolta U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna fer fram nú um mánaðamótin í Kisakallio í Finnlandi og er hinn bráðefnilegi leikmaður Tindastóls, Orri Már Svavarsson, í tólf manna lokahópi U-18.
Meira

Eyþór Bárðar í lokahóp á EM U20 í körfubolta

Einn leikmaður Tindastóls, Eyþór Lár Bárðarson, hefur verið valinn í tólf manna lokahóp karlalandsliðs Íslands í körfubolta sem þátt tekur í Evrópumóti FIBA U20 í næsta mánuði. Mótið fer fram dagana 15.-24. júlí í Tbilisi í Georgíu og leikur Íslenska liðið í A-riðli með Eistlandi, Hollandi, Lúxemborg og Rúmeníu.
Meira

Góður sigur gegn liði Augnabliks í kuldanum á Króknum

Lið Tindastóls og Augnabliks mættust í Lengjudeildinni í knattspyrnu á Króknum í kvöld. Leikurinn var bragðdaufur framan af en gestunum gekk betur að nota boltann þó ekki hafi þeir skapað mikla hættu við mark Stólanna. Föst leikatriði reyndust heimastúlkum drjúg og snemma í síðari hálfleik var ljóst að Stólastúlkur tækju stigin þrjú. Lokatölur 3-0 og Stólastúlkur deila nú efsta sæti deildarinnar með liði FH sem á leik til góða.
Meira