Íþróttir

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður UMSS árið 2025

 Í gærkvöldi var tilkynnt við hátíðlega athöfn hver varð fyrir vainu sem Íþróttamaður ársins 2025 hjá UMSS og kom sá heiður í hlut Sigtryggs Arnars Björnssonar körfuboltakappa. Arnar var hins vegar fjarri þessu góða gamni enda staddur í Kósovó ásamt körfuknattleiksliðinu þar sem þeir spila í dag í ENBL-deildinni. Körfuknattleiksliðið var síðan valið lið ársins og Atli Freyr Rafnsson golfkennari var valinn þjálfari ársins.
Meira

Hilmir Rafn Íþróttamaður USVH 2025

Mánudaginn 29 desember fór fram verðlaunaafhending á Íþróttamanni USVH árið 2025 í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem saman var komin fjöldi fólks. Íþróttamaður USVH árið 2025 var valinn Hilmir Rafn Mikaelsson. 
Meira

Tilkynnt um valið á Íþróttamanni UMSS í kvöld

Þann 5. janúar nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda okkar árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins 2025. Á þessari hátíðarsamkomu er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Heiðursmenn í Síkinu

Það var gott framtak hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls á fyrsta leik nýs árs, sem fram fór á laugardagskvöld, að heiðra tvo einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum til félagsins. Heiðursmennirnar voru Sigurður Frostason, sem er sjálfboðaliði ársins, og svo Þórólfur Óli Aadnegard sem er stuðningsmaður ársins.
Meira

Valsmenn höfðu betur í rosalegum leik

Körfuboltinn hrökk í gang að nýju í gærkvöldi en þá mættu Valsmenn til leiks í Síkinu en liðin hafa eldað grátt silfur síðustu tímabil. Fjórir fyrrum leikmenn Stólanna eru í herbúðum Vals; tvíburarnir Vegar og Orri sem komu reyndar ekki við sögu og síðan Callum Lawson og meistari Keyshawn Woods og þeir reyndust sínum fyrri félögum erfiðir því gestirnir höfðu betur í rosalegum leik sem var ansi sveiflukenndur. Lokatölur 99-108 eftir framlengingu.
Meira

Tilkynnt um val á Íþróttamanni Tindastóls 2025 á morgun

Tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Tindastóls 2025 mánudaginn 5. janúar. Í tilkynningu frá aðalstjórn Umf. Tindastóls kemur fram að valið stendur á milli fimm framúrskarandi íþróttamanna sem eiga það sameiginlegt að hafa náð frábærum árangri á árinu og verið félaginu og samfélaginu til mikils sóma. Það eru aðilar í aðalstjórn Tindastóls og formenn deilda Tindastóls sem hafa rétt á að kjósa í valinu.
Meira

Síkið á morgun!

Nú byrjar árið af krafti í körfuboltanum á fyrsta leik ársins 2026 hjá Tindastólsmönnum þegar Valsarar mæta norður.
Meira

Tíu marka veisla í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu fyrir átökin í Lengjudeildinni nú skömmu fyrir jól. Mótherjinn var lið Dalvíkur og úr varð mikil markaveisla en leikurinn, sem var spilaður fyrir norðan og var hluti af Kjarnafæðimótinu, endaði 5-5.
Meira

Molduxar sigurvegarar Jólamóts 2025 með Forsetann í fararbroddi

Jólamót Molduxa fór fram á öðrum degi jóla þar sem 13 lið öttu kappi í körfubolta „af mikilli fegurð og yfirvegun“ eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Molduxa. Það var stuttbuxnadeild Molduxa sem bar sigur úr bítum í úrslitaleik gegn ungum og sprækum piltum í liði Hágæða dráttarvéla en Hús Frítímans fékk flest stigin í B flokki.
Meira

Árni Björn hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa

Jólamót Molduxa er einn af þessum föstu punktum í lífinu sem margur bíður spenntur eftir og það fór venju samkvæmt fram á annan í jólum í Síkinu. Við setningu mótsins hefur frá árinu 2015 verið veitt Samfélagsviðurkenning Molduxa en hana hlýtur einstaklingur sem innt hefur af hendi dugmikið og óeigingjarnt starf til heilla samfélaginu í Skagafirði. Í ár var ákveðið að hana ætti skilið Árni Björn Björnsson, jafnan kenndur við veitingastað sinn Hard Wok.
Meira