Íþróttir

Engir drónar og engin verkföll að trufla Tindastólsmenn

Eins og Feykir sagði frá í morgun þá fóru Stólarnir halloka í Evrópuleik sínum í Tékklandi í gær og töpuðu með 28 stiga mun. Fátt gekk upp og Skagfirðingarnir ekki sólarmegin í lífinu þennan mánudaginn. Feykir spurði Pétur fyrirliða Birgisson hvernig á því stóð að menn fundu ekki fjölina sína. „Það er örugglega margt sem spilar þarna inn í, við hittum á lélegan leik og þeir hitta á góðan leik,“ sagði Pétur.
Meira

Tindastólsmönnum kippt niður á jörðina í Tékklandi

Tindastólsmenn voru keyrðir niður í jörðina í gær þegar þeir heimsóttu Opava í Tékklandi en í bænum búa um 55 þúsund manns. Leikið var í Opava-höllinni og voru heimamenn yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu og unnu sterkan sigur, 95-68.
Meira

Evrópuleikdagur í dag!

Í dag mánudag kl. 16.00 fer fram leikur Tindastóls og BK Opava í ENBL deildinni í Opava Tékklandi. Hópurinn lenti í Tékklandi eftir miðnætti í gærkvöldi. Liðið á svo flug heim aftur snemma í fyrramálið og leik við Njarðvík nk. fimmtudag, klukkan 19:15 og svo þarf að halda á Egilsstaði og spila bikarleik við Hött nk. mánudag.
Meira

Gönguferð í garðinum II

Tindastólsmenn skelltu sér í Skógarselið í Breiðholti í gær þar sem Njarðvíkurbanarnir í ÍR biðu þeirra. Það er stutt á milli leikja hjá Stólunum sem þurfa að ströggla við að djöggla á tveimur vígstöðvum; í Bónus deildinni og Evrópudeildinni. Ekki virtist það vera að trufla okkar menn sem voru eins og nýopnuð ísköld Pepsi Max-dós, sprúðlandi fjögurgir og fullir af ómótstæðilegu gosi og ferskleika. Lokatölur voru 67-113 og næst skjótast strákarnir til Tékklands.
Meira

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur

Stólastúlkur léku við Njarðvík í Njarðvík í gærkvöldi og lutu í lægra haldi gegn sterkum andstæðing. Enn vantaði Alejöndru og Rannveigu í lið Tindastóls og Martín mætti því á ný til leiks með átta leikmenn á skýrslu. Heimaliðið náði forystunni strax í byrjun og lét hana aldrei af hendi og hafði í raun betur í öllum fjórum leikhlutunum. Lokatölur 92-70.
Meira

„Stemningin í gær var algjörlega stórkostleg“

Fyrsti Evrópuleikurinn var spilaður í Síkinu í gær þegar Tindastóll mætti liði Gimle frá Bergen. Það kom á daginn að talsverður getumunur var á liðunum og vann Tindastóll einn glæstasta sigur í sögu klúbbsins þegar Norðmennirnir fengu á baukinn en lokatölur voru 125-88. „Það var margt jákvætt í okkar leik en eins og alltaf margt sem má betur fara,“ sagði Arnar þjálfari Guðjónsson þegar Feykir spurði hann í morgun hvort hann hafi verið ánægður með frammistöðu sinna manna.
Meira

Gönguferð í garðinum

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta Evrópuleik sinn í Síkinu í kvöld en andstæðingarnir voru góðir gestir i liði Gimle frá Bergen í Noregi. Það má kannski segja að menn hafi rennt nokkuð blint í ENBL-deildina og ekki gott að segja til um styrkleika andstæðinganna svona fyrirfram. Óvæntur og öruggur sigur í Bratislava gaf mönnum vonir um að Stólarnir ættu að geta lagt Gimle í parket en að sigurinn yrði svona afgerandi eins og raun bar vitni, því áttu örugglega ekki margir von á. Lokatölur 125-88 og Stólarnir með fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum.
Meira

Friðrikarnir komu, sáu og sigruðu

Í gær var haldið annað krakkamót Pílukastfélags Skagafjarðar á tímabilinu. Keppt var í Partý tvímenningi og voru 19 hressir krakkar sem mættu til leiks til að taka þátt í þessu móti. Til að gera langa sögu stutta þá voru það þeir nafnar Friðrik Elmar og Friðrík Henrý sem fóru með sigur af hólmi.
Meira

Full mannað lið hjá Tindastól í kvöld

Fyrsta Evrópukvöldið í Síkinu er í kvöld, miðasalan hefur farið fram á Stubb, demantskorthafar sækja sína miða í gegnum Stubb appið. Frítt er fyrir grunnskólanema á leikinn. Leikurinn hefst 19:15 og fyrir þá sem ekki eiga heimangengt í Síkið verður leikurinn sýndur á Tindastóll TV og það er að sjálfsögðu Gulli Skúla sem lýsir leiknum af sinni alkunnu snilld. 
Meira

Bercedo og Pettet valin best

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frábært tímabil og væntanlega hafa knattspyrnumenn og -konur gert sér glaðan dag. Bestu leikmennirnir voru Grace Pettet hjá stelpunum og David Bercedo hjá strákunum.
Meira