Íþróttir

Eins og ein stór fjölskylda

Kvennalið Tindastóls er nú á öðru ári sínu í Bónus deildinni en Tindastóll hafði ekki átt lið í efstu deild kvennaboltans frá því um aldamót. Það var góðkunningi körfuboltans á Króknum, Israel Martín, sem var kallaður til og fenginn til að taka við þjálfun liðsins af Helga Frey Margeirssyni sem hafði náð góðum árangri með liðið tímabilið áður. Sætið í efstu deild kom þó til af því að lið Fjölnis dró lið sitt úr keppni og tækifæri gafst sem körfuknatt-leiksdeild Tindastóls ákvað að grípa. Martín þjálfari fékk fimm erlenda leikmenn til liðs við Tindastól á fyrra tíma-bilinu en skipti þeim öllum út síðastliðið sumar og fékk þá til liðsins fjóra erlenda leikmenn og þar á meðal var hin spænska Marta Hermida sem hefur verið burðarás liðsins í vetur ásamt hinni bandarísku Maddie Sutton.
Meira

Tindastólsmenn tuskaðir til í Garðabænum

Það var stór dagur í íþróttalífinu í gær þegar Ísland og Tindastóll ætluðu sér stóra hluti; Ísland gegn Dönum í handboltanum og Stólarnir í körfunni þar sem þeir mættu liði Stjörnunnar í Garðabæ. Þrátt fyrir naumt tap í handboltanum gat íslenska liðið borið höfuðið hátt að leik loknum en það er því miður ólíklegt að liðsmenn Tindastóls hafi getað lyft höfði eftir háðulega útreið gegn góðu Stjörnuliði. Lokatölur í Garðabænum 125-87.
Meira

Penninn góði kominn á loft hjá Tindastóli

Rita Lang hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun því leika með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Rita er portúgalskur miðjumaður og hefur hún spilað í Bandaríkjunum, Portúgal, Írlandi og Íslandi.
Meira

Körfunni flýtt vegna handboltans

Það er eitthvað sem kallast handbolti að flækjast fyrir landanum þessa dagana og hefur lamandi áhrif á vinnuframlag, þjóðarhag og jafnvel sálarlíf flestra þegna landsins. Í kvöld leikur íslenska handboltalandsliðið í karlaflokki til undanúrslita á Evrópumótinu í téðri íþrótt og hefst leikurinn kl. 19:30. Á sama tíma áttu Tindastólsmenn að mæta Stjörnumönnum í körfu í Garðabæ en vegna handboltans hefur leiknum verið flýtt og verður boltanum kastað upp kl. 18:00 í Garðabænum.
Meira

Heimamennirnir Papa og Hlib semja við Kormák/Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks/Hvatar heldur áfram að festa perlur á festina sína og má kannski segja að viðkvæðið hjá þeim sé ein perla á dag kemur skapinu í lag. Feykir sagði í byrjun vikunnar frá því að Stefán og Ismael hefðu skrifað undir samning og nú hefur verið tilkynnt um tvo leikmenn til viðbótar sem mun skeiða fram út á grænar grundir undir stjórn Dom Furness í sumar. Það eru þeir Papa Diounkou og Hlib Horan.
Meira

Aron Örn valinn til þátttöku í úrtaksæfingum KSÍ

 Úrtaksæfingar vreða á Akureyri fyrir yngri landslið Íslands í knattspyrnu í næstu viku. Einn þeirra sem hefur verið valinn í æfingahópinn af Lúðvíki Gunnarssyni þjálfara u16 og u17 karla er Húnvetningurinn Aron Örn Ólafsson.
Meira

Keflavíkurstúlkur höfðu betur í hressilegum leik

Stólastúlkur mættu liði Keflavíkur í gærkvöldi í Bónus deild kvenna í körfubolta og var spilað í Blue-höllinni í Keflavík. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en heimastúlkur náðu góðum kafla í lokafjórðungnum sem tryggði sigurinn. Lokatölur voru 82-75 en liðin skiptust tólf sinnum á um að hafa forystuna og fimm sinnum var allt jafnt.
Meira

Keflvíkingar tóku sigurinn eftir sterka byrjun

Tindastólsmenn héldu til Keflavíkur í gær í kjölfarið á næsta auðveldum sigri gegn liði Njarðvíkur fyrir helgi, Þar gáfu Stólarnir engin grið en í gær fengu strákarnir okkar að finna fyrir eigin meðölum. Heimamenn leiddu með 17 stigum að loknum fyrsta leikhluta og þrátt fyrir nokkur áhlaup þá fór svo að lokum að heimamenn unnu leikinn með 17 stiga mun. Lokatölur 98-81.
Meira

Markalaust jafntefli hjá Stólastúlkum

Kjarnafæðimótið í knattspyrnu er enn í fullum gangi og um helgina léku Stólastúlkur við lið Völsungs frá Húsavík í Boganum á Akureyri. Í síðustu viku léku strákarnir aftur á móti við lið Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.
Meira

Undirskriftapenninn kominn í fulla notkun hjá Húnvetningum

Feykir hafði nýverið samband við Aðdáendasíðu Kormáks og Hvatar, sem allt veit um ástand mála í herbúðum knattspyrnuliðs Húnvetninga, og hóf leik á að spyrja hvort lið Kormáks/Hvatar væri að spila einhverja æfingaleik í byrjun árs. „Húnvetningar eru á fullu við að undirbúa tímabilið, en æfingaleikir á þessum árstíma hafa aldrei verið mikið fyrir okkur. Sól Kormáks Hvatar rís í maí og allt fram að því er aukaatriði,“ var svarið.
Meira