Íþróttir

MÍ öldunga í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðárkróki

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram á íþróttavellinum á Sauðárkróki dagana 14.-15. ágúst. Það verður því gaman að sjá gamla og efnilega hlaupara og stökkvara alls staðar af landinu, etja kappi á Króknum.
Meira

Árbæingar rændu Stólana á köldu sumarkvöldi á Króknum

Tindastólsmenn tóku á móti liði Elliða úr Árbænum á gamla góða grasvellinum á Króknum í kvöld en um var að ræða fyrsta leikinn í 14. umferð 3. deildar. Lið Tindastóls er í fallsæti og þurfti því nauðsynlega að sækja sigur. Heimamenn höfðu talsverða yfirburði í leiknum, voru mun betra liðið og Árbæingar nánast úti á þekju í sóknarleik sínum í allt kvöld. Þeir fengu hins vegar eitt dauðafæri í leiknum og skoruðu úr því á meðan Stólarnir gátu með engu móti komið boltanum í markið. Úrslitin því ógnarsvekkjandi 0-1 tap og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að finna sinn Lukku-Láka ekki síðar en strax.
Meira

Unglingalandsmóti og Landsmóti 50+ frestað

Það þykir ekki skemmtilegt að fresta góðum viðburðum eða greina frá því, en svona er nú staðan í dag og ættum við að vera orðin nokkuð sjóuð í því að taka hlutunum með stóískri ró. Þau tvö landsmót sem áttu að vera haldin á vegum UMFÍ í sumar, unglinga og 50+, hafa nú verið frestað.
Meira

Króksmóti Tindastóls 2021 frestað

"Mótsstjórn hefur rætt ýmsar hugmyndir um útfærslur og tilfærslur en ljóst er að þátttakendur mótsins eru ungir og óvarðir gegn þeim faraldri sem við stöndum frammi fyrir og velverð barnanna í fyrirrúmi í okkar ákvörðun."
Meira

Rok, rigning og núll stig í Eyjum

Stelpurnar okkar í Tindastóli skelltu sér til Vestmannaeyja í gær til að spila gegn ÍBV í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Stólastelpur höfðu í leiknum á undan unnið frækinn sigur á liði Fylkis og með þeim sigri komst liðið upp úr fallsæti. Þær náðu ekki alveg að fylgja sigrinum frá seinasta leik eftir og töpuðu 2-1 gegn sterku liði ÍBV á erfiðum útivelli.
Meira

Leikmenn Kormáks/Hvatar á eldi ... í Húnaþingi

Lið Kormáks/Hvatar og Vatnalilja mættust í 11. umferð D-riðils 4. deildar á Hvammstanga í gær og má segja að heimamenn hafi verið á eldi – gerðu fimm mörk án þess að gestirnir úr Kópavogi gætu svarað fyrir sig. Önnur úrslit urðu til að bæta enn stöðu Húnvetninga í baráttunni um sæti í úrslitakeppni.
Meira

Gestrisnin í fyrirrúmi hjá Tindastólsmönnum

Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls er nú í bullandi fallbaráttu og það var því skarð fyrir skildi að nokkra sterka leikmenn vantaði í hópinn í dag. Heimamenn grófu sér sína eigin gröf með því að gefa þrjú mörk á sjö mínútna kafla í upphafi leiks og þrátt fyrir að spila á löngum köflum ágætan fótbolta voru Tindastólsmenn aldrei líklegir til að krafsa sig upp. Lokatölur 1–4 fyrir Garðbæinga.
Meira

Karlafótbolti á Króknum og Hvammstanga í dag

Nú fer að styttast í afturendann á keppnistímabili tuðrusparkara og í dag fara fram tveir leikir á Norðurlandi vestra. Fyrst mæta Tindastólsmenn glaðbeittum Garðbæingum á Sauðárkróksvelli í 13. umferð 3. deildarinnar og seinni part dags mætir Kormákur/Hvöt vinalegum Vatnaliljum í D-riðli 4. deildar en leikurinn fer fram á Kirkjuhvammsvelli.
Meira

Tuðrusparkarar bætast í hópa norðanliðanna

Leikmannaglugginn er galopinn í fótboltanum og norðanliðin hafa verið að leitast eftir því að styrkja sig fyrir lokaátökin framundan. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við karlalið Tindastóls og sömuleiðis hafa tveir kappar bæst í hópinn hjá Kormáki/Hvöt. Áður hefur verið sagt frá viðbótinni sem Stólastúlkur fengu.
Meira

Lykilmenn mfl. Tindastólskvenna í körfu skipta yfir í Þór Akureyri

Það hefur vakið athygli í sumar að lykilmenn meistaraflokks Tindastólskvenna í körfubolta hafa verið að skrifa undir hjá nágrönnum okkar í Þór Akureyri. Nú síðast í gær bárust þær fréttir að Marín Lind Ágústsdóttir hafi skrifað undir hjá Akureyrarliðinu.
Meira