Íþróttir

Sannfærandi sigur á Kórdrengjum á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar, sigraði Kórdrengi með sannfærandi hætti 3-0 á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Kórdrengir stórhættulegir en heimamenn stóðu í þeim.
Meira

Vel heppnað Króksmót fór fram um helgina

Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskýrt með boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur.
Meira

Júdóiðkendur í æfingabúðum í Svíþjóð - Ferðasaga

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls lögðu land undir fót ásamt iðkendum frá Pardusi á Blönduósi og Ármanni í Reykjavík og tóku þátt í æfingabúðum í Júdó í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Sagt er frá þessu á vef Júdódeildar Tindastóls.
Meira

Tiernan með fjögur í öruggum sigri á Álftnesingum

Kvennalið Tindastóls hélt áfram frábæru gengi í 2. deild kvenna í gærkvöldi þegar lið Álftaness mætti á gervigrasið á Króknum. Lið Álftnesinga hafði fyrr í sumar borið sigurorð af Stólastúlkum, 2-1, þar sem stelpurnar voru klaufar að tapa en í gærkvöldi sáu gestirnir aldrei til sólar því lið Tindastóls var mun sterkara og sigraði örugglega 4-0 þar sem Murielle Tiernan gerði öll fjögur mörkin.
Meira

Víðismenn höfðu betur í Garðinum

Tindastóll sótti Víðismenn heim í Garðinn í gærkvöldi og var leikið á Nesfisk-vellinum en 15. umferðin í 2. deild karla hófst einmitt í gær. Bæði lið eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og það var mikilvægt fyrir Stólana að ná hagstæðum úrslitum. Það hafðist því miður ekki því lokatölur voru 2-0 Garðbúum í hag.
Meira

Úrslit Opna Steinullarmótsins

Laugardagur um verslunarmannahelgi er augljóslega topp dagur til þess að taka þátt í golfmóti, en þann 4. ágúst síðastliðinn var Opna Steinullarmótið haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var það fjölmennasta í sumar alls voru 49 þátttakendur skráðir til leiks.
Meira

Króksmótið fer fram nú um helgina

Króksmót FISK Seafood fer fram á Sauðárkróki nú um helgina. Mótið hefur verið haldið í áraraðir og er ætlað strákum í 6. og 7. flokki (árgangar 2011-2008).
Meira

U16 landslið karla að gera góða hluti í Færeyjum

U16 ára lið karla, sem tekur nú þátt í Norðurlandamótinu í fótbolta í Færeyjum, hefur nú spilað tvo leiki á mótinu.
Meira

Kvennalandsliðið í júdó æfir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Sterkustu júdókonur landsins munu koma saman á Sauðárkróki helgina 24. - 26. ágúst næstkomandi og æfa undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í Júdó, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Meira

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um helgina

Unglingalandsmót UMFÍ hefst í dag í Þorlákshöfn. Þetta er í 21. skiptið sem mótið er haldið og hefur það verið haldið um verslunarmannahelgi ár hvert frá árinu 2002. Þátttakan er gríðarlega góð nú um helgina.
Meira