Íþróttir

Arnar ánægður með orkuna í húsinu og lausnamiðaða leikmenn

Feykir hafði samband við Arnar þjálfara í morgun eftir góðan sigur Tindastóls á Manchester og byrjaði að spyrja hvað hann var ánægðastur með í leik Tindastóls. „Ég var sérstaklega ánægður með orkuna í húsinu. Áhorfendur voru alveg stórkostlegir í gær. Mér fannst leikmenn mjög klókir að finna nyjar lausnir sóknarlega, þar sem Manchester gerði mjög vel að klippa á hluti sem við höfum gert vel í vetur. Strákarnir vour hinsvegar fljótir að sjá nýjar opnanir sem buðust við það.“
Meira

Glæstur sigur á Manchester í spennuleik í Síkinu

Annar heimaleikur Tindastóls í ENBL Evrópukeppninni var spilaður í Síkinu í gærkvöldi fyrir framan um 600 áhorfendur. Frábær stemning var í Síkinu og buðu Stólarnir og gestir þeirra frá Manchester á Englandi upp á frábæra skemmtun, spennandi körfuboltaleik, dramatískar lokasekúndur og þá var auðvitað frábært að sigurinn lenti okkar megin. Lokatölur 100-96.
Meira

Sagan er skrifuð í Síkinu

Það er langt frá því á hverjum degi sem lið Tindastóls og Manchester mætast á íþróttavellinum og sennilega má slá því föstu að leikur liðanna í Síkinu í kvöld sé í fyrsta sinn sem þess stórveldi í boltanum leiða saman hesta sína. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna í Síkið og hvetja Stólana til sigurs, það er rennifæri og veðurspáin fín og hlýtt og gott í Síkinu.
Meira

Birgitta og Elísa í landsliðshópnum hjá Donna

Fyrir helgi var tilkynnt um val Halldórs Jóns Sigurðssonar (Donna), landsliðsþjálfara U19 kvenna í knattspyrnu, á hópnum sem tekur þátt í undankeppni EM 2026. Tveir leikmanna Tindastóls, þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir, eru í hópnum auk þess sem Hrafnhildur Salka Pálmadóttir sem lék með Stólastúlkum í sumar, en var að láni frá Val, er í hópnum.
Meira

Laufléttur leikur í Laugardalshöll

Það reyndist leikur kattarins að músinni þegar Tindastólsmenn mættu nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ármenningar voru án stiga í Bónus deildinni fyrir leik og þeir virtust ekki hafa neina trú á að því að þeir gætu gert Króksurunum skráveifu. Gestirnir tóku rækilega völdin í fyrsta leikhluta og leiddu með 18 stigum að honum loknum. Þrátt fyrir eitt eða tvö áhlaup voru heimamenn aldrei nálægt því að ógna forystu Stólanna sem gáfu svo í á endasprettinum og unnu örugglega. Lokatölur 77-110.
Meira

„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“

Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira

Fræðsludagur UMSS í Miðgarði þann 10. nóvember

Á heimasíðu UMSS segir að fræðsludagur UMSS 2025 verður haldinn í Miðgarði, Skagafirði þann 10. nóvember og hefst kl. 17:00. Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, USAH og USVH, þeirra deildum og nefndum, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludeginum.
Meira

Stórleikur Maddiar dugði ekki til gegn Keflvíkingum

Tindastóll og Keflavík mættust í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Það kom svo sem ekki á óvart að lið Keflavíkur reyndist sterkara en heimaliðið enda við fyrrverandi Íslandsmeistara að etja. Gestirnir sigu fram úr þegar leið á þriðja leikhluta og innbyrðu nokkuð öruggan sigur. Lokatölur 88-96.
Meira

Síkið í kvöld!!

Nú er búið að taka til í Síkinu eftir árshátíð ársins og leikdagur framundan hjá meistaraflokki kvenna. Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum. 
Meira

Topplið Grindavíkur reyndist of stór biti fyrir Skólastúlkur

Hlutirnir eru ekki alveg að falla með kvennaliði Tindastóls í körfunni. Í gær héldu stelpurnar suður í Grindavík þar sem sterkt lið heimastúlkna beið þeirra. Þrír leikhlutar voru jafnir en einn reyndist Stólastúlkum dýrkeyptur og fjórða tapið í röð því staðreynd. Lokatölur 82-68.
Meira