Íþróttir

Enn einn næstum því leikurinn hjá Stólastúlkum

Stólastúlkur heimsóttu Garðabæinn í kvöld og léku við lið Stjörnunnar í Bónus deild kvenna. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það voru heimastúlkur sem reyndust sterkari þegar máli skipti, í fjórða leikhluta, og nældu í dýrmæt stig. Lokatölur 89-83.
Meira

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira

Stólarnir með fellu í Keiluhöllinni

Lið Tindastóls spilaði nú síðdegis fimmta leik sinn í ENBL-deildinni í körfubolta en þá skutluðust strákarni til Tallin í Eistlandi ásamt fríðum hópi stuðningsmanna og -kvenna. Ekki virtist mikil stemning fyrir leiknum hjá fylgjendum Keila Coolbet því aðeins 215 manns mættu í Keilu-höllina. Lið heimamanna hefur ekki farið mikinn í deildinni og það varð engin breyting á því í dag þar sem okkar piltar unnu þægilegan sigur, 80-106.
Meira

Aðalfundur Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Tindastóls mánudaginn 15. desember

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls boðar til aðalfundar í Húsi frítímans mánudaginn 15. desember kl. 20. 
Meira

Voru sér til mikils sóma eins og alltaf

Nú í lok nóvember tók U19 landslið kvenna í knattspyrnu þátt í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn var spilaður í Portúgal. Þrjár stúlkur sem léku með liði Tindastóls í Bestu deildinni í sumar voru í hópnum; þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Hrafnhildur Salka. Þjálfari liðsins er Halldór Jón Sigurðsson, best þekktur sem Donni þjálfari, og Feykir spurði hann í gær hvernig til hafi tekist í fyrsta stóra verkefni hans sem landsliðsþjálfari en hann tók við U19 landsliðinu í haust eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls.
Meira

Um 900 þúsund söfnuðust í Bangsaleiknum

„Mér fannst Bangsakeikurinn heppnast alveg frábærlega. Það söfnuðust um 900.000 kr fyrir Einstök börn og það var frábært að sjá hvað börnin voru glöð í lok leiks. Við erum staddir núna á Akureyri þar sem við vorum að færa barnadeildinni á sjúkrahúsinu bangsa sem verður svo hægt að gefa börnum sem þurfa að liggja inni í kringum hátíðarnar,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir náði í skottið á honum í dag.
Meira

Þriggja mínútna glanskafli skóp sigur Stólanna gegn ÍA

Lið Tindastóls fékk nýliða ÍA í heimsókn í Síkið í gær í Bónus deildinni en um svokallaðan Bangsaleik var að ræða þar sem safnað var fyrir Einstök börn. Fyrir fram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en leikurinn var jafn og bæði lið sóttu vel en þriggja mínútna glanskafli Stólanna undir lok fyrri hálfleiks tryggði gott forskot sem gestunum gekk ekkert að vinna á í síðari hálfleik. Lokatölur 102-87 og nú skjótast strákarnir okkar til Eistlands.
Meira

Marta með stórleik í naumu tapi gegn meisturum Hauka

Stólastúlkur tóku á móti Íslandsmeisturum Hauka í Síkinu í gær í 10. umferð Bónus deildarinnar. Leikurinn var hin besta skemmtun, hraður og fjörugur þar sem bæði lið settu niður hreint ótrúlega skot. Gestirnir leiddu lengstum en Stólastúlkur börðust eins og ljón þrátt fyrir að vera án yfirfrákastara síns, Maddíar Sutton, og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en á lokasekúndunum. Úrslitin 89-93 fyrir lið Hauka.
Meira

Íslandsmeistarar Hauka mæta í Síkið í kvöld

Það er leikur í Síkinu í kvöld en þá taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Bónus-deildinni. Tindastólsliðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og því alveg bráðnauðsynlegt að styðja vel við bakið á stelpunum og fjölmenna í Síkið – ekki til að gleðja sérfræðinga í setti heldur til að styðja liðið okkar.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls nýtur mikils velvilja

Í Viðskiptablaðinu var í nóvember fjallað um þá styrki sem íþróttafélögin og deildir innan þeirra hafa fengið í sinn hlut frá árinu 2021. Það kemur nú sennilega fáum á óvart að körfuknattleiksdeild Tindastóls fær veglega styrki en árin 2022-2024 hefur ekkert félag átt roð í deildina á þessum vettvangi. Styrkir til félaga hafa hækkað jafnt og þétt síðustu ár en árið 2024 stungu Stólarnir keppinauta sína af – fengu 140 milljónir í styrki en í öðru sæti var körfuknattleiksdeild Hattar sem fékk 50 milljónir í styrki,
Meira