Íþróttir

Haukarnir voru sýnd veiði en ekki gefin

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í kvöld í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Venju samkvæmt mættu Ívar Ásgríms og undirsátar grjótharðir til leiks og gáfu Stólunum leik en frábær vörn Tindastóls í þriðja leikhluta gaf þægilegar körfur og heimamenn komu sér í frábæra stöðu sem gestirnir náðu ekki að vinna á. Lokatölur 79-61.
Meira

Arnar Geir endaði í 2. sæti í síðasta móti ársins

Arnar Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Sauðárkróks, gerir það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Dagana 15.-16. október lék hann í Lindenwood Belleville Invite mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu og komst á verðlaunapall.
Meira

Krækjur í toppsæti 2. deildar

Krækjur frá Sauðárkróki tóku þátt í keppni í 2. deild Íslandsmótsins í blaki um helgina og var spilað á Neskaupstað. Krækjurnar, sem keppa undir merkjum Umf. Hjalta, gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sex leiki sína 2-0 og töpuðu því ekki einni hrinu á mótinu.
Meira

Stólarnir mæta Sandgerðingum syðra í Geysis-bikarnum

Síðastliðinn mánudag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ og við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin.
Meira

Birnur gerðu gott mót

Fyrsta keppnishelgin af þremur á Íslandsmótinu í blaki fór fram um helgina og fór keppnin í 4. deildinni fram á Hvammstanga. Birnur frá Hvammstanga, sem keppa undir merki Kormáks, nýttu sér heimavöllin og stemninguna sem var í stúkunni vel og kræktu í 6 stig og 6. sætið í 4. deild en þar tóku tólf lið þátt.
Meira

Grindavíkurstúlkurnar reyndust sterkari á síðustu metrunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina.
Meira

Valsmenn teknir á beinið

Tindastólsmenn skutust suður í dag og léku við lið Vals í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir tóku snemma forystuna og unnu að lokum auðveldan sigur en það var í þriðja leikhluta sem strákarnir léku öldungis prýðilega og skildu Valsarana eftir í spólrykinu. Lokatölur 73-93.
Meira

Tap hjá Stólastúlkum í fyrsta leik

Tindastólsstúlkur sóttu heim Fjölni í Grafarvogi sl. laugardag í 1. deild kvenna í körfubolta en Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki síðan tímabilið 2014-2015. Stelpurnar komu Fjölniskonum, sem spáð er sigri í deildinni, á óvart með hörkuleik framan af en reynslan og breiddin hjá heimakonum sagði til sín þegar á leið og þær grafvogsku unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 106-75.
Meira

Þórsarar sigraðir í Síkinu

Dominos-deildin í körfuknattleik hófst í kvöld og lið Tindastóls fékk Þór Þorlákshöfn í heimsókn en liðunum er spáð misjöfnu gengi í vetur. Stólarnir náðu frábærum kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir bjuggu til heilbrigt forskot og það náðu gestirnir aldrei að brúa þó svo að þeir næðu að vinna sig inn í leikinn á ný. Lokatölur 85-68 í leik þar sem Urald King og Dino Butorac voru atkvæðamestir í liði Tindastóls.
Meira

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins í 2. deildinni

Fótbolti.net gekkst fyrir vali á liði ársins í fótboltanum nú á dögunum og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem völdu listann. Tindastóll var með lið í báðum 2. deildunum, karla og kvenna, og reyndust stúlkurnar heldur atkvæðameiri, enda komust þær upp um deild á meðan brekkan var meiri hjá strákunum. Fjórar stúlkur komast í átján manna hóp úrvalsliðsins en aðeins einn strákanna.
Meira