Vel heppnað Páskamót PKS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
22.04.2025
kl. 10.58
Það er hefð fyrir því hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að halda Páskamót PKS og fór það fram þann 18. apríl, föstudaginn langa, í aðstöðunni á Króknum. Alls voru skráðir 25 þátttakendur til leiks og var spilað í fimm riðlum. Eftir riðlakeppnina var raðað í A og B úrslit sem var spilað með útslætti. Þrír efstu í hverjum riðli spiluðu í A úrslitum en aðrir fóru í B úrslit. Margir hörkuleikir litu dagsins ljós og réðust undanúrslitaleikir í oddaleggjum.
Meira