Íþróttir

David og Manu framlengja við Tindastól!

Tindastóll hefur náð samkomulagi við David Bercedo og Manuel Ferriol um framlengingu á samningum þeirra við félagið til næstu tveggja ára! Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeildinni segir að báðir leikmenn hafi verið lykilmenn í Meistaraflokki karla og lagt sitt af mörkum bæði innan vallar sem utan. Framlengingarnar eru liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og undirstrika metnað félagsins fyrir komandi ár.
Meira

Fyrstu meistarar Tindastóls heiðraðir í gærkvöldi

Í hálfleik á leik Tindastóls og KR í Síkinu í gærkvöldi var þess minnst að 50 ár eru síðan Tindastóll eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara í körfubolta. Gömlu kempurnar sem áttu heimangengt voru mættir til leiks og kynntir fyrir áhorfendum í hálfleik og veittar viðurkenningar. Ágúst Ingi Ágústsson, sem er manna fróðastur um sögu körfuboltans á Króknum, flutti smá tölu við athöfnina og má lesa hana hér.
Meira

247 stiga jólaveisla í Síkinu

Það voru hálfgerð litlujól í Síkinu í gærkvöldi þegar Vesturbæingar mættu vel stemmdir til leiks gegn stigaóðu liði Tindastóls í síðustu umferð Bónus deildar karla fyrir jól. Leikurinn var spilaður á ofsahraða og má eiginlega segja að liðin hafi varla náð að stilla upp í vörn í leiknum – það var bara búið að skjóta áður. Gestirnir byrjuðu leikinn betur en heimamenn tóku völdin þegar á leið og lönduðu öruggum sigri. Lokatölur 130-117 en sjö leikmenn Tindastóls gerðu öll 130 stig liðsins og skoruðu þeir allir meira en tíu stig.
Meira

Geggjaður sigur í framlengdum leik gegn toppliði Njarðvíkinga

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í gærkvöldi í athyglisverðum og æsispennandi leik. Lið Tindastóls var í áttunda sæti fyrir leik en gestirnir á toppi deildarinnar. Þó að úrslit fjölmargra leikja í vetur hafi ekki dottið með Stólastúlkum þrátt fyrir jafna leiki þá stóðust stelpurnar okkar prófið gegn toppliðinu með glæsibrag – þurftu reyndar framlengingu til að landa sigrinum en það var auðvitað bara enn skemmtilegra. Lokatölur 99-91 eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 84-84,
Meira

Stelpurnar fengu KR en strákarnir Snæfell

Dregið var í átta liða úrslit VÍS bikarsins í körfuknattleik í hádeginu í dag. Tindastóll átti lið í pottunum báðum þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins höfðu unnið leiki sína sl. sunnudag. Stelpurnar fengu heimaleik gegn spræku liði KR og þar verður væntanlega hart barist. Leið karlaliðsins í fjögurra liða úrslit ætti að vera nokkuð örugg þar sem Stólarnir fengu útileik gegn 1. deildar liði Snæfells.
Meira

Jólamót Molduxa haldið enn og aftur

Jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju annan dag jóla en mótið er í hugum margra ómissandi þáttur í jólahefð Skagfirðinga. Samkvæmt bestu vitund talnagleggstu Molduxa er þetta mót það 32. sem haldið er.
Meira

Knapar ársins hjá Skagfirðingi verðlaunaðir

Uppskeruhátíð Skagfirðings var haldin í gærkvöldi mánudaginn 15.desember í Tjarnarbæ á Sauðárkróki. Knapar ársins hjá félaginu voru verðlaunaðir ásamt sjálfboðaliða ársins. Þetta kemur fram á Facebooksíðu félagsins. 
Meira

Tindastólsmenn fóru vel af stað í fótboltanum

Samkvæmt frétt á vef Knattspyrnudómarafélags Norðurlands þá komst Tindastóll í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Hauki Inga Ólafssyni og Svend Emil Busk Friðrikssyni á 43. mínútu. David Bercedo kom Stólum í 3-0 á 58. mínútu en Friðrik Máni Sveinsson minnkaði muninn strax í næstu sókn. Rúnar Vatnsdal galopnaði leikinn með marki fyrir Þór á 83. mínútu en Manuel Ferriol innsiglaði 4-2 sigur Tindastóls með síðustu spyrnu leiksins.
Meira

Á heimavelli getum við sigrað hvaða lið sem er

„Já, ég er mjög ánægður með leikinn. Það er gott fyrir okkur að komast áfram í bikarkeppninni og ég hlakka til að sjá hver næsti andstæðingur okkar verður,“ sagði Israel Martín þjálfari kvennaliðs Tindastóls þegar Feykir spurði hann í morgun út í leikinn gegn Þór sem lið Tindastóls vann í gærdag. Næsti leikur, sem er síðasti leikur ársins, er gegn liði Njarðvíkur hér heima á miðvikudagskvöldið.
Meira

Hamarsmenn negldir niður í Síkinu

Tindastólsmenn voru áfram í hátíðarskapi þegar þeir tóku á móti liði Hamars úr Hveragerði í VÍS bikarnum í gærkvöldi og sennilega hefur gestunum þótt nóg um. Staðan var 42-5 að loknum fyrsta leikhhluta og Arnar þjálfari gat að miklu leyti keyrt sitt lið á hinum svokölluðu minni spámönnum. Lokatölur 125-66 og því annar leikurinn í röð sem Stólarnir vinna með 59 stiga mun, sem er svosem ágætis kækur.
Meira