Íþróttir

Halldór Ólafsson sigurvegari Hraðskákmóts Skagastrandar

Laugardaginn 4. janúar s.l. fór fram Hraðskákmót Skagastrandar og eru nú liðnir nokkrir áratugir síðan slíkt mót fór fram en fyrirhugað er að það verði árlegur viðburður. Mótið var hið skemmtilegasta en hraðskákmeistari Skagastrandar árið 2025 er Halldór Ólafsson. Í öðru sæti var Jens Jakob Sigurðarson og Lárus Ægir Guðmundson í þriðja sæti, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira

Ný áhugamannadeild á Norðurlandi verður sýnd beint frá Eiðfaxa TV

Á heimasíðu Eiðfaxa segir að þann 11. janúar var undirritaður samningur milli Eiðfaxa TV og Áhugamannadeildar Norðurlands um að Eiðfaxi TV sýni beint frá deildinni í vetur. En deildin hefst þann 22. febrúar á keppni í fjórgangi en alls verða mótin þrjú talsins. 
Meira

Tvö verkefni fengu styrk frá Íþróttanefnd Rannís

Íþróttanefnd á vegum Rannís hefur ákveðið að úthluta rúmri 21 milljón til 71 verkefna fyrir árið 2025. Á Norðurlandi vestra fengu tvö félög úthlutað úr þessum sjóð og fengu bæði félög 200.000 króna styrk. Ungmennasamband Skagafjarðar sótti um fyrir inngildingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skagafirði og  Skotfélagið Markviss  til kaupa á raddstýrðu stjórntæki fyrir Trapp völl.
Meira

Leikdagur allir í Síkið

Í kvöld fimmtudaginn 9. janúar á slaginu klukkan 19:15 heimsækir lið ÍR Síkið.
Meira

„Ég er mjög spennt fyrir vetrinum,“ | Íþróttagarpurinn Emma Katrín

Í Ártúninu á Króknum býr Emma Katrín Helgadóttir en hún er fædd árið 2008 og hefur verið áberandi bæði í badminton og körfubolta hér á Sauðárkróki. Emma ólst upp í Reykjavík og æfði alls konar íþróttir þar eins og t.d. fimleika og fótbolta en eftir að hún flutti á Krókinn hefur hún einbeitt sér að körfuboltanum og badmintoninu. Það má því segja að hún sé að uppskera vel því hún hefur unnið marga titla í badminton og æft og keppt upp fyrir sig með meistaraflokki kvenna í körfunni. Hér er því á ferðinni stórefnilegur íþróttagarpur sem Feyki langaði til að kynnast aðeins betur.
Meira

Tap í N1 höllinni í gær

Stólastúlkur spiluðu við Val á Meistaravöllum í gær sem því miður endaði með tapi en fyrir þennan leik voru þær búnar að vera á góðri sigurbraut sem enginn vildi sjá enda.
Meira

Fjögur stig á Krókinn eftir helgina

Það var nóg um að vera þessa fyrstu helgi ársins í körfuboltanum hjá Tindastól en það var Meistaraflokkur karla sem byrjaði gleðina og átti leik á Meistaravöllum föstudaginn 3. janúar á móti Tóta Túrbó og liðsfélunum hans í KR. Leikurinn byrjaði ekki sannfærandi hjá Stólunum og var hugurinn kominn á þá leið að KR-ingar væru að fara að hirða þessi tvö stig af okkur eins og í 1. umferðinni.
Meira

Fjórir ungir og efnilegir semja við Kormák Hvöt

Aðdáendasíða Kormáks hefur haft í nógu að snúast undarnfarnar vikur í að tilkynna hvaða ungu og efnilegu leikmenn eru búnir að skrifa undir hjá félaginu fyrir komandi átök í sumar. Fyrsti leikur verður spilaður á útivelli í byrjun maí eða þann 3. maí við KFA en fyrsti heimaleikurinn verður þann 10. maí á móti Gróttu á Blönduósvelli.
Meira

Búið að draga í Jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í gærkvöldi fór fram bein útsending frá Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls er þeir félagar Drungilas og Hlífar drógu út vinningsnúmerin í Jólahappdrættinu. Alls seldust 649 miðar en aðeins var dregið úr seldum miðum. Meistaraflokkur kvenna á leik í Síkinu á laugardaginn kl. 19:15 við Njarðvík og verður hægt að vitja vinningana í sjoppunni frá kl. 18 þann sama dag og á meðan á leik stendur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá vinningaskrá og vinningsnúmerin og nú er bara spurning hver er á miða nr. 4 því sá aðili vann aðalvinninginn sem var Iphone 16. 
Meira

Arnar Geir vann Opna jólamót PKS

Opna Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram föstudaginn 27. desember 2024 og tóku 32 keppendur þátt. Keppnisfyrirkomulagið var 501 og var keppt í átta fjögurra manna riðlum og að þeim loknum var farið í útslátt þannig að tveir efstu í öllum riðlum fóru í A útslátt og hinir tveir neðstu í B útslátt (forsetabikar). Mótið gekk ljómandi vel fyrir sig og voru margir hörkuleikir.
Meira