Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni. Minnigartónleikar verða haldnir í kvöld í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og uppselt er á tónleikana.
Ragnar Smári Helgason ólst upp í Dalatúninu á Króknum og Hamri í Hegranesi en býr í Lindarbergi á Hvammstangi í Vestur-Húnavatnsýslu ásamt Kolbrúnu konu sinni og þremur börnum. Ragnar Smári vinnur hjá Vinnumálastofnun/Fæðingarorlofs-sjóði á Hvammstanga. Hann sagði Feyki örlítið frá þessum degi í lífi hans.
Arney Nadía Hrannarsdóttir býr á Skagaströnd og foreldrar hennar eru Alexandra Ósk Guðbjargardóttir og Hrannar Baldvinsson. Sr. Guðni Þór Ólafsson sér umferminguna sem verður í Hólaneskirkju þann 8. júní.
Jón Karl Brynjarsson verður fermdur af sr. Höllu Rut Stefánsdóttur þann 24. apríl í Reynistaðarkirkju. Foreldrar Jóns Karls eru Brynjar Sindri Sigurðarson og Guðrún Helga Jónsdóttir í Miðhúsum í Akrahreppi.
Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi fallegi dagur virðist ætla að bjóða upp á ágætis veður, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar milli 6-7 stig, hæg breytileg átt og bjartviðri, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu en að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur eða hvað, kannski þeir allra hörðustu, og kíkja á þá viðburði sem eru á dagskrá sem eru reyndar ekki margir en nokkrir þó.
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir nú næskomandi sunnudag 27.apríl leikritið „Flæktur í netinu“ í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Miðasala hefst í dag, miðvikudag á tix.is.
Að morgni dags 21. júlí 2023, sagði Feykir frá því að Faxi hafi tekið á flug á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður var Reykjavík þar sem hann var gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Þegar þeirri sýningu lauk hélt hann til Þýskalands þar sem færa átti kappann í brons áður en hann kæmi aftur heim á Sauðárkrók.
Vegna mikillar eftirspurnar var tekin ákvörðun um að gefa út rafrænt eintak af Sjónhorni fyrir Sjónhornþyrsta fólkið á svæðinu. Þetta blað fer því ekki inn um lúgurnar í pappírsformi - það verður einungis hægt að skoða það á netinu. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að gefa út prentað blað er sú að frídagar í þessari viku gerðu það að verkum að ekki var hægt að setja blaðið upp né dreifa því á tilsettum tíma.
Þann 30. apríl nk. verður Landsnet með opinn fund í Eyvindarstofu á Blönduósi kl. 16:00 þar sem farið verður yfir og kynnt hvernig þau ætla að byggja upp öflugt, sveigjanlegt og sjálfbært flutningskerfi fyrir framtíðina. Þessi fundur er einn af átta sem Landsnet verður með í ferð sinni um landið þar sem þau ætla að ræða við fólk, svara spurningum og hlusta. Þetta er opið samtal og þú ert hluti af því.
Laugardaginn 26. apríl nk. kl 20:00 verður vorinu fagnað í Árgarði. Til stendur að borða saman kótilettur með tilheyrandi meðlæti. Tala, syngja og dansa saman inn í nóttina.
Helgina 30. maí til 1. júní verður Prjónagleðin haldin í níunda sinn á Blönduósi í Húnabyggð en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem og lengra komnum. Undanfarin ár hefur Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga haldið utanum Prjónagleðina en í ár er skipulag og framkvæmd hátíðarinnar í umsjón Húnabyggðar.
Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Reynir Snær Magnússon fæddist árið 1993, alinn upp á Sauðárkróki af Aðalheiði Reynisdóttur og Magnúsi Ingvarssyni. Hljóðfærið hans er gítar. Spurður um helstu tónlistarafrek svarar hann: „Ég er nú ekki viss hvað er vert að nefna nema kannski Músíktilraunir 2012. Var þar valinn Gítarleikari Músíktilrauna sem gaf mér mikið spark til að leggja þann metnað í gítarleik sem ég geri í dag.“ Reynir býr nú í Reykjavík en er i jazzgítarnámi i Tónlistarskóla Garðabæjar og stefnir á miðpróf i vor. „Ég er að spila i nokkrum böndum en helst mætti nefna Körrent, sem spilar frekar rokkslegið popp, og Prime Cake sem er "instrumental" fusion kvartet. Svo að sjálfsögðu er ég í alskagfirsku ballsveitinni Hljómsveit kvöldsins.“