Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni er Hrafney Lea Árnadóttir sem býr á Hólaveginum á Króknum. Hún er fædd árið 2011 og hefur búið í Noregi, Reykjavík, á Skagaströnd og nú á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Árni Max Haraldsson og Inga Jóna Sveinsdóttir. Hrafney Lea á þrjú systkini; Sævar Max 20 ára, Jóhönnu Dagbjörtu 7 ára og Harald Max 4 ára.
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Feykir sagði frá því um helgina að sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefðu ákveðið að kosningar um sameiningu sveitarfélaganna muni fara fram dagana 29. nóvember til 13. desember 2025. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra hvort þetta þýddi að öll vandamálin varðandi sameiningu væru leyst og hægt væri að leyfa fólki að kíkja í pakkann.
Nú stendur yfir vinna við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra. Á vef sveitarfélagsins segir að í skjalinu skuli koma fram stefna sveitarstjórnar fyrir komandi ár og þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.
Þau eru mörg og margvísleg verkin sem þarf að vinna. Nú í byrjun september stóðu starfsmenn Þ. Hansen verktaka í ströngu við að endurgera stíginn upp á Nafirnar norðan við heimavist fjölbrautaskólans.
Skagfirskir pílukastarar eru farnir að kasta pílum eftir sumarið. Um helgina fór fram frábært mót á Akureyri, Dartung 3, en það er mótaröð sem ætluð er fyrir börn og unglinga. Sjö keppendur mættu á mótið fyrir hönd PKS, sex strákar og ein stelpa sem öll voru í flokki U14. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega og fóru heim með tvenn verðlaun.
„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að LNV hafi verið látin vita fyrr í dag um að einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Blönduósflugvelli. Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.
Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Nemendur á yngsta stigi í Höfðaskóla tóku þátt í skemmtilegri útikennslu í síðustu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Börnin nutu þess að vera saman úti í náttúrunni þar sem þau lærðu í gegnum leik og sköpun. Kennslustundin hófst á stuttum göngutúr um nágrennið þar sem nemendur söfnuðu efnivið fyrir listasmiðjuna sína.
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar.
Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar ætlar bjóða upp á námskeið í andlegum málum.
Leiðbeinandi verður Ómar Pétursson miðill.
Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur og hentar t.d. vel fyrir fólk sem hefur áhuga á að byrja að starfa með þróunarhóp en hefur litla eða enga reynslu af slíku starfi.
Hámark 10 þátttakendur.
Ómar Pétursson miðill verður með skyggnilýsingu í Hafsteinsstofu í húsnæði Sálarrannsóknarfélagsins að Skagfirðingabraut 9a á Sauðárkróki
laugardaginn 20. september kl. 17:00.
Miðar seldir á hársnyrtistofunni Capello.
Verð kr. 6000.-
Hið margrómaða Réttarball Fljótamanna verður haldið laugardagskvöldið 20. september í félagsheimilinu Ketilási! ?
Færibandið mun halda uppi fjörinu frá klukkan 23:00 til 03:00!
Það er ekki seinna vænna að fara að rifja upp danstaktana.
Það má enginn láta sig vanta í þessa veislu! ATH. Góð tilboð á barnum ?
Miðar seldir við hurð - Aðgangseyrir: 5500 kr. Aldurstakmark: 18 ár
Hlökkum til að sjá ykkur!