Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Hátt í 200 Skagfirðingar mættir á EuroBasket
Íslenska landsliðið í körfubolta hefur staðið sig með ágætum á EuroBasket sem fram fer m.a. í Póllandi þessa dagana. Góðar frammistöður hafa þó ekki enn skilað langþráðum sigurleik á stórmóti. Réttlætiskennd Íslendinga var síðan stórlega misboðið á sunnudag þegar Ísland varð að lúffa fyrir vanhæfu dómaratríói sem virtist hafa það eina markmið að tryggja pólsku heimaliði sigurinn – sem þeim tókst því miður. Feykir hafði samband við Palla Friðriks sem er á staðnum auk hátt í 200 Skagfirðinga.
-
Skorað á ríkisstjórnina að drífa í gang vinnu vegna verknámshúss FNV
Á síðasta fundi byggðarráðs Skagafjarðar lýstu fundarmenn yfir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fram kemur í fundargerð að samkvæmt upplýsingum virðist lítið að gerast í hönnun eða gerð útboðsgagna og vantar t.d. ennþá upplýsingar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum um stærð byggingareits og fleira til að unnt sé að ljúka gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdina. -
Vatnsdælurefillinn formlega afhentur
Vatnsdælurefillinn var afhentur formlega til samfélagsins í Húnabyggð að viðstöddu fjölmenni í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sl. föstudag. Verkefnið hófst fyrir rúmlega 13 árum og því lauk í lok nóvember á síðasta ári. -
Margt um manninn og mikið fjör
Sveitasæla Skagafjarðar sem fram fór sl. laugardag 30. ágúst gekk eins og í sögu. Hanna Kristín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra setti hátíðina og Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri Skagafjarðar ávarpaði einnig gesti. Sæþór Már mætti með gítarinn og hélt uppi stuðinu. -
Fáir sólargeislar þessa vikuna
Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Sögur úr Skagafirði í Kakalaskála á laugardaginn
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal. -
Verðlaun afhent á Brúnastöðum
Í maí á þessu ári fengu þau Hjördís og Jóhannes bændur á Brúnastöðum í Fljótum landbúnaðarverðlaunin sem veitt eru af atvinnuvegaráðuneytinu fyrir góðan búrekstur og nýsköpun í landbúnaði. Reyndar var það svo að verðlaunagripurinn, Biðukollan, var ekki tilbúinn en Hanna Katrín Friðriksdóttir ráðherra gerði sér ferð í Brúnastaði núna á laugardaginn eftir að hún hafði sett Sveitasælu, landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki. -
Bilun í brunni í Hegrabraut
Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að heitavatnslaust verður á Víðigrund, Smáragrund, Hólaveg að Öldustíg, Hólmagrund, Fornós, Öldustíg og hluta af mjólkursamlagi KS frá kl. 16:00 - 18:00 í dag vegna bilunar í brunni í Hegrabraut. -
Boltinn um helgina
2. deild, meistaraflokkur karla. Tap gegn toppliðinu á heimavelli Kormákur Hvöt tók á móti toppliði 2. deildar, Þrótti Vogum, á Blönduósvelli í gær. Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og það gerðu gestirnir. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, gestirnir skoruðu eitt mark og lokatölur 2-0 fyrir Þrótt. Kormákur Hvöt er á lygnum sjó í deildinni, situr í sjötta sæti eða um miðja deild með 29 stig. Aðeins eru tveir leikir eftir af Íslandsmótinu, heimaleikur næstkomandi laugardag gegn KFG og útleikur gegn Hetti/Huginn. Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 14. -
Sungið fyrir Bryndísi Klöru
Sunnudaginn 7.sept ætla Skagfirðingar að sameinast í söng í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði og halda styrktartónleikar v/Bryndísarhlíðar. Allur ágóði miðasölunnar rennur óskiptur í söfnunina. Snorri og Sigga Jóna staðarhaldarar í Miðgarði hafa fengið nokkra söngelska aðila til liðs við sig sem fram koma á þessum styrktartónleikum. -
Vinnustofur um endurnýjandi ferðaþjónustu á haustmánuðum
Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir, þetta kemur fram á vef SSNV.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Sögur úr Skagafirði í Kakalaskála á laugardaginn
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.Meira -
Listakonan Gyða Jónsdóttir frá Sauðárkróki
Út er komin falleg bók til að heiðra minningu Gyðu Jónsdóttur. Gyða fæddist á Sauðárkróki 4. ágúst árið 1924. Foreldrar hennar voru Geirlaug Jóhannesdóttir og Jón Þorbjargarson Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki en hann var frá Veðramótum á Skörðum, af hinni kunnu Veðramótaætt. Það er Stefán S. Guðjónsson tengdasonur Gyðu sem stendur að útgáfu bókarinnar.Meira -
Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi
Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Táraðist af gleði þegar Lordi sigraði Júróvisjón / NÖKKVI ELÍASAR
Það er AC/DC aðdáandinn Nökkvi Elíasson sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Nökkvi býr í Reykjavík og er rafeindavirki og ljósmyndari, tveggja barna faðir í sambúð og höfundur þriggja ljósmyndabóka. Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Kasettan Tass með Jóhanni Helgasyni sem kom út 1981 var fyrsta verkið sem ég keypti mér. Það var hlustað á þessa kasettu mörg hundruð sinnum og fannst mér þetta eitthvað það besta sem komið hafði út. Ógleymanlegar minningar frá þeim tíma áður en rokkið tók svo yfir í mínum huga.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 209: Selma Hjörvars
Nafn: Selma Hjörvarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Fædd og uppalin í Reykjavík en segist alltaf vera að vestan. Pabbi (Hjörvar Óli Björgvinsson)var fæddur og uppalinn á Grímsstaðarholtinu en mamma (Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir) í Fljótavík á Hornströndum. Á mikið af skyldfólki fyrir vestan og ræturnar sterkar þangað. Við Tommi bjuggum svo fyrir vestan í 10 ár þannig að Vestfirðirnir kalla alltaf á mig. Ég á sex systkini sem eru dreifð um Ísland, Noreg og Svíþjóð. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ryan Reynolds, Miriam Margolyes og Sandra Bullock. Held að það væri bara rosalega skemmtileg blanda af skemmtilegu fólki.