Núna rétt í þessu var tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum. Skemmst er frá að segja að Þórgunnur Þórarinsdóttir og kærastinn hennar, Kristján Árni Birgisson , eru valin í liðið í Ungmennaflokki
Framvarðasveitir húnvetnska rokksins eru með töluverðu lífsmarki. Þá erum við að tala um bojbandið Slagarasveitina og sigurvegara Söngkeppni framhaldsskólanna, Skandal. Báðar hljómsveitirnar senda frá sér lög þetta sumarið.
Í Húnabyggð er í gangi fjörugt verkefni fyrir krakka 6 til 12 ára. Þetta er 6 vikna námskeið þar sem í boði er skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum stendur til boða ýmislegt skemmtilegt. Um er að ræða „Sumarfjör” þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, sundpartý og ýmislegt fleira.
Sigríður Elva Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili er 12 ára hestaíþróttastelpa sem keppti með góðum árangri á Fjórðungsmóti Vesturlands sem lauk á sunnudaginn. Feykir heyrði í Sigríði eftir mótið.
Á laugardagskvöldið verður boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá troða upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní. „Þetta prógram er mjög strípað og “lo-fi”. Það er að segja; við spilum lög Guðrúnar í minimalískum útgáfum sem við höfum útsett saman og þróað síðastliðin misseri,“ sagði Reynir Snær þegar Feykir spurði hann við hverju fólk mætti búast á tónleikunum.
Þau ánægjulegu tíðindi berast að Leigufélagið Bríet hafi óskað eftir lóð á Hofsósi til að reisa þar parhús. Ekki hefur verið byggt nýtt íbúðarhúsnæði á Hofsósi síðan laust fyrir síðustu aldamót.
Settar hafa verið þrjár hraðahindranir á Túngötu á Króknum. Það eru ekki allir sem átta sig á því að Túngatan er ekki aðalgata og þar gildir hægri reglan.
Það er heldur farið að rofa til í hleðslustöðvamálum á Sauðárkróki en lengi vel var aðeins ein rafmagnsdæla við N1 á Sauðárkróki.Í vor bættist við orkustöð á lóð Kaupfélags Skagfirðinga við Ártorg og nú í byrjun mánaðar samþykkti byggðarráð Skagafjarðarað stofna lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og úthluta henni til Orku náttúrunnar ehf. sem hafði með bréfi óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla.
Fyrri umferð Íslandsmótanna í 2. og 3. deild karlafótboltans kláraðist nú um helgina. Lið Tindastól krækti í stig í Kópavogi en lið Kormáks/Hvatar svekkir sig eflaust á því að hafa tapað á heimavelli fyrir einu af botnliðum 2. deildar. Bæði lið hefðu efalaust viljað krækja í fleiri stig í fyrri umferðinni en það er nú eins og það er.
Það er heilmikið kórastarf á Norðurlandi vestra en fyrir einhverja undarlega tilviljun hafa mál þróast þannig í þessum þætti að fáir kórdrengir eða -stúlkur hafa lent í því brasi að svara Tón-lystinni. Eyþór Fannar Sveinsson á Ægistígnum á Sauðárkróki, fæddur 1987, smíðakennari við FNV og annar tenór í Karlakórnum Heimi lét þó tilleiðast eftir að hafa verið fullvissaður um að raddbönd væru nægilega fínt hljóðfæri til að hann væri gjaldgengur svarari þáttarins.
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir býr í Skógargötunni á Sauðárkróki en alin upp í Sunnuhvoli í Hofsósi. Silla er ljómandi góð söngkona sem hefur víða komið við en er kannski þekktust fyrir frammistöðu sína með eðalbandinu Contalgen Funeral. Auk þess að syngja grípur hún í skeiðar, greiður og jafnvel bein til gamans. Nú í Sæluvikunni er Sigurlaug Vordís í fylkingarbrjósti hópsins sem stendur fyrir uppsetningu á tónlistarveislunni Árið er í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Golfklúbburinn Ós á Blönduósi heldur Minningarmót Evu Hrundar þann 13. júlí. Þetta er opið kvennamót þar sem keppt verður í þremur flokkum, ræst verður út af öllum teigum kl. 10.
Vegleg verðlaun eru í boði; Fyrstu þrjú sæti allra flokka, nándarverðlaun á tveimur brautum og dregið úr skorkortum viðstaddra í dásamlegu vöfflukaffi í mótslok. Skráning í Golfbox fyrir kl. 18:00 laugardaginn 12. júlí.
Húnavaka er árleg menningar- og fjölskylduhátíð sem haldin er í Húnabyggð ár hvert. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Hátíðin stendur frá miðvikudegi fram á sunnudag. Þetta árið er hún haldin 16. júlí - 20. júlí.
Í sumar leggja Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, af stað í músíkalst ferðalag um landið. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri. Nú skal leikurinn endurtekinn.
Í þrjár vikur helga Una og Haffi sig því gleðilega verkefni að spila úti um allt land. Með sinn hvorn gítarinn að vopni og í góðum félagsskap verða þau óstöðvandi og skemmtilegheitin allsráðandi. Eltið þau uppi og skiljið allt nema góða skapið eftir, af því að staðreyndin er sú að við þurfum ekki neitt.
Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og hún var eldsnögg að tækla það. Hrund er fædd árið 1987 eða um það leyti sem Whitney Houston fór á toppinn með I Wanna Dance With Somebody og ein mesta orkuballaða sögunnar, Alone með Heart, var að gera það gott. Hrund er dóttir Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur og því alin upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er gift Gunnari Páli og saman eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 7 ára og Val Helga 3ja ára.