Drangey - smábátafélag Skagafjarðar hélt félagsfund þann 9. febrúar síðastliðinn og sendi frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn fagna þeirri stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að festa strandveiðar í sessi á þeim grundvelli að heimilt verði að stunda þær 12 daga á mánuði tímabilið maí - ágúst, án stöðvunar og skerðingar daglegra aflaheimilda.
Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra hefur ákveðið að úthluta styrkjum til fimm verkefna á þessu ári en sjóðnum barst sex umsóknir innan tilskilins frests, sem var 31. janúar síðastliðinn. Til úthlutunar var 2,5 milljónir en alls var sótt um tæpar 8,5 milljónir.
Fréttavefurinn huni.is segir frá því að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra hefur sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem farið er fram á að ráðuneytið fjármagni tvö stöðugildi rannsóknarlögreglumanna í umdæminu.
Gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á Finnlandi og á Íslandi, nánartiltekið á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík, hefur tryggt sér um 21 milljarðs króna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt á Íslandi og á Norðurlöndunum. Þá var fyrirtækinu veitt heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 um sl. helgi á UT messunni sem haldin var í Hörpunni.
Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fékk um miðjan janúar að gjöf frá Fisk Seafood sérstaka íþróttamyndavél sem tekur upp og streymir frá leikjum í beinni útsendingu. Þessi gjöf er nú þegar farin að nýtast einkar vel því vélin var strax tekin í notkun og búið að sýna frá nokkrum leikjum. Nú geta allar ömmur og afar fylgst með í stofunni heima, frændur og frænkur erlendis frá eða foreldrar og aðrir forráðamenn sem komast ekki á alla leiki. Þá nýtist vélin einnig í þjálfun, en þjálfarar geta nú horft á upptökur af leikjum og greint tækifæri til bætinga.
Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.
Hjólreiðar eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti, bæði hvað varðar ferðalög til og frá vinnu en einnig í frístundum. Hjólaferðamennsku hefur einnig vaxið fiskur um hrygg undanfarið og þann 24. febrúar næstkomandi býður Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra upp á spennandi viðburð þar sem skoðaðir eru möguleikar í hjólaferðaþjónustu og hvernig hægt er að nýta hjólreiðar sem hluta af öflugri ferðaþjónustu, segir á heimasíðu Húnþings vestra.
Aðdáendasíða Kormáks, og væntanlega Hvatar líka, tilkynnir nú leikmannaráðningar nánast daglega eins og enginn sé morgundagurinn og ljóst að Húnvetningar er með metnað fyrir sumrinu hjá Kormáki/Hvöt.
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir fimmtudaginn 13. febrúar nk. Rocky Horror sem þarf nú sennilega ekki að kynna mikið fyrir fólki frekar en leikstjórann Eystein Ívar Guðbrandsson sem leikið hefur í uppsetingum Leikfélags Sauðárkóks frá unga aldri, en fyrir þá lesendur sem ekki þekkja Eystein þá er hann einn af sex systkinum í miðju hollinu, á tvær eldri systur, eina yngri og tvo yngri bræður. Hann er sonur Guðbrandar J. Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Matgæðingar vikunnar í tbl 30, 2024, voru Muggur og Lóa (Guðmundur Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir) en þau búa á Sólvöllum, Skagfirðingabraut 15, á Sauðárkróki. Mugg þekkja flestir á Króknum en hann hefur verið vallarstjóri á golfvellinum í rúm 20 ár en Lóa starfar sem grunnskólakennari í Árskóla.
Kennnarar héldu samstöðufundi á í það minnsta fjórum stöðum á landinu í gær, þar með talið á Sauðárkróki, þar sem þeir vildu setja þrýsting á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að samið verði við kennara. Um 70 kennarar mættu á Kirkjutorgið á Sauðárkróki og stóðu þétt saman.
Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.
Rauð viðvörun er í dag á Degi leikskólans og allt skólahald liggur niðri í Skagafirði. Leikskólinn minn er lokaður og hefur reyndar verið lítið um að börn hafi fengið að koma þangað síðustu daga vegna verkfalls. Vikurnar fyrir verkfall þurftum við líka að loka deildum og senda börn heim vegna manneklu. Þá þurftu kennarar og annað starfsfólk að hlaupa hraðar til að láta daginn ganga upp. Er það það sem við viljum? Náum við að vinna okkar faglega starf þannig? Náum við að horfa á þarfir hvers og eins og grípa þá sem þurfa meiri aðstoð? Nei, nei það getum við ekki og það er ekki það sem við viljum.
Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.
Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 er næstkomandi laugardagskvöld og þar flytur m.a. stúlka að nafni Nína lagið ECHO. Nína á ættir að rekja norður í Miðfjörð en hún er dóttir söngkonunnar Rúnu Gerðar Stefánsdóttur og þótti Feyki alveg gráupplagt að forvitnast aðeins um Rúnu og var hún því að sjálfsögðu plötuð í að svara Tón-lystinni.