Norðvesturúrvalið í 3. og 2. flokki (Tindastóll, Hvöt, Kormákur og Fram) spilaði síðustu leiki sína þetta sumarið nú um helgina. Fyrst mættu stelpurnar í 2. flokki sameinuðu liði Þórs/KA/Völsungs 2 í leik þar sem spilað var um sæti í A-deild og höfðu gestirnir betur, 3-5. Í dag spilaði síðan 3. flokkur gegn liði FH/ÍH en sá leikur endaði 0-6 og gestirnir tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Gísli Þór Ólafsson er maður margra lista. Hann er skáld, tónlistarmaður og hefur einnig leikið með Leikfélagi Sauðárkróks. Það var því ekki annað hægt en að plata hann í að svara Bók-haldinu. Gísli, sem er af árgangi 1979, er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og er í hjónabandi með Guðríði Helgu Tryggvadóttur en saman eiga þau einn strák.
Fótboltastelpurnar á Norðurlandi vestra hafa heldur betur sýnt takta í sumar. Nú á fimmtudagskvöldið spilaði 2. flokkur Tindastóls, Kormáks, Hvatar og Fram sinn síðasta leik í B-riðli Íslandsmótsins og var andstæðingurinn Haukar. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og fór svo að Norðvestur-úrvalið vann leikinn 2-4 og endaði efst í riðlinum, fékk 30 stig í 12 leikjum.Á morgun, laugardag, spila stelpurnar síðan við Þór/KA/Völsung 2 á Sauðárkróksvelli þar sem sætið í A-deild er í húfi.
UMF Fram á Skagaströnd hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá fyrir Be active íþróttavikuna, dagana 23.-30. september. Þau hvetja alla til að taka þátt og nokkuð ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
„Það eru fjögur lög á plötunni. Eitt coverlag og þrjú frumsamin lög (eitt á íslensku og tvö á ensku). Það er hægt að segja að þetta séu fullkomin haustlög þar sem þau eru öll frekar dramatísk og drungaleg,“ segir Ásdís Aþena um EP-plötu sína, sem hún kallar Break Apart, og bætir við: „Fullkomin fyrir skammdegisþunglyndið sem mun hrjá okkur öll eftir nokkrar vikur eða mánuði.“
Minningartónleikar um Skúla Einarsson, bónda og tónlistarmann, sem féll frá í nóvember 2021 eftir langar og stranga baráttu við krabbamein. Til að heiðra minningu hans verða haldnir minningartónleikar þanni 21.október 2023 í Félagsheimilinu á Hvammstanga sem byrja klukkan 20:00.
Á vef SSNV kemur fram að þau eru að leita að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnastjóra til að styrkja við framþróun í menningar-, atvinnu-,og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Þau leita að einstakling sem er tilbúinn til að vinna með þeim að eflingu svæðisins og taka þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu.
Inn á vef Húnabyggðar segir frá íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nú eruskólarnir komnir á full og alltaf eitthvað gaman í gangi. Margt áhugavert og skondið má finna á heimasíðum skólanna og á síðu Varmahlíðarskóla má lesa um að nemendur fengu það verkefni á dögunum að búa til listaverk úr því hráefni sem náttúran gefur af sér, t.d. með steinum, greinum, könglum, grasi og ýmsu fleiru.
Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Nýlega kom út diskur Sverris Bergmann, Fallið lauf, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hugljúf plata sem vel þess virði er að tékka á. Sverrir Bergmann Magnússon ólst upp í góðu yfirlæti í Drekahlíðinni á Sauðárkróki, fæddur árið 1980. Hann segist hafa byrjað að glamra eitthvað á píanó í tónlistarskólanum á Króknum en það hefði dugði skammt. Í seinni tíð hefur Sverrir rifið frekar í kassagítarinn og glamrað á hann.