Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Átti viku eftir úrslitakeppnina
Brynja Sif Harðardóttir er 27 ára Skagfirðingur sem býr með Hannesi Inga Mássyni og eiga þau saman tvo stráka þá Óliver Mána, næstum fimm ára, og Manúel Jóa, sem fæddist viku eftir úrslitakeppnina í vor. Brynja Sif er dóttir Harðar Knútssonar og Ragnheiðar Rúnarsdóttur. Hún er með BA gráðu í miðlun og almannatengslum og er líkt og hinar dömurnar í fæðingarorlofi þessa dagana.
-
Græni Salurinn í Bifröst í kvöld
Tónleikarnir Græni Salurinn fara fram laugardagskvöldið 27.desember og hefjast kl 19:30 en húsið verður opnað gestum kl 19:00. Níu hljómsveitir stíga á stokk, skagfieskt tónlistarfólk sem stefnir á að skemmta sér og gestum i Bifröst - og skapa Græna Sals fíling - eins og Sigurlaug Vordís sagði þegar Feykir spurðst fyrir um sjóið. -
BIFRÖST 100 ÁRA | Ægir bauð mömmu sinni á „hálfgerða“ hrollvekju
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson myndmenntakennari og fjöllistamaður hefur verið með annan fótinn í Bifröst í áratugi. „Tenging mín við Bifröst eru bíómyndirnar, leikritin og svo tónleikarnir. Í fyrstu sótti ég Bifröst vegna bíósins sem var reglulega kl.16 á sunnudögum,“ segir Ægir. -
Stjörnukokkurinn Kristinn Gísli með pop-up á SAUÐÁ 27. desember
Veitingastaðurinn SAUÐÁ á Sauðárkróki stendur fyrir Pop up-viðburði laugardaginn 27. desember þegar matreiðslumaðurinn Kristinn Gísli Jónsson snýr heim í fjörðinn og tekur yfir eldhúsið um kvöldið. Kristinn Gísli mun bjóða gestum upp á fjögurra rétta matseðil þar sem áhersla er lögð á hreint bragð, góð hráefni og nútímalega framsetningu. Kvöldið hefst á bleikju borinni fram með skyri, yuzu og vorlauk. Að því loknu er þorskur með vin jaune sósu, pimento d’espelette og lauk. -
Þakklát fyrir gott bakland
Bríet Guðmundsdóttir er í sambúð með Ísaki Óla Traustasyni sem er partur af þjálfarateyminu. Bríet er dóttir hjónanna Guðbjargar og Guðmundar, eða Guggu og Binna eins og þau eru oftast kölluð. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Bríet og Ísak eiga tvö börn þau Maron Helga, þriggja ára, og Ínu Björgu, sjö mánaða. Áður en hún fór í fæðingarorlof var hún að vinna sem stuðningsfulltrúi í Árskóla. Eftir stúdentspróf frá FNV fór hún í Hússtjórnarskólann í Reykjavík og eftir það lærði hún ljósmyndun í Tækniskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2020. „Ég hef gaman af því að taka myndir, alls konar útivist, gönguferðum, fjallgöngum, fara út að hlaupa og fara á skíði svo eitthvað sé nefnt. En svo þarf ég að fara að dusta rykið af handavinnunni, hún hefur setið á hakanum síðustu ár,“ segir Bríet.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
„Ég er ánægð að hafa upplifað ár sem var fullt af fallegum atburðum“ | KATRĪNA GEKA
Síðasti nýbúinn sem Feykir ræðir við um jólin og árið sem er að líða er Katrīna Geka. „Ég gegni mörgum hlutverkum í lífinu, þar á meðal móðir fallegs drengs, eiginkona yndislegs manns og sjálfstætt starfandi lífsstílsblaðamaður. Ég og fjölskylda mín búum nú á Sauðárkróki,“ segir Katrīna hún er gift David Geks körfuboltamanni með liði Tindastóls en hann varð einmitt íslenskur ríkisborgari á árinu. -
„Rödd þín er öflug, svo ekki gleyma henni“ | GRETA CLOUGH
Þá er komið að því að fræðast um jólin og árið hjá Gretu Clough en hún er bandarísk að upplagi en býr nú á Hvammstanga ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Líndal, og börnum þeirra. Greta er listrænn stjórnandi hjá Handbendi brúðuleikhúsi, leikhúslistamaður og brúðuleikari. Hún verður heima á Hvammstanga um jólin og fær góða gesti í heimsókn. -
Bifröst: Sæluhús æskunnar | Sölvi Sveinsson skrifar
Óhætt er að fullyrða að Bifröst var frá upphafi það sem nú er kallað ,,fjölnota hús". Ungmennafélagið Tindastóll stóð fyrir byggingu hússins sem hófst 1924 og það var tekið í notkun árið eftir. Pálmi Pétursson, K.G. og Sigurgeir Daníelsson, kaupmenn á Króknum, lögðu fram fé, en húsið var síðan reist í sjálfboðavinnu að mestu og mun Páll Jónsson trésmiður hafa stýrt verkinu. Kaupmenn-irnir gáfu síðan félaginu hlutaféð. -
G L E Ð I L E G J Ó L
Starfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, -
Það er almennt mikið keppnisskap í fjölskyldunni | INGVI HRANNAR
Einn af bestu sonum Skagafjarðar er Ingvi Hrannar Ómarsson, árgangur 1986, en hann flutti fyrir nokkru til Kaliforníu sem er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þar starfar hann við náms- og upplifunarhönnun (Instructional Designer) hjá tæknirisanum Apple í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Silicon Valley, Apple Park, en þar starfa um 12 þúsund manns. Eins og flest sem tengist Apple þá er hönnun vinnustaðarins einstök. Það hafði lengi staðið til hjá Feyki að taka púlsinn á Ingva Hrannari eftir flutninga til Bandaríkjanna og hér má lesa afraksturinn. -
„Fyrir mér snúast jólin um að vera nálægt fjölskyldunni“ | DAVID BERCEDO
Feykir heldur áfram að ræða við útlendinga sem lifa og starfa á Íslandi, forvitnast um jólahald þeirra, trúarbrögð og árið sem er að líða. Nú er það hann David Bercedo sem er frá Madrid á Spáni en starfar á Sauðárkróki sem verður fyrir svörum. Hann var í haust valinn besti leikmaður karlaliðs Tindastóls sem náði ágætum árangri í sumar. „Ég hef tvö störf núna sem bæði eru mér mjög mikilvæg og endurspegla mismunandi hliðar á því hver ég er,“ segir hann.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Makríllinn vannýttur | Sigurjón Þórðarson skrifar
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.Meira -
Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.Meira -
5 vaxtalækkanir á einu ári | Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Safnplatan með Presley fauk út í loftið eftir skólaball í Akraskóla / SVEINN ARNAR
Lesa meiraAð þessu sinni leitaði Tón-lystin fanga á nesinu Akra og fann þar mann ættaðan úr hreppnum Akra. Um er að ræða snillinginn Svein Arnar Sæmundsson, uppalinn á Syðstu-Grund í Blönduhlíð og afkvæmi Þorbjargar Eyhildar Gísladóttur og Sæmundar Sigurbjörnssonar. Hljóðfæri Sveins Arnars eru orgel og píanó auk mannsraddarinnar. Sveinn starfar sem organisti og kórstjóri við Akraneskirkju og ekki fyrir svo alls löngu hljóp hann í skarðið sem kórstjóri Heimismanna. Spurður um helstu tónlistarafrekin svarar Sveinn: -Ég á erfitt að meta það og lít ekki á neitt sem ég hef gert í tónlistinni sem einhver afrek. Læt tónlistina leiða mig áfram og ef vel er með farið þá gerist alltaf eitthvað gott. Og sem betur fer hefur margt jákvætt gerst á mínum tónlistarferli. Til dæmis var ég valinn bæjarlistamaður Akraness árið 2012. Það var dágóð viðurkenning sem ég fékk fyrir mitt framlag til menningarmála á Akranesi.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
rabb-a-babb 34: Sólrún Harðar
Lesa meiraNafn: Sólrún Harðardóttir.
Árgangur: 1964.
Fjölskylduhagir: Á einn karl og 10 hænur.
Starf / nám: Verkefnastjóri hjá Hólaskóla og námsefnishöfundur.
Bifreið: Toyota HiLux - glænýr.
Hestöfl: Nógu mörg.
Hvað er í deiglunni...
