Feykir – fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar
„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.
-
Ítrekuðu kröfu um byggðakvóta og takmörkun á dragnótaveiðum
Aðalfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar var haldinn 11. september síðastliðinn. Samþykktu fundarmenn tíu ályktanir og meðal annars var ítrekuð krafa um takmörkun á dragnótaveiðum á Skagafirði í samræmi við fyrra fyrirkomulag veiðanna, þ.e. að svæðinu innan línu úr Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða/Kögur í austri verði lokað fyrir veiðum með dragnót. Þá leggur Drangey áherslu á að byggðakvóta í Skagafirði verði einungis úthlutað dagróðrabáta sem eru minni en 30 brt. -
Staða slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra auglýst
Húnaþing vestra leitar á ný að drifandi leiðtoga í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra en nú er nánast slétt ár síðan Valur Freyr Halldórsson var ráðinn til eins árs í starfið. Hann hafði áður starfað hjá Slökkviliði Akureyrar í 21 ár. -
Sendiherra ESB heimsótti Byggðastofnun í morgun
Sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, heimsótti Byggðastofnun ásamt fylgdarliði í morgun en þau voru mætt á Krókinn til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Hópurinn er á ferðalagi um landið í tilefni þess að 30 ár eru síðan samningur um EES tók gildi og er að kynna samstarfsáætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs. -
Flugvöllurinn á Blönduósi kominn í notkun á ný
„Við erum rosalega ánægð með að viðgerðir á flugvellinum séu loksins orðnar að veruleika,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, við Feyki þegar hann var spurður hvort búið væri að taka flugvöllinn á Blönduósi í gagnið að nýju eftir lagfæringar og lagningu slitlags.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Dómi varðandi launagreiðslur til tónlistarkennara í Skagafirði áfrýjað til Landsréttar
Feykir greindi á dögunum frá því að sveitarfélagið Skagafjörður hafi í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum. Málið snérist um það hvort þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar ættu kröfu á sveitarfélagið vegna vangoldinna launa vegna aksturs á milli starfsstöðva skólans. Á fundi byggðarráðs í síðustu viku var það ákvörðun meirihlutans að um fordæmisgefandi mál væri að ræða og var því ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. -
Kynning á starfi Skagfirðingasveitar í kvöld
Björgunarsveitin Skagfirðingasveit stendur fyrir kynningu á starfi sínu kl. 18:30 í dag, þriðjudaginn 17. september, í húsnæði Skátafélagsins Eilífsbúa við Borgartún 2 á Sauðárkróki. Kynningin er opin öllum áhugasömum, hvort heldur sem er fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með sveitinni eða þá sem eingöngu vilja auka þekkingu sína á starfi björgunarsveita. -
Vilja Húnavallaleið aftur á dagskrá
Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um Húnavallaleið en flutningsmenn eru Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Ásmundur Friðriksson þingmaður sama flokks í Suðurkjördæmi. Í frétt Húnahornsins um málið segir að tillagan feli í sér að Alþingi álykti að fela innviðaráðherra að fá Vegagerðinni það hlutverk að uppfæra forsendur fyrir uppbyggingu Húnavallaleiðar og hefja samtal við Húnabyggð um hvort Húnavallaleið verði bætt við sem nýframkvæmd í samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038. -
Það mikilvægasta er eftir – að samþykkja peninga í verkefnið
Göng úr Fljótum og yfir í Siglufjörð hafa verið mikið í umræðunni, og þá sérstaklega frá því í sumar, enda vegurinn um Almenninga og að Strákagöngum löngu orðinn óboðlegur og beinlínis hættulegur. Flestir virðast telja að ekki verði lengur við unað og nú síðast bárust fréttir þess efnis að innviðaráðherra hefði ákveðið að setja 30 milljónir í rannsóknarvinnu vegna nýrra Fljótaganga og stefnt að því að framkvæmdir geti hafist árið 2026. Feykir spurði Einar E. Einarsson, forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar, hvort sveitarstjórnarfólk væri ánægt með viðbrögð ráðherra og þá væntanleg Fljótagöng. -
Æfingar hefjast hjá Skagfirska kammerkórnum.
Miðvikudaginn 11.september hóf Skagfirski kammerkórinn æfingar á ný eftir sumarfrí og heldur inn í sitt tuttugasta og fimmta starfsár. -
Hvaðan kemur verðbólgan? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar
„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.Meira -
Hvaðan kemur verðbólgan? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað.Meira -
Að lifa eins og blóm í eggi | Leiðari 34. tbl. Feykis
„Nei Óli, dreptu mig ekki!!!“ söng í einum starfsmanni Nýprents fyrir nokkrum dögum. „Jahérna, er hann þá svona!?“ gætu lesendur leiðara Feykis hugsað þegar þeir lesa þetta.Meira
SiggaSiggaSigga
-
Laugardagur 25. maí 2024
Nagaði göt á öryggisnetið á trampólíninu
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.
Feykir á Facebook
Hvað er að gerast
Sendu upplýsingar um viðburði á feykir@feykir.is
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 168: Rúnar Björn
Nafn: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson.
Búseta: Fossvogsdalur í Reykjavík.
Hvernig nemandi varstu? Mig langar að segja slæmur en ég vil frekar vísa því til skólakerfisins. Ég var uppfinningasamur, lífsglaður og hafði litla getu til að sitja kyrr og stunda páfagaukanám.
Hvernig slakarðu á? Horfi á þætti, bíómyndir, dúlla mér í tölvu, fikta í alskonar dóti eða ligg í sólbaði.
Hvernig er eggið best? Í pönnuköku.
Tón-Lystin
-
„Væri ofboðslega gaman að fara til Turin að sjá úrslitakvöld Eurovision“ / ALEXANDRA
Tón-lystin heimsækir nú stórsöngkonuna og Hofsósinginn Alexöndru Chernyshovu (1979) sem síðustu árin hefur búið í Reykjanesbæ. Alexandra, sem er fædd og uppalin í Kænugarði í Úkraínu, fluttist á Hofsós árið 2005 ásamt eiginmanni sínum, Jóni Hilmarssyni, skólastjóra og ljósmyndara, og börnum þeirra. Þar bjuggu þau í sjö ár og var Alexandra á þeim tíma stóreflis menningarsprauta inn í skagfirskt samfélag, stofnaði meðal annars söngskóla og setti upp óperusýningar og tónleika.