Feykir – fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Stólastúlkur með sigur í Síkinu
Lið Tindastóls spilaði fjórða leik sinn í 1. deild kvenna í körfubolta í gær þegar þær tóku á móti liði Hamars/Þórs Þ í fyrsta leik liðanna að lokinni langri kófpásu. Lið Tindastóls náði undirtökunum strax í byrjun þar sem mikill hraði og dugnaður einkenndi leik liðsins. Grunnurinn að sigri Stólastúlkna var lagður í fyrri hálfleik en lokatölurna voru 70–45.
-
Tindastólssigur í fyrsta fótboltaleik ársins
Það er ekki nóg með að körfuboltinn hafi farið í gang í vikunni því Pepsi Max lið Tindastóls (stelpurnar) í fótbolta spilaði í gærkvöldi sinn fyrsta leik á árinu. Leikið var í Boganum á Akureyri gegn b-liði Þórs/KA en þetta var opnunarleikur Kjarnafæðismótsins. Stólastúlkur gerðu tvö mörk um miðjan fyrri hálfleik og þrátt fyrir mýmög tækifæri tókst ekki að bæta við fleiri mörkum. -
Dreymir um heimsókn í sænsku Smálöndin og Ólátagarð
Ingibjörg Arnheiður Halldórsdóttir, eða Inga Heiða eins og hún er jafnan kölluð, er uppalin í Óslandshlíðinni í Skagafirði. Hún býr í Reykjavík og starfar einmitt við bókhald, þó í öðrum skilningi en við leggjum í það orð hér í þessum þætti. Inga Heiða er mikill bókaormur og reglulega birtir hún skemmtilega pistla á Facebooksíðu sinni sem hún kallar Bókahorn Ingibjargar. Þar segir hún vinum sínum, á hnittinn og skemmtilegan hátt, frá bókunum sem hún hefur verið að lesa og leggur mat á þær og vafalaust eru þeir margir sem sækja hugmyndir að lesefni til hennar. Inga Heiða sagði lesendum Feykis frá lestrarvenjum sínum í Bók-haldinu í síðasta blaði ársins 2019. -
Humarpizza og súkkulaðimús
Ásdís Adda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur voru matgæðingar vikunnar í 35 tbl. FEkis 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur, þeim Arnóri Frey og Ísari Val en þangað fluttu þau árið 2017 eftir níu ára búsetu í Danmörku við nám og störf. „Við ætlum að deila með ykkur uppskrift af humarpizzu sem er í algjöru uppáhaldi og fljótlegri og góðri súkkulaðimús í eftirrétt,“ sögðu þau. -
Alveg laus við sérvisku eða hjátrú - Íþróttagarpurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson
Í nóvember sl. var tilkynnt hverjir fengu þann heiður að vera valdir í landsliðshóp fyrir komandi verkefni hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Tveir Skagfirðingar eru í þeim hópi, Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson. Kapparnir tveir úr Skagafirðinum eru þrautreyndir á keppnisvellinum og hafa ósjaldan staðið á verðlaunapalli.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
FISK Seafood kaupir útgerð Daggar og 700 þorskígildistonn
Gengið hefur verið frá samningi um kaup FISK Seafood á útgerðarfélaginu Ölduósi ehf. á Höfn í Hornafirði og um leið á krókaaflamarksbáti félagsins, Dögg SU 118. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Aflaheimildir Daggar eru um 700 þorskígildistonn og eru heildarverðmæti viðskiptanna ríflega 1.8 milljarður króna. Dögg hefur til þessa verið gerð út frá Stöðvarfirði munu seljendur bátsins ljúka þessu fiskveiðiári með áhöfn sinni áður en afhending hins selda fer að fullu fram. -
Vilja að íbúar Norðurlands vestra búi við sambærilega þjónustu og íbúar annarra landshluta varðandi barneignarþjónustu
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. miðvikudag, 12. janúar, var lagður fram tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneyti þar sem kynnt er til samráðs skýrsla um barneignarþjónustu. Skýrslan var unnin af starfshópi sem heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur að bættri barneignaþjónustu með áherslu á að auka samþættingu milli meðgönguverndar, fæðingarhjálpar og þjónustu við konur í sængurlegu. -
Fínar aðstæður og opið til níu í kvöld í Tindastólnum
Skiðasvæði Tindastóls opnaði fyrir almenning á slaginu tvö miðvikudaginn 13. janúar eftir langa og stranga kófpásu. Óhætt er að fullyrða að marga hafa verið farið að klæja í skíðahanskana og beðið spenntir eftir skíðaleyfi. Núverandi reglugerð setur þó skíðafólki talsverðar takmarkanir en heimilt að opna skíðasvæðið með 25% afköstum eða aðeins 225 manns. -
„Við ætlum að sýna meira og betra núna“
Eins og fram hefur komið þá hefur loks verið gefið grænt ljós á íþróttaleiki eftir langa COVID-pásu. Feykir heyrði hljóðið í Árna Eggerti Harðarsyni, þjálfara kvennaliðs Tindastóls í körfubolta, en stelpurnar höfðu spilað þrjá leiki áður en íþróttamót voru sett á pásu í haust. Síðasti leikurinn fór fram 3. október og pásan því ríflega þriggja mánaða löng. -
Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd eignast nýja bíla
Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd festu á haustdögum kaup á nýjum bifreiðum og hafa þær verið teknar í notkun. Nýi slökkvibíllinn var keyptur frá Feuerwehrtechnik Berlin og er af gerðinni MAN TGM, árgerð 2020. Bíllinn er hinn glæsilegasti, með 3000 lítra vatnstanki og 300 lítra froðutanki ásamt því að vera búinn öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa. -
Baldur Þór ógeðslega ánægður með sigurinn á KR
Körfuboltakappar stigu loks dans í gær eftir rúmlega þriggja mánaða stopp og í Vesturbænum tóku KR-ingar á móti liði Tindastóls í miklum hasarleik. Það var líkast því að hraðspólað væri yfir pásuna því bæði lið settu í fluggírinn en varnarleikur var einhver eftirþanki sem menn uppgötvuðu í hálfleik. Þrátt fyrir að lið Tindastóls væri yfir lengstum þá kom upp gamalkunnugt skrölt á lokakaflanum en Stólarnir voru seigir og náðu í stigin tvö í blálokin. Lokatölur 101-104.
Mest skoðað
Pistlar
-
Alveg laus við sérvisku eða hjátrú - Íþróttagarpurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson
Í nóvember sl. var tilkynnt hverjir fengu þann heiður að vera valdir í landsliðshóp fyrir komandi verkefni hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Tveir Skagfirðingar eru í þeim hópi, Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson. Kapparnir tveir úr Skagafirðinum eru þrautreyndir á keppnisvellinum og hafa ósjaldan staðið á verðlaunapalli.Meira -
Torskilin bæjarnöfn - Ríp í Hegranesi
Telja má víst að bærinn dragi nafn af hamri, eða hárri klöpp, sem er skammt frá bænum, en „ripr“ þýðir í fornu máli brattan hamar, eða bjargsnös (sbr. Lexicon Poeticum, bls. 468). Bærinn stendur einnig á klöpp. Ekki er mjer kunnugt um, að orð þetta þekkist í öðrum staða- eða bæjanöfnum, að undanteknu konungssetrinu forna: Rípum á Jótlandi.Meira -
Smá ferðasaga mótorhjólaáhugamanns - Áskorandi Guðmundur Paul Scheel Jónsson Blönduósi
Það var fyrir tveimur árum að það skaut upp í huga mér að líklegast myndi alvöru mótorhjól henta mér betur en rafskutlan sem ég keypti ári áður. Rafskutlan er ekki gerð fyrir meiri þunga en 120 kg og mældist ég langt þar fyrir ofan og þar sem ég á ekki bíl og hef lítinn áhuga á slíku farartæki bættist þyngd innkaupa við yfirþyngdina sem hjólinu var ætlað að bera.Meira
Hr. Hundfúll
-
Miðvikudagur 21. október 2020
Fótbolti þrátt fyrir allt...
Herra Hundfúll missti næstum út úr sér snuðið þegar hann sá Guðna Bergs tilkynna landsmönnum að haldið yrði áfram að spila fótbolta ... af því bara. Þrátt fyrir að það sé kominn vetur. Þrátt fyrir að mörg lið hafi misst frá sér leikmenn út í heim. Þrátt fyrir að liðin á höfuðborgarsvæðinu megi ekki æfa. Þrátt fyrir að liðin hafi litla sem enga möguleika á að afla tekna. Þrátt fyrir að einhver lið verði kannski að flytja heimaleiki sína í önnur byggðarlög. Þrátt fyrir að leikmenn á landsbyggðinni séu í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að liðin þurfi að tefla fram gjörbreyttum liðum í nóvember. Þrátt fyrir áhugamennsku. Þrátt fyrir heimsfaraldur... – Já, fótbolti þrátt fyrir allt.
SiggaSiggaSigga
-
Laugardagur 17. október 2020
Listaverkið var 26 ár utan á húsnæði FISK Seafood!
Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Feykir á facebook
Uppskriftir frá lesendum
Það var lagið
Að þessu sinni mælir Feykir.is með
-
Fíll og köttur Gillons
Út er komin 2. smáskífa Gillons af væntanlegri plötu. Lagið nefnist Fíll og köttur og var það upprunalega samið fyrir 16 árum er höfundur dvaldi syðra við nám. Upptökustjórn er sem fyrr í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla úr Contalgen Funeral og er tekið upp í Stúdíó Benmen. Þar vinna þeir Fúsi og Gísli í 5. sólóplötu þess síðarnefnda og mun hún bera heitið Bláturnablús. Útgáfa er áætluð seinna á þessu ári.
Veðrið á NV
Hvað er að gerast
Sendu upplýsingar um viðburði á feykir@feykir.is
Rabb-a-babb
-
rabb-a-babb 51: Ægir Ásbjörns
Nafn: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Árgangur: 1963 .
Fjölskylduhagir: Kvæntur, Fimm börn, hundur og hamstur.
Starf / nám: Kennari/ Rafvirkjun, Myndlist og kennslufræði.
Bifreið: Hiundai Starex (Ég held að þetta sé skrifað svona...
Tón-Lystin
-
James Hetfield er guðinn / VALDIMAR GUNNLAUGS
Valdimar Gunnlaugsson er Tón-lystar maður Feykis að þessu sinni en hann býr Hvammstanga en ólst upp bæði í Húnaþingi Vestra og á Dalvík. Helsta hljóðfæri hans eru raddböndin og helstu tónlistarafrek eru þau að fá þann heiður að syngja í brúðkaupum og svo Pink Floyd show á Hvammstanga 2005 með algjörum meisturum. Ógleymanlegt, segir Valdimar. Hann er úr árgangi 1985 en uppáhalds tónlistartímabil spannar nokkur ár eða frá árinu 1900-2011.