Kylfingar taka fram kylfurnar með hækkandi sól. Hlíðarendavöllur heillar á Nöfunum. Þar er gott að vera í góðum félagsskap, njóta náttúrufegurðar, kyrrðar og góðrar íþróttar. Félagar í GSS eru þar á sælureit en gestir eru ávallt velkomnir.
Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt.
Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, starfsstéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin og sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Lið Íslands hefur undanfarna daga tekið þátt í Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Serbíu. Eftir nokkuð magurt gengi síðustu árin eftir kynslóðaskipti í liðinu voru menn nokkuð bjartsýnir á gengi liðsins þó árangurinn hafi í raun farið fram úr væntingum að þessu sinni...
Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Út er komin á vínyl 5. breiðskífa Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar), Bláturnablús. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen undir handleiðslu Sigfúsar Arnars Benediktssonar 2020-2021 og gefin út rafrænt þann 22. febrúar síðastliðinn.