Handverk

Verndari Vatnsdalshólanna

Dóra flutti í Vatnsdalshóla 2016 og opnaði Listakot Dóru 2018 en er búin að vinna við handverk og listir í yfir 30 ár. Fyrst á Hvammstanga og svo á Hvolsvelli en þaðan kom hún aftur heim. Ættin Dóru er búin að vera í Vatnsdalshólum í um það bil 147 ár. Hún sleit sínum barnsskóm í Vatnsdalshólum og segir það hafa verið frábært að koma heim aftur. Dóra er sveitastelpa og mikið náttúrubarn og henni finnst gaman að geta unnið að list sinni.
Meira

Gallerí Ós rekið af hugsjón

Blaðamaður Feykis rúntaði yfir fjallið og hitti Henný Rósu og Guðmund sem er fólkið á bak við Gallerí Ós á Blönduósi og spjallaði við þau um handverksmarkaðinn sem opnaði þar nú í sumar.
Meira

„Skemmtilegast finnst mér að setja saman mynstur og gera eins og mér hentar“

Una Aldís býr á Hólaveginum á Króknum, er gift Stefáni Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni. Tveir eru farnir suður í háskóla en sá yngsti enn heima. Una vinnur hjá KPMG, spilar blak með Krækjum og mætir eldsnemma í ræktina 550 með hinum morgunhönunum.
Meira

Elskar að prjóna heimferðarsett þegar von er á litlum krílum

Hulda, eins og hún er alltaf kölluð er hjúkrunarfræðingur og tanntæknir og býr á Sauðárkróki. Maki hennar er Ingimundur K. Guðjónsson tannlæknir og Hulda starfar á tannlæknastofunni með honum. Þau eiga saman fimm börn sem öll eru flutt úr hreiðrinu og tíu barnabörn.
Meira

Byrjaði aftur á fullu þegar ömmustrákurinn fæddist

Hulda Björg er fædd og uppalin á Króknum og býr í Barmahlíðinni. Hulda og Konni maðurinn hennar eiga fimm börn og eitt barnabarn. Hulda starfar sem starfsmannastjóri hjá FISK Seafood.
Meira

Nýir íbúar í Litla-Skógi

Þeir sem farið hafa um Litla-Skóg á Sauðárkróki undanfarið hafa kannski tekið eftir því að alls konar fígúrur hafa litið dagsins ljós þar. Maðurinn á bak við þær er Matěj Cieslar sem kemur frá austurfjöllum Tékklands. Matěj hefur búið á Íslandi í rúm sjö ár en síðustu tvö ár á Hjalteyri.
Meira

Fær hugmyndir og innblástur á netinu og hjá prjónavinkonum

Ólöf Ásta Jónsdóttir, eða Óla eins og hún er oftast kölluð, býr í Dalatúninu á Sauðárkróki með Helga Ragnarssyni, eiginmanni sínum. Óla starfar sem matráður hjá FISK Seafood.
Meira

„Ég prjóna aldrei meira en þegar mikið er í gangi í vinnu og einkalífi“

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er gift Pétri Helga Stefánssyni og búa þau í Skagafirði. Þau hjónin eru að flytja milli heimila þessa dagana en eru enn með lögheimili í Víðidal. Gréta Sjöfn starfar sem félagsmálastjóri í Skagafirði og ber einnig ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum og Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.
Meira

„Lítið annað að gera en að sinna hestum og prjóna“

Anna Freyja Vilhjálmsdóttir býr á Króknum með Jökli manninum sínum og börnunum, Svanbjörtu Hrund, Sæþóri Helga og Heiðbjörtu Sif. Anna Freyja vinnur í Skagfirðingabúð og sinnir fjölskyldunni milli þess sem hún prjónar.
Meira

„Saumaði tösku í grunnskóla og í minningunni gekk það nú hálf brösuglega“

Ragnheiður María Rögnvaldsdóttir býr á Sauðárkróki ásamt maka sínum, Sigmundi Birki og syni þeirra Lárusi Fannari. Þau eru svo heppin að dóttir þeirra, Kristín Lind býr rétt hjá þeim með kærastanum, Hauki Ingva og ömmusnúllunni, Kötlu Daðey. Ragnheiður María starfar sem forstöðumaður í Búsetukjarna og stundar nám í stjórnum í gegnum endurmenntun háskólans á Akureyri.
Meira