V-Húnavatnssýsla

Síðasti Feykir ársins 2025 kominn úr prentun

Þá er kominn út síðasti Feykir ársins 2025. Svokallað jólakveðjublað enda fullt af jólakveðjum og auglýsingum og sennilega hefur þetta síðasta blað fyrir jól aldrei verið stærra, heilar 36 síður. Að sjálfsögðu er blaðið stútfullt af áhugaverðum umfjöllunum og viðtölum. Blaðið fer í drefingu í dag en er þegar opið í rafrænni áskrift.
Meira

Það hlaut að koma að því

Eigum við að segja hlaut að koma að því? Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna norðaustan hríðar. Tíðarfarið í Desember hefur nú hingað til verið einstakt en komandi viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun 17.desember og rennur út snemma morguns 18. desember.
Meira

Kyrrð og ró í jólasnjó

Kyrrð og ró í jólasnjó er heiti á kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju sem haldin verður nk.fimmtudagskvöld 18.desember klukkan 20:30. Það er sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til stundarinnar þeir lofa rólegri stemningu með kertaljósum og ljúfum lögum. Dalla Þórðardóttir verður með hugvekju og aðgangur er ókeypis.
Meira

Skildu það vera skólajól...

Þeir sem eldri eru hugsa efalaust með hlýju, nú þegar jólin nálgast, til tíma síns í barnaskóla, rifja kannski upp litlu jólin dásamlegu, logandi kerti á borðum í kennslustofunum og pakkaskipti með tilheyrandi æsingi. Jólalögin hljóta að hafa verið sungin og krakkarnir uppáklædd. Það var alveg örugglega jólaball líka en kannski var það dagurinn þegar skólinn var skreyttur sem var ljúfastur? Kannski hugsa einhverjir um hvernig þetta sé í skólunum nútildags?
Meira

Hver er maður ársins á Norðurlandi vestra?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki semvar kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025.
Meira

Yfir fannhvíta jörð leggur frið

Hann tók allt í einu upp á því að fara að snjóa í gær hér á Norðurlandi vestra. Ekki reyndust það nú nein ósköp, það var alla jafna logn og snjórinn féll niður nánast í snefilmagni en jörð varð hvít og kannski eins og við viljum hafa hana á þessum árstíma. Vegir eru allir færir en engu að síður ýmist hálka eða snjóþekja á vegum. Verið er að moka Öxnadalsheiði en veður er víðast hvar skaplegt – ef ekki allsstaðar.
Meira

Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna

Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Meira

Kostur að niðurstaðan var afgerandi, segir Unnur Valborg

Líkt og Feykir sagði frá í gærkvöldi þá höfnuðu íbúar Húnaþings vestra og Dalabyggðar sameiningu í íbúakosningum sem lauk í gær. Niðurstöðurnar voru býsna afgerandi en í Húnaþingi vestra sögðu 73,8% nei. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra í gærkvöldi hvers vegna hún telji að íbúar hafi hafnað sameiningu.
Meira

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðild­ar­viðræður. Við för­um alltaf í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á und­an. Og það er mik­il mála­miðlun af okk­ar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Meira

Sameiningartillagan var felld

Síðustu rúmu tvær vikurnar hefur staðið yfir kosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra, Síðasti kjördagur var í dag og liggja niðurstöður fyrir. Sameiningu var hafnað í báðum sveitarfélögunum.
Meira