V-Húnavatnssýsla

Alor lýkur 100 milljón króna fjármögnun

Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.
Meira

Ályktun Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3

Stofnfundur Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 var haldinn þann 14. janúar. Samtökin eru samstarfsvettvangur landeigenda og ábúenda jarða í Húnaþingi þar sem aðalvalkostur Landsnets vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 liggur um.
Meira

Ásgeir í Hlíðarkaup var valinn Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra núna í lok árs og byrjun þess nýja og lauk kosningu að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Valið stóð á milli níu aðila og var hægt að kjósa á feykir.is. Alls voru það 1.261 sem tóku þátt og kusu. Með 34% atkvæða þá er það Ásgeir Einarsson á Sauðárkróki, eða Ásgeir í Hlíðarkaup eins og hann er jafnan nefndur, sem er Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra.
Meira

Nýsköpun & ný tengsl – Hringferð um landið

Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Hér á Norðurlandi vestra verður viðburður á Kaffi Krók á Sauðárkróki þann 22. janúar kl. 10:00-12:00 í samstarfi við SSNV.
Meira

Bóndinn játaði skýlaust sök fyrir dómi

Nautgripabóndi sem hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar fundu 29 dauða nautgripi í gripahúsi á bæ bóndans árið 2024. Stofnunin lét aflífa eða slátra 49 gripum til viðbótar vegna slæms ástands þeirra. Í frétt á Vísi.is segir að dómur yfir bóndanum hafi fallið í nóvember.
Meira

Vetrarveður og ófærð í Skagafirði en ekki bólaði á gulri veðurviðvörun

Það hefur verið leiðinlegt vetrarveður í Skagafirði síðasta sólarhringinn og þar er nú éljagangur eða skafrenningur víðast hvar. Ekki var gefin út gul veðurviðvörun, það Feykir best veit, fyrir Strandir og Norðurland vestra og það er nú örugglega eitthvað sem í það minnsta Skagfirðingar geta klórað sér í kollinum yfir í dag. Verið er að moka göturnar á Króknum en þar var erfið færð í morgun, rösk norðanátt og éljagangur og þrengri götur fullar af snjó þannig að reyndir ökuþórar sátu fastir.
Meira

Éljagangur og norðangaddur

Skyndilega skall hann á með vetrarveðri og má nánast segja að þetta sé í fyrsta sinn í vetur sem norðanátt og éljagangur herjar á íbúa á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir nokkur leiðindi í veðrinu þá er ekki gul veðurviðvörun fyrir svæðið líkt og gildir um stóran hluta landsins. Engu að síður er gert ráð fyrir allt að 15 m/sek að norðan í Skagafirði og éljum í dag en útlit er fyrir minni vind í Húnavatnssýslum.
Meira

Kosningu um Mann ársins á Norðurlandi vestra lýkur á sunnudagskvöldið

Við minnum á að valið á Manni ársins á Norðurlandi vestra 2025 stendur enn yfir en kosningu lýkur á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 12. janúar. Hægt er að kjósa á milli níu aðila; átta einstaklinga og einna hjóna. Þátttaka í kosningunni hefur verið með ágætum en enn er hægt að hafa áhrif.
Meira

Komu færandi hendi í prjónastund

Stjórnarkonur í Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga komu aldeilis færandi hendi í prjónastund hjá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra nú á þessum fallega miðvikudagsmorgni. Þær færðu félaginu að gjöf 300 þúsund krónur til búnaðarkaupa í nýju Samfélagsmiðstöðina.
Meira

Bjarkarkonur í Húnaþingi vestra styrkja björgunarsveitina

Á Þrettándanum fékk Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga góða heimsókn í Húnabúð en þá komu konur í Kvenfélaginu Björk færandi hendi og afhentu sveitinni 500 þúsund krónur sem eiga að fara í Fyrstuhjálparbúnað og annan björgunarbúnað í nýjasta bíl sveitarinnar Húna 1, en Húni 1 er Toyota Landcruiser 250 sem sveitin fékk nýlega afhenta.
Meira