Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.08.2025
kl. 09.47
SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að íbúar og fyrirtæki fái að taka þátt í að móta samskiptastefnuna og hafa áhrif á innihald hennar og útlit.
Meira