V-Húnavatnssýsla

Éljagangur og norðangaddur

Skyndilega skall hann á með vetrarveðri og má nánast segja að þetta sé í fyrsta sinn í vetur sem norðanátt og éljagangur herjar á íbúa á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir nokkur leiðindi í veðrinu þá er ekki gul veðurviðvörun fyrir svæðið líkt og gildir um stóran hluta landsins. Engu að síður er gert ráð fyrir allt að 15 m/sek að norðan í Skagafirði og éljum í dag en útlit er fyrir minni vind í Húnavatnssýslum.
Meira

Kosningu um Mann ársins á Norðurlandi vestra lýkur á sunnudagskvöldið

Við minnum á að valið á Manni ársins á Norðurlandi vestra 2025 stendur enn yfir en kosningu lýkur á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 12. janúar. Hægt er að kjósa á milli níu aðila; átta einstaklinga og einna hjóna. Þátttaka í kosningunni hefur verið með ágætum en enn er hægt að hafa áhrif.
Meira

Komu færandi hendi í prjónastund

Stjórnarkonur í Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga komu aldeilis færandi hendi í prjónastund hjá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra nú á þessum fallega miðvikudagsmorgni. Þær færðu félaginu að gjöf 300 þúsund krónur til búnaðarkaupa í nýju Samfélagsmiðstöðina.
Meira

Bjarkarkonur í Húnaþingi vestra styrkja björgunarsveitina

Á Þrettándanum fékk Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga góða heimsókn í Húnabúð en þá komu konur í Kvenfélaginu Björk færandi hendi og afhentu sveitinni 500 þúsund krónur sem eiga að fara í Fyrstuhjálparbúnað og annan björgunarbúnað í nýjasta bíl sveitarinnar Húna 1, en Húni 1 er Toyota Landcruiser 250 sem sveitin fékk nýlega afhenta.
Meira

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Frostið fór í 18,9°C á Sauðárkróksflugvelli

Það var fimbulkuldi í Skagafirði nú í nótt og rúðuskafan máske víða tekin til kostanna því bílrúður voru helhélaðar í morgunsárið – í það minnsta á eldri árgerðum sem bjóða ekki upp á sjálfvirka upphitun eða hvað þetta nú kallast. Í gærkvöldi mældist mest frost á landinu á veðurmæli á Sauðárkróksflugvelli en þar tikkaði mælir í mínus 18,9°C.
Meira

Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag

Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira

Hilmir Rafn Íþróttamaður USVH 2025

Mánudaginn 29 desember fór fram verðlaunaafhending á Íþróttamanni USVH árið 2025 í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem saman var komin fjöldi fólks. Íþróttamaður USVH árið 2025 var valinn Hilmir Rafn Mikaelsson. 
Meira

Það birtir til þegar líður á daginn

Veður mun alla jafna vera stillt á Norðurlandi vestra nú þegar morgunskíman bíður eftir að riðja janúarmyrkrinu í burtu. Það snjóaði á Króknum um klukkan átta í morgun og má reikna með éljabökkum á svæðinu framan af degi en gert er ráð fyrir að það létti til þegar líður á daginn, dregur jafnvel meira úr vindi og frostið magnast.
Meira