V-Húnavatnssýsla

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2025

Alls fengu 63 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra brautargengi samtals að upphæð 60 milljón kr. Á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar fengu 12 umsóknir styrk samtals upphæð 30 milljónir og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 51 umsókn að upphæð 30 milljónir kr. eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira

Ásta Ólöf með 21% atkvæða

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðulandi vestra núna í upphafi nýs árs og lauk kosningu á hádegi mánudaginn 13. Janúar sl. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á feykir.is eða senda inn atkvæði, og alls voru það rétt tæplega 1000 manns sem tóku þátt og kusu og að þessu sinni var mjótt á munum, ólíkt því sem var í fyrra þegar Karólína í Hvammshlíð fékk 47% atkvæða.
Meira

Ferðaþjónustufólk kemur saman | Aðalheiður Jóhannsdóttir skrifar

Meira

Holtavörðuheiðin opin á ný eftir lokun vegna vatnavaxta

Töluvert vatnsveður og ekki hvað síst hlýindi hafa haft áhrif á færð nú síðasta sólarhringinn. Þannig má merkja á umferðarkorti Vegagerðarinnar að loka þurfti Holtavörðuheiðinni í nótt þar sem ræsi stíflaðist og bjarga þurfti ferðalöngum eftir að bílar þeirra fóru á kaf við Kattarhrygg. Þá er Vatnsnesvegur að vestanverðu ófær þar sem mikið efni hefur runnið úr veginum. Aðrir vegir eru nú færir og var Holtavörðuheiði opnuð fyrir umferð rétt í þessu.
Meira

Húsin í bænum - Styrkveiting úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra

Húnaþing vestra hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til verkefnisins Húsin í bænum. Þetta kemur fram á vef Húnaþings.Verkefnið gengur út á að setja upp allt að 10 upplýsingaskilti um sögu valinna húsa í elsta hluta Hvammstanga.
Meira

Sú gula mætir á morgun, 15. janúar

Á morgun, milli kl. 16:00 og 22:00, mætir sú gula, öllum til mikillar gleði eða hitt og. Vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði stormur með vindstrengjum eða sunnan og suðvestan 15-25 m/s og vindhviður geta náð yfir 35 m/s við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira

Heildarorkukostnaður á Blönduósi og Skagaströnd hæstur á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út árlegan kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila miðað við gjaldskrár 1. september 2024. Alls eru 92 byggðakjarnar í greiningunni, þar á meðal Hvammstangi, Blönduós og Skagaströnd, og ná tölur fyrir þá aftur til ársins 2014. Samhliða skýrslunni kemur út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á Íslandskorti, skoða raforku- og húshitunarkostnað sér og bæta við útreikningi fyrir varmadælu fyrir staði með beina rafhitun, segir á huni.is.
Meira

Saltfiskur og skötuselur | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 39, 2023, var Jón Ingi Sigurðsson sem er tæknistjóri hjá FISK Seafood ehf. Konan hans er Elísabet Hrönn Pálmadóttir sem er fyrrverandi forstöðumaður Dagdvalar aldraðra á Sauðárkróki. Jón kemur frá Vestmannaeyjum en Elísabet er frá Holti á Ásum A-Hún. Jón og Elísabet eiga þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. „Ég ætla að bjóða uppá tvo fiskrétti þar sem hægt er að nota sömu sósu og meðlæti með,“ segir Jón. 
Meira

Júdódeild Tindastóls 30 ára í fyrra

Karl Lúðvíksson byrjaði að kenna júdó í Varmahlíð 1985 og árið 1994 stofnaði hann Júdódeild innan Tindastóls og fagnaði því deildin 30 ára afmæli sínu í fyrra. Í byrjun fékk deildin mikla hjálp frá Akureyringum og þá helst frá Jóni Óðinn Óðinssyni. Fyrsta húsnæðið sem var leigt undir starfið var hin svokallaða „Hreyfing“ frá Eddu íþróttakennara.
Meira

Aflatölur sl. fimm vikur

Það gerist nokkrum sinnum á ári að það skapast lúxusvandamál hjá Feyki þegar of mikið efni er til til að setja í blaðið. Það átti t.d. við í fyrsta tbl. ársins og fengu þá aflafréttirnar að fjúka burt úr blaðinu og eru því tölur vikunnar síðan 8. desember 2024 eða sl. fimm vikur.
Meira