V-Húnavatnssýsla

Varað við holum í vegum

Vegagerðin vekur athygli á því að nú er sá tími ársins samhliða tíðarfari sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að þegar þíða komi í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar séu aukist hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.
Meira

Hvað er ÚTÓN? Hvað er STEF?

Föstudaginn 1. mars munu STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri í menningarhúsinu Hofi. Fjallað verður um starfsemi þessara fyrirtækja, hverskonar verkefni eru í gangi yfir árið og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir tónlistarfólk.
Meira

Enn meira af Rabbi og Tón-lyst

Síðustu vikuna hefur verið dritað inn á Feykir.is Rabb-a-babbi og Tón-lyst frá síðasta ári sem ku hafa verið númer 2018 í röðinni frá fæðingu Jesú Krists. Vonandi gleður það einhverja lesendur að geta kíkt ofan í kjölinn á nokkrum sérvöldum Norðvestlendingum.
Meira

Félagsvist á Hofsósi á morgun

Þau leiðu mistök urðu við gerð Sjónhornsins, auglýsingabæklings Nýprents, að ein smáauglýsing gleymdist um félagsvist á Hofsósi en spilað verður á morgun fimmtudag.
Meira

Úthlutun úr Fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar

Sveitarfélög sem tóku þátt í forvali Fjarskiptasjóðs vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt hafa fengið tilboð um samtals 450 milljón króna styrki vegna ársins 2019, ásamt vilyrði um frekari styrki vegna áranna 2020 og 2021 eftir atvikum, með fyrirvara um fjárlög. Fjórtán sveitarfélög eiga nú jafnframt kost á sérstökum byggðastyrk, samtals 150 milljónum króna og fá Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður tíu milljónir hvort í sinn hlut.
Meira

Húsnæðismálin stærsti þröskuldurinn

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur óskað eftir samstarfi vð Skagaströnd við lausn á húsnæðismálum fyrir hóp flóttafólks sem væntanlegur er til Blönduóss innan tíðar en ákveðið hefur verið að 50 sýrlenskir flóttamenn komi til Blönduóss og í Húnaþing vestra um mánaðamótin apríl-maí.
Meira

Vilja að sveitarfélagið yfirtaki allan hlut í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra í síðustu viku var fjallað um eignarhald á Félagsheimilinu á Hvammstanga og framtíð þess. Í bókun fundarins kemur fram að undanfarnar vikur hafi verið unnið að því í samstarfi við lögfræðing og endurskoðanda sveitarfélagsins að það yfirtaki stjórn félagsheimilisins í samræmi við stefnu meirihluta sveitarstjórnar.
Meira

Ratsjáin á Norðurlandi vestra farin af stað

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var sett af stað með formlegum hætti á Blönduósi þann 12. febrúar sl. Að þessu sinni taka fulltrúar frá sex fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra þátt í verkefninu.
Meira

Víða skafrenningur og hálka

Víða er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Norðurlandi og segir á vef Vegagerðarinnar að þæfingur sé utan Hofsóss og milli Akureyrar og Dalvíkur. Ófært er um Almenninga á Siglufjarðarvegi og um Dalsmynni. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu en staðan verður tekin í birtingu. Veginum um Víkurskarð hefur verið lokað vegna veðurs.
Meira

Norðlenska mótaröðin í hestaíþróttum farin af stað

Fyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni í hestaíþróttum var haldið sl. laugardag, 16. febrúar, í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt var í fjórgangi, V5 í barna og 3. flokki og V3 í unglinga, ungmenna, 1. og 2. flokki. Næsta mót verður haldið á Sauðárkróki í Svaðastaðahöllinni 2. mars nk. Hægt er að sjá allar einkunnir úr forkeppni og úrslitum inni á appinu LH Kappi.
Meira