V-Húnavatnssýsla

Fella brott 1090 reglugerðir í landbúnaði og sjávarútvegi

Íslenskt regluverk verður að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt segja þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra sem í dag kynntu aðgerðaráætlun um einföldun regluverks. Kristján Þór hefur fellt brott 1090 reglugerðir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.
Meira

Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri VG

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var á Grand hóteli um helgina var kjörin ný stjórn flokksins. Alls barst 21 framboð í stjórn en hún er skipuð ellefu aðalmönnum og fjórum varamönnum. Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, var á meðal frambjóðenda í gjaldkerastöðuna og hlaut kosningu. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ sagði Rúnar í framboðstilkynningu sinni. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Svf. Skagafjarðar situr í varastjórn.
Meira

Að sjá eitthvað fullskapað er ótrúlega skemmtilegt

Hrútafjarðarkonan Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, eða Haddý á Hvalshöfða, sagði lesendum Feykis frá handavinnuferli sínum í 15. tbl. Feykis árið 2018. Haddý segist ekki hafa verið áhugasöm um handavinnu í barnæsku og dáist að þrautseigju handavinnukennarans sem hún hafði á grunnskólaárunum. Nú er öldin önnur og nú þykir henni afskaplega notalegt að grípa í prjónana að loknu dagsverki.
Meira

Gúllassúpa með focaccia brauði

Sólborg Indíana Guðjónsdóttir var matgæðingur Feykis í 40. tbl. 2017: „Ég ólst upp í firðinum fagra og á mikla tengingu þangað. Í dag eyði ég nær öllum mínum frítíma þar. Matur hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og hef alltaf borðað vel. Bestu stundir lifsins eru líklega tengdar mat af einhverju leyti. Margar sögur eru til af mér í eldhúsinu og standa tvær líklega upp úr. Önnur fjallar um það þegar ég sauð upp af kartöflunum og brenndi þær. Hin er þegar ég bauð systur minni, sem er kokkur, í mat og hafði pakkapasta,“ segir skagfirski matgæðingurinn Sólborg Indíana. Hún gefur okkur uppskrift af gúllassúpu sem hún segir að hafi verið elduð oft á hennar heimili við ýmis tilefni. „Hún er einföld og bragðgóð. Ég fékk uppskriftina í upphafi af Eldhússögum. Ég hef ég lika oft Focaccia brauð með, sem einfalt í bakstri,“ segir Sólborg.
Meira

Við erum tungan - Áskorandapenninn - Jón Freyr Gíslason Staðarbakka Miðfirði

„Er þetta bodyguardinn þinn?“ - „Haa! hvað er það?“ - „Æjj þú veist...bodyguard.“ Þetta samtal ungra bræðra sem ég heyrði um daginn fékk mig til að velta vöngum. Velta vöngum yfir því hvaða framtíð bíður móðurmáls okkar, tungumálsins sem Íslendingar hafa verið ötulir við að nota í aldanna rás, ef orð á borð við lífvörður komst ekki inn í orðaforða níu ára drengs árið 2019 þegar enska orðið fór beint inn.
Meira

Vatnsnesvegur kominn á samgönguáætlun

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í morgun endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Í frétt á vef RÚV segir ráðherra að ávinningur af samgönguáætluninni sé aukið öryggi, stytting vegalengda og efling atvinnusvæða. Endurskoðuð samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 er nú komin í samráðsgátt og gerir ráðherra ráð fyrir að hún verði lögð fram á þingi um miðjan nóvember.
Meira

Leikskólar í Húnavatnssýslum og Strandabyggð héldu sameiginlegan starfsdag

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð var haldinn í Húnavallaskóla föstudaginn 11. október. Starfsdagurinn markar upphaf að þróunarverkefni skólanna „Færni til framtíðar“. Í upphafi verkefnisins er áhersla lögð á að kynna hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir starfsfólki skólanna og hvernig hægt sé að nýta hana bæði í starfi og einkalífi. Markmiðið er að starfsfólk öðlist aukna færni í að vinna með mannlega hegðun og hafa áhrif á börn og nærumhverfi.
Meira

Viðtalstímar Markaðsstofu Norðurlands

Starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands ætla að vera á ferð og flugi um Norðurland í október og nóvember og bjóða áhugasömum til viðtals um verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, s.s. DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða annað sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna.
Meira

Á íslensku má alltaf finna svar!

„Á íslensku má alltaf finna svar,“ las frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands í gærmorgun inn á tölvuforrit sem safnar röddum Íslendinga til að nota í samskiptum við snjalltæki framtíðarinnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lásu svo hinar þrjár línurnar úr kvæði Þórarins Eldjárn um íslenskuna. Þannig lána þau sínar raddir til máltæknilausna sem nú eru í smíðum.
Meira

Íbúðaverð hækkar mest á landsbyggðinni

Umsvif byggingageirans minnkuðu lítillega í maí og júní sé miðað við veltu en á fyrstu mánuðum ársins hafði þegar tekið að hægja á vexti hans. Samdrátturinn er svipaður og í öðrum atvinnugreinum, en sögulega hafa sveiflur í byggingariðnaði oft verið meiri. Eins hefur dregið úr innflutningi á byggingarhráefnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Meira