V-Húnavatnssýsla

Kosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefjast í dag

Kjörfundur vegna íbúakosningar í Húnaþingi vestra og Dalabyggð um sameiningu sveitarfélaganna hefst í dag og stendur til 13. desember næstkomandi. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Í Húnaþingi vestra verður kosið á skrifstofu sveitarfélagsins á Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga og í Dalabyggð verður kosið á Miðbraut 11 í Búðardal.
Meira

Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? | Björn Snæbjörnsson skrifar

Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina.
Meira

Karólína sendir frá sér Hvammshlíðardagatal og nýstárlega reikniskífu

„Á þessu ári er það tvennt sem við Baugur, Úlfur, Vinur, Maggi, Tígull, Prins, Krummi, Máni og Garpur mælum sérstaklega með - reyndar líka Kappi, Ljúfur, Gústa, Lína og öll hin, því þau finnast öll þar í myndrænu formi!“ Þetta skrifar Karólína Elísabetardóttir lífskúnstner í Hvammshlíð á Facebook-síðu sína í tilefni af árlegri útgáfu Hvammshlíðardagatalsins og að auki útgáfu á nýstárlegri reikniskífu.
Meira

Frækinn sigur íslenska landsliðsins á Ítalíu

Íslenska landsliðið í körfubolta gerði góða ferð til Tortona á Ítalíu í gær þar sem strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimamenn 76-81. Um var að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2027. Tveir leikmenn Tindastóls voru í landsliðshópnum, þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson, en þeir komu ekki við sögu að þessu sinni.
Meira

Langt var róið og þungur sjór

Út var að koma bókin Langt var róið og þungur sjór: líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra. Hún er gefin út í tilefni af 80 ára afmæli Njarðar, sem var 4. apríl síðastliðinn og fjallar um 24 hákarlaskip á 19. öld og tvö þorskveiðiskip, sem flest voru smíðuð og gerð út í Fljótum í Skagafirði, en sviðið nær þó að hluta einnig að austanverðum Eyjafirði, og vestar, að Skagaströnd. Höfundur er Sigurður Ægisson.
Meira

Heldur hvessir fram að helgi

Það er gert ráð fyrir stilltu veðri í dag á Norðurlandi vestra, hita um eða rétt undir frostmarki og vindur frá 1-4 m/sek. Á morgun, fimmtudag, hvessir talsvert af norðaustan á landinu en síst þó hér Norðanlands. Talsverður norðanstrekkingur verður á svæðinu á föstudag en dregur úr þegar líður á daginn. Um helgina er spáð rólegu veðri en allt að 15 stiga frosti á laugardaginn og því vissara að fara að grafa upp þær síðu.
Meira

Kjarninn og hismið – sameiningartillaga Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs og atvinnulífs.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Þjónustustefna Húnaþings vestra samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 18. nóvember var samþykkt þjónustustefna sveitarfélagsins. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að stefnan er sett á grunni sveitarstjórnarlaga en árið 2021 var lögfest ákvæði í þeim þar sem sveitarstjórn er gert að móta stefnu um þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum.
Meira

Tvö alvarleg umferðarslys urðu á stundarfjórðungi í Húnavatnssýslum

Feykir greindi fyrr í kvöld frá því að þriggja bíla árekstur hefði orðið á Þverárfjallsvegi um kaffileytið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra varð slysið við Blöndubakka á Skagastrandarvegi og var tilkynnt um það kl. 16:06. Aðeins 14 mínútum síðar var tilkynnt um annað alvarlegt bílslys en það varð við Hvammstanga.
Meira