V-Húnavatnssýsla

Útgáfu brautskráningarskírteina HÍ í tilteknum heilbrigðisgreinum flýtt

Háskóli Íslands hefur fallist á ósk heilbrigðisráðuneytisins um að flýta útgáfu brautskráningarskírteina þeirra nemenda í læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði sem útskrifast í vor. Þetta er gert svo unnt sé að afgreiða starfsleyfi þessara stétta sem fyrst.
Meira

Norðanátt hlýtur 20 millj. króna styrk

Nýverið var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli SSNV, SSNE, Eims og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um Norðanátt, verkefni sem styður við nýsköpun með áherslu á loftlagsmál og hringrásarhagkerfið. Um er að ræða stuðning í gegnum Sóknaráætlanir landshlutanna.
Meira

Sjaldséðir fuglar á Norðurlandi :: Bleshæna og hvítur hrossagaukur

Fágætir og sjaldséðir fuglar á Íslandi hafa prýtt forsíðu Feykis síðustu tveggja blaða en þar voru á ferðinni bleshæna við Blönduós, sem Höskuldur Birkir Erlingsson náði að mynda, og hvítur hrossagaukur sem Elvar Már Jóhannsson fangaði á mynd við Hofsós.
Meira

B og D listi í Húnaþingi vestra undirrita málefnasamning _ Uppfært

Í gær var skrifað undir málefnasamning um meirihlutasamstarf milli B lista Framsóknar og annarra framfarasinna og D lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþing vestra.
Meira

Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð

Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt.
Meira

Gísli Gunnars fékk flestar tilnefningar til vígslubiskups á Hólum

Í gær lauk ferli tilnefningar til vígslubiskups í Hólaumdæmi sem hafði staðið yfir í fimm daga líkt og reglur gera ráð fyrir en sem kunnugt er lætur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir af störfum 1. september nk. Sr. Gísli í Glaumbæ fékk flestar tilnefningar eða 20 alls.
Meira

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, starfsstéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin og sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Meira

Prjónagleðin framundan

Kæru prjónarar, ferðaþjónustuaðilar og hugmyndaríku íbúar á Norðurlandi vestra. Helgina 10. - 12. júní nk. stendur fyrir dyrum viðburður á Blönduósi, haldinn af Textílmiðstöð Íslands sem heitir Prjónagleði. Prjónagleðin er hátíð sem hefur ansi áhugaverðan og litríkan markhóp og má kannski kalla hana uppskeruhátíð prjónanördanna.
Meira

Uppbygging teyma heilbrigðisstarfsfólks

Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn Bjarna Jónssonar frá 5. apríl síðastliðnum um skort á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni.
Meira

Hilmar Rafn fékk að spreyta sig í lokaleik Venezia

Mbl.is segir frá því að Hilm­ir Rafn Mika­els­son, 18 ára guttinn frá Hvammstanga, hafi í gærkvöldi fengið tæki­færi með liði Venezia í lokaum­ferð ít­ölsku A-deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu. Feykir sagði frá því í ágúst síðastliðnum að Hilm­ir Rafn hafi gengið til liðs við Venezia frá Fjölni í Grafar­vogi eft­ir að hafa spilað með Fjölni í Lengjudeildinni sumarið 2021.
Meira