Éljagangur og norðangaddur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2026
kl. 10.37
Skyndilega skall hann á með vetrarveðri og má nánast segja að þetta sé í fyrsta sinn í vetur sem norðanátt og éljagangur herjar á íbúa á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir nokkur leiðindi í veðrinu þá er ekki gul veðurviðvörun fyrir svæðið líkt og gildir um stóran hluta landsins. Engu að síður er gert ráð fyrir allt að 15 m/sek að norðan í Skagafirði og éljum í dag en útlit er fyrir minni vind í Húnavatnssýslum.
Meira
