V-Húnavatnssýsla

Tveimur styrkjum úthlutað úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur lokið úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Sjóðurinn var auglýstur til umsóknar nýverið og rann umsóknarfrestur út 10. janúar. Tvær umsóknir bárust að þessu sinni, þar sem sótt var um samtals þrjár milljónir króna, en til úthlutunar voru 2,5 milljónir króna.
Meira

Höfundur Ósmanns heimsækir Sauðárkrók

Fimmtudaginn 29. janúar kl. 17:30 verður Joachim B. Schmidt gestur bókasafnsins á Sauðárkróki, þar sem hann mun lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni Ósmann. Bókin fjallar um Jón Ósmann, ferjumanninn sem  flutti menn og skepnur yfir eitt hættulegasta fljót landsins, Héraðsvötn um áratuga skeið og má segja að hann hafi orðið að þjóðsagnakenndum karakter í Skagafirði.
Meira

Útburður á Feyki og Sjónhorni fer fram á morgun, fimmtudag

Því miður urðu þau leiðu mistök að Feykir og Sjónhorn bárust ekki á Krókinn í morgun og því ekki hægt að bera út blöðin í dag. Útburður verður því á morgun, fimmtudaginn 29. jan., en fyrir lesþyrsta einstaklinga þá eru bæði blöðin komin á netið og hægt að nálgast hér í fréttinni.
Meira

Nýjar loftmyndir af Norðurlandi vestra komnar í kortasjá

Nýjar loftmyndir voru teknar á Norðurlandi vestra síðastliðið sumar. Þær hafa nú verið birtar á kortasjám sveitarfélaganna sem hægt er að nálgast frá heimasíðu þeirra. Í kortasjánum er einnig hægt að finna upplýsingar um ýmsa þjónustu og afþreyingu eins og sundlaugar, örnefnaskrá og tjaldsvæði svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Heather Pinkham með tónleika í Hólaneskirkju

Á morgun, miðvikudaginn 28. janúar klukkan 17-18, verða haldnir píanótónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Flytjandi er Heather Pinkham, tónskáld og píanóleikari, sem dvelur um þessar mundir sem einn af listamönnunum í listamiðstöðinni Nesi.
Meira

Ógleymanleg martröð sýnd aftur

Það er ekki á hverjum degi sem það er heimsfrumsýning á leikverki í Miðgarði, allavega ekki á verki sem er samið af nemendum í 10. bekk. En það var gert á dögunum þegar nemendur 8.- 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla sýndu verkið Ógleymanleg martröð, þar var ekki á ferðinni einhver smásýning, heldur rétt tæplega tveggja tíma sýning sem sýnd var fyrir fullum sal.
Meira

Viðburðavarpið hefur fengið frábær viðbrögð

„Þetta er hlaðvarp sem ég er búinn að vera með á teikniborðinu nokkuð lengi, ég byrjaði að taka viðtöl sem áttu að fara inn í þetta árið 2022 en þau enduðu á dagskrá Rásar 2 í þáttum sem hétu Útihátíð. Ég ákvað síðan í haust að ýta þessu aftur af stað og fékk minn góða vin og kollega í Háskóla Íslands, Jakob Frímann Þorsteinsson, til að vera með mér í að koma þessu í gang,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem kennir Viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum, þegar Feykir spurði hann út nýtt hlaðvarp, Viðburðavarpið.
Meira

Undirskriftapenninn kominn í fulla notkun hjá Húnvetningum

Feykir hafði nýverið samband við Aðdáendasíðu Kormáks og Hvatar, sem allt veit um ástand mála í herbúðum knattspyrnuliðs Húnvetninga, og hóf leik á að spyrja hvort lið Kormáks/Hvatar væri að spila einhverja æfingaleik í byrjun árs. „Húnvetningar eru á fullu við að undirbúa tímabilið, en æfingaleikir á þessum árstíma hafa aldrei verið mikið fyrir okkur. Sól Kormáks Hvatar rís í maí og allt fram að því er aukaatriði,“ var svarið.
Meira

Byggðaleiðin: Ákvörðun sem mótar framtíðina | Anna Sigga, Guðrún og Valgerður Freyja skrifa

Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Meira

Vel heppnað þorrablót Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra hélt sitt árlega þorrablót í Félagsheimilinu Hvammstanga í gær og þar var að sjálfsögðu allt upp á tíu. Nærri 120 manns komu þar saman og skemmtu sér konunglega.
Meira