V-Húnavatnssýsla

Markviss með byssusýningu á Blönduósi

Afmælissýning Skotfélagsins Markviss verður haldið næsta laugardag 20. Október í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verður dregið fram í dagsljósið það helsta úr eigu félagsmanna og segir í tilkynningu að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi, herrifflar, skammbyssur, veiðibyssur, keppnisbyssur, byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni o.fl. Byssusýning er í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.
Meira

Hvað varð um Helgu? - Út í nóttina

Komin er út bókin Út í nóttina eftir Sigurð H. Pétursson. Út í nóttina er spennusaga, 156 bls. sem gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi. Höfundur er dýralæknir og hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 og útgefandi er Bókaútgáfan Merkjalæk sem er staðsett í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Það sem JFK kenndi mér – Áskorendapenni Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Fræg eru orð Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta við embættistöku hans í janúar 1961: „Þess vegna, landar mínir, spyrjið ekki, hvað landið ykkar geti gert fyrir ykkur, – spyrjið, hvað þið getið gert fyrir landið ykkar." Þessi orð JFK koma oft upp í huga minn við hin ýmsu tækifæri. Þau má nefnilega heimfæra upp á svo margt. Hvað get ég gefið í samskiptum við fjölskyldu og vini, vinnufélaga, sveitunga? Hvað get ég gefið í félagsskap hverskonar? Hvað get ég gert fyrir samfélagið mitt? Og áfram mætti halda. Það er jú sælla að gefa en þiggja segir einhversstaðar í frægri bók.
Meira

Forkynning deiliskipulagstillögu fyrir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir á Vatnsnesi

Selasetur Íslands hefur látið vinna deiliskipulagstillögu fyrir nýjan sela- og náttúruskoðunarstað á Flatnefsstöðum og er skipulagssvæðið um 90 ha að flatarmáli. Skipulagsgögnin samanstanda af tveimur skipulagsuppdráttum og greinargerð frá Landslagi ehf. ásamt fornleifaskýrslu.
Meira

Segja ástand Vatnsnesvegar jaðri við barnaverndarmál

Fundur íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp í Húnaþingi vestra, var haldinn 10. október 2018 að Hótel Hvítserk í Vesturhópi. Tildrög fundarins var afleitt ástand á vegi 711 og mættu íbúar frá flestum bæjum við veginn og þess má geta að margt var af ungu fólki sem býr á svæðinu. Miklar umræður urðu á fundinum og eru helstu niðurstöður þessar:
Meira

Vöðvasullur í sauðfé

Vöðvasullur hefur greinst í fé frá nokkrum bæjum við heilbrigðiseftirlit á sláturhúsum. Þessi sullur er ekki hættulegur fólki en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti. Um er að ræða blöðrur í vöðvum sem innihalda lirfustig bandorms sem lifir í hundum. Brýnt er fyrir hundaeigendum að láta ormahreinsa hunda sína.
Meira

Sláturbasar til styrktar starfi Krabbameinsfélagins

Sláturbasar Krabbameinsfélags Hvammstangalæknishéraðs verður haldinn á morgun, þann 13. október. Basarinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst hann klukkan 13:00.
Meira

Selur dagatöl til að fjármagna dráttarvélakaup

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fer upp í dráttarvélarkaup.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra

Föstudaginn 5. október sl. var haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra haldið í Húnavallaskóla. Þingið sóttu 110 starfsmenn leikskólanna og var boðið upp á fyrirlestra og málstofur. Aðalfyrirlestur dagsins var „Hvernig sköpum við sterka liðsheild“ og voru það þau Anna Steinsen og Jón Halldórsson frá KVAN sem fluttu hann.
Meira

Háskólinn á Hólum með brautskráningu að hausti

Föstudaginn 5, október sl. hlutu tíu manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum, af þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.
Meira