V-Húnavatnssýsla

Vegaframkvæmdir ársins á Norðurlandi vestra

Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má finna kort sem sýnir helstu vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar árið 2025. Þar má sjá að Vegagerðin hefur verið með þrenn verkefni á Norðurlandi vestra í sumar og þau hafa öll verið vestan Skaga. Þó hefur Feykir fengið upplýsingar um að verktaki sé væntanlegur í Hjaltadalinn í dag og framkvæmdir við Hólaveg því að hefjast.
Meira

Sverrir Hrafn lofar geggjuðum leik

Í gærkvöldi birti Feykir létt spjall við Sigurð Pétur varafyrirliða Kormáks/Hvatar til að hita upp fyrir stórleikinn á Króknum á föstudaginn. Nú er komið að Sverri Hrafni Friðrikssyni fyrirliða Tindastóls að svara sömu spurningum. Já og leikurinn sem allt snýst um er semsagt undanúrslitin í Fótbolti. net bikarnum og gulrótin tvöföld; montrétturinn á Norðurlandi vestra og úrslitaleikur á Laugardalsvelli síðustu helgina í september.
Meira

Varað við hálku á fjallvegum norðanlands

Bíll fór út af og valt í morgun á Öxnadalsheiði en þar er nú flughált. Ökumaðurinn var samkvæmt upplýsingum einn í bílnum og hlaut ekki alvarleg meiðsl. Það er haustbragur á veðrinu þessa dagana enda komið fram yfir miðjan september svo það kemur ekki á óvart. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að nú í morgun er varað við hálku á fjallvegum.
Meira

„Ef leikurinn tapast verður veturinn þungur og erfiður“

Það er leikur á föstudaginn. Neinei, ekki körfuboltaleikur. Það er sjaldgæfur undanúrslitaleikur og alvöru grannaslagur í Fótbolti.net bikarnum. Ef þessi leikur væri frímerki þá væru allir safnararnir óðir og uppvægir í að komast yfir hann. Við erum að tala um aðra innbyrðisviðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar í sögunni. Slagurinn um montréttinn á Norðurlandi vestra. Feykir tók púlsinn á varafyrirliða Kormáks/Hvatar, Sigurði Pétri Stefánssyni, og spurði meðal annars hvað hann gæti sagt okkur fallegt um lið Tindastóls...
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2026. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Meira

Miðasalan hafin á Jólin heima

Nú fyrir stundu hófst miðasalan á jólatónleikana Jólin heima hér hjá okkur á  feykir.is. Í fyrra seldist upp svo nú er um að gera að tryggja sér miða og missa ekki af þessari tónlistarveislu. 
Meira

Dvalarleyfin eru ekki vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson

Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Meira

Íbúum gefst færi á að setja sitt mark á vinnuna

Feykir sagði frá því um helgina að sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefðu ákveðið að kosningar um sameiningu sveitarfélaganna muni fara fram dagana 29. nóvember til 13. desember 2025. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra hvort þetta þýddi að öll vandamálin varðandi sameiningu væru leyst og hægt væri að leyfa fólki að kíkja í pakkann.
Meira

Opið samráð um drög að þjónustustefnu

Nú stendur yfir vinna við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra. Á vef sveitarfélagsins segir að í skjalinu skuli koma fram stefna sveitarstjórnar fyrir komandi ár og þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.
Meira

Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Meira