V-Húnavatnssýsla

Námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í september

Dagana 10.-12. september nk. fer fram námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Akrahrepp. Námskeiðið mun fara fram í samræmi við þær sóttvarnarreglur sem verða í september. Kennari á námskeiðinu verður sem fyrr, Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf.
Meira

Hljóðfærið mitt - Skarphéðinn H. Einarsson

Skarphéðinn H. Einarsson á Blönduósi ætlar að segja okkur frá uppáhalds hljóðfærinu sínu í Hljóðfærið mitt að þessu sinni. Skarphéðinn hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífi Austur-Húnvetninga í mörg ár, starfaði lengi sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er í dag kórstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðar.
Meira

MÍ öldunga í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðárkróki

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram á íþróttavellinum á Sauðárkróki dagana 14.-15. ágúst. Það verður því gaman að sjá gamla og efnilega hlaupara og stökkvara alls staðar af landinu, etja kappi á Króknum.
Meira

Afhending styrkja úr Húnasjóði árið 2021

Þann 26. júlí sl. fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði, en sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir frá Ægissíðu á Vatnsnesi til að minnast Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði árið 1913. Þeim hjónum var mikið í mun að Vestur-Húnvetningar hefðu tækifæri til að mennta sig. Hjónin gáfu einnig kr. 10.000 til Háskóla Íslands árið 1960 vegna herbergis í fyrirhuguðum nýjum stúdentagarði. Herbergið skyldi nefnast Ægissíða og stúdent úr Vestur-Húnavatnssýslu skyldi hafa forgangsrétt til búsetu í herberginu.
Meira

Verum stór

Ég tel að svona fjölmenn mót og fyrirferðarmikil séu gífurlega mikilvæg fyrir minni samfélög eins og okkar. Ég segi minni samfélög, en auðvitað meina ég það ekkert. Við eigum ekki að horfa á okkur sem lítil, við erum stór, alla vega ekki minni en aðrir. Norðurland vestra hefur alla burði til að halda mót og viðburði af sömu stærðargráðu og önnur byggðarlög, og með sama standard, takk.
Meira

Unnið að lagfæringum á Hamarsrétt

Eitt sérstæðasta réttarstæði landsins er án vafa Hamarsrétt á vestanverðu Vatnsnesi, nokkurra kílómetra holóttan spöl norður af Hvammstanga. Þegar blaðamaður Feykis renndi fyrir Vatnsnesið nú um helgina mátti sjá að lagfæringar stóðu yfir á réttinni sem staðsett er í fjörukambinum.
Meira

Öðru ári Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki lokið

Öðru ári í Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki er nú lokið. Kennt var vikuna 7-11. júní. Nemendur sem sóttu skólann voru 13 og hafa lokið 8. bekk grunnskóla. Verkefnið var unnið í samstarfi vinnuskóla Sauðárkróks, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í sjávarútvegi og eða tengdum greinum.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

"Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Úthlutanir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra

Úthlutað hefur verið úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra en fjórar umsóknir í sjóðinn bárust.
Meira