V-Húnavatnssýsla

Þrjú smit til viðbótar á Króknum

Greint er frá því á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að þrír hafi greinst jákvæðir með covid-19 smit í gær á Sauðárkróki og hafa því alls 14 aðilar greinst frá því fyrir helgi. Þrettán eru í einangrun á Króknum en einn tekur einangrunina út utan svæðisins.
Meira

Arnar HU 1 landaði rúmum 532 tonnum

Í síðustu viku voru það hvorki meira né minna en 45 bátar sem voru á veiðum á Norðurlandi vestra og er greinilegt að strandveiðarnar eru byrjaðar.
Meira

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Ákvörðunin er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.
Meira

142 metra löng snekkja í Skagafirði

Þeir sem litu yfir fjörðinn fagra í morgunsárið í dag urðu ekki fyrir vonbrigðum því inn fjörðinn sigldi ein stærsta snekkja heims. Það er viðskipta­jöf­urinn And­rey Melnit­sén­kó sem er eigandi skútunnar og er Melnit­sén­kó sagður vera, sam­kvæmt viðskipta­rit­inu For­bes, 95. rík­asti maður heims og í sjö­unda sæti yfir auðug­ustu Rúss­ana.
Meira

Tveir til viðbótar greindust með Covid á Sauðárkróki

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu kemur fram að tvö ný Covit-19 smit hafi greinst á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þar með er fjöldi smitaðra í bænum kominn upp í ellefu.
Meira

Valgarður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september í haust var samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöldi. Áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á aukakjördæmaþingi þann 27. mars sl. en uppstillinganefnd sá um að stilla upp á listann frá fjórða sæti. Á listanum má finna fjóra aðila á Norðurlandi vestra sá efsti, Gunnar Rúnar Kristjánsson í Austur-Húnavatnssýslu, í 6. sæti.
Meira

Níundi einstaklingurinn greindist með Covid á Króknum

Einn bættist í hóp Covid-19 smitaðra á síðasta sólarhring á Sauðárkróki og 52 fleiri sitja í sóttkví í Skagafirði þar af fóru 48 manns í sóttkví á Króknum. Nú sæta níu manns einangrun á Króknum og 314 manns sóttkví en 70 annars staðar í Skagafirði. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búast megi við því að eitthvað gæti átt eftir að bætast við í sóttkví næstu daga.
Meira

Jónína Björg Magnúsdóttir í framboði fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Góðan daginn Norðlendingar og gleðilegt sumar. Ég heiti Jónína Björg Magnúsdóttir, 55 ára og er í 2. sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi til Alþingiskosninga sem fara fram 25. sept. 2021. Mig langar til að kynna sjálfa mig í kjördæminu og fyrir hvaða skoðanir og lífsgildi ég stend en fyrst ber að kynna hverra manna ég er.
Meira

Þjóðvegir á hálendinu - Morgunfundur Vegagerðarinnar

Vegagerðin stendur fyrir málþingi um þjóðvegi á hálendinu í beinu streymi í dag frá klukkan 9.00 til 12.30. Eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgönguáætlun 2020-2034 er að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hún stígi nú sín fyrstu skref í þessa átt en vill fyrst af öllu heyra skoðun ólíkra hópa á málefninu. Hvernig þeir sjái fyrir sér vegi á hálendinu, hvar þeir eigi að vera, hvernig og hverjum þeir skuli þjóna.
Meira

Bændur gerðir útverðir þjóðarinnar og styrktir til landgræðslu, skjólbelta- og skógræktar

Flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur opnað heimasíðu, x-o.is, en þar er hægt að finna ítarlega stefnuskrá flokksins í 66 liðum auk tveggja glærukynninga með Landbúnaðarstefnu og Sjávarútvegsstefnu flokksins.
Meira