V-Húnavatnssýsla

Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025

Starfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Gamlársdagur er á morgun og það má reikna með að margur hugsi sér gott til glóðarinnar og fíri upp flugeldum af miklum móð. Björgunarsveitirnar eru með sölu á slíkum varningi víðast hvar á þéttbýlisstöðum – ef ekki hreinlega öllum. Engir eru snjóskaflarnir til að stinga flugeldunum í áður en þeim er skotið á loft en það er jákvætt að útlit er fyrir skaplegt veður annað kvöld.
Meira

Hver verður Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki sem var kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025. Feykir óskaði eftir tilnefningum og rökstuðningi og hér má sjá þau sem tilnefnd hafa verið:
Meira

Ákveðið að peningar frá Héraðsnefnd Strandasýslu renni í Riis-húsið

Húnaþing vestra hefur ákveðið að verja þeim fjármunum sem sveitarfélagið fékk við slit Héraðsnefndar Strandasýslu til endurbyggingar Riis-hússins á Borðeyri. Í frétt á Húnahorninu segir að Héraðsnefnd Strandasýslu hafi nýverið verið slitið en Húnaþing vestra varð aðili að nefndinni við sameiningu sveitarfélagsins við Bæjarhrepp. Við slitin var bankainnistæðum nefndarinnar skipt á milli þeirra sveitarfélaga sem áttu aðild að henni.
Meira

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 | Björn Snæbjörnsson skrifar

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira

„Rödd þín er öflug, svo ekki gleyma henni“ | GRETA CLOUGH

Þá er komið að því að fræðast um jólin og árið hjá Gretu Clough en hún er bandarísk að upplagi en býr nú á Hvammstanga ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Líndal, og börnum þeirra. Greta er listrænn stjórnandi hjá Handbendi brúðuleikhúsi, leikhúslistamaður og brúðuleikari. Hún verður heima á Hvammstanga um jólin og fær góða gesti í heimsókn.
Meira

G L E Ð I L E G J Ó L

Starfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,
Meira

Litrík veðurkort næstu daga

Veðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.
Meira

Jólaböllin árlegu

Við höldum okkur við jólahefðirnar og nú eru það jólaböllin sem mörgum finnst ómissandi partur af jólum og verður heldur betur hægt að skella sér á jólaball um þessi jólin og sennilega eiga einhverjir sitt uppáhalds ómissandi jólaball.
Meira

Blása til aukatónleika

Miðasala á Áramótatónleika Heimismanna þann 28. des. næstkomandi hefur gengið vonum framar og nú um helgina var komin upp sú staða að það var orðið uppselt á tónleikana.
Meira