V-Húnavatnssýsla

„Hópurinn sem er til staðar er flottur“

Á dögunum var Svanberg Óskarsson kynntur til sögunnar sem arftaki Donna þjálfara með kvennalið Tindastóls sem spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Æfingar eru að sjálfsögðu hafnar og styttist í fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þar sem ungir og lítt reyndir leikmenn fá gjarnan að skína í fjarveru erlendra leikmanna. Svanberg er aðeins 27 ára gamall og að mörgu leyti óþekkt stærð í íslenska þjálfaraheiminum. Feykir plataði hann í stutt viðtal.
Meira

Hilmir Rafn norskur meistari með liði Víkings

Aðdáendasíða Kormáks sperrti stél með stolti í gær og óskaði Hilmi Rafni Mikaelssyni til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu en hann spilar nú með liði Víkings frá Stavangrii sem urðu semsagt meistarar um helgina. Eftir því sem tölfræðingar AK segja þá er Hilmir fyrsti landsmeistarinn úr grasrótarstarfi Húnaþings og full ástæða til að fagna því.
Meira

Samráðsfundur í Miðgarði fyrir ferðaþjónustuaðila

Markaðsstofa Norðurlands og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða til samráðsfundar í Félagsheimilinu Miðgarði (efri sal) miðvikudaginn 3. desember næstkomandi. „Öll brennum við fyrir því markmiði að sjá ferðafólk fara sem víðast um landið allt árið um kring. Stór púsl í þeirri vegferð eru bein flug frá lykilmörkuðum beint inn á Norðurland,“ segir í fundarboðinu.
Meira

Enn er hálka og varast þarf snarpar vindhviður

Það eru gular veðurviðvaranir sunnanlands nú í morgun en ekkert slíkt er í kortunum norðanlands. Það hefur engu að síður hvesst nokkuð duglega þar sem norðaustanáttin nær sér á strik og þannig þótti ekki óhætt að senda skólarútuna af stað í Blönduhlíðina í austanverðum Skagafirði í morgun. Þar var flughált og miklir vindstrengir af og til.
Meira

Open Rivers Programme býður styrki til að fjarlægja úreltar hindranir í ám

Open Rivers Programme, alþjóðlegur styrktarsjóður sem starfar frá Hollandi, hvetur opinbera aðila á Íslandi til að sækja um styrki til verkefna sem miða að því að fjarlægja úreltar, manngerðar hindranir úr ám. Talið er að yfir milljón slíkra hindrana séu í ám Evrópu og um 150.000 þeirra þjóni ekki lengur neinum tilgang
Meira

Hinn dularfulli sjúkdómur Akureyrarveikin

„Vegna þessa nafns, Akureyrarveikin, gæti ég trúað að margir álíti að þessi veiki hafi einungis verið á Akureyri. Því fer þó víðs fjarri. Veikin var vissulega hvað skæðust á Akureyri en hún barst þaðan víða um land, þar á meðal í Skagafjörð og Húnaþing þar sem veikindin voru víða mjög alvarleg,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókar um Akureyrarveikina, dularfullan sjúkdóm sem enn þann dag í dag hefur ekki tekist að finna út hvað nákvæmlega var.
Meira

„Fæ oft góðar hugmyndir þegar ég er andvaka“

Jóhanna Kristín Jósefsdóttir býr á Hvammstanga með manni sínum og eiga þau tvö uppkomin börn og sex barnabörn. Jóhanna Kristín er sjúkraliði og kláraði einnig nám í öldrunarsjúkraliðanum áður en hann fór á háskólastig. Jóhanna hefur unnið við umönnunarstörf í heil 48 ár.
Meira

Farsældarráð Norðurlands vestra stofnað í gær

Í gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að með stofnun farsældarráðsins hefjist formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.
Meira

Aðventan og JólaFeykir framundan | Leiðari 45. tölublaðs Feykis

Árið hefur flogið hjá á ógnarhraða og nú þegar 45. tölublað Feykis kemur út eru rétt tæpar fjórar vikur til jóla. Nú er það auðvitað þannig að margir þurfa að keyra sig í jólagírinn löngu áður en aðventan hefst eins og t.d. kaupmenn og verslunarfólk. Þannig er það líka á Feyki.
Meira

Kosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefjast í dag

Kjörfundur vegna íbúakosningar í Húnaþingi vestra og Dalabyggð um sameiningu sveitarfélaganna hefst í dag og stendur til 13. desember næstkomandi. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Í Húnaþingi vestra verður kosið á skrifstofu sveitarfélagsins á Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga og í Dalabyggð verður kosið á Miðbraut 11 í Búðardal.
Meira