V-Húnavatnssýsla

SVONA ERU JÓLIN….

Sigurlaug Vordís og Sigfús Benediktsson á Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í Feyki fyrir réttum tveimur árum síðan. Þau gáfu lesendum Feykis innsýn í dásamlegar jólahefðir með uppskriftum af hreindýrapaté, sem er „agalega góður foréttur,“ „öndinni góðu“ í aðalrétt og myntuís í eftirrétt.
Meira

Þvaran sleip í höndum Þvörusleikis

Þvörusleikir kom í nótt og gaf börnum smotterí í skóinn. Hann varð hins vegar alveg ruglaður þegar hann mætti Geir Ólafs þar sem hann söng lag á færeysku og kallaði jólasveininn jólamavinn. Lagið heitir Jólamavurinn tjemur í kveld og var m.a. sungið í þætti Jóns Kristins Snæhólm „Í Kallfæri“ á sjónvarpsstöðinni ÍNN fyrir áratug.
Meira

Kortavefsjá SSNV

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að SSNV og Hvítárós ehf. hafa gert með sér þjónustusamning um uppfærslur og viðhald á gagnagrunni sem fyrirtækið hefur sett upp fyrir landshlutasamtökin. Er gagnagrunnurinn aðgengilegur á heimasíðu samtakanna undir flipanum Kortavefsjá SSNV og inniheldur hann upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem verða þarna aðgengilegar á einum stað. Tilgangur gagnagrunnsins er meðal annars að veita innviðaupplýsingar um svæðið sem nýtast væntanlegum fjárfestum.
Meira

Nemendur vinna við útfærslu á skólalóð

Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Í morgun tóku allir nemendur skólans þátt í hópavinnu þar sem þeim gafst tækifæri til að teikna og hanna sínar eigin hugmyndir um það hvernig skólalóðin skuli vera búin að loknum breytingum. Á heimasíðu skólans segir að nemendur hafi tekið virkan þátt í vinnunni og sett fram margar áhugaverðar hugmyndir. Þær verða svo sendar til Teiknistofu Norðurlands þar sem þær verða teknar saman og nýttar við útfærslu og hönnunarvinnu við viðbyggiungu og skólalóð.
Meira

Er Stúfur og Pönnusleikir sami jólasveinninn?

Nú var það Stúfur sem setti í skóinn í nótt og hefur efalaust kætt marga krakka. Þá ætlum við að fá Eirík Fjalar til að syngja lagið Nýtt Jólalag.
Meira

Velferðarsjóði Húnaþings vestra færð vegleg gjöf

Velferðarsjóði Húnaþings vestra barst í gær vegleg gjöf þegar Ólöf Ólafsdóttir í Tannstaðabakka færði sjóðnum peningagjöf að upphæð 504.000 krónur. Þetta er annað árið í röð sem Ólöf lætur töluverða fjármuni af hendi rakna til sjóðsins en peningarnir eru andvirði bútasaumsteppa sem Ólöf hefur unnið og selt, m.a. á jólamarkaði í Félagsheimilinu á Hvammstanga í byrjun desember.
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði SSNV

Stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum þann 4. desember sl. tillögu frá matsnefnd smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Smávirkjanaverkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra á árinu 2018 og er framhaldsverkefni áhersluverkefnis frá árinu 2017 en þá var gerð var úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum. Alls bárust 17 umsóknir en tvær þeirra uppfylltu ekki skilyrði sem sett eru í reglum sjóðsins að því er segir á vef SSNV.
Meira

Fyrsta REKO afhending á Norðurlandi þann 20. desember

Það eru ýmsar leiðir færar fyrir framleiðendur að koma vörum sínum á framfæri þó svo að um lítið magn sé að ræða. Bændamarkaðir hafa verið vinsælir og á Facebook má finna hópa undir merkinu REKO þar sem viðskipti geta farið fram. Fyrstu afhendingarnar á Norðurlandi verða þann 20. og 21. desember á Blönduósi 20. desember við Húnabúð kl: 12-13, Sauðárkróki 20. desember hjá N1 kl: 16-17 og á Akureyri 21. desember hjá Jötunvélum kl: 12-13.
Meira

Giljagaur mættur

Af því að Giljagaur mætti til byggða í nótt fáum við Ruth Reginalds til að syngja hér hið stórgóða laga Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Það er sígilt og kemur manni alltaf í jólaskap. Hinrik Bjarnason gerði textann við lag T Connor.
Meira

Foreldrar á Vatnsnesi óska eftir heimakennslu barna sinna

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra sem haldinn var þann 10. desember sl. var lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra varðandi beiðni foreldra barna á Þorgrímsstöðum og í Saurbæ á Vatnsnesi um greiðslu vegna heimakennslu barnanna.
Meira