V-Húnavatnssýsla

Gæsaveiðar í Húnaþingi vestra

Á vef Húnaþings vestra er að finna tilkynningu um fyrirkomulag gæsaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra haustið 2018 en það er með eftirfarandi hætti:
Meira

Misritað veffang í Sjónhorni

Misritun varð í auglýsingu frá Biopol sem birtist í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Veffangið hjá Vörusmiðjunni sem þar er gefið upp á með réttu að vera vorusmidja.is. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mánudaginn 20. ágúst, kl. 17:00-18:00 mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um þjóðgarð á miðhálendinu kynna störf sín og svara spurningum áhugasamra um verkefnið. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Hvammstanga og eru allir velkomnir.
Meira

Samið um útflutning á 30 þúsund heyrúllum af Mið-Norðurlandi

Nú síðustu vikur hafa heykaup Norðmanna af íslenskum bændum verið talsvert í umræðunni í kjölfar mikilla þurrka í Skandinavíu. Lengi vel leit út fyrir að regluverkið gerði útflutninginn ansi flókinn en á heimasíðu Matvælastofnunar segir að eftir nánari athugun hafa lögfræðingar Mattilsynet í Noregi komist að þeirri niðurstöðu að útflutningur á heyi frá Íslandi falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Meira

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á sunnudaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
Meira

Heimsmeistarakeppnin gefur nokkrar krónur í kassann

Það vita flestir að það eru miklir peningar í heimsfótboltanum þó svo að pyngjurnar séu kannski ekki þungar hjá fótboltaklúbbunum hér á Fróni. Íslensku landsliðin í knattspyrnu hafa náð mögnuðum árangri síðustu árin og þátttaka karlalandsliðsin á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar skilar talsverðum tekjum til KSÍ sem hyggst skipta 200 milljónum króna á milli aðildarfélaga sinna.
Meira

Landbúnaðarráðherra boðar til funda með sauðfjárbændum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til funda með sauðfjárbændum á nokkrum stöðum á landinu næstu daga. Með honum í för verða þau Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins og Haraldur Benediktsson, formaður Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.
Meira

Sannfærandi sigur á Kórdrengjum á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar, sigraði Kórdrengi með sannfærandi hætti, 3-0, á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Kórdrengir stórhættulegir en heimamenn stóðu í þeim.
Meira

Miðfjarðará í fjórða sæti

Enn er veiðin fremur treg í húnvetnskum laxveiðám miðað við aflatölur síðustu ára. Á lista Landssambands veiðfélaga frá því um miðja síðustu viku yfir 75 aflahæstu árnar má sjá að Miðfjarðará er í fjórða sætinu yfir landið með 1.707 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 2.173 laxar. Blanda er nú í tíunda sæti en þar hafa veiðst 832 laxar en þeir voru 1.219 fyrir ári síðan.
Meira

Hvatt til nýsköpunar í sveitum

Í ágústmánuði munu Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa fyrir fundaherferð sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, verður aðalfyrirlesari fundanna en á þeim flytur hann erindi sem ber yfirskriftina Leiðin til sigurs. Þar fjallar Guðmundur um árangursríka markmiðasetningu og hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri. Einnig fjallar hann um uppbyggingu liðsheildar, samskipti og innleiðingu breytinga.
Meira