Lee Ann nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.02.2021
kl. 09.40
Lee Ann Maginnis er nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra en í það embætti var hún kosin á fundi nefndarinnar í gær. Lee Ann er búsett á Blönduósi, fædd árið 1985 og menntuð sem lögfræðingur og kennari. Hún starfar í dag sem umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Meira