V-Húnavatnssýsla

Samningur undirritaður um styrk til tækniaðstöðu á Hvammstanga

SSNV og Húnaþing vestra hafa undirritað samning vegna styrks til uppsetningar á tæknimiðstöð í anda FabLab smiðju í samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu á Hvammstanga að upphæð 10.500.000 kr. Fram kemur í frétt á síðu SSNV að verkefnið snýst um að koma upp nýsköpunar-, viðgerða- og þróunaraðstöðu fyrir íbúa á svæðinu, sem og aðstöðu fyrir félagsstarf.
Meira

Valið vekur furðu vestan Þverárfjalls

Heimasíða RÚV flytur fréttir en þar mátti í morgun sjá athyglisverða og skemmtilega úttekt á fótboltavöllum landsins. Þar eru nefndir til sögunnar fótboltavellirnir á Sauðárkróki og á Hofsósi þó svo að þeir ágætu vellir hafi ekki komist í hóp tíu flottustu valla landsins. Blönduósvöllur og Sjávarborgarvöllur á Hvammstanga voru ekki nefndir á nafn í úttektinni og því leitaði Feykir viðbragða hjá Aðdáendasíðu Kormáks og þar stóð ekki á svörum en umsjónarmaður furðar sig á valinu.
Meira

Atli Þór fullkomnar hóp Kormáks/Hvatar

Síðasti dagur félagaskipta í efri deildum Íslandsmótanna í knattspyrnu var nú á miðvikudaginn. Þá bætti lið Kormáks/Hvatar við sig einum leikmanni því Atli Þór Sindrason var síðasta liðsstyrking hópsins fyrir mót.
Meira

Vinnustofa um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga

SSNV stóð fyrir vinnustofu í félagsheimilinu á Hvammstanga nú í vikunni um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga í samtarfi við KPMG. Vinnustofan var sérstaklega fyrir Húnavatnssýslur. Góð þátttaka var á vinnustofunni og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Meira

Gleðilegt sumar

„Það er komið sumar...“ sungu Mannakorn um árið og það á við í dag. Í það minnsta er sumardagurinn fyrsti í dag og þó það sé kannski ekki sami stemmari fyrir þessum degi á þessari öld og var á þeirri síðustu þá fylgir deginum oftar en ekki bjartsýni og ylur í hjarta – já, eiginlega sama hvernig viðrar.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Í Húnaþingi vestra hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1957 og í ár verður engin breyting á því þegar félag eldri borgara í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00.
Meira

Sóldísir í Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur lokatónleika söngársins í Gránu á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 24.apríl, svo nú er síðasti séns að hlusta á kórinn flytja lög Magnúsar Eiríkssonar.
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Meira

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins

Í aðdraganda Sæluviku þegar vorið fer að koma halda kórar gjarnan tónleika og deila með áheyrendum uppskeru vetrarstarfsins. Skagfirski Kammerkórinn er engin undantekning á því. Árlega heldur kórinn tónleika á Sumardaginn fyrsta. Sumar er í sveitum er yfirskrift tónleikannan en kórinn syngur undir stjórn Rannvá Olsen.
Meira

Lifandi samfélag – er slagorð Húnaþings vestra

Á dögunum var efnt til kosningar á milli fimm tillagna af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Slagorðið Lifandi samfélag varð hlutskarpast og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna. Í tengslum við kosninguna var þátttakendum boðið að skrá netfang sitt og taka þátt í happadrætti. Dregið hefur verið úr pottinum og voru Pálína Fanney Skúladóttir og Hörður Gunnarsson dregin úr pottinum.
Meira