Dreifarinn

Einar leitar að Króksaranum í sér

Það eru ekki alltaf allir jafn ánægðir með efnistök Feykis. Hreinn Eðvaldsson hringir ítrekað í ritstjórn úr Hjaltadalnum og kvartar undan hinu og þessu en oftar en ekki til að nöldra undan efni Dreifarans. „Þetta er bara svo ósniðugt hjá ykkur greyin mín, það hlær enginn með ykkur að þessari vitleysu, já og þvælu. Það kemur varla eitt like á þetta. Segir ekki máltækið einmitt, héddnahéddna, heimskur hlær að eigins fyndni?!? Hahaha, já, þið eruð ekki svo sniðug greyin. Og ég skal segja þér það að ég er búinn að sanna mál mitt. Ég fékk nefnilega hérna þessa nýustu gervi... héddna já, gervigreind til að semja Dreifara fyrir ykkur. Já, chatGTP kallast þetta og það er svoleiðis helmingi fyndnara en það sem þið eruð að gera... sem er ekkert fyndið, hahaha.“
Meira

Halli Lalli uppgötvar heim hringitónanna

Haraldur Lárus Hallvarðsson, 61 árs gamall smiður á Sauðárkróki, oft kallaður Halli Lalli (og smíðahópurinn hans stundum HLH flokkurinn – nema hvað), hringdi í skrifstofu Feykis og var bara kátur. „Það er gott að búa á Íslandi og þá auðvitað alveg sérstaklega hér fyrir norðan, hér er enginn barlómur, ekkert stríð, enginn ófriður... nema þá kannski í kringum hann þarna dómsmálaráðherrann, alltaf eitthvað að gerast hjá þeim manni.“
Meira

Stafasúpan stendur í íslenskufræðingnum Friðgný

Hringt var úr Fljótum í ritstjórn Feykis á dögunum. Í símanum var Friðgnýr Þórmóðsson frá Hraunkoti og var honum nokkuð niðri fyrir. Má með sanni segja að stafasúpan hafi staðið í honum. Samtalið fer hér á eftir...
Meira

Linmæltur Sunnlendingur lendir í orðaskaki

Það eru liðin nokkur ár síðan Kristján Gísli Bragason flutti norður í land en hann á ættir að rekja á suðurlandsundirlendið, alinn upp í Þykkvabænum eða þar um slóðir. Hann hafði samband við ritstjórn á dögunum og sagði í raun allt gott að frétta. Hann væri smám saman farinn að geta borðað kartöflur á ný, var kominn með bagalegt ofnæmi fyrir þeim sem var nú kannski helsta ástæðan fyrir því að hann flutti norður. „Hér er gott að vera, ég kann vel við fólkið og hafgoluna, hér er gott að ríða út og versla í kaupfélaginu ... en það er eitt sem ég ekki skil.“
Meira

Stefán Orri er með slæman verk en vill ekki hitta lækni

Stefán Orri Stefánsson, stundum nefndur Neyðarkallinn, setti sig í samband við ritstjórn nú í morgun og sagði farir sínar ekki sléttar. „Ég skal nú segja þér það vinur minn, að þetta samfélag okkar er hérna bara alveg farið í hundana, alveg hreint bara vinur minn, og þetta heilbrigðiskerfi okkar er alveg komið í þrot, þar stendur ekki steinn yfir steini. Ég lenti í smá óhappi nú í vor og ég fæ bara enga aðstoð, þá var sko farið beint í rassgatið á mér, skal ég segja þér vinur minn, á hérna stöðvunarskyldu hérna í bænum og ég hef bara ekki getað tekið á heilum mér síðan. Allur verkjaður eitthvað og, já, bara ómögulegur. Og svo er bara hlegið að manni í þessu kerfi okkar!“
Meira

Edda Daða komin með upp í kok af kræklingatali

„Ég er búin að fá mig fullsadda á þessari endalausu kræklingavitleysu,“ sagði Edda Daða þegar hún hafði samband við ritstjórn á dögunum. „Sauðkræklingar! Hverslags ónefni er þetta eiginlega!? Ég sat og horfði á beina útsendingu á Stöð2Sport með manninum mínum og þar eru einhver glaðhlakkaleg borgarbörn að lýsa leik Tindastóls og Vals og þau svoleiðis staggla á þessu kræklinga-kjaftæði endalaust að það endaði með því að ég fékk bara alveg upp í kok og skipti hérna yfir á hann Gísla Martein... já, þá er nú langt gengið skal ég segja þér!“
Meira

„Það eiga bara ALLIR að vera heima“

„Þú mátt alveg hafa það eftir mér en ég held nú bara að Íslendingar séu algjörir hálfvitar!“ Þetta segir Kristbjörn Jón Ásbjörnsson, rafvirki og tækjadellukarl, í samtali við Dreifarann nú í miðjum Covid19-faraldri. „Og þetta er auðvitað ekkert sem ég held, ég vissi þetta alveg. En, en, en hvað var það eina sem fólk var beðið um að gera nú um páskana?! – segðu mér það!“
Meira

Innrás með einum sverum kapalhesti

Henrik Lárusson, íslenskufræðingur og sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi, hafði samband við Dreifarann á dögunum og líkt og svo margir aðrir sem hafa samband við ritstjórn miðilsins þá sagði hann farir sínar ekki sléttar. „Ég hef áhyggjur af framtíðinni, þetta stefnir allt í algjört óefni hjá okkur Íslendingum, ekki síst ef við samþykkjum þennan þriðja Orkupakka. Við eigum bókstaflega eftir að sogast inn í Evrópu, sjáðu bara til.“
Meira

Af hverju er alltaf verið að púkka upp á þessa Blönduósinga?

Herjólfur Jónsson, sjómaður, hafði samband við Dreifarann um helgina. Hann segir rólegt hjá trillusjómönnum þessa dagana og tíminn helst notaður í að ditta að og hella upp á kaffibolla og þess háttar. „Já, og skutla börnunum í sportið. Eitt skil ég samt ekki sko og það er hérna af hverju alltaf er verið að púkka upp á þessa Blönduósinga, ha?“
Meira

Unnar Helgi klikkar ekki í stóra klukkumálinu

Unnar Helgi Rafnsson hafði nýverið samband við skrifstofu Dreifarans og sagðist búa yfir merkilegri hugmynd. „Ég er sko búinn að leysa þennan klukkuvanda í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann hróðugur og bætti við: „Og ég héddna sko, þetta er svo einfalt maður að ég skil bara ekki hvað annað fólk getur verið vitlaust að hafa ekki fattað upp á þessu á undan mér.“
Meira