Dreifarinn

„Það eiga bara ALLIR að vera heima“

„Þú mátt alveg hafa það eftir mér en ég held nú bara að Íslendingar séu algjörir hálfvitar!“ Þetta segir Kristbjörn Jón Ásbjörnsson, rafvirki og tækjadellukarl, í samtali við Dreifarann nú í miðjum Covid19-faraldri. „Og þetta er auðvitað ekkert sem ég held, ég vissi þetta alveg. En, en, en hvað var það eina sem fólk var beðið um að gera nú um páskana?! – segðu mér það!“
Meira

Innrás með einum sverum kapalhesti

Henrik Lárusson, íslenskufræðingur og sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi, hafði samband við Dreifarann á dögunum og líkt og svo margir aðrir sem hafa samband við ritstjórn miðilsins þá sagði hann farir sínar ekki sléttar. „Ég hef áhyggjur af framtíðinni, þetta stefnir allt í algjört óefni hjá okkur Íslendingum, ekki síst ef við samþykkjum þennan þriðja Orkupakka. Við eigum bókstaflega eftir að sogast inn í Evrópu, sjáðu bara til.“
Meira

Af hverju er alltaf verið að púkka upp á þessa Blönduósinga?

Herjólfur Jónsson, sjómaður, hafði samband við Dreifarann um helgina. Hann segir rólegt hjá trillusjómönnum þessa dagana og tíminn helst notaður í að ditta að og hella upp á kaffibolla og þess háttar. „Já, og skutla börnunum í sportið. Eitt skil ég samt ekki sko og það er hérna af hverju alltaf er verið að púkka upp á þessa Blönduósinga, ha?“
Meira

Unnar Helgi klikkar ekki í stóra klukkumálinu

Unnar Helgi Rafnsson hafði nýverið samband við skrifstofu Dreifarans og sagðist búa yfir merkilegri hugmynd. „Ég er sko búinn að leysa þennan klukkuvanda í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann hróðugur og bætti við: „Og ég héddna sko, þetta er svo einfalt maður að ég skil bara ekki hvað annað fólk getur verið vitlaust að hafa ekki fattað upp á þessu á undan mér.“
Meira

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Landbúnaðarsýning fór fram í Reykjavík fyrir sunnan um helgina og herma fréttir að bærilega hafi til tekist. Gestir hvaðanæva að af landinu komu til að líta herlegheitin augum og flestir ánægðir. Það var þó einn sauðfjárbóndi úr Skagafirði sem hafði samband við Feyki og segir farir sínar ekki sléttar. „Ekki nóg með að einhver pilsaglenna meinaði mér að míga upp við vegg heldur mættu einhverjir kónar í júníformi sem bönnuðu mér að leggja bílnum mínum við þessa svokölluðu höll,“ segir Gísli Sölmundsson bóndi í Grænukinn í Vesturdal í Skagafirði.
Meira

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?

Á dögunum hafði Helgi Ingólfsson heimspekingur samband við Dreifarann og sagðist fynna sig knúinn til að greina frá. „En ég er búinn að hugsa þetta fram og til baka og verð að viðurkenna að það er ekki við neinn að sakast í þessu máli, nema þá helst sjálfan mig, og ég vil fyrir alla muni taka fram að ég er alls ekki að álasa eða gagnrýna ritstjóra Feykis, þó svo hann hafi að sjálfsögðu spurt mig þessarar spurningar forðum,“ segir Helgi alvarlegur.
Meira

Fannar Snær er búinn að fá sig fullsaddan á getuleysinu

Fannar Snær Danélsson, vörubílstjóri og virkur í athugasemdnum, hafði samband við Dreifarann nú þegar tæp vika er liðin af Vetrar-Olympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Fannari var mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um frammistöðu Íslands: „Við erum bara eins og eymingjar í þessum vetrar hérna íþróttum, þetta er bara til háborinnar skammar, þetta... já þetta getuleysi. Við ættum vitaskuld, sjáðu til, að vera langbest þarna suður frá, já eða í það minnsta samkeppnishæf. Þetta er bara óskiljanlegt og í raun, sjáðu til, hreinasta óhæfa.“
Meira

Una er talnaglögg kona

„Feykir, góðan daginn...“ „Já, góðan daginn, hvar sagðirðu að þetta væri?“ „Hjá Feyki. Get ég eitthvað gert fyrir þig?“ „Já, sæll. Ég ætlaði einmitt að hringja í Feyki.“ „Jæja.“ ...
Meira

Grunsemdir Sigurlaugar eru ekkert minna en hræðilegar

Sigurlaug Axelsdóttir, kirkjuvörður og rollubóndi, hringdi í Dreifarann á dögunum og sagðist vera orðin verulega áhyggjufull. „Já, ég held að hann Palli minn, maðurinn minn sko, sé alveg að missa það. Hann hefur nú alltaf verið upp eins og fjöður á morgnana þó hann hafi nú kannski ekki verið upp á sitt besta svona eftir jólin. En hann hefur nú yfirleitt náð sér á skrið í kringum þorrablótin, mætt með kúffullt trogið og verið kátur. Núna vildi hann ekki hafa neitt með sér nema súrar gúrkur frá ORA. Ég skil þetta bara ekki.“
Meira

Þarf alltaf að vera kynlíf?

Eysteinn Lýðvaldsson hafði samband við Dreifarann á dögunum en hann var þá nýkominn heim úr söluferð um landið. Hann selur bændum og búaliði verkfæri og segist oft eiga góðar samræður við fólk. Þar á meðal um boð og bönn.
Meira