Rabb-a-babb 239: Peta
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb, Lokað efni
07.09.2025
kl. 13.58
Það er Péturína Laufey Jakobsdóttir, fædd árið 1980, sem svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Peta býr á Skagaströnd og er gift Reyni Lýðs Strandamanni en saman eiga þau þrjú börn; Jóhann Almar 23 ára, Anton Loga 16 ára og Katrínu Söru 12 ára. „Ég er dóttir Katrínar Líndal og Jakobs Jónssonar sem búa á Bakka í Vatnsdal. Ég er fædd og uppalin á Blönduósi, átti sama herbergið til 16 ára aldurs á Hlíðarbrautinni. Þá flutti ég að heiman, mjög fullorðin að eigin mati, og ekki búin að átta mig á hversu ómetanlegt það er að vera á hótel mömmu. Mamma og pabbi eru nýlega flutt í sveitina en pabbi er frá Bakka í Vatnsdal og mamma er frá Bakkakoti í Refasveit.“
Meira