Greinar

Við lok þriðju viku í samkomubanni

Um síðustu helgi greindust 3 einstaklingar með Covid-19 smit í Skagafirði. Við vonum að viðkomandi líði eftir atvikum vel og fari vel með sig. Strax var gripið til viðeigandi ráðstafana og þegar þetta er ritað hafa ekki fleiri einstaklingar greinst smitaðir á svæðinu. Í Skagafirði eru nú 37 manns í sóttkví.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Kollufoss í Miðfirði

Elztu heimildir eru þessar: Í Auðunarbók 1318 og Jónsmáldaga 1360, Kollufoss. Pjetursmáldaga 1394 Kotlufoss. Víðidalstungumáldaga Kollufoss (DI. II. 483, DI. III. 164, 540 og 595), einnig 1394, og úr því ávalt Kollufoss, m. a. Jb. 1696, Á. M. Jarðabók 1703 o.s.frv. Þess ber vel að gæta, að frumritin að máldagabókum biskupanna eru öll glötuð. Elzta afskriftin af þeim öllum er frá árinu 1639, gerð samkvæmt ákvörðun Þorláks biskups Skúlasonar á Hólum. Og 1645 ljet hann taka aðra afskrift af máldögunum.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks býður á leiksýningu

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu í dag vegna covid-19 hefur starf okkar hjá Leikfélagi Sauðárkróks breyst töluvert. Eins og við höfum sagt áður mun Sæluvikuleikritið okkar Á frívaktinni færast til haustsins 2020, leikstjóri og höfundur er Pétur Guðjónsson. Leikfélag Sauðárkróks mun því aðeins setja upp eina leiksýningu á árinu 2020 en vanalega höfum við sett upp tvær sýningar á ári. Hefðin hefur verið sú að á Sæluviku Skagfirðinga, sem byrjar að öllu eðlilegu síðasta sunnudag í apríl ár hvert, höfum við frumsýnt Sæluvikuleikritið okkar sem oftast er leikrit með söngvum eða farsar, á haustin höfum við svo sýnt barna- og fjölskyldu leikrit. Við stefnum á að taka upp þann þráð aftur 2021. Þann 26. apríl næstkomandi hefðum við átt að frumsýna að öllu eðlilegu en svo verður ekki.
Meira

Öll él birtir upp um síðir - Áskorandinn Guðrún Ó. Steinbjörnsdóttir Vatnsnesi

Þrýstingurinn í loftinu er veðrið inn í mér. Þó ég lækki um eitt millibar, get ég ekkert sagt á ekkert svar. Stormurinn á undan logninu er biðin eftir þér. Nú spáir roki og spáir kvíða, áframhaldandi kuldum víða. Hvenær get ég hætt að skríða og gengið uppréttur.
Meira

Friður, sátt og sanngirni

Lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þessar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón aðgerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn.
Meira

Oft var þörf – nú er nauðsyn

Það þarf ekki að hafa mörg orð um ástandið þessa dagana og vikurnar. Eins og Víðir segir þá virkar ekkert í samfélagi okkar nú eins og það virkar alla jafna. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi það ástand varir. Áhrif þess eru og munu verða víðtæk. Starfsemi fjölmargra, ef ekki allra, fyrirtækja og stofnana er skert eða breytt frá því sem áður var. Það eru því fjölmargir sem búa við óvissu, óöryggi og afkomuáhyggjur.
Meira

Heilun samfélagsins

Við erum að renna inn í þriðju viku samkomubanns og samfélagið dregur sig inn í skel. Margir vinna heima og aðrir eru komnir heim, þar sem fyrirtæki hafa stoppað meðan þessi stormur gengur yfir. Það má vera ljóst að fólk óttast ekki einungis um heilbrigði sitt heldur líka um afkomu sína og hvaða raunveruleiki blasi við þegar plágan er gengin hjá. Nú reynir á stoðir nærsamfélagsins og hver og einn skiptir máli í því sambandi.
Meira

Viðbrögð stjórnvalda

Ríkisstjórnin bregst við þeim aðstæðum sem uppi eru núna í þjóðfélaginu og ræðst nú í sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs. Það má finna þingsályktunartillögu sem liggur fyrir Alþingi til samþykkis. Þar eru 15.000 m. kr. fjárheimild til átaksins verði skipt á einstök fjárfestingaverkefni um allt land. Þetta miðast við verkefni sem eru tilbúin til framkvæmda og miðað er við að hefist fyrir 1. september á þessu ári.
Meira

Að vera Norðlendingur - Áskorandinn Jón Þorvaldur Heiðarsson

Hvað er það að vera Norðlendingur? Ég er fæddur og uppalinn í Húnavatnssýslu og bý nú í Eyjafirði. Ég dvaldist einn vetur í Skagafirði og einn vetur í Þingeyjarsýslu. Ég er Norðlendingur. Norðurland var áður stærsti landsfjórðungurinn, með flesta íbúana er mér sagt. Þar lágu jafnframt völdin á Íslandi á tímabili, að einhverju leyti má segja að Íslandi hafi verið stjórnað frá Norðurlandi, a.m.k. stjórnuðu Norðlendinga sér sjálfir.
Meira

Svipa eða pískur - Kristinn Hugason skrifar

Í þessari grein ætla ég að bæta ögn við þann sveig sem ég tók í síðustu grein hvað varðar umfjöllun mína um sögu og þróun hestamennsku og keppni á hestum hér á landi og víkja nú ögn að reiðbúnaði. Í hinni stórfróðlegu bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Reiðtygi á Íslandi um aldaraðir, sem út kom hjá Máli og mynd árið 2002 og ég vitnaði til í síðustu grein, er reiðbúnaði gerð einkar fróðleg skil og verður m.a. stuðst við hana í þessari umfjöllun.
Meira