Greinar

„Drepist kúgunarvaldið!“ - Norðurreið Skagfirðinga

Um þessar mundir eru liðin 170 ár frá því að bændur í Skagafirði komu saman til fundar á Kalláreyrum í Gönguskörðum og ræddu m.a. umdeild mál valdstjórnarinnar sem ekki þóttu sanngjörn. Varð úr að hálfum mánuði síðar reið stór hópur Skagfirðinga að Möðruvöllum í Hörgárdal og báðu Grím Jónsson amtmann að segja af sér embætti. Hann var við slæma heilsu og lést tveimur vikum síðar, 63 ára að aldri.
Meira

Feður, nýtum tækifærin! - Áskorandinn Karl Jónsson brottfluttur Króksari

Það að verða faðir krefst mikillar ábyrgðar en færir okkur jafnframt mikla gleði. Við þekkjum þetta með bleyjuskipti, pelagjafir og hvað þetta heitir nú allt saman. Þarna erum við að tala um kornabörn að sjálfsögðu og umönnun þeirra. Þegar fram líða stundir og börnin eldast kemur önnur samfélagsleg krafa til sögunnar. Krafa sem flestir geta staðið undir en þarfnast stefnumörkunar og áætlanagerðar. Það er nefnilega enginn pabbi með pöbbum nema kunna skil á því sem bókmenntafræðingar kalla „pabbabrandarar.“
Meira

Sæluvika - Hilmir Jóhannesson skrifar

Sæluvika - íslenskan sameinar þarna líðan og tíma en þó er það aðeins hluti af staðreyndinni, allir vita að orðið segir meira. Þegar sýndar voru tvær til þrjár kvikmyndir, tvö leikrit og Vínarkrus á eftir, eins og 7 + 1, Guðmundur Andrésson dýralæknir, sagði, en það þýddi ball, þá var nóg að gera í Bifröst og óskaplega gaman.
Meira

Litla samfélagið með stóra hjartað - Áskorandinn : Sara Diljá Hjálmarsdóttir Skagaströnd

Fyrir fjórum árum síðan tókum við hjónin þá ákvörðun að flytjast búferlum frá Stykkishólmi á Skagaströnd. Ákvörðunin var í sjálfu sér ekkert erfið, hér eru góð fiskimið fyrir manninn minn að sækja og ég sá fram á að geta fengið vinnu í skólanum á staðnum. Við settum húsið fyrir vestan á sölu og héldum norður í land með börnin okkar tvö.
Meira

Að vera foreldri - Áskorandi Luís Augusto F. B. de Aquino á Hvammstanga

Skilgreiningar á fólki hafa alltaf vakið áhuga minn. Þegar ég var að alast upp, fannst mér mjög erfitt að skilja hvers vegna. Einhverra hluta vegna finna menn oft hjá sér þörf til að sýnast vera eitthvað, eða einhver, sem þeir ekki eru, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Og að tala ekki um hlutina varpar skugga á það sem við hefðum átt að vera upplýst um fyrir löngu.
Meira

Frábærlega skrifað leikrit með stórskemmtilegri persónusköpun og æðislegri tónlist - Myndaveisla

Síðasta sunnudag var Sæluvika Skagfirðinga sett með pompi og prakt, og endaði dagurinn venju samkvæmt á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks. Sæluvikustykkið þetta árið er Fylgd – frumsamið leikrit eftir hann Guðbrand okkar Ægi Ásbjörnsson sem við Sauðárkróksbúar getum stolt sagt að við „eigum“. Það hefur náttúrulega verið í almannavitund í mörg ár að maðurinn er einn af auðlindum okkar Skagfirðinga, og olli hann svo sannarlega ekki vonbrigðum með þessu verki!
Meira

Hjálmar Sigmarsson 100 ára

Hjálmar Sigmarsson er fæddur þann 24. apríl árið 1919 á bænum Svínavallakoti í Unadal í Skagafirði. Hann fæddist á sumardaginn fyrsta og var hann skírður Hjálmar Sumarsveinn og sagði móðir hans að hann væri besta sumargjöf sem að hún hefði fengið. Foreldrar hans voru Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir og Sigmar Þorleifsson, bændur í Svínavallakoti. Hjálmar er fjórði í röð átta bræðra.
Meira

Styðjum saman við menningarlegt stórvirki

Atorka og frumkvæði þeirra hjónanna á Kringlumýri í Skagafirði, Sigurðar Hansen og Maríu Guðmundsdóttur, við menningarlega uppbyggingu á varla sinn líkan. Við sem erum tíðir gestir á Kringlumýri, undrumst svo sem ekki lengur áræði þeirra og hugmyndaauðgi á þessu sviði. Og núna er verið að stíga enn eitt risaskrefið. -Ég vil með þessum orðum hvetja þá sem þess eiga kost að leggja þessu einstæða verkefni lið.
Meira

Í fullorðinna manna tölu - Kristinn Hugason skrifar

Í tilefni þess að það tölublað Feykis sem þessi grein birtist í er helgað fermingum ársins ætla ég að leggja lykkju á þá leið mína að fjalla um hin ólíku hlutverk íslenska hestsins og skrifa hér ögn um hesta í tengslum við fermingar. Í næsta pistli mun ég svo halda áfram þar sem frá var horfið í skrifunum og fjalla um reiðhesta. Reiðhesturinn, sem á hæsta stigi kosta sinna kemst í hóp gæðinga, stóð enda eflaust mörgu fermingarbarninu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ýmist í raunveruleikanum eða sem draumsýn.
Meira

Hefði ég tekið selfí undir súð? - Áskorandi Sigríður Huld Jónsdóttir

Ekki veit ég hvernig henni Evu Hjörtínu Ólafsdóttur datt í hug að gefa mér færi á því að taka við pennanum af sér í síðasta áskorendapistlinum hér í Feyki. Veit hún ekki að ég geymi enn allar dagbækurnar mínar - og myndir?
Meira