Aðsent efni

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Bríet leigufélag kaupir sex íbúðir af Flúðabakka ehf | Sigurður Örn Ágústsson skrifar

Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Meira

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 | Björn Snæbjörnsson skrifar

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira

Makríllinn vannýttur | Sigurjón Þórðarson skrifar

Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Meira

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðild­ar­viðræður. Við för­um alltaf í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á und­an. Og það er mik­il mála­miðlun af okk­ar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Meira

5 vaxtalækkanir á einu ári | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Meira

Skóna út í glugga... | Leiðari 47. tölublaðs Feykis

Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Meira

Bókakynning og upplestur | Prezentacja oraz czytanie fragmentów

Laugardaginn 13. desember næstkomandi fögnum við því að Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ, barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, eru nú komnar út á pólsku! Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í Glaumbæ. Í bókunum fylgjum við tveimur börnum og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Þetta eru sögulegar skáldsögur sem veita börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar.
Meira

Roðagyllum heiminn – alþjóðlegt átak gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi

Soroptimistar á Íslandi sameinast nú í alþjóðlegu átaki gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga vitundarvakning sem stendur til 10. desember, mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. Í brennidepli í ár er að varpa ljósi á alþjóðlegt samfélagslegt vandamál – stafrænt ofbeldi gegn konum – sem á sér stað í öllum heimshlutum og menningarheimum og hvetja til þess að aukin áhersla verði lögð á forvarnir af ýmsu tagi.
Meira

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir | Hannes S. Jónsson skrifar

Íþróttafólkið okkar á landsbyggðinni þarf að ferðast mun meira til keppni en þau sem eru höfuðborgarsvæðinu og þarf af leiðandi er ferðakostnaður og fjarvera frá heimili mun meiri hjá þeim. Íþróttafélögin og iðkendur félaganna á landsbyggðinni verða þannig fyrir töluverðum ferðakostnaði við að taka þátt í mótum eða einstaka leikjum. Einnig bætist við gisti og uppihaldskostnaður hjá þeim félögum og einstaklingum sem þurfa að leggja á sig þessi ferðlög.
Meira