Greinar

Vill halda áfram að þróa leik Stólanna :: Liðið mitt Konráð Freyr Sigurðsson

Konráð Freyr Sigurðsson átti mjög gott tímabil með karlaliði Tindastóls í sumar og fyrir vikið valinn í lið ársins í 3. deildinni sem hlaðvarpsþátturinn Ástríðan stóð að. Hann spilaði 19 leiki, gerði í þeim fjögur mörk og lagði upp tólf fyrir aðra. Konni, sem lengi hefur verið viðloðandi fótboltann, er uppalin á Akranesi en flutti til Sauðárkróks með foreldrum sínum eftir 10 bekkinn. Hann starfar núna í Húsi frítímans, heldur með Manchester United, þrátt fyrir að vera einnig aðdáandi Gylfa Sig. Konni svara hér spurningum í Liðið mitt.
Meira

Ungmenni, hreyfing og lýðheilsuhallir

Á Covid tímum er sannarlega ástæða til að beina athyglinni að málefnum barna og ungmenna. Mikilvægt er að gefa því gaum hvernig þessi hópur í samfélaginu tekst á við gjörbreyttar og óvæntar aðstæður og leita leiða til að draga úr áhrifum og afleiðingum af skertu frelsi og jafnvel einangrun.
Meira

Roðagyllum heiminn og Ísland líka

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum kóvíd-19 að vekja athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn konum hefur aukist í heiminum. Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roðagyllum heiminn“. Þessi litur táknar bjartari framtíð án ofbeldis.
Meira

Að flytja aftur heim :: Áskorandapenninn Lee Ann Maginnis Blönduósi

Árið 2014, þegar ég var nýútskrifuð úr háskóla, gerðist svolítið sem átti aðeins eftir að breyta framtíðaráformunum. Ég var búin að ráða mig í vinnu við Háskólann á Bifröst og ætlaði mér að búa þar áfram eftir útskrift. Ég hafði líka nokkuð mörgum árum áður tekið þá ákvörðun að flytja aldrei aftur á Blönduós þegar ég flutti þaðan.
Meira

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Jónas Hallgrímsson unni landi, þjóð og tungu. Hann helgaði sig þjónustu við þetta þrennt og gaf þjóð sinni að njóta. Íslensk þjóð á Jónasi því ærið margt að þakka. Það koma ekki margir slíkir snillingar fram á hverri öld. Segja má að Jónas hafi átt ótrúlegu láni að fagna í lífinu þrátt fyrir sára fátækt alla tíð. Hann lifði á tímum mikilla breytinga og framfara þar sem sýn manna á heiminn tók miklum breytingum. Ef til vill á tíma í líkingu við tímana sem menn upplifa núna þegar þeir ganga inn í þriðja áratuginn á nýrri öld inn í framtíð sem enn er óráðin en boðar miklar breytingar. Þetta er tími nú eins og þá sem kallar á árvekni manna í breyttum heimi og hugmyndaauðgi.
Meira

Í öllum breytingum felast möguleikar og tækifæri :: Áskorandapenninn, Sigurður Hólmar Kristinsson

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, eru orð sem eiga vel við á þessari stundu. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að vera í þeim sporum að sitja og rembast við að koma á blað nokkrum orðum til birtingar í fjölmiðli. Þann heiður á ég að þakka Pétri Björnssyni, fyrrverandi stórvini mínum.
Meira

Orðinn meiri útivera - Nýliðar í golfi - Margeir Friðriksson

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og hefur Feykir birt viðtöl í nokkrum blöðum. Hér er komið að síðasta þætti, í bili að minnsta kosti.
Meira

Meistaradeildarsæti væri mjög sexy - Liðið mitt Eysteinn Ívar Guðbrandsson

Eysteinn Ívar Guðbrandsson er mörgum kunnur þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur margoft stigið á svið með Leikfélagi Sauðárkróks og Leikhópi NFNV. Þá hefur hann getið sér góðs orðs í lýsingum leikja Tindastóls TV, bæði í fót- og körfubolta. Eysteinn er ekki alveg ókunnur Feyki því hann vann sem afleysingablaðamaður sumarið 2019 en í sumar vann hann í Sumartím en sem stendur er hann nemi við FNV ásamt því að starfa í Húsi frítímans.
Meira

Að fullorðnast - Áskorandinn Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Vestur Hún.

Ég held ég hafi ekki verið há í loftinu þegar ég fór að velta því fyrir mér hvað fælist í því að fullorðnast, hvenær maður geti talist fullorðinn og hverju það myndi breyta. Satt að segja hafði ég óttablandnar áhyggjur vegna þess sem væri í vændum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn Páfastaðir á Langholti

Þetta nafn finst í stofnskrá Reynistaðarklausturs, sem talin er frá árinu 1295. Er skráin sögð að vera næstelzt af íslenzkum frumbrjefum (Reykholtsmáldagi elzt). Er þetta þá líklega elzta heimildin um Páfastaðanafnið. Meðal þeirra jarða, sem Jörundur biskup Þorsteinsson leggur til klaustursins „á Stað í Reynisnesi“ standa Pauastaðir. Telja má víst, að nafnið sje misritað í skránni, sem ýms önnur bæjanöfn, því aðeins 20 árum síðar, eða árið 1315, er afnið ritað Pafastaðir í staðfestingarbrjefi Auðuns biskups um stofnun klaustursins (Dipl. Ísl. II. b., bls. 301 og 398). Rúmri öld síðar, eða 1446, í „Reikningi Reynistaðarklausturs“, eru klausturjarðirnar taldar, þar á meðal Pafvestaðir.
Meira