Aðsent efni

Byggðaleiðin: Ákvörðun sem mótar framtíðina | Anna Sigga, Guðrún og Valgerður Freyja skrifa

Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Meira

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Meira

Nú er færi á jákvæðum breytingum í Skagafirði

Miðflokkurinn heldur opinn fund með Sigmundi Davíð, Snorra Mássyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur sunnudaginn 25. janúar í Ljósheimum. Fundurinn hefst kl. 14:00 þar sem fundarmönnum gefst færi á að ræða lands- og sveitarstjórnarmál við þingmennina. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og hefur flokkurinn verið hvattur til að bjóða fram í Skagafirði.
Meira

Hættum að tala niður til barna og ungmenna | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Mikið afskaplega er ég orðinn þreyttur á umræðunni og stórum fyrirsögnum um hvað börn og ungmenni eru vonlaus, og þá sérstaklega drengir. Kunna ekkert, geta ekkert og verða ekkert.
Meira

Fyrst tökum við Venezúela og svo... | Leiðari 2. tbl. Feykis 2026

Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Meira

Við gefum í á meðan aðrir ræsa vélarnar | Jóel Þór Árnason skrifar

Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga verið afar virkt. Við höfum staðið fyrir fjölmörgum fundum og viðburðum með þingmönnum og öðrum áhugaverðum gestum, þar sem málefni samfélagsins hafa verið rædd af krafti og einlægni - nú síðast í Miðgarði þar sem við ræddum um orkumál á Norðurlandi og fengum til okkar góða gesti. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel þessir viðburðir hafa verið sóttir og ekki síður að nýtt fólk hafi reglulega bæst í hópinn með okkar góðu fastagestum.
Meira

Alor lýkur 100 milljón króna fjármögnun

Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.
Meira

Umræðan og samstarfið | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

Ég hef í þessum áramótapistlum mínum síðustu árin reynt að varðveita hátíðarskapið og meta stöðuna og framtíðarhorfur hverju sinni af yfirvegun gagnvart því sem hvorki við í FISK Seafood né þjóðin öll höfum nokkra stjórn á. Á meðal þess er margt sem skiptir afkomu hvers árs miklu máli; veðurfar og gæftir, verð á erlendum mörkuðum, heimsmarkaðsverð á olíu, breytingar í neyslumynstri fólks á okkar stærstu markaðssvæðum o.s.frv.
Meira

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Bríet leigufélag kaupir sex íbúðir af Flúðabakka ehf | Sigurður Örn Ágústsson skrifar

Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Meira