Aðsent efni

Geta ærsladraugar gengið of langt? | Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir kíkti í leikhús

Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Meira

Góð byrjun á árinu hjá Júdódeild Tindastóls

Loka undirbúningur fyrir mótin á vorönninni hófst á fyrstu æfingu ársins 6. janúar.
Meira

Miklu stærra en Icesave-málið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Meira

Byggðaþróun í Húnabyggð | Torfi Jóhannesson skrifar

Þruma úr heiðskýru var það kannski ekki, en vissulega reiðarslag. Við lokun sláturhússins á Blönduósi missa 20-30 manns vinnuna og héraðið missir einn af sínum stærstu vinnustöðum. Það er langt síðan ég hef búið í sveitinni en stóran hluta þess tíma hef ég unnið við verkefni tengd landbúnaði og byggðaþróun. Síðasta áratuginn á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Og það sem við sjáum gerast á Blönduósi er sagan endalausa. Stundum er það náma sem lokar, stundum herstöð, stundum stórt fyrirtæki, stundum ferðamannasvæði sem fer úr tísku og stundum bara hægfara þróun drifin af lágri fæðingartíðni og löngun unga fólksins að sækja menntun og vinnu í stærri þéttbýlisstaði.
Meira

Værum öruggari utan Schengen | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið.
Meira

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi | Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur.
Meira

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Meira

Langþráður nýr björgunarbátur í Skagafjörðinn

Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Meira

Stærsta gjöf í sögu Skagfirðingasveitar | Hafdís Einarsdóttir skrifar

Á laugardaginn fáum við í Skagfirðingasveit rausnarlegustu gjöf í sögu björgunarsveitarinnar afhenta. Flestir hér í Skagafirði þekkja væntanlega raunasöguna um það hvernig nýjum og fullkomnum björgunarbáti sem við höfðum keypt og greitt fyrir var að stórum hluta til beinlínis stolið af okkur. Báturinn var því aldrei smíðaður og hátt í tíu milljónir króna sem við höfðum safnað fóru í súginn. Færri vita e.t.v. að FISK Seafood, sem styrkt hafði kaupin með umtalsverðum hætti ákvað að bæta okkur skaðann með því að fjármagna að fullu nýjan og jafnvel enn fullkomnari björgunarbát. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og þarf kannski ekki að taka það fram að þessi gjöf er sú langstærsta sem Skagfirðingasveit hefur nokkru sinni veitt viðtöku.
Meira

Horfum til framtíðar | Frá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista

Í Skagafirði eru í dag níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs sem var skilgreint sem félagsheimili áður en ráðist var í verulegar endurbætur á húsnæðinu með stuðningi ríkisins. Sá stuðningur kom til vegna áherslubreytinga hjá ríkinu í uppbyggingu menningarhúsa í landsbyggðunum, en honum var á þeim tíma ætlað að gera menningartengdri starfsemi hærra undir höfði en talið var að félagsheimilin hefðu almennt burði til.
Meira