Greinar

Vaglar í Blönduhlíð :: Torskilin bæjarnöfn

Þannig mun nafnið rjett ritað (ekki Vaglir). Því að í Ljósvetningasögu segir: „Arnórr ríðr á Vagla“ (Ljósvetningasaga, bls. 5). Og Prestssaga Guðmundar góða segir svo frá: „Þá fór Ingimundur fóstri hans á Vagla at búa“ (Sturl. I., bls. 171). Á báðum stöðum er orðið (kk.) í þolfalli, og tekur af öll tvímæli um, að nefnif. hefir verið Vaglar. Þolf. Vagli finst fyrst við árið 1452, en í öðru brjefi sama ár, er það ritað Vagla (Dipl. Ísl. V. b., bls. 89 og 91 og víðar).
Meira

Þegar allt annað þrýtur

Ég heiti Sigurlaug Gísladóttir og er fædd og uppalin Lýtingsstaðahreppi Skagafriði gekk í skóla á Steinsstöðum en fluttist svo austur á Hérað og bjó þar til árið 2014 er við fjölskyldan flytjum á Blönduós þar sem við búum núna.
Meira

Fjölbreytt atvinna fyrir alla!

Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga tekur við myndavélasafni Stefáns Pedersen :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Í vor tók Byggðasafn Skagfirðinga við einkasafni frá einstaklingi á Sauðárkróki sem flestir kannast við. Það var myndavélasafn ljósmyndarans Stefáns Pedersen, eða Stebba Ped eins og hann er jafnan kallaður.
Meira

Snúruflækjur kerfisins

Við skiptum landinu upp í níu löggæsluumdæmi. Til að halda skipulagi. Héraðsdómstólarnir eru reyndar átta. Ekki níu, eins og umdæmi lögreglunnar, heldur átta eins og landshlutar sveitarstjórnarstigsins. Sem tengjast þeim ekki neitt.
Meira

Plast, plast, plast og aftur plast :: Áskorendapenni, Lilja Jóhanna Árnadóttir, Blönduósi

Það eru efalaust margir á mínum aldri sem muna eftir laginu Lax, lax, lax og aftur lax sem flutt var af Guðmundi Jónssyni og heyrðist oft í útvarpinu þegar mín kynslóð var að að alast upp. Lagið fjallar um mann sem hefur mikla ánægju af laxveiði, jafnvel haldinn laxveiði áráttu og sleppir ekki tækifæri til þess að veiða ef nokkur kostur gefst.Ég hef aldrei verið laxveiðikona, hef reyndar aldrei á ævi minni veitt lax og þekki þar af leiðandi ekki þá ánægju sem örugglega fylgir því að setja í myndarlegan lax en kannski má segja að ég sé orðin plastveiðikona sem gríp upp plast ef nokkur kostur er.
Meira

Þjóðleiðir Íslands

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á.
Meira

Kvenfélag Sauðárkróks :: Áskorendapenni, Guðbjörg Bjarman, brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka dóttur minni, Bryndísi Þóru Bjarman fyrir að skora á mig. Ég hef marga fjöruna sopið um mína ævidaga og því af nógu að taka þegar kemur að efnisvali í þennan pistil. Eftir smá yfirlegu ákvað ég að velja smá stiklu úr löngu erindi sem ég flutti á 100 ára afmæli Kvenfélags Sauðárkróks, fyrir nokkrum árum síðan…
Meira

Samsýning listamanna í Listakoti Dóru

Í sumar verður önnur samsýning listamanna á Norðurlandi vestra, 13 listamenn úr Skagafirði, Húnavatnshreppi, Reykjavík og Bandaríkjunum. Í fyrra var tekin fyrir þjóðsagan Stúlkan og hrafninn sem er byggð á atburðum sem urðu þegar Skíðastaðaskriða féll 1545. Í ár verður tekin fyrir fæðing fyrsta innfædda Húnvetningsins sem hlaut nafnið Þórdís. Hún fæddist sunnan við Vatnsdalshólana og er svæðið kennt við hana. Hún var dóttir Ingimundar gamla sem nam land í Vatnsdal og saga þeirra er rakin í Vatnsdælu. Svo skemmtilega vill til að einn af listamönnunum á afmæli 26.11 og það eru núna í ár 1126 ár síðan Þórdís fæddist. Listamennirnir nota alls konar tækni og málningu við listköpun sína. Það er gaman að geta þess að það eru þrjú pör af mæðgum í hópnum.
Meira

Fyrstu Íslandsmeistarar Tindastóls í badminton - Íþróttagarpar Feykis

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton, sem fram fór á Akranesi í maí, sendi badmintondeild Tindastóls í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri. Báðar komust þær í úrslit í öllum greinum sem þær tóku þátt í og enduðu sem Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í sínum flokkum og þar með fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í þessari vinsælu íþrótt.
Meira