Aðsent efni

Um fornleifarannsóknir á Höfnum á Skaga | Ásta Hermannsdóttir skrifar

Fjórða sumarið í röð fór fram uppgröftur á búðaminjum á Hafna-búðum á Hjallanesi í landi Hafna á Skaga. Í sumar voru grafin upp, að hluta eða öllu leyti, fimm búðir/mannvirki, auk þess sem unnið var á svæðum utan bygginga. Grafið var á sama uppgraftarsvæði og í fyrra. Búðirnar eru í mörgum tilfellum illa farnar og því oft erfitt að greiða úr mannvistarlögum og sjá hvar ein búð endar og önnur byrjar. En allt hefst þetta á endanum og myndin skýrist með hverju árinu.
Meira

Fræðsluviðburðir um sniglarækt

Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur, frumkvöðla og aðra áhugasama um sjálfbæra nýsköpun í landbúnaði á Íslandi. Fræðslufundir ver'a á Hvammstanga 14. október og á Sauðárkróki 15. október.
Meira

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 í Laugardalshöll

Dagana 9. til 11. október verður IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 haldin í Laugardalshöll. Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.
Meira

Kristján Eiríksson áttræður og stórvirki um Drangey í prentun

Skagfirðingurinn Kristján Eiríksson fræðimaður fagnar nú á haustmánuðum áttræðisafmæli en hann er fæddur á Fagranesi á Reykjaströnd 19. nóvember 1945. Kristján hefur á langri ævi dregið saman efni til Drangeyjarsögu sem kemur út á komandi vetri.
Meira

Við skulum ganga suður með sjá

Sunnudaginn 12. október kl. 14 verður haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru síðan fyrsta ljóðabók Hannesar Péturssonar kom út. Bókin heitir því yfirlætislausa nafni Kvæðabók og kom út árið 1955. Hún var gefin út í 1.000 eintökum í upphafi og þau eintök ruku út og það var prentað annað upplag í snatri en fjöldi þeirra eintaka var aldrei gefinn upp.
Meira

Það sem afi minn vildi aldrei tala um | Eyþór Árnason skrifar

Er einhver ástæða til að rifja upp atburð sem gerðist fyrir 245 árum? Því má svara með annarri spurningu: Því ekki það? Fimm menn týndu lífi á Kili árið 1780. Örlög þeirra og eftirmál öll mörkuðu djúp spor hjá mörgum ættmennum þeirra allt fram til þessa dags.
Meira

Spjall um spjöll á spjalli | Leiðari 37. tölublaðs Feykis

Það hefur verið minnst á það áður í leiðurum Feykis að leiðaraskrifin taka stundum á taugarnar enda vill það þannig til að þau eru með því síðasta sem skrifað er í blaðið hverju sinni. Sjálfur hef ég það vanalega á stefnuskránni að skrifa leiðarann helgina áður en blaðið kemur út en blaðið fer í prentun á mánudagseftirmiðdegi og ég hef ekki tíma til að skrifa leiðarann þá. Því er stefnan vanalega sú að klára þetta lítilræði við fyrsta tækifæri hverja helgi en það plan endar vanalega í einhverju stresskasti á sunnudagskvöldi
Meira

Sigríður Ellen Arnardóttir tekur við starfi Mannauðs- og fjármálastjóra hjá Steinull hf.

Sigríður Ellen er með B.Sc. próf í viðskiptafræði, frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig með Cand. Oecon gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og löggildingu í endurskoðun frá 2022.
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira