Greinar

Verndum villtra laxastofna : Bjarni Jónsson skrifar

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
Meira

Bölvun íslensku perlunnar : Kristófer Már Maronsson skrifar

20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Meira

Leggið frá ykkur prjónlesið og reiðtygin – á laugardag ætla bleikliðar að skrifa söguna

Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Meira

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni... - segir m.a. í innsendri grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Árnadóttur.
Meira

Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi : Sigurjón Þórðarson skrifar

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar. Kvóta­kerfið hef­ur skilað helm­ingi minni afla á land en fyr­ir daga þess og kvótaþegar hafa kom­ist upp með að selja helstu út­flutn­ingsaf­urð þjóðar­inn­ar í gegn­um skúffu­fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um.
Meira

Ísland í kjörstöðu til að mæta vaxandi þörf á gagnahýsingu

Ísland getur verið fremst meðal jafninga þegar kemur að hýsingu gagna í heimi þar sem öryggi, persónuvernd og sjálfbærni skipta máli í sívaxandi mæli. Styrkleikar Íslands og íslenskra gagnavera voru meðal áhersluatriða á málþingi Borealis Data Center á Hilton Reykjavík Nordica í gær, fimmtudaginn 31. ágúst, í tilefni samstarfsamnings fyrirtækisins við stórfyrirtækið IBM .
Meira

Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er

Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni.
Meira

Umdæmisþing Rótarý fór fram á Sauðárkróki um helgina

Umdæmisþing Rótarý á Íslandi var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þingið var sett á föstudag og því lauk á laugardagskvöldi. Tvö skagfirsk verkefni fengu hvort um sig 600.000 króna styrki frá hreyfingunni. Það voru um 200 Rótarýfélagar frá rúmlega 30 klúbbum, víðsvegar af landinu, sem sóttu þingið ásamt erlendum gestum.
Meira

Þrisvar reitt til höggs : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn.
Meira

Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum. Af viðbrögðum einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum má ráða að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna.
Meira