Aðsent efni

Kvennaár 2025 | Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar

Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.
Meira

Færum ekki svo auðveldlega úr ESB | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“
Meira

Ós US: Vefnaður samfélags og sköpunar | Morgan Bresko skrifar

Sýning fór fram í Hillebrandtshúsi í Gamla bænum í Blönduósi og veitti gestum innsýn í skapandi samtal sem myndaðist þegar alþjóðlegir listamenn kynntu sér landslag, menningu og textílhefðir Íslands. Hver listamaður setti fram einstakt sjónarhorn og skoðaði hugtök eins og sjálfsmynd, ferli og stað í gegnum efni, vefnað og tilraunir með textíl.
Meira

Til hvers er barist? | Leiðari 41. tölublaðs Feykis

Ég las um helgina að árið 2025 væri Kvennaár. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið hissa á þessu því einhvern veginn hafði þetta alveg farið fram hjá mér. Nú má vera að ég hafi heyrt þetta en ekki meðtekið skilaboðin, við karlangarnir eigum það víst til.
Meira

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Við minntumst þess á dögunum að hálf öld var liðin frá því að efnahagslögsaga Íslands var færð út í 200 mílur af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir forystu Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra réttilega í grein sem hún ritaði á Vísi vegna tímamótanna.
Meira

Mikill árangur á alþjóðavettvangi

Nóg hefur verið um að vera í júdóinu upp á síðkastið. Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Meira

Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar

Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Meira

Krónan býr sig ekki til sjálf | Hjörtur J. Guðmundsson

Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið.
Meira

Er allt að sjóða upp úr? | Leiðari 39. tölublaðs Feykis

Sumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.
Meira

12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu

Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Meira