Greinar

Samtakamáttur og samheldni á mikilvægum tímum

Eins og vitað er eru aðgerðir ríkisstjórnar vegna Covid-19 í stöðugri endurskoðun og taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. Í öllum ákvörðunum og umræðu af hálfu yfirvalda hefur verið lögð mikil áhersla á að reyna að halda úti órofinni starfsemi á sem flestum sviðum. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur markað sér þá stefnu að fylgja leiðbeiningum yfirvalda hvað þetta varðar eins og hægt er og leitast við að þjónusta íbúa í stofnunum sveitarfélagsins hvar sem þeir eru, í skólum, í velferðarþjónustu og annars staðar.
Meira

Lionsklúbburinn Björk

Lionsklúbburinn Björk á Sauðárkróki hittist lítið sem ekkert síðasta vetur en hefur náð að hittast þrisvar sinnum það sem af er þessum vetri. Fundirnir hafa verið haldnir í Gránu og þar höfum við notið gestrisni og góðra veitinga og þökkum við fyrir það.
Meira

Undirbýr hestana fyrir næsta keppnistímabil :: Íþróttagarpurinn Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Í byrjun desember var kunngjört hvaða ungmenni voru valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022. Tvö af þeim sextán sem þóttu verðskulda veru í þeim hópi búa á Norðurlandi vestra, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi.
Meira

Hækkun sjávarborðs – verulegt áhyggjuefni

Djúpar lægðir dundu á landinu kringum áramótin með hárri sjávarstöðu og allnokkru tjóni í og við nokkrar sjávarbyggðir. Þessi tjón, ásamt mörgum öðrum undanfarin ár, hljóta að vekja fólk til aukinnar vitundur um hærri sjávarstöðu og auknar líkur á enn meira tjóni í komandi framtíð. Því miður er ekkert í þeim efnum sem getur batnað. Hjá þjóð sem býr á eyju með mörgum tengingum við sjóinn hefur verið furðulítil umræða um þessi mál.
Meira

Vonar að Eden Hazard komi aftur til baka :: Liðið mitt Arnór Guðjónsson

Arnór Guðjónsson er Norðlendingum að góðu kunnur á fótboltavellinum en hann hefur í mörg ár leikið sitthvoru megin Þverárfjalls, eins og stundum er sagt. Síðustu tvö tímabil lék hann með liði Tindastóls en Kormákur/Hvöt naut krafta hans þar áður en samkvæmt skýrslum KSÍ kom hann á Krókinn frá SR árið 2016. Nú hefur Arnór söðlað um á ný og nýbúinn að skrifa undir hjá Kormáki Hvöt og tekur því slaginn með Húnvetningum í 3. deildinni í sumar.
Meira

Áfram í sókn

Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Um er að ræða einkar vel heppnaða aðgerð þar sem landshlutasamtök sveitarfélaga stofna með sér samráðsvettvang og stilla upp áætlun sem setur fram sýn og markmið sem draga fram sérstöðu svæðanna. Þannig er stutt við ákvarðanir um úthlutun fjármagns og verkefni sem unnin eru undir merkjum sóknaráætlana.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Úti-bliksstaðir í Miðfirði (Úti-Blígsstaðir)

Þetta er almennasti framburður á nafninu, en ýmsir rita þó Úti-bleiks-. Að hinu leytinu eru beztu gögn fyrir því að á 15. öld hefir bærinn verið nefndur Úti-bliks-, því þannig er nafnið ritað hvað eftir annað í brjelum (frumritum) frá árunum 1467 og 1474 (DI. V. 476 og 746). En Úti-Bleiks J. og Ný Jb. Framburðarmyndin Úti-bleiks-, hygg jeg að hafi myndast af munnmælasögu þeirri, að bleikur hestur hafi „gengið af“ á Heggstaðanesi, einhvern harðindavetur, og af honum eigi bærinn að draga nafnið.
Meira

Ljúfar minningar - Áskorandi Hulda Jónasdóttir, brottfluttur Króksari

,,Ég er Króksari” svara ég iðulega fólki sem spyr mig hvaðan ég sé, þrátt fyrir að hafa varið miklu lengri tíma í allt öðrum landshluta. Eitt sinn Króksari, ávallt Króksari.
Meira

Hugleiðingar um sameiningu sveitarfélaga :: Áskorandinn Jón Árni Magnússon, bóndi í Steinnesi og sveitarstjórnarmaður í Húnavatnshreppi

Að mörgu er að hyggja þegar að sameina á sveitarfélög til að þau standi sterkari saman. Oft hefur það reynst erfitt fyrir íbúana að sætta sig við breytingar og í mörgum tilfellum skiptist fólk upp í hópa líkt og var fyrir sameiningu. Það þýðir ekki að sitja fastur í fortíðinni heldur að taka þessu með opnum huga og hugsa dæmið upp á nýtt.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossafjöldi og afsetning :: Kristinn Hugason skrifar

Áður en lengra er haldið í skrifum þessum er ekki úr vegi að rekja hér nokkuð hrossafjöldann í landinu í gegnum tímann og átta sig ögn á nytjum og afsetningu hrossa. Hver hvatinn er til hrossaeignar á hinum ýmsu tímum og hagur manna af hrossunum.
Meira