Tælenskur réttur og pastasalat | Matgæðingar vikunnar
feykir.is
Skagafjörður, Í matinn er þetta helst
03.11.2025
kl. 09.34
Matgæðingar í tbl. 29 að þessu sinni voru Jóhann Axel Guðmundsson og konan hans Mariko Morita og búa þau á Selfossi ásamt dóttur þeirra Írisi Þóru. Jóhann Axel er alinn upp á Fjalli í Sæmundarhlíð en vill meina að hann sé Varmhlíðingur og eini Skagfirðingurinn í sinni fjölskyldu, fæddur og uppalinn. Hin eru aðflutt aðkomufólk. Mariko er frá Hamamatsu í Japan en þaðan koma þau víðfrægu Yamaha hljóðfæri. Jóhann vinnur í Hveragerði hjá Ölverk og Mariko vinnur á Selfossi á Kaffi krús, endilega kíkið í kaffi. „Jæja, tvennt á boðstólum þessa vikuna, haldið ykkur,“ segir Jóhann hress.
Meira
