Matgæðingar

Strumpagrautur og boost

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.
Meira

Grillað og reykt

Matgæðingur í tbl 2 á þessu ári var Elísabet S.K. Ágústsdóttir en hún vinnur sem verslunarstjóri í Vélaval í Varmahlíð og býr ásamt eiginmanni sínum, Torfa, í Sunnuhlíð í Varmahlíð og hafa gert síðan 2020.
Meira

Páskaísinn

Er ekki tilvalið að græja páskaísinn núna um helgina? Held ég þurfi allavega að gera það svo það verði nú einhver eftirréttur á páskadag heima hjá mér. Búið að vera pínu öðruvísi byrjun á þessu ári en árin 2021 og 2022 þegar allt lá niðri og maður hafði tíma til að gera allan fja.... Það verður allavega ekki gerð vorhreingerning heima hjá mér fyrir páskana þetta árið, það eitt veit ég. Set mér markmið að komast nokkuð heill út úr þessari törn því þriðja vaktin mín er að ná hæstu hæðum þessa dagana og gott að minna sig stundum á að muna að njóta en ekki þjóta.
Meira

Lasanja að hætti Rósinberg og brauðið góða

Að Hlíðarvegi 24 á Hvammstanga eru til heimilis Elín Jóna Rósinberg, matgæðingur úr tbl 46, 2022, Dagur Smári, einkaerfinginn hennar, og Eva Dögg, uppáhalds tengdadóttirin. Þau mæðgin hafa alla tíð búið í Húnaþingi vestra, fyrir utan námstíma Elínar, en hafa þó aldrei verið með lögheimili annars staðar og Eva Dögg er ættuð frá Hvammstanga.
Meira

Kjúklingur í pestósósu og letingjabrauð

Það eru Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson sem voru matgæðingar vikunnar í tbl 44, 2022. Kolbrún er úr Reykjavík og Atli er frá Kirkjubæjarklaustri en þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal árið 2011 en keyptu síðar jörðina Sturluhól og hafa látið fara vel um sig þar undanfarin ár. Þau eiga því í raun tvö heimili, í Skagabyggð og Húnabyggð þó að stutt sé á milli bæja.
Meira

Kjötsúpa og konfektkaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 42, 2022, voru Eygló Amelía Valdimarsdóttir, fædd og uppalin á Skagaströnd, og Ingvar Gýgjar Sigurðarson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Eygló er snyrtifræðingur að mennt en Ingvar er tæknifræðingur hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þau hafa búið á Króknum síðan 2014 og eiga saman þrjú börn, Valdimar Eyvar fæddan 2012, Amelíu Areyu fædda 2016 og Áróru Eldey fædda 2021.
Meira

Límónu fiskur og sykurlausar bollakökur

Matgæðingar vikunnar í tbl 41, 2022, voru Helgi Svanur Einarsson og Gígja Hrund Símonardóttir á Króknum. Gígja er fædd og uppalin í Hegranesi í Skagafirði, en Helgi er fæddur og uppalinn í Torfalækjarhreppi hinum forna í nágrenni Blönduóss og hafa þau bæði búið á Sauðárkróki síðastliðin 20 ár.
Meira

Kjúklingur og avokadó hamborgarar

Matgæðingur í tbl 39, 2022, var Árni Gísli Brynleifsson. „Kem úr dalnum sem guð skapaði, Hjaltadal,“ segir hann. Árni vinnur hjá langtímaleigudeild Bílaleigu Akureyrar en er með starfsstöð á Sauðárkróki. Eiginkona hans er Heiða B. Jóhannsdóttir, frá Sauðárkróki, en hún er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt og vinnur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Saman eiga þau þrjú börn; Louisu Lind (16 ára), Ingólf Snæ (9 ára) og Evu Líf (5 ára).
Meira

Saltfiskplokkfiskur og saltfisksalat

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var að hlusta á útvarpið um daginn sem er ekki í frásögu færandi en þá var verið að tala um hvaða gamaldags mat fólki fannst bestur. Það var oftar en einu sinni nefnt fiskibollur í dós frá Ora í bæði tómatsósu og karrýsósu. Í minningunni var þetta algjört nammi og var eitt af því sem ég borðaði mjög vel af því ég var frekar matvandur krakki.
Meira

Gúllassúpa og mjólkurgrautur

Það var Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir (Abba) sem var matgæðingur vikunnar í tbl 37, 2022, en hún er menntaður Bowentæknir og er ásamt eiginmanni sínum, Guðbergi Ellerti (Begga) með B.A. í þroskaþjálfafræðum. Í dag starfar hún sem bílstjóri, kynningaraðili og sölumaður hjá Smáframleiðendum á ferðinni sem Vörusmiðja – BioPol á Skagaströnd heldur utan um og Beggi starfar á sambýlinu í Fellstúni sem forstöðuþroskaþjálfi. Abba og Beggi eiga saman tvö börn, Harald Óla (Halla) 18 ára, starfar hjá Sveitasetrinu Hofstöðum, og Hörpu Sóllilju (Skrípið, hennar orð) 11 ára grunnskólanema.
Meira