Matgæðingar

Tælenskur réttur og pastasalat | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar í tbl. 29 að þessu sinni voru Jóhann Axel Guðmundsson og konan hans Mariko Morita og búa þau á Selfossi ásamt dóttur þeirra Írisi Þóru. Jóhann Axel er alinn upp á Fjalli í Sæmundarhlíð en vill meina að hann sé Varmhlíðingur og eini Skagfirðingurinn í sinni fjölskyldu, fæddur og uppalinn. Hin eru aðflutt aðkomufólk. Mariko er frá Hamamatsu í Japan en þaðan koma þau víðfrægu Yamaha hljóðfæri. Jóhann vinnur í Hveragerði hjá Ölverk og Mariko vinnur á Selfossi á Kaffi krús, endilega kíkið í kaffi. „Jæja, tvennt á boðstólum þessa vikuna, haldið ykkur,“ segir Jóhann hress. 
Meira

Nautalund og rækjukokteill | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl. 28 voru María Einarsdóttir og Jóhann Ingi Haraldsson í Ásgeirsbrekku í Skagafirði. María er ættuð frá Vindheimum en uppalin í Garðabæ en Jóhann Ingi er frá Enni. „Við eigum alltaf eitthvað gourmet kjöt í kistunni og eldum flesta daga. Við höfum bæði nokkuð gaman af eldamennsku en notum sjaldnast uppskriftir, yfirleitt er þetta eitthvað samsull af því sem til er hverju sinni. En gott að styðjast við góðar uppskriftir þegar eitthvað stendur til. Nautakjöt er í uppáhaldi hjá okkur báðum, það jafnast ekkert á við góða nautasteik.“
Meira

Ekki fyrir þá sem eru með sápugenið | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 27  voru fornleifafræðingarnir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, og Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra. Þegar þessi þáttur fór í birtingu í blaðinu voru þau stödd erlendis í sumarfríi og var því ákveðið að vera á alþjóðlegu nótunum hvað varðar uppskriftir. „Við fjölskyldan erum afar hrifin af fersku kóríander, þessar uppskriftir henta því ekki þeim sem eru með hið svokallaða sápugen, þ.e. þeim sem finnst kóríander smakkast eins og sápa,“ segja Berglind og Gummi.
Meira

Tveir fjölskylduvænir réttir | Feykir mælir með...

Erum við ekki alltaf að leita að einhverju nýju til þess að hafa í matinn? Eitthvað sem stórir sem smáir borða vel af en tekur ekki langan tíma að útbúa? Þessir réttir eru báðir algerlega fullkomnir þar sem þeir sameina þetta tvennt og Feykir mælir að sjálfsögðu með að þið prufið. Báðir réttirnir koma úr smiðju gottimatinn.is.
Meira

Ítalskt pizzadeig og gelato | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 24 fengu áskorun frá Guðbjörgu Einarsdóttur, kennara í FNV, en það eru þau Lilja Gunnlaugsdóttir, matreiðslukennari í Árskóla, og Valur Valsson, starfsmaður HMS á brunavarnasviði. Lilja og Valur búa í Áshildarholti rétt fyrir utan Sauðárkrók og voru á þessum tíma nýkomin heim frá Ítalíu. Þau skelltu sér að sjálfsögðu á námskeið í þessari ferð þar sem þau lærðu að gera pizzu og gelato og þá er tilvalið fyrir þau að deila þeim uppskriftum með lesendum Feykis.
Meira

Kotasæluvefja og baunapylsur | Feykir mælir með

Í tbl. 23 á þessu ári var Feykir að mæla með tveimur girnilegum uppskriftum frá vinkonu okkar Berglindi Hreiðarsdóttur sem er með heimasíðuna Gotteri og gersemar. Var á þeim tíma ekki búin að prufukeyra þá og er ekki enn.... en það hlítur að styttast í að ég gefi mér tíma í það enda virka þeir auðveldir í framkvæmd og efast ekki um að þeir eigi eftir að vera bragðgóðir. 
Meira

Folald í heimabökuðu pítubrauði og fljótandi eftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 á þessu ári voru Sigurður Pétursson og Telma Dögg Bjarnadóttir. Sigurður er ættaður frá Vindheimum í Skagafirði og Telma er frá Skagaströnd og eiga þau saman tvo stráka þá Mána Snæ og Alvar Áka. Fjölskyldan er búsett á Skagaströnd og starfar Sigurður sem smiður og Telma er hárgreiðslukona.
Meira

Þriggja rétta í boði Guðbjargar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 21 var Guðbjörg Einarsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en hún hefur verið kennari við skólann síðastliðin 20 ár. Guðbjörg hefur verið búsett á Sauðárkróki frá 1990 en hafði þó vetrarsetu í höfuðborginni nokkur ár meðan hún gekk menntaveginn í Háskóla Íslands.
Meira

Kjúklingasalat og rabarbarapæ | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 20 var Helena Mara Velemir sem er búsett á Skagaströnd og starfar sem matreiðslumaður á Harbour restaurant & bar. Helena býr með honum Elvari Geir Ágústssyni sem starfar sem háseti á Þerney. „Við erum bæði fædd og uppalin á Skagaströnd. Saman eigum við hundinn Mola og síðan á ég á eina dóttir fyrir hana Láreyju Maru.“
Meira

Hollir og góðir grautar ásamt orkumiklum hádegismat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 19 var Guðbjörg Bjarnadóttir, íslensku- og jógakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum og er hún gift Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Guðbjörg hefur frá því um tvítugt haft mikinn áhuga á öllu því sem stuðlar að heilbrigði og þá ekki síst á hollu og hreinu mataræði, stundum við litla hrifningu annarra fjölskyldumeðlima. Til dæmis þegar hún var að prófa sig áfram með baunarétti og sojakjöt hér á árum áður.
Meira