Matgæðingar

Feykir mælir með þessum partýkræsingum

Ef þú ætlar að halda upp á partý í kvöld þá eru þessar kræsingar eitthvað sem þú ættir að bjóða upp á.
Meira

Matgæðingur í tbl 21 - Misgáfulegir pastaréttir Dósa

Matgæðingur vikunnar í tbl 21 á þessu ári var Sæþór Már Hinriksson en hann starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls ásamt því að skemmta fólki með tónlistarflutningi þegar hann má vera að og námsmaður með meiru. Sæþór er í sambúð með Karen Lind Skúladóttur og eiga þau eina dóttur saman, Sölku Sæþórsdóttur.
Meira

Matgæðingur í tbl 17 - Nauta prime ribs og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 17 á þessu ári var Ívar Sigurðsson en hann er bóndi á Páfastöðum og er í sambúð með Ingibjörgu Ósk Gísladóttur sem vinnur á Eftirlæti. Saman eiga þau tvö börn, þau Diljá Mist fjögurra ára og Vestmar tveggja ára. „Er svo ekki viðeigandi að nautgripabóndinn gefi ykkur uppskrift að nauti,“ segir Ívar.
Meira

Matgæðingur í tbl 15 - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar í tbl 15 á þessu ári voru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira

Matgæðingur í viku 13 - Tælenskur chilikjúklingur og sænsk kladdkaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 13 í ár var Kristrún Ósk Sigurðardóttir en hún fékk áskorun frá Völu Frímannsdóttur. Kristrún er þjónustufulltrúi í Vörumiðlun á Sauðárkróki og er gift Arnari Skúla Atlasyni þjónustufulltrúa hjá VÍS. Kristrún og Arnar eiga þrjú börn, tvíburana Arnar Smára og Atla Skúla og Erlu Lár.
Meira

Feykir mælir með grilluðum kjúkling með sataysósu og Camembert í ofni

Loksins er að koma smá vorfílingur í mann og þá byrjar allsherjar grillvertíð á mínu heimili. Kjúklingur er eitthvað sem er auðvelt að fá krakkana til að borða og það er eins og þau ætli úr límingunum þegar maður bíður þeim upp á kjúklingaspjót. Ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift því þau eru líka góð daginn eftir og ekki skemmir fyrir að notast við þessa sataysósu því hún er guðdómlega góð. Ég hef svo náð að klúðra Camembert osti í ofni, já þið lásuð rétt, en ástæðan var að ég setti hann á eitthvað glerfat sem ég hélt að ætti að þola smá hita en viti menn það gerði það ekki. Fyrir vikið sat ég uppi með að taka ofninn minn í gegn og á þar að leiðandi ennþá eftir að prufa þessa uppskrift sem verður vonandi um helgina.
Meira

Matgæðingur í tbl 12 - Eldbökuð pizza og ís með Mars-sósu

Matgæðingur í tbl 12 í ár er Magnús Barðdal en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Magnús er giftur Önnu Hlín Jónsdóttur og eru þau að sjálfsögðu búsett á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn. Magnús vinnur í dag hjá SSNV sem verkefnisstjóri fjárfestinga en saman eiga þau hjónin gistiheimilið Hlín Guesthouse sem staðsett er á Steinsstöðum í Lýdó.
Meira

Beikonvafinn þorskur og eðal Royalbúðingur

Matgæðingur vikunnar í tbl 26, 2021, var Ásdís Ýr Arnardóttir en hún er Blönduósingur í húð og hár. Ásdís starfar sem kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og er að læra fjölskylduráðgjöf. Hún á tvær stelpur og er forfallinn fjallafíkill. „Eitt sinn var mér sagt að allar bitrar einhleypar konu færu á fjöll og svei mér þá, mig langaði í þann hóp og sé sko alls ekki eftir því. Landið okkar er svo dásamlega fallegt og náttúran er svo nærandi fyrir líkama og sál,“ segir Ásdís.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Fiski taco og kókosbollumarengs

Matgæðingur vikunnar er Vala Frímansdóttir sem er fædd og uppalin á Króknum. Vala er gift Sigurbirni Gunnarssyni og eru þau búsett á Akureyri og eiga saman þrjú börn. Vala er geislafræðingur og vinnur á myndgreiningardeild SAk.
Meira

Grillaður kjúklingabringuborgari og heit eplakaka

Matgæðingur í tbl 25, 2021, var Valgerður Karlotta Sverrisdóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr í dag í Reykjavík. Þangað flutti hún árið 1996 og er gift tveggja barna móðir. Hún á þau Sverri Má, 16 ára sem byrjaði í framhaldsskóla síðasta haust, og Filippíu Huld, sem verður 21 árs í haust og er nemandi við HÍ að læra ensku. Valgerður menntaði sig sem kjólasvein en hefur unnið á lögfræðistofu í 15 ár en passar sig á að njóta lífsins.
Meira