Matgæðingar

Spicy vodka pasta og brownies | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 18 er Skagfirðingurinn Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir sem nú er búsett í Grafarvogi. Hrafnhildur er í sambúð með Birki Frey Gunnarssyni frá Skagaströnd og starfar Hrafnhildur sem iðjuþjálfi á Reykjalundi í Mosfellsbæ en Birkir er háseti á frystitogara.
Meira

Nautaþynnusalat Rósar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 17 er Sigurrós Ingimarsdóttir en hún er dóttir Ingimars og Ossýjar. Sigurrós er fædd og uppalin á Króknum, bjó á Sauðárkróki til 1991 en flutti þá til Kaupmannahafnar og bjó þar í fimm ár. Þaðan lá svo leiðin í borg óttans, Reykjavík. „Í góðærinu kviknaði sú hugmynd að byggja hús á Akranesi og þangað flutti ég ásamt fjölskyldunni árið 2008.“
Meira

Gyros og nachos í Air fryer | Matgæðingur Feykis

Skagfirðingurinn Bergrún Sóla Áskelsdóttir er matgæðingur vikunnar í tbl. 16 en hún er búsett í Kópavogi og er í sambúð með Sigvalda Helga Gunnarssyni frá Löngumýri. Bergrún starfar á ferðaskrifstofu en Sigvaldi vinnur í Tækniskólanum og þess á milli hafa þau mjög gaman af tónlist og ferðalögum. Þau hafa ferðast töluvert og vita fátt skemmtilegra en að smakka framandi mat í nýjum löndum.
Meira

Grísk lambaveisla með rótargrænmeti og hrísgrjónum | Matgæðingur Feykis

Erla Júlíusdóttir var matgæðingur vikunnar í tbl. 13 en hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar hún var átta ára gömul því faðir hennar, Júlíus Skúlason (Júlli skipstjóri), fékk skipstjórastöðu á Hegranesinu og síðar Klakk. Erla starfar í dag sem kennari og býr í Reykjavík og á þrjú börn. „Ég hef sérstakt dálæti á grískum mat þar sem sameinast ferskleiki, dásamleg krydd, næringargildi og hollusta,“ segir Erla.
Meira

Graskerssúpa og ofureinfaldar hafraköku | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 12 var Pála Margrét Gunnarsdóttir en hún fékk áskorun frá frænku sinni Malen Áskelsdóttur sem var í tbl. 10. Pála Margrét er gift Sveinbirni Traustasyni sem er ættaður frá Flateyri og Skálholtsvík í Hrútafirði og saman eiga þau tvær dætur, Signýju Rut, þriggja ára, og Bergdísi Lilju, eins árs. Til að svala ættfræðiþyrstum einstaklingum þá er Pála Margrét elsta dóttir Guðnýjar Guðmunds og Gunna Gests í Eyrartúninu á Króknum.
Meira

Sushi skál og páskaungakökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 11 var Hrafnhildur Eiðsdóttir en hún fékk áskorun frá vinkonu sinni, Helgu, sem var í tbl. 9. Hrafnhildur er fædd og uppalin á Grundarstígnum á Króknum, er kennari og kennir leirmótun við Menntaskólann við Sund. Hrafnhildur er gift Einari Arnarsyni kaupmanni í Hókus Pókus og eiga þau samtals sex börn og þrjú barnabörn.
Meira

Vorrúllur og Mango Sticky Rice | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 10 voru þau Malen Áskelsdóttir og Bjarki Bernardsson. Malen er dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars í Brekkutúninu á Króknum. Bjarki er alinn upp á Akureyri og er hálfur Hollendingur. Malen og Bjarki kynntust sem unglingar í Borgarfirði eystri en þau eiga bæði tengingu við það svæði og hafa búið þar mörg sumur.
Meira

Byggréttur og einföld ostakaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 9 var Helga Jóhanna Stefánsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Öldustígnum, úr þeim góða árgangi 1969. Helga býr í 101 Reykjavík, á einn upp kominn son og starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í Landakotsskóla.
Meira

Sushi pizza og litlar franskar súkkulaðikökur | Matgæðingur Feykis

Það er Kristín Gunnarsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 8 en hún er fædd og uppalin á Króknum en býr í dag í Reykjavík. Kristín á þrjú börn og fimm barnabörn og hefur Kristín lengst af unnið sem kokkur.
Meira

Uppskriftir að hætti Jóhanns Daða | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur Feykis í tbl 7 var Jóhann Daði en hann er 24 ára Skagfirskur viðburðastjóri, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Gísli Sigurðsson og Lydía Ósk Jónasdóttir. Jóhann býr fyrir sunnan, nánar tiltekið í Kópavogi, og vinnur sem sölumaður hjá Sýn. Jóhann spilar knattspyrnu með Tindastól og er trommuleikari í þeirri víðfrægu hljómsveit Danssveit Dósa.
Meira