Matgæðingar

Folaldafille og kókosbolludraumur

Matgæðingar vikunnar í tbl 17 í fyrra voru Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Þröstur Kárason. Gunnhildur starfar á skrifstofu Fisk-Seafood og Þröstur er húsasmíðameistari og starfar hjá Friðriki Jónssyni. Þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt dætrum sínum, Berglindi Björgu og Bergdísi Brynju. Þau ætla að bjóða upp á uppskriftir að folaldafille.
Meira

Rauðmagi eldaður á ýmsa vegu

Ég má til með að deila þessari frétt sem ég gerði árið 2021 um hvernig skal elda rauðmaga á ýmsa vegur því hún á vel við í dag þar sem grásleppuvertíðin byrjaði fyrir viku síðan og rauðmaginn slæðist með upp á land. En það eru margar fiskitegundirnar ljótar en þessi er ein af þeim ljótari og það vill svo til að ég er þannig gerð að ef útlitið er ógeðslegt þá hlýtur bragðið að vera vont líka. En þeir sem vita betur en ég segja að því ljótari sem fiskurinn er, því betra sé bragðið.
Meira

Kryddlögur á grillkjötið og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 16, 2023, eru Hreiðar Örn Steinþórsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og ökukennari og Þorbjörg Sandra Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Árskóla. Þau búa í Drekahlíðinni á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn, þau Dagmar Lilju, Hilmar Örn, Hörpu Sif og Völu Marín.
Meira

Kókoskúlur og Chow Mein

Matgæðingar vikunnar í tbl. 15, 2023, voru Hekla Eir Bergsdóttir, aðflutt að sunnan, og Óli Björn Pétursson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Þau eru bæði mjólkurfræðimenntuð og starfa í mjólkursamlagi KS, Hekla sem gæðastjóri og Óli Björn sem aðstoðar framleiðslustjóri. Þau eiga saman tvö börn, Birni Helga, fæddan 2020 og Kristínu Petru, fædd 2023.
Meira

Þorskhnakkar með chili og súkkulaðimús

Matgæðingar vikunnar í tbl 14, 2023, voru Davíð Már Sigurðsson, kokkur á Drangey SK 2 og myndasmiður, og konan hans Katrín Ingólfsdóttir, grunnskólakennari í Árskóla. Þau búa í Barmahlíðinni á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn, Rakel Sif, Viktor Smára, Daníel Frey og Kötlu Maríu. „Það er fátt betra en íslenski þorskurinn og er aðalrétturinn þorskhnakkar með chili og hvítlauk. Svo er gott að fá sér í eftirrétt einfalda og góða súkkulaðimús með rjóma og berjum,“ segir Davíð
Meira

Skirtsteik og Panna Cotta

Matgæðingar vikunnar í tbl 13, 2023 voru Magnús Freyr Gíslason, arkitekt hjá Verkfræðistofunni Stoð ehf. og húsgagnasmiður, og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, kennari í Árskóla. Þau búa í Barmahlíðinni á Króknum og eiga saman þrjú börn, Kötlu, Hinrik og Jöklu. Maggi og Kolbrún áttu einnig veitingastaðinn Sauðá þegar þessi matgæðingaþáttur fór í birtingu en hann er staðsettur í brekkunni við hliðina á FNV. „Eftir þennann djúpa þrist frá Pavel ákvað ég að fara í öruggt tveggja stiga layup með þessum tveim réttum,“ segir Maggi.
Meira

Sítrónuostakaka í boði Sigurveigar og Inga

Matgæðingar vikunnar í tbl 12, 2023, eru Króksararnir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir og kærastinn hennar Ingi Sveinn Jóhannesson. Sigurveig er dóttir Guðnýjar og Gunna Gests og Ingi Sveinn er sonur Fríðu og Jóa á Gauksstöðum. Þau búa saman í London þar sem Sigurveig er að gera góða hluti sem tískuljósmyndari. „Við erum matarfólk og finnst fátt skemmtilegra en að elda,“ segir Sigurveig.
Meira

Þriggja rétta hjá Pavel Ermolinski matgæðingi Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2023, voru Pavel Ermolinski og konan hans Ragna Margrét Brynjarsdóttir en á þeim tíma voru þau nýflutt á Sauðárkrók úr Reykjavík. Pavel tók þá við þjálfun á karlaliði Tindastóls í körfubolta og Ragna Margrét starfaði þá sem verkefnastjóri hjá sálfræðideild Háskóla Reykjavíkur. Þau eiga saman tvo drengi, Emil, sem er þriggja ára og Anton sem verður eins árs á þessu ári. „Ég þakka fyrir áskorunina. Ég legg allt undir þegar ég fer í eldhúsið. Skil ekkert eftir á gólfinu, fyrir utan allt ruslið,“ segir Pavel. 
Meira

Lambalundir með sætkartöflumús og sveppasósu

Matgæðingar vikunnar í tbl 9, 2023, eru Skagfirðingarnir Margrét Helga Hallsdóttir og Helgi Freyr Margeirsson. Margrét vinnur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Helgi í útibúi Landsbankans á Króknum auk þess sem hann er þjálfari meistaraflokks kvenna í körfunni ásamt ýmsu öðru. Þau eiga saman þrjú börn, Hall Atla, Maríu Hrönn og Hólmar Daða.
Meira

Lágkolvetna fiskisúpa og súkkulaðikaka án sykurs og hveiti

Það er Edda Hlíf Hlífarsdóttir sem var matgæðingur í tbl. 8 á þessu ári en hún fékk áskorun frá systur sinni Þyrey Hlífarsdóttur að taka við þættinum á eftir sér. Edda er fædd og uppalin í Víðiholti í Skagafirði og starfar sem prestur í Húnavatnsprestakalli. Edda er búsett á Blönduósi og er unnusti hennar, Þráinn Víkingur Ragnarsson verkfræðingur, búsettur í Austur-Landeyjum, þar sem þau reka hrossaræktarbú.
Meira