Mannlíf

Mörgum verður starsýnt á A

Árrisulir Króksarar voru margir hverjir steinhissa og nudduðu stírurnar extra vel þegar þeim varð litið til hafs í morgun. Rétt undan strandlengjunni dólaði ei stærsta snekkja heims eins og sagt var frá hér á Feyki.is fyrr í morgun. Snekkja þessi hefur undanfarnar vikur heimsótt Eyjafjörð og Siglufjörð og hvarvetna vakið mikla athygli – enda engin smásmíði og hönnunin einstök.
Meira

Vagga körfuboltans á Króknum rifin – hvert fóru silfurskotturnar?

Nú þegar leikfimisalurinn gamli við Barnaskólann á Freyjugötu á Sauðárkróki, oft kallaður Litli salurinn, hefur verið rifinn hefur skapast ágæt umræða um salinn á samfélagsmiðlum. Ljóst er að hann vekur upp misjafnar minningar hjá þeim sem þar stunduðu leikfimi og íþróttir í gegnum tíðina. Sumir eru leiðir yfir því að þessi vagga körfuboltans á Króknum hafi verið rifin án þess að nokkur hafi hreyft mótbárum og aðrir nánast fegnir að þessi salur, sem lifir í martröðum þeirra enn í dag, sé horfinn fyrir fullt og allt.
Meira

Skagfirska sveiflan ruddi brautina

Það vakti athygli á dögunum þegar það fréttist að íslensk hljómsveit hefði tekið sig til og ákveðið að styrkja Aftureldingu í Mosfellsbæ með því að setja nafnið sitt, Kaleo, framan á búninga klúbbsins. Einhverjir töldu að um tímamót væri að ræða. Skömmu síðar fréttist svo að Ed Sheeran hefði gert svipaðan díl við sitt heimafélag, Ipswich Town, en kannski fyrir fleiri krónur. Þetta þóttu auðvitað gömul tíðindi í Skagafirði.
Meira

„Áður en ég vissi af voru allar komnar í kringum mig öskrandi af gleði“

Það var Hugrún Pálsdóttir sem gerði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild og ágætt fyrir þá sem hafa gaman að fótbolta pub-quizzi að muna þá staðreynd. Markið gerði hún eftir hornspyrnu á 36. mínútu og virtist ætla að duga til sigurs en Þróttur jafnaði í uppbótartíma og liðin skildu því jöfn. Hugrún hefur alla tíð spilað fyrir Tindastól, á að baki 117 leiki og hefur skorað 19 mörk. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir markaskorarann í morgun og byrjaði á að spyrja hvernig tilfinningin hafi verið að skora fyrsta mark Tindastóls í efstu deild.
Meira

Geggjað veður og brjálæðislega góð mæting

Umhverfisdagur Fisk Seafood og knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram á Sauðárkróki í dag í björtu og stilltu veðri. Var rusl plokkað og tekið til frá klukkan tíu í morgun og stóð í fjóra tíma. Þátttaka tuðrusparkara og aðstandenda þeirra var „brjálæðislega góð“ eins og Feykir hafði eftir einum þátttakenda.
Meira

Höldum áfram að fara varlega

Covid-19 hefur enn klærnar í samfélaginu þó vel gangi að bólusetja landsmenn. Nokkur hópsmit hafa að undanförnu verið mikið í fréttum og nú síðast hefur athyglin beinst að Þorlákshöfn. Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu sl. sunnudag og eflaust hafa einhverjir í ljósi síðustu frétta velt fyrir sér hvort smit hafi mögulega borist norður yfir heiðar. Stefán Vagn Stefánsson, formaður Almannavarnateymis Norðurlands vestra, segir ekki vitað um neina tengingu á milli hópsmitsins og leikmannahóps Þórs og því ekki ástæða til ótta. „Hinsvegar er alltaf möguleiki á smiti burtséð frá þessu og því mikilvægt að fara varlega og fylgja fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki.
Meira

Feykissýning í tilefni 40 ára afmælis hefur opnað í Safnahúsinu

Í apríl varð héraðsfréttablaðið Feykir 40 ára og var til dæmis haldið upp á tímamótin með útgáfu afmælisblaðs. Nú hefur verið opnuð dálítil afmælissýning í Safnahúsi Skagfirðinga og er sýnt á báðum hæðum. Um er að ræða upprifjanir á minnisstæðum fréttum nokkurra þeirra aðila sem að blaðinu hafa komið í gegnum tíðina. Sýningin er hluti af dagskrá Sæluviku Skagfirðinga sem nú stendur yfir.
Meira

Aukatónleikar á Skagfirska tóna

Nú er nánast uppselt á tónleikana Skagfirskir tónar sem Hulda Jónasdóttir stendur fyrir næsta laugardagskvöld á Gránu Bistro á Sauðárkróki en þar verða flutt lög eftir skagfirskar tónlistarkonur. Því hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika sama dag kl 17. Hulda segir fólk hafa tekið vel í smá upplyftingu í lok Sæluviku og aðeins séu örfáir miðar eftir. Segir hún að félagar í Félagi eldri borgara í Skagafirði fái 50 % afslátt af miðaverðinu á þá tónleika svo það er um að gera að bregðast skjótt við og tryggja sér miða.
Meira

Sólon ríður á vaðið í Sæluviku með myndlistasýningu á morgun - Leikfélagið rekur lestina - Myndband

Samkvæmt almanakinu hefst Sæluvika Skagfirðinga nk. sunnudag en ákveðið hefur verið að engin formleg setning skuli fara fram að þessu sinni og má kenna Covid-ástandinu um. Nokkrar uppákomur hafa nú þegar verið auglýstar en ljóst má vera að Sæluvikan verður ansi mikið öðruvísi en fólk á að venjast. Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, segir að setningin verði með óhefðbundnu sniði eins og búast megi við. „Það verður ekki formleg setning Sæluviku heldur verður athöfn á laugardegi í lok Sæluviku með samfélagsverðlaun og úrslit vísnakeppni og svo verður Héraðsskjalasafnið með sýningu tileinkaða Feyki í tilefni 40 ára starfsafmælis. Laugardagurinn verður sem sagt aðaldagurinn og við hvetjum fólk til að taka þátt, hvort sem er rafrænt eða í mannheimum.“
Meira

Króksarar gera strandhögg á norskum grundum 1984

Á því herrans ári 1984 steig hópur glaðbeittra tuðrusparkara í 4. flokki Tindastóls upp í Benz-kálf sem renndi síðan frá sundlauginni á Króknum á fallegu júlíkvöldi. Eldri helmingur hópsins nýfermdur og fullkomlega sáttur við að vera kominn í tölu fullorðinna. Framundan var ævintýraferð á Norway Cup – stærsta fótboltamót í heimi – sem fram fór í Osló.
Meira