Mannlíf

Tindastólsmenn láta hendur standa fram úr ermum og það er leikur í kvöld!

Það er alltaf líf og fjör á Facebook-síðunni Skín við sólu og fólk duglegt við að pósta myndum og ýmsu efni þangað inn. Nú um helgina var síðuhaldarinn, Ómar Bragi, með símann á lofti og náði meðal annars að mynda liðsmenn Tindastóls í körfunni sem unnu við gluggahreinsanir í haustblíðunni.
Meira

KS áfram með matargjafir fyrir jólin

Fyr­ir síðustu jól og fram eft­ir þessu ári hefur Kaupfélag Skagfirðinga gefið mat­væli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um er að ræða kjöt- og mjólk­ur­vör­ur, græn­meti, kart­öfl­ur og brauð. „Það hef­ur orðið að sam­komu­lagi á milli kaup­fé­lags­ins og hjálp­ar­stofn­ana að halda þessu sam­starfi áfram núna í aðdrag­anda jól­anna,“ seg­ir Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi en KS mun áfram gefa mat­væli til nokk­urra hjálp­ar­stofn­ana hér á landi.
Meira

Táin og Strata færðu Dagdvöl aldraðra gjöf

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir af því að systurnar Hjördís og Rannveig Helgadætur í Tánni og Strata hafi á dögunum fært Dagdvöl aldraðra veglega gjöf þegar þær afhentu þrjú vélræn stuðningsdýr. Að sögn Stefaníu Sifjar Traustadóttur, forstöðumanns Dagdvalar, koma stuðningsdýrin sér afar vel fyrir notendur og eru þegar farin að vekja mikla lukku og umræður.
Meira

Glatt á hjalla hjá Gránu :: Söngurinn ómar í Háa salnum

Menningarfélag Gránu á Sauðárkróki hefur blásið í herlúðra og stendur fyrir metnaðarfullum atburðum í tónleikaröð vetrarins. Fyrir skömmu kom dúettinn Sycamore Tree fram í Háa salnum í Gránu og á dögunum voru þau Malen Áskelsdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Reynir Snær Magnússon með tónleika. „Það var mjög vel mætt, notaleg og þægileg stemming. Mjög góð byrjun,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238.
Meira

Leynilögga á leið í bíó: „Það er víst byrjað að ræða framhald...“

Það er ekki á hverjum degi sem von er á hasargrínmynd með sprungulausum Króksara í aðalhlutverki í bíó. Hljómar kannski eins og eitthvert bull en er engu að síður staðreynd því Króksbíó, líkt og fjölmörg kvikmyndahús um allan heim, tekur senn til sýningar kvikmyndina Leynilögga (Cop Secret) sem skartar Auðunni okkar Blöndal í aðalhlutverki. Myndin, sem er leikstýrt af Messi-víta-bananum Hannesi Þór Halldórssyni, er einnig byggð á hugmynd Audda.
Meira

„Birta á að fá þessa bók“

Bók-haldið bankaði upp á hjá Birtu Ósmann Þórhallsdóttur, rétt rúmlega þrítugum bókaútgefanda hjá Skriðu bókaútgáfu, á vordögum. Birta hafði verið búsett á Hvammstanga en var að flytja til Patreksfjarðar á þessum tíma. Hún er að auki rithöfundur og þýðandi en hafði einnig verið í hlutastarfi við skráningu gripa fyrir Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna.
Meira

Sumardagur í Glaumbæ – bókaútgáfa og listasýning

Myndlistarsýning í tilefni útgáfu barnabókarinnar „Sumardagur í Glaumbæ“ var opnuð um helgina í Áshúsinu í Glaumbæ. Útgefandi bókarinnar er Byggðasafn Skagfirðinga, myndskreytingar eru eftir franska listamanninn Jérémy Pailler og textahöfundur er Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri. „Það er dásamlegt tilfinning að fagna áföngum sem þessum,“ sagði Berglind þegar hún bauð gesti velkomna í útgáfuhófið.
Meira

Eurovision-fögnuður í Fljótum þegar grænt ljós var gefið á göngur og réttir

„Segja má að fyrirkomulag gangna og rétta í Fljótum hafi verið með öðrum brag þetta árið vegna Covid-smita sem komu upp í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi en þangað sækja grunnskólanemendur í Fljótum nám,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum, þegar Feykir innti hann eftir fréttum af göngum og réttum.
Meira

Saknar sundlauganna og gnauðsins í vindinum

Feykir þeytist heimsálfanna á millum í leit að íbúum af Norðurlandi vestra sem hafa komist í tölu brottfluttra íbúa landshlutans til lengri eða skemmri tíma. Nú tökum við hraustlegt stökk í vestur og lendum hjá Áslaugu Sóllilju Gísladóttur í Vancouver í Kanada. Hún er eitt fjögurra barna Bryndísar Kristínar Williams Þráinsdóttur og Gísla Svans Einarssonar sem búa á Suðurgötunni á Króknum.
Meira

„Mér fannst þetta ofboðslega gaman“

Hvorki Guðni Þór né Óskar Smári munu verða í brúnni hjá Stólastúlkum þegar þær spretta úr spori næsta sumar í Lengjudeildinni. Feykir hafði áður sagt frá því að Guðni þjálfari væri fluttur suður og í gær tilkynnti knattspyrnudeild Tindastóls að samningur Óskars Smára yrði ekki endurnýjaður. Það verður því nýr þjálfari sem tekur við liði Stólastúlkna. Feykir sendi Óskari Smára nokkrar spurningar til að tækla og það stóð ekki á svörum á þeim bænum frekar en fyrri daginn, enda kappinn alltaf hress og jákvæður.
Meira