Mannlíf

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Gamlársdagur er á morgun og það má reikna með að margur hugsi sér gott til glóðarinnar og fíri upp flugeldum af miklum móð. Björgunarsveitirnar eru með sölu á slíkum varningi víðast hvar á þéttbýlisstöðum – ef ekki hreinlega öllum. Engir eru snjóskaflarnir til að stinga flugeldunum í áður en þeim er skotið á loft en það er jákvætt að útlit er fyrir skaplegt veður annað kvöld.
Meira

„Leggst með rassinn framan í mig“

Á Hólmagrundinni á Króknum búa krakkarnir Árelía Margrét, Ingimar Hrafn og Hafþór Nói ásamt foreldrum sínum, Ásu Björgu og Grétari Þór. Á heimilinu leynist einnig ferfætlingur, hundur sem ber nafnið Þoka og er af gerðinni Schnauzer. Þetta er reyndar ekki í fyrsta eða annað skiptið sem Schnauzer heimsækir okkur í gæludýraþáttinn því við höfum t.d. fengið að kynnast þeim Herberti, Tobba, Hnetu og Freyju sem eru af þessari tegund. Það er reyndar mismunandi hvort þau flokkist sem miniature, standard eða giant en hún Þoka er standard.
Meira

„Ég er ánægð að hafa upplifað ár sem var fullt af fallegum atburðum“ | KATRĪNA GEKA

Síðasti nýbúinn sem Feykir ræðir við um jólin og árið sem er að líða er Katrīna Geka. „Ég gegni mörgum hlutverkum í lífinu, þar á meðal móðir fallegs drengs, eiginkona yndislegs manns og sjálfstætt starfandi lífsstílsblaðamaður. Ég og fjölskylda mín búum nú á Sauðárkróki,“ segir Katrīna hún er gift David Geks körfuboltamanni með liði Tindastóls en hann varð einmitt íslenskur ríkisborgari á árinu.
Meira

Það er almennt mikið keppnisskap í fjölskyldunni | INGVI HRANNAR

Einn af bestu sonum Skagafjarðar er Ingvi Hrannar Ómarsson, árgangur 1986, en hann flutti fyrir nokkru til Kaliforníu sem er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þar starfar hann við náms- og upplifunarhönnun (Instructional Designer) hjá tæknirisanum Apple í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Silicon Valley, Apple Park, en þar starfa um 12 þúsund manns. Eins og flest sem tengist Apple þá er hönnun vinnustaðarins einstök. Það hafði lengi staðið til hjá Feyki að taka púlsinn á Ingva Hrannari eftir flutninga til Bandaríkjanna og hér má lesa afraksturinn.
Meira

„Fyrir mér snúast jólin um að vera nálægt fjölskyldunni“ | DAVID BERCEDO

Feykir heldur áfram að ræða við útlendinga sem lifa og starfa á Íslandi, forvitnast um jólahald þeirra, trúarbrögð og árið sem er að líða. Nú er það hann David Bercedo sem er frá Madrid á Spáni en starfar á Sauðárkróki sem verður fyrir svörum. Hann var í haust valinn besti leikmaður karlaliðs Tindastóls sem náði ágætum árangri í sumar. „Ég hef tvö störf núna sem bæði eru mér mjög mikilvæg og endurspegla mismunandi hliðar á því hver ég er,“ segir hann.
Meira

„Ég hef sest að bæði í ljósinu og myrkrinu“ | MORGAN BRESKO

Feykir birtir viðtöl við nokkra erlenda einstaklinga sem búa nú á Norðurlandi vestra, til lengri eða skemmri tíma. Við spyrjum um hvað sé heima, hvernig jólahaldið er og hvort viðkomandi hafi lært eitthvað á árinu sem er að líða. Fyrst á vaðið rennir Morgan Bresko sem hefur birt nokkrar greinar í Feyki tengdar listsýningum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún er ráðgjafi í geðheilbrigðismálum og menningarfulltrúi. „Ég á myndarlegan íslenskan eiginmann og tvö yndisleg börn. Við búum á bænum Torfalæk rétt fyrir utan Blönduós,“ segir hún til að byrja með í forvitnilegu spjalli.
Meira

JÓLIN MÍN | „Skreytum frekar mikið með alls konar gömlu skrauti“

Auður Björk Birgisdóttir er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Hún býr á bænum Grindum í Deildardal með eiginmanni sínum, Rúnari Páli Dalmanni Hreinssyni, en þar búa þau með sauðfé og hross. „Við eigum þrjú börn, Bjarkey Dalrós, 17 ára, Sigurrós Viðju, 11 ára, og Birgi Smára Dalmann, 7 ára.
Meira

JÓLIN MÍN | „Var örugglega jólaálfur í fyrra lífi“

Helena Mara Velemir býr á Skagaströnd með Elvari Geir, Láreyju Möru og hundinum Mola sæta. Spurð út í hvað hún vinni við þá segir hún að það fari eftir því hvaða dagur er.
Meira

JÓLIN MÍN | Uppáhaldskökusortin breytist oft á milli ára

Ingibjörg Signý Aadnegard er fjögurra barna móðir á Blönduósi þar sem hún býr með Jóni Antoni. Hún starfar sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Hún var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar Feykir bað hana að segja frá jólunum sínum.
Meira

JÓLIN MÍN | „Höfum almennt mjög gaman og borðum aðeins of mikið“

Guðrún Björg Guðmundsdóttir býr á Sauðárkróki og er oftast kölluð Gunna. Hún er móðir tveggja uppkominna drengja og segist eiga tvær magnaðar tengdadætur og barnabörnin eru orðin sex talsins; fjórir drengir og tvær stúlkur. Gunna hefur starfað sem sjúkraliði við Heilbrigðisstofnunina á Króknum í bráðum 40 ár.
Meira