Mannlíf

Ferð björgunarsveitarfélaga með Múlafossi í aftakaveðri í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík

Nú eru liðin þrjátíu ár frá því snjóflóðin féllu á Súðavík en þar létust 14 manns. Feykir komst yfir frásögn Jóns Halls Ingólfssonar, heiðursfélaga Skagfirðingarsveitar, af því þegar hópur úr björgunarsveitinni lagði í sjóferð með Múlafossi, vestur til að aðstoða við björgun. Þessa daga var veðrið stjörnubrjálað og allar aðgerðir erfiðar. Ferðin varð söguleg og mikil lífsreynsla fyrir þau sem í hana fóru og eitthvað sem gleymist sjálfsagt aldrei.
Meira

Nördalegast líklega að hafa farið í Harry Hole bókagöngu um Osló

Síðast fórum við yfir hnöttinn alla leið til Ástralíu og töluðum við Hönnu Kent. Að þessu sinni skruppum við fram í mekka Skagafjarðar, Varmahlíð. Þar situr fyrir svörum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, eiginkona og móðir. Spurningin er hvort doktorsnemi hafa tíma til að lesa eitthvað annað en námsbækur. Við sendum Bók-hald á Sirrý til að komast að því.
Meira

Króksblótið er um helgina

Tími þorrablótanna er genginn í garð eins og alkunna er. Á Sauðárkróki fer Króksblótið fram nú laugardaginn 1. febrúar og að þessu sinni er það 70 árgangurinn sem stendur fyrir blótinu sem fer fram í íþróttahúsinu.
Meira

Tveir þriðju félaga í Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra mættu á blót

Það er líf og fjör á Facebook-síðu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og nú um liðna helgi gaf að líta nokkrar myndir af prúðbúnum eldri borgurum á þorrablóti félagsins. Feykir spurði Guðmund Hauk Sigurðsson, formann félagsins, út í hvernig til hefði tekist og svaraði hann því til að 115 af 180 félögum hafi mætt á blótið. Ræðumaður kvöldsins var Helgi Björnsson í Huppahlíð en Rafn Benediktsson, formaður þorrablótsnefndar, stýrði samkomunni.
Meira

Aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni

„Okkar ástsæli – og ekki síður farsæli – skipstjóri Guðjón Guðjónsson, sem flestir þekkja væntanlega ekki nema sem Jonna, hoppaði alkominn í land í [gær] eftir rúmlega hálfa öld á sjó.“ Svo segir í frétt á vef FISK Seafood en umræddur Jonni hefur lengst af verið skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU-1 og hefur á þessum árum gert víðreist um sjóinn en „...stærir sig af því um leið að hann hafi aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni enda hafi líf hans verið í föstum skorðum alla tíð.“
Meira

Að gera góða hátíð enn betri

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin dagana 20.–22. júní í sumar og er undirbúningsnefndin búin að bretta upp á ermarnar og farin að undirbúa hátíðina.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu BioPol

Í síðustu viku fóru nemendur í 5. og 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd í heimsókn í BioPol, rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í örverufræði og líftækni og er einmitt staðsett á Skagaströnd. Í frétt á vef skólans segir að þar hafi Judith, einn af vísindamönnum rannsóknarstofunnar, tekið á móti nemendunum og kynnti þau fyrir heillandi heimi baktería og rannsókna.
Meira

Jóhanna á Akri valin Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu 2024

Húnahornið stóð í 20. skipti fyrir valinu á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu nú í janúar. Niðurstaðan varð sú að lesendur netmiðilsins völdu Jóhönnu Erlu Pálmadóttur á Akri sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2024. Jóhanna er textílkennari og verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi og frumkvöðull að tilurð Vatnsdælurefilsins og Prjónagleðinnar svo fátt eitt sé nefnt.
Meira

Ef þú ert ekki tilbúin að vinna fyrir því sem þú vilt þá viltu það ekki nógu mikið

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar þekkja vel til viðmælanda Feykis sem var í tbl 30 í fyrra en það var Karen Lilja Owolabi. Karen hefur nefnilega staðið vaktina uppi í golfskála síðastliðin fimm sumur og staðið sig frábærlega vel í að aðstoða iðkendur við allt sem viðkemur golfinu. En það eru kannski fáir sem vita hver Karen er og hvað hún hefur verið að sýsla. Feykir ákvað því að kynnast henni aðeins betur og sendi henni nokkrar spurningar.
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 3. janúar

Feykir sá góðan Facebook-póst í gær frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu þann 3. janúar 2025 og gleðja vonandi einhverja með spá sinni.
Meira