Mannlíf

Andri Már stígur á stokk í Mexíkó

Feykir hefur aðeins fylgst með ævintýrum Andra Más Sigurðssonar / Joe Dubious á mexíkanskri grundu. Andra kannast margir við sem tónlistarmann og hann var eftirminnilega í framlínu hljómsveitarinnar dáðu, Contalgen Funeral, sem margir sakna. Andri flutti til Mexíkó árið 2019 og bjó í þorpinu La Erre í Guajajuato-fylki síðast þegar Feykir tók á honum púlsinn. Í fyrra sögðum við frá því að Andri væri farinn að láta á sér kræla í tónlistinni í Mexíkó og nú spilaði hann á virtri menningarstofnun, El Museo de la Independencia en Dolores Hidalgo – hvorki meira né minna!
Meira

Bongó, þoka, sól, rigning, vindur

„Ég bý á Hvammstanga og er ekki í sumarfríi. Er það of biturt svar í júlí?“ spyr Aldís Olga Jóhannesdóttir sem ætlar að gera alls konar á Eldi í Húnaþingi í ár. „Ég hef verið viðloðandi þessa hátíð í mörg ár og hef þeyst á milli viðburða. Mér þykir sérstaklega skemmtilegt að skella mér á tónlistarbingóið, en ætli ég láti ekki krílastund fyrir 0-3 ára eiga sig.“
Meira

Eldur í Húnaþingi er eins og Hawaii pizza

Magnús Eðvaldsson býr á Hvammstanga, er að dunda sér við að vera í sumarfríi, en hann stefnir ótrauður á virka þátttöku í Eldi á Húnaþingi. Það er eins gott að hann sé í toppformi því hann ætlar að taka hátíðina með trukki og dýfu!
Meira

Eftirminnilegir tónleikar með Jet Black Joe sem breyttust í ball

„Ég bý á Hvammstanga og vinn í Landsbankanum en þessa dagana er ég í sumarfríi og í hestaferð um báðar Húnavatnssýslurnar með góðum vinum – fátt sem toppar það,“ segir Halldór Sigfússon en hann ætlar þó ekki að missa af Eldi á Húnaþingi.
Meira

Eldur í Húnaþingi er eins og sæt og góð hjónabandssæla

„Ég mun að öllum líkindum reyna að sækja sem flesta viðburði, ýmist með barnabörnum og eða með fjölskyldu og vinum, enda úr mörgum frábærum viðburðum að velja,“ segir Eydís Bára Jóhannsdóttir þegar Feykir platar hana til að svara hvað hún ætli að gera á Eldi í Húnaþingi.
Meira

Diskódísir eru í forsvari fyrir Eld í Húnaþingi 2024 sem hefst í dag

Íbúar í Húnaþingi vestra taka við kætikeflinu af vinum sínum í austrinu sem hafa nýlokið við að skemmta sér og sínum á Húnavöku. Nú er það Eldur í Húnaþingi sem tekur yfir, fær örugglega sólina lánaða, en dagskráin í Húnaþingi vestra hefst í dag, þriðjudaginn 23. júlí, og stendur fram til sunnudagsins 28. júlí. Það er búið að tilkeyra þessa hátíð og rúmlega það en 21 ár er síðan sú fyrsta fór fram 2003 og hefur verið haldin árlega síðan. Að þessu sinni eru það Diskódísirnar, vinkvennahópur í Húnaþingi, sem hafði veg og vanda af því að setja saman dagskrá DiskóElds í Húnaþingi.
Meira

Geggjuð Húnavaka!

Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var dagskrá Húnavöku þéttskipuð frá miðvikudegir og fram á sunnudag og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur viðburðastjórnanda þá tókst Húnavakan geggjað vel, þó hún hefði verið til í betra veður á laugardeginum en þá þurfti að færa einhverja viðburði undir þak.
Meira

Keyrt yfir Blönduós á torfærubíl í kvöld

Á morgun, laugardaginn 20. júlí, fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í torfæru við Kleifarhorn á Blönduósi. Um er að ræða svokallaða Jón og Margeir torfæru og hefjast leikar kl. 11:00 og stendur í um sex tíma samkvæmt auglýstri dagskrá Húnavöku. Í kvöld kl. 19 stendur til að torfærubíll aki yfir Blönduós – það er að segja ós Blöndu.
Meira

„Mínar bestu stundir eru þegar ég er í flæði að búa eitthvað til“

Tónlistarmaðurinn Ásgeir hefur verið á ferð um landið síðustu daga en tónleikaferðin hans, Einför um Ísland, hófst í Landnámssetrinu í Borgarnesi seint í júní. Ásgeir, sem eins og flestir ættu að vita að er frá Laugarbakka í Húnaþingi vestra, mætir á sinn heimavöll laugardagskvöldið 20. júlí því þá leikur hann og syngur í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka.
Meira

Húnavakan er eins og Volvo

Sara Lind Kristjánsdóttir býr ásamt Kristófer Loga syni sínum á Melabraut á Blönduósi. „Fluttum þangað í nóvember á síðasta ári. Annars er ég með annan fótinn á Hvammstanga þar sem Logi kærasti minn býr ásamt börnunum hans, Herdísi Erlu og Ými Andra. Ég starfa sem félagsmálastjóri Austur-Húnavatnssýslu og hef gert síðan í ágúst 2016,“ segir Sara Lind.
Meira