Mannlíf

Frábær þátttaka í Fjölskylduhlaupi í tilefni af Gulum september

Samstaða, jákvæðni og gleði ríkti í Fjölskylduhlaupinu sem fór fram í gær á Sauðárkróki. Hlaupið var samstarfsverkefni KS og Vörumiðlunar, með því vildu félögin leggja verkefninu Gulur september lið. Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Meira

Íþróttahátíð í Skagafirði - Allir með!

UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september og verður dagskráin tvíþætt. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra).
Meira

Geðlestin stoppar í Gránu í Gulum september

Geðlestin verður á Sauðárkróki í Gulum september, nánar tiltekið þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Gránu. Gulur september er forvarnarátak sem er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Geðhjálp býður öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og að eiga saman góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
Meira

Skemmtikraftar Laufskálaréttarballsins kynntir til leiks

Það styttist í Laufskálarétt sem fram fer 27. september sem þýðir að sjálfsögðu að það er jafn stutt í Laufskálaréttarballið sem margur bíður eftir með óþreyju. Ballið verður venju samkvæmt í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Nú er búið að tilkynna hverjir muni sjá um að halda stuðinu í hæstu hæðum á þessu stærsta sveitaballi haustsins.
Meira

Freyja Lubina keppir í EuroSkills 2025

Freyja Lubina Friðriksdóttir keppir í húsasmíði fyrir Íslands hönd í EuroSkills 2025 – European Championship of Young Professionals sem fram fer í Herning í Danmörku 9.-13. september 2025. Freyja útskrifaðist sem húsasmiður frá FNV og henni til halds og trausts verður Hrannar Freyr Gíslason, kennari í húsasmíði við FNV.
Meira

Íslandi allt!

Feykir sendi rúmlega tvær spurningar á Palla Friðriks í Póllandi í morgun en leikur Frakka og Íslendinga er nú í gangi og útlit fyrir stóran – risastóran – rassskell því þegar þetta er skrifað er þriðji leikhluti að klárast og Frakkar búnir að skora um helmingi fleiri stig en strákarnir okkar. Palli er spámannlega vaxinn og fyrir leik var hann bjartsýnn á góð úrslit og átti von á að Arnar Björns sýndi takta. Palli spáði reyndar líka sigri Íslendinga gegn Slóvenum en eitthvað klikkaði þar líka. Rétt að spyrja hann út í það til að byrja með...
Meira

Hátt í 200 Skagfirðingar mættir á EuroBasket

Íslenska landsliðið í körfubolta hefur staðið sig með ágætum á EuroBasket sem fram fer m.a. í Póllandi þessa dagana. Góðar frammistöður hafa þó ekki enn skilað langþráðum sigurleik á stórmóti. Réttlætiskennd Íslendinga var síðan stórlega misboðið á sunnudag þegar Ísland varð að lúffa fyrir vanhæfu dómaratríói sem virtist hafa það eina markmið að tryggja pólsku heimaliði sigurinn – sem þeim tókst því miður. Feykir hafði samband við Palla Friðriks sem er á staðnum auk hátt í 200 Skagfirðinga.
Meira

Verðlaun afhent á Brúnastöðum

Í maí á þessu ári fengu þau Hjördís og Jóhannes bændur á Brúnastöðum í Fljótum landbúnaðarverðlaunin sem veitt eru af atvinnuvegaráðuneytinu fyrir góðan búrekstur og nýsköpun í landbúnaði. Reyndar var það svo að verðlaunagripurinn, Biðukollan, var ekki tilbúinn en Hanna Katrín Friðriksdóttir ráðherra gerði sér ferð í Brúnastaði núna á laugardaginn eftir að hún hafði sett Sveitasælu, landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki.
Meira

Bjór getur bjargað mannslífi

Eitt sérkennilegasta bæjarnafn á Íslandi er Íbishóll. Gömul kenning er að upphaflega hafi bærinn heitið Íbeitishóll á þeim forsendum að gott hafi verið að beita í landið. Önnur kenning, nokkuð langsótt, er að jörðin sé kennd við Íbis fuglinn en hann reyndar finnst ekki á Íslandi en er þekktur meðal annars á Spáni. Ekki svo gömul kenning er að þetta sé komið úr latínu en Ibis mun þýða uppspretta en margar vatnsuppsprettur eru á Íbishóli. Hvort eitthvað af þessu er rétt er aukaatriði því blaðamaður Feykis er kominn í Íbishól til að spjalla við Magnús Braga Magnússon hrossabónda og lífskúnstner sem þar býr ásamt sambýliskonu sinni Maríu Ósk Ómarsdóttur og syni hennar Ómari.
Meira

Vinnustofa um framtíðarsýn haldin á Borðeyri

Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum.
Meira