Mannlíf

Þytur í laufi sýnt á Hvammstanga

Á Hvammstanga býr Greta Clough sem er orðin mörgum kunn. Hún er leikhúshöfundur, leikari, leikstjóri og leikskáld. Í fullu starfi býr hún til leikhús bæði frá eigin vinnustofu á Hvammstanga og erlendis. Undanfarin tvö ár hefur hún verið mjög upptekin, með nokkur verkefni í gangi íLettlandi, Noregi, Tékklandi og hér á Íslandi. Greta er margverðlaunuð fyrir verk sín sem hún hefur búið til fyrir börn og fjölskyldurþeirra, en næsta verkefni er að setja á svið leikritið Þytur í laufi með hópi leikara í hennar heimabyggð, Húnaþingi vestra, núna fyrir jólin.
Meira

Upplestur í tilefni ljóðabókaútgáfu

Í dag er formlegur útgáfudagur 8. ljóðabókar Gísla Þórs Ólafssonar, „Hafið... 20 cm í landabréfabók“. Í tilefni af útgáfunni verður blásið til upplestrar í Gránu á Sauðárkróki næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 14. Þar kynnir Gísli nýju bókina og les uppúr henni, auk þess sem stiklað verður á stóru um ferilinn og tekið nokkur lög, en auk ljóðabóka hefur Gísli gefið út 5 hljómplötur á árunum 2012-2022.
Meira

Jólamarkaður á Skagaströnd

Jólamarkaður verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd frá klukkan 13:00-17:00. Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af gjafavöru, handverki og matvöru til sölu.
Meira

Jólamarkaðir í Lýdó

Jólamarkaðirnir verða tveir í Lýtingstaðahreppi hinum forna í Skagafirði laugardaginn 18. nóvember næstkomandi.
Meira

Jólamarkaður í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Dagana 24.-26. nóvember og 8.-10. desember verður jólamarkaður í gamla bænum á Blönduósi í Hillebrandtshúsinun. Markaðurinn verður opinn á föstudag frá 16:00-20:00 og laugardag og sunnudag frá 14:00-18:00.  
Meira

Rithöfundakvöld í Skagafirði

Fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörð miðvikudagskvöldið 15.nóvember klukkan 20:00. Það er sennilega mest viðeigandi að taka á móti þessum flottu höfundum á Héraðsbókasafni okkar Skagfirðinga við Faxatorg.
Meira

Dagur umburðarlyndis

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að í dag gengu nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagströnd eina mílu, í tilefni dags umburðarlyndis.
Meira

Burnirót í Huldulandi

Í Huldulandi í Skagafirði búa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson og hafa þau undanfarin ár verið að prófa sig áfram í ræktun burnirótar sem nytjaplöntu. Burnirótin er gömul og vel þekkt lækningajurt og allmikið rannsökuð. Björn í Sauðlauksdal sagði í Grasnytjum að hún væri góð við ,,ógleði” en þá var átt við að manni væri ekki glatt í geði. Nútíma rannsóknir hafa staðfest að hún getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan.
Meira

Dalla á tímamótum

Í 39. tölublaði Feykis var birt viðtal við séra Döllu Þórðardóttur sem nú er á tímamótum. Um miðjan septembermánuð sagði Feykir frá því að séra Dalla Þórðardóttir hefði lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Séra Dalla tók við embætti í Miklabæjarprestakalli í júníbyrjun 1986. Hún er fædd í Reykjavík 21. mars 1958, elst fjögurra systra, alin upp í höfuðstaðnum til að byrja með og var í Miðbæjarskóla í 7 ára bekk en flutti svo í Kópavoginn. Foreldrar hennar eru Þórður Örn Sigurðsson, latínu- og spænskukennari með meiru og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem var fyrsta konan til að taka prestvígslu á Íslandi árið 1974, en það höfðu verið skiptar skoðanir á því hvort leyfa ætti konum að vinna þetta starf.
Meira

Með Sturlungu á heilanum

Á morgun laugardaginn 4. nóvember milli klukkan 16:00 og 18:00 verður útgáfuhóf í Kakalaskála sem staðsettur er á bænum Kringlumýri í Skagafirði. Tilefnið er útgáfa á vefnámskeiði þar sem Sturlungasérfræðingarnir Einar Kárason rithöfundur, Óttar Guðmundsson rithöfundur og geðlæknir, Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur og fræðimaður og Sigurður Hansen eigandi Kakalaskála, rekja þráðinn í gegnum Sturlungu með sínu lagi. Þau segja frá því sem þeim þykir markverðast svona nokkurn veginn í tímaröð og taka í leiðinni ýmsa óvænta vinkla á menn og málefni.
Meira