Mannlíf

Framlag sem verður seint fullþakkað

Brunavörnum Húnaþings vestra barst á dögunum myndarlegur styrkur frá Gærunum til kaupa á búnaði fyrir slökkviliðsmenn liðsins. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að í þetta skiptið hafi styrknum verið varið í kaup á ullarundirfatnaði og nýjum vinnuvettlingum á alla liðsmenn.
Meira

Týndar hænur eru helsta umræðuefnið í hverfisgrúppunni á Facebook | PÁLL ÁGÚST

Það er komið hálft ár síðan Feykir plataði einhvern brottfluttan til að segja frá lífinu og tilverunni í sínum nýju heimkynnum. Síðast var það hún Áróra Árnadóttir sem sagði okkur frá lífi hennar og ítalska kærastans Tommaso en þau búa á Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Nú ímyndum við okkur að við kveðjum loksins Áróru, röltum með bakpokann framhjá Tivoli og inn á járnbrautastöðina í Köben. Þar úir og grúir af fólki á faraldsfæti og við förum í miðasölu, kaupum miða á rúmar 500 danskar og tökum toget til Esbjerg. Ferðin í gegnum danskt flatlendi tekur bara rétt rúmlega tvo og hálfan tíma ef allt gengur að óskum.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Jól í skókassa

Líkt og fleiri skólar á Norðurlandi vestra síðustu vikurnar þá tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í fallega verkefninu Jól í skókassa. „Verkefnið er alþjóðlegt og miðar að því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaðar gjafir er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa,“ segir í frétt á vef GaV.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir frá því að löggan hafi heimsótt forvitna og fróðleiksfúsa nemendur í 6. bekk Árskóla í gær þar sem rætt var um störf lögreglunnar. Nemendur fengu að skrifa nafnlausar spurningar á blað meðan á heimsókninni stóð — og spurningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar!
Meira

Pétur Sighvats úrsmiður og stöðvarstjóri á Sauðárkróki | 150 ára afmæli 6. nóvember 2025

Á þessu herrans ári, þann 6. nóvember 2025, verða liðin 150 ár frá fæðingardegi Péturs Sighvats, úrsmiðs og símstöðvarstjóra á Sauðárkróki, sem fæddist þennan dag árið 1875 á Höfða í Dýrafirði. Vegna þessara tímamóta hafa eftirfarandi minningabrot verið tekin saman til þess að rifja upp söguna sem hann var þátttakandi í en sú saga og saga Sauðárkróks og nærsveita áttu sér farsæla samleið.
Meira

„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“

Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira

Haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins

Jón Björnsson frá Húnsstöðum, sálfræðingur og rithöfundur mun halda fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sunnudaginn 9. nóvember kl. 14:00. Fyrirlesturinn nefnir hann: Um engla.
Meira

Íslenskar þjóðsögur gæddar lífi á hrekkjavöku í Glaumbæ

Það var heldur betur líf og fjör í Glaumbæ föstudagskvöldið 31. október þegar Byggðasafn Skagfirðinga hélt upp á hrekkjavöku í fimmta sinn. Um tvö hundruð gestir á öllum aldri lögðu leið sína á safnið og skemmtu sér skelfilega vel við að skoða skuggalegt safnsvæðið.
Meira

Gleði og gaman á Kótilettukvöldi í Eyvindarstofu

Það var ekki bara Kaupfélag Skagfirðinga sem stóð fyrir veislu um helgina, Valli í Húnabyggð lét ekki deigan síga og stóð fyrir 51. kótilettukvöldinu sem fram fór í Eyvindarstofu á Blönduósi. „Mikil gleða og en meira gaman,“ skrifar Valli á Facebook sem segir að Helgi Páll veislustjóri hafi farið á slíkum kostum að hann var umsvifalaust ráðinn til að endurtaka leikinn að ári.
Meira

Glæsileg árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga

Árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga var haldin sl. laugardagskvöld og er alveg óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar Síkinu á Sauðárkróki var bókstaflega breytt í höll. Gestir mættu á rauða dreg-ilinn og ekki nokkur leið að þekkja íþróttahúsið og ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að svona hafi Síkið aldrei litið út.
Meira