Mannlíf

Framkvæmdir við nýjan golfskála hefjast senn

Framkvæmdir hefjast senn við nýjan golfskála á Hlíðarendavelli Það standa fyrir dyrum framkvæmdir á svæði Golfklúbbs Skagafjarðar en nú í lok ágúst verður hafist handa við að fjarlægja golfskálann og í framhaldinu verður ráðist í jarðvegsvinnu og uppsetningu á nýjum og stærri golfskála. Sá verður um 230 fermetrar og því talsvert meira en helmingi stærri en sá gamli.
Meira

Maggi kláraði með stæl

Eins og við á Feyki sögðum frá í gær hjólaði Magnús frá Brekkukoti hringinn í Skagafirði á handaflinu einu til að safna áheitum til að kaupa sér rafmagnsfjórhjól. Er skemmst frá að segja að Maggi kláraði verkefnið eins og að drekka vatn og kom síðdegis í Hofsós þar sem fjöldi fólks tók á móti honum.
Meira

Hólahátíð verður helgina 16.-17. ágúst 2025

Hin árlega Hólahátíð verður um næstu helgi en nú er bryddað upp á þeirri nýbreytni að hátíðin hefst á laugardeginum með Hólahátíð barnanna. Þar verður dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá kl. 14.00. Skátafélagið Eilífsbúar sér um dagskrána og verður farið í ýmsa leiki og þrautir úti, auk skógargöngu.
Meira

Gaman að koma heim og spila fyrir fólkið sem hefur haldið með mér frá fyrsta gítargripi

Í júlí var boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá tróðu upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní en hann er Króksari í húð og hár og einn eftirsóttasti gítarleikari landsins síðustu árin. Það virðist í raun vart hægt að halda almennilega tónleika lengur án þess að Reynir Snær sé fenginn til að sjá um gítarleikinn. Feykir tók viðtal.
Meira

Molduxi Trail hlaupið heppnaðist vel þrátt fyrir hryssing

Molduxi Trail víðavangshlaupið var haldið í fyrsta skipti í gær. Hlaupið var úr Litla-skógi á Sauðárkróki og áleiðis upp í Molduxa en hægt var að velja um að hlaupa 20 kílómetra eða tólf. Veðrið lék ekki beinlínis við þátttakendur en það voru heldur minni hlýindi í gær en sumarið hefur að meðaltali boðið upp á og að auki var væta og þoka sem huldi Molduxann.
Meira

Ferðin sem aldrei var farin | Gunnar Ágústsson skrifar

Fyrir um ári síðan birti Feykir frásögn Gunnars Ágústssonar vélstjóra á ferð nokkurra Skagfirðinga út í Drangey í eggjatöku. Þegar sú grein var í vinnslu sagði hann starfsmönnum Feykis aðra sögu af ferð út í Málmey í Skagafirði snemma á áttunda áratugnum og var hann umsvifalaust hvattur til að setja hana á blað. Fylgir hún hér á eftir.
Meira

Austurdalur tók vel á móti kirkjugestum

Hin árlega Ábæjarmessa fór fram á sunnudaginn 3.ágúst í góðu veðri. Alls skrifuðu 120 manns í gestabók og geta fáar kirkjur í Skagafirði státað af svo góðri kirkjusókn. Sumir komu akandi, aðrir gangandi og enn aðrir ríðandi. Margir tóku með sér nesti og gerðu úr þessu lautarferð í leiðinni.
Meira

Fljótahátíð hefur farið vel fram

Lokasprettur Fljótahátíðar er í kvöld. Kl: 20 er brekkusöngur með Dósa og svo verður kveikt í brennu kl: 21. Síðan hefst tryllt fjör með DJ Helga Sæmundi og Sprite Zero Klan fram eftir nóttu. Aðeins hefur blásið í Fljótunum í dag en hlýtt og bjart.
Meira

Það verður góð stund á Ábæ

Hin árlega Ábæjarmessa verður á Ábæ í Austurdal sunnudaginn 3. ágúst kl. 14:00. Sr. Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Vorvindar glaðir leiða söng við undirleik Friðriks Þórs Jónssonar. Fólk er hvatt til að taka með sér nesti og eiga saman góða stund eftir messu í einstöku umhverfi. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er ágæt, hlýtt og þurrt, svo fegurð Austurdals ætti að njóta sín.
Meira

Eldur í Hún tókst vel og allir sáttir

Hátíðin góða Eldur í Húnaþingi fór fram í síðustu viku og lauk á sunnudaginn. Framkvæmdanefndin hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Meira