Mannlíf

JÓLIN MÍN | „Var örugglega jólaálfur í fyrra lífi“

Helena Mara Velemir býr á Skagaströnd með Elvari Geir, Láreyju Möru og hundinum Mola sæta. Spurð út í hvað hún vinni við þá segir hún að það fari eftir því hvaða dagur er.
Meira

JÓLIN MÍN | Uppáhaldskökusortin breytist oft á milli ára

Ingibjörg Signý Aadnegard er fjögurra barna móðir á Blönduósi þar sem hún býr með Jóni Antoni. Hún starfar sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Hún var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar Feykir bað hana að segja frá jólunum sínum.
Meira

JÓLIN MÍN | „Höfum almennt mjög gaman og borðum aðeins of mikið“

Guðrún Björg Guðmundsdóttir býr á Sauðárkróki og er oftast kölluð Gunna. Hún er móðir tveggja uppkominna drengja og segist eiga tvær magnaðar tengdadætur og barnabörnin eru orðin sex talsins; fjórir drengir og tvær stúlkur. Gunna hefur starfað sem sjúkraliði við Heilbrigðisstofnunina á Króknum í bráðum 40 ár.
Meira

Skildu það vera skólajól...

Þeir sem eldri eru hugsa efalaust með hlýju, nú þegar jólin nálgast, til tíma síns í barnaskóla, rifja kannski upp litlu jólin dásamlegu, logandi kerti á borðum í kennslustofunum og pakkaskipti með tilheyrandi æsingi. Jólalögin hljóta að hafa verið sungin og krakkarnir uppáklædd. Það var alveg örugglega jólaball líka en kannski var það dagurinn þegar skólinn var skreyttur sem var ljúfastur? Kannski hugsa einhverjir um hvernig þetta sé í skólunum nútildags?
Meira

Hver er maður ársins á Norðurlandi vestra?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki semvar kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025.
Meira

Okkur þykir mjög vænt um Bifröst

Það verða tímamót í félagsheimilinu Bifröst um áramótin en þá stinga húsverðirnir góðu, Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, kannski best þekkt sem Bára og Sibbi, bónkústinum inn í skáp og skella í lás í síðasta skipti. Ekki stendur þó til að loka 100 ára gömlu húsinu og hefur staðan verið auglýst laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu Skagafirði. En af þessu tilefni ákvað Feykir að leggja nokkrar spurningar fyrir Báru og Sibba en enn meiri umfjöllun verður um Bifröst í síðasta Feyki ársins sem kemur út eftir viku.
Meira

Nemendur FNV heimsóttu Blönduvirkjun

Nú í byrjun desember fór fríður flokkur eldri nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, nánar tiltekið af rafvirkjabraut og vélstjórnarbraut, í heimsókn í Blöndustöð en Landsvirkjun hefur, um nokkurra ára skeið, boðið nemendum upp á skoðunarferðir um stöðvarhús virkjunarinnar með leiðsögn sérfræðinga. Í frétt á síðu FNV heimsókn sem þessi er bæði fróðleg og skemmtileg og veitir nemendum góða innsýn í þessar mikilvægu stoðir innviða landsins sem raforkuöflun er.
Meira

Starfsfólk Húnabyggðar kom saman og efldi tengslin

Starfsmenn Húnabyggðar voru saman á starfsdegi þann 28. nóvember síðastliðinn í félagsheimilinu á Blönduósi. „Hafdís og Eva frá Rata stýrðu okkur í gegnum daginn með allskonar spurningum og æfingum. Við erum hægt og rólega að verða helvíti þétt teymi! Áfram Húnabyggð!“ segir í færslunni. Feykir spurði Pétur Arason sveitarstjóra hvað starsfólk taki sér fyrir hendur á starfsdegi.
Meira

Sjáum styrkleikann í Árskóla

Nemendur í Árskóla hafa unnið með styrkleika í vetur í verkefni sem nefnist Sjáum styrkleikann (See the Good) sem er finnskt að uppruna og snýr að því að efla nemendur og starfsfólk til að þekkja og nýta styrkleika sína við mismunandi aðstæður. Verkefnið er byggt á grunni jákvæðrar sálfræði og er ætlað að styrkja sjálfsmynd og andlega vellíðan.
Meira

Vel heppnað fræðsluerindi

Þann 25. nóvember sl. bauð fjölskyldusvið sveitarfélagsins upp á fræðslu fyrir alla áhugasama um velferð barna. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að yfirskrift fræðslunnar hafi verið Hvað liggur á bak við erfiða hegðun og var það Aðalheiður Sigurðardóttir, tengslaráðgjafi á sviðinu, sem flutti erindið.
Meira