Mannlíf

„Jakkaföt, vesti og slaufa og að sjálfsögðu var maður með strípur“

Ragnar Smári Helgason ólst upp í Dalatúninu á Króknum og Hamri í Hegranesi en býr í Lindarbergi á Hvammstangi í Vestur-Húnavatnsýslu ásamt Kolbrúnu konu sinni og þremur börnum. Ragnar Smári vinnur hjá Vinnumálastofnun/Fæðingarorlofs-sjóði á Hvammstanga. Hann sagði Feyki örlítið frá þessum degi í lífi hans.
Meira

„Ein eftirminnilegasta gjöfin var skartgripaskrín handsmíðað af afa“

Arndís Katla Óskarsdóttir er úr Skagafirði og býr hjá foreldrum sínum á Skógarstígnum í Varmahlíð. Mamma hennar og pabbi eru Hafdís Arnardóttir og Óskar Már Atlason og systkini hennar eru Kristófer Bjarki, Hákon Helgi og Þórdís Hekla. Arndís Katla vinnur á Dvalarheimilinu Dalbær á Dalvík. Kærastinn hennar er þaðan svo hún er duglega að rúnta á milli fjarða. Arndís Katla sagði Feyki frá fermingjardeginum sínum sem var fyrir fjórum árum.
Meira

Rændi skrifblokk af miðasölumanni í Metró

Síðast stoppaði Dagurinn hjá Pálínu Ósk og Ísaki Einars skammt utan við Osló. Við kveðjum þau með virktum og ímyndum okkur að við röltum með bakpokann upp á veg, húkkum okkur far niður á höfn í norsku höfuðborginni og stökkvum síðan um borð í ferju á leið til Kaupmannahafnar. Siglum út lognsléttan og ofurfallegan Oslófjörð í síðdegissólinni, sofum af okkur smá velting á Norðursjónum yfir nóttina og komum síðan óstöðug af sjóriðu í land á Islands Brygge í Köben. Þar tekur Áróra Árnadóttir á móti okkur brosandi og fylgir okkur heim til sín þar sem við getum sest niður og náð áttum. Sem betur fer er stutt heim – hún býr á Islands Brygge.
Meira

Langar í Pug-hund í fermingargjöf

Rebekka Kristín Danielsdóttir Blöndal verður fermd þann 26. apríl í Blönduóskirkju. Rebekka Kristín býr á Melabrautinni á Blönduósi og eru foreldrar hennar Gígja Bl. Benediktsdóttir og Daniel Kristjánsson. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.
Meira

„Það voru auðvitað alls konar svindlmiðar hér og þar“

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir ólst upp á Blönduósi en nefnir líka Sólheima í Svínadal og Kringlu í Torfalækjahreppi ef hún þarf að fara aftar í upprunann. Hugrún hefur búið á Skagaströnd í tæp tuttugu ár, er gift, á börn, barnabarn og hund. Hugrún vinnur í Tónlistarskóla Austur -Húnavatnssýslu, í Hólaneskirkju og einnig hér og þar við að flytja tónlist. Hún sagði Feyki aðeins frá fermingardeginum sínum.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Mjög gaman að skipuleggja veisluna

Árelía Margrét Grétarsdóttir býr á Hólmagrundinni á Króknum og verður fermd af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Árelía Margrét fermist þann 13. apríl í Sauðárkrókskirkju og er dóttir Ásu Bjargar Ingimarsdóttur og Grétars Þórs Þorsteinssonar. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.
Meira

„Ég var skotin í öllum strákunum“

Vala Kristín Ófeigsdóttir er frá Hofsósi og býr þar á Kirkjugötunni. Vala er gift Helga Hrannari Traustasyni frá Syðri-Hofdölum og á með honum fimm börn. Vala vinnur í Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi. Hún svaraði nokkrum spurningum Feykis um fermingardaginn sinn. „Ég fermdist í Hofskirkju 19. maí 2001 með Silju vinkonu minni frá Hofi.“
Meira

Er að safna pening til að kaupa matarvagn

Egill Rúnar Benediktsson verður fermdur í Sauðárkrókskirkju þann 13. apríl af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar Egils Rúnars eru Ásbjörg Ýr Einarsdóttir (Obba á Wanitu) og Benedikt Rúnar Egilsson. Egill svaraði spurningum Feykis varðandi undirbúning fermingarinnar og eitt og annað tengt deginum.
Meira

Fólk hafði mikinn áhuga á nýrri aðkomu að Sauðárkróki

Miðvikudaginn 2. apríl var opinn kynningarfundur í Miðgarði í Varmahlíð á breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Að sögn Sæunnar Kolbrúnar Þórólfsdóttur, skipulagsfulltrúa Skagafjarðar, gekk fundurinn vel, 56 manns mættu, en það var kannski ekki til að auka mætinguna að sama kvöld var fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni körfunnar í Síkinu. Það hefur áhrif.
Meira