Mannlíf

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmælið með kökuveislu af gamla skólanum

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur-Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað.
Meira

Giggó-appið snýst um að bjarga sér | Spjallað við Kjartan Hall

Í janúar rak blaðamaður augun í nýtt app sem kallast Giggó sem er sett fram af Alfreð. Þar sem það var gamalkunnur Skagfirðingur út að austan, lista- og íslenskumaðurinn Kjartan Hallur frá Melstað í Óslandshlíðinni, sem kynnti þetta á Facebook, var að sjálfsögðu tilvalið að senda á hann nokkrar spurningar. Kjartan Hallur er í Alfreðs teyminu og segir starf sitt hjá Alfreð fyrst og fremst vera að ritstýra, semja texta og samræma skilaboð fyrir appið, heimasíðu og þjónustuvefi Alfreðs. „Og núna hefur Giggó-appið bæst við á verkefnalistann. Þar undir er heimasíða, bloggskrif og vinna í markaðssetningu á þessu nýja verkfæri fyrir íslenska gigg-hagkerfið,“ segir hann.
Meira

Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.
Meira

Skemmtileg stund og sérlega þjóðleg

Laugardaginn 6. apríl sl. var boðað til mikillar og þjóðlegrar menningarveislu í gamla fjósinu í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu þar sem fram fór viðburðurinn Hrossakjöt og kvæðaraus. Undirritaður var gestur þeirra hjóna, og ferðaþjónustubænda, Freyju Ólafsdóttur og Einars Kolbeinssonar og í stuttu máli sagt var þetta einstaklega skemmtileg stund og sérlega þjóðleg.
Meira

Við erum ótrúlega rík af fólki | LS Lulla í spjalli

„Litla hryllingsbúðin er skemmtilega fjölbreytt verk með miklum söng og er skemmtileg dramatísk hrollvekja,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir (Lulla), formaður Leikfélags Sauðárkróks, þegar Feykir spyr hana hvað hún geti sagt um Sæluvikustykki LS þetta árið. Æfingar standa nú yfir en frumsýnt verður í Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn í Sæluviku en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Feykis er hér um að ræða 146. sýningu Leikfélags Sauðárkróks frá því það var endurvakið árið 1941.
Meira

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra komið í úrslit Skólahreysti

Í dag tók lið Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í hasarnum sem Skólhreysti er en keppnin fór fram í Laugardagshöll og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Það var ekki að spyrja að því að Húnvetningarnir komu, sáu og sigruðu sinn riðil og hafa því tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram 25. maí.
Meira

Sigurður Örn til PLAY

Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, frá Geitaskarði í Langadal, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Fram kemur í fréttatilkynningu á netsíðu PLAY að um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Siggi mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins.
Meira

Séra Sigríður skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá og með deginum í dag, 15. apríl 2024. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ en hún lét af störfum þann 1. desember síðastliðinn.
Meira

Undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis við Sauðárgil

Um miðjan mars auglýsti skipulagsfulltrúi Skagafjarðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki. Staðsetning tjafldsvæðis á Króknum hefur löngum verið bitbein íbúa og lengi verið leitað að hentugri staðsetningu. Tjaldsvæðið við sundlaugina verður senn að víkja vegna byggingar væntanlegs menningarhúss sunnan Safnahúss Skagfirðinga en tillaga um að gera tjaldsvæði við Sauðárgil, norðan Hlíðarhverfis, er umdeild. Hefur nú verið sett af stað undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem hægt er að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.
Meira

Ný stjórn kosin hjá Björgunarfélaginu Blöndu

Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Starf félagsins hefur gengið mjög vel sem og rekstur þess. Ný stjórn var kosin á fundinum
Meira