Mannlíf

Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina

Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.
Meira

Útgáfuhóf í dag vegna útkomu Á Króknum 1971

Líkt og Feykir sagði frá í síðustu viku hefur Ágúst Guðmundsson, sögugrúskari, skrifað og gefið út bók er nefnist Á Króknum 1971 í tilefni af 150 ára afmæli byggðar á Sauðárkróki. Bókin er þegar farin í sölu og hefur margur maðurinn þegar krækt sér í eintak – jafnvel eintök – af bókinni. Útgáfuhóf verður haldið á KK restaurant, Aðalgötu 16 (gengið inn að sunnan), kl. 16 í dag og er áhugasömum boðið upp á kaffi og kleinur. Bókin verður kynnt og lesnir valdir kaflar.
Meira

Skagafjörður – góður staður til að horfa á tennis og fótbolta

Einhverjum er sennilega enn í fersku minni heimsókn HMS Northumberland sem kastaði ankerum norður af Lundey í Skagafirði um síðustu helgi. Feykir sagði frá heimsókninni á laugardag og var líkum leitt að því í gamni að Bretarnir væru sennilega komnir til að skoða lunda eða horfa á fótboltaleik Tindastóls og KFS í 3. deildinni í rjómablíðunni. Samkvæmt frétt um frétt Feykis á heimasíðu breska sjóhersins var seinni tilgátan ekki fjarri sannleikanum.
Meira

Sumardagur og allir í fíling

Í dag, 09.07.21, er mikið blíðviðri á Sauðárkróki og ábyggilega víðar. Í Grænuklauf var föstudagsfjör í Sumartím og búið var að koma upp vatnsrennibraut þar. Blaðamaður Feykis skellti sér í bæinn í góða veðrinu og myndaði stemninguna.
Meira

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira

Bryggjugerð í Drangey

Síðustu daga hefur verið unnið við að endurgera steypta bryggju við Drangey en í dag var varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, mætt til að aðstoða, enda veður hið hagstæðasta á Skagafirði og sumarið líklega loksins komið. Í vetur fengu Drangeyjarferðir, sem sigla einmitt með ferðalanga út í Drangey, 20 milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að koma upp bryggju á ný í eynni en sú gamla eyðilagðist í veðurofsum veturinn 2019-2020.
Meira

Tilfinningin er alveg hreint mögnuð!

Feykir náði í skottið á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttir frá Brautarholti, eftir sigurinn á Eyjastúlkum í dag. Bryndís átti frábæran leik í vörn Tindastóls, stjórnaði vörninni eins og herforingi og steig vart feilspor frekar en fyrri daginn. Bryndís var spurð hvort það væri gaman að vinna leik í Pepsi Max deildinni.
Meira

Gamli bærinn á Króknum öðlast nýtt líf

Mikið er nú framkvæmt á Sauðárkróki en Feykir fór á stúfana og myndaði þær framkvæmdir sem eru í gangi í gamla bænum á Króknum. Þar má telja til að KS stendur að stækkun og allsherjar breytingum á gamla pakkhúsinu sem síðast hýsti Minjahúsið, barnaskólinn við Freyjugötu er að taka á sig nýja mynd og á verkstæðisreitnum við Freyjugötu er að spretta upp smáblokk.
Meira

Mörgum verður starsýnt á A

Árrisulir Króksarar voru margir hverjir steinhissa og nudduðu stírurnar extra vel þegar þeim varð litið til hafs í morgun. Rétt undan strandlengjunni dólaði ei stærsta snekkja heims eins og sagt var frá hér á Feyki.is fyrr í morgun. Snekkja þessi hefur undanfarnar vikur heimsótt Eyjafjörð og Siglufjörð og hvarvetna vakið mikla athygli – enda engin smásmíði og hönnunin einstök.
Meira

Vagga körfuboltans á Króknum rifin – hvert fóru silfurskotturnar?

Nú þegar leikfimisalurinn gamli við Barnaskólann á Freyjugötu á Sauðárkróki, oft kallaður Litli salurinn, hefur verið rifinn hefur skapast ágæt umræða um salinn á samfélagsmiðlum. Ljóst er að hann vekur upp misjafnar minningar hjá þeim sem þar stunduðu leikfimi og íþróttir í gegnum tíðina. Sumir eru leiðir yfir því að þessi vagga körfuboltans á Króknum hafi verið rifin án þess að nokkur hafi hreyft mótbárum og aðrir nánast fegnir að þessi salur, sem lifir í martröðum þeirra enn í dag, sé horfinn fyrir fullt og allt.
Meira