Mannlíf

Farsældarráð Norðurlands vestra stofnað í gær

Í gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að með stofnun farsældarráðsins hefjist formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.
Meira

Svavar kennari tefldi um 60 skákir í fjöltefli í Árskóla

Það er eitt og annað sem dundað er við í grunnskólunum. Í síðustu viku var til að mynda fjöltefli fyrir nemendur á miðstigi í Árskóls en þá tefldi Svavar Viktorsson kennari við nemendur í 5. - 7. bekk. Á heimasíðu skólans segir að greinilegt sé að áhuginn á skákinni sé mikill og reyndu margir nemendur sig við fjölteflið auk þess sem nemendur tefldu margir sín á milli allstaðar þar sem hægt var að koma niður taflborði. Feykir spurði Svavar aðeins út í skákina.
Meira

Edda Björg fær ljóð sitt á mjólkurfernurnar

Það segir frá því á heimasíðu Varmahlíðarskóla að á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. „Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út. Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu,“ segir í fréttinni.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skagafjörður er mannauðshugsandi vinnustaður

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025 en frá þessu er sagt á heimasíðu sveitarfélagsins. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.
Meira

Árleg Friðarganga Árskóla á föstudaginn

Föstudaginn 28. nóvember verður hin árlega friðarganga þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá Árskóla. Það er mikilvægt á þessum tímum að staldra við og sýna með samstöðu ósk um frið hjá öllum. Við hvetjum foreldra og aðra bæjarbúa til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með okkur.
Meira

Framlag sem verður seint fullþakkað

Brunavörnum Húnaþings vestra barst á dögunum myndarlegur styrkur frá Gærunum til kaupa á búnaði fyrir slökkviliðsmenn liðsins. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að í þetta skiptið hafi styrknum verið varið í kaup á ullarundirfatnaði og nýjum vinnuvettlingum á alla liðsmenn.
Meira

Týndar hænur eru helsta umræðuefnið í hverfisgrúppunni á Facebook | PÁLL ÁGÚST

Það er komið hálft ár síðan Feykir plataði einhvern brottfluttan til að segja frá lífinu og tilverunni í sínum nýju heimkynnum. Síðast var það hún Áróra Árnadóttir sem sagði okkur frá lífi hennar og ítalska kærastans Tommaso en þau búa á Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Nú ímyndum við okkur að við kveðjum loksins Áróru, röltum með bakpokann framhjá Tivoli og inn á járnbrautastöðina í Köben. Þar úir og grúir af fólki á faraldsfæti og við förum í miðasölu, kaupum miða á rúmar 500 danskar og tökum toget til Esbjerg. Ferðin í gegnum danskt flatlendi tekur bara rétt rúmlega tvo og hálfan tíma ef allt gengur að óskum.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Jól í skókassa

Líkt og fleiri skólar á Norðurlandi vestra síðustu vikurnar þá tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í fallega verkefninu Jól í skókassa. „Verkefnið er alþjóðlegt og miðar að því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaðar gjafir er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa,“ segir í frétt á vef GaV.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir frá því að löggan hafi heimsótt forvitna og fróðleiksfúsa nemendur í 6. bekk Árskóla í gær þar sem rætt var um störf lögreglunnar. Nemendur fengu að skrifa nafnlausar spurningar á blað meðan á heimsókninni stóð — og spurningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar!
Meira