Mannlíf

Góð þátttaka í Mannamóti 2026

Á heimasíðu SSNV er sagt frá því að vel hafi verið mætt á Mannamót sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í gær þar sem fulltrúar Norðurlands vestra voru áberandi og kynntu fjölbreytta og öfluga ferðaþjónustu á svæðinu. Þar áttu ferðaþjónustuaðilar svæðisins góð samtöl við ferðaskipuleggjendur og aðra fagaðila, kynntu sína starfsemi og sköpuðu ný tengsl til framtíðar.
Meira

Ásgeir í Hlíðarkaup var valinn Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra núna í lok árs og byrjun þess nýja og lauk kosningu að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Valið stóð á milli níu aðila og var hægt að kjósa á feykir.is. Alls voru það 1.261 sem tóku þátt og kusu. Með 34% atkvæða þá er það Ásgeir Einarsson á Sauðárkróki, eða Ásgeir í Hlíðarkaup eins og hann er jafnan nefndur, sem er Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra.
Meira

Árni Geir verður nýr forstjóri Origo

Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa tekið við sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins 2024 líkt og Feykir sagði frá á sínum tíma. Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Árna Geir: „Hjá Origo starfar frábær hópur reynslumikilla sérfræðinga sem er sannarlega tilbúinn til að leiða íslenskt atvinnulíf og opinbera aðila inn í framtíðina þar sem tæknin skiptir öllu máli. Ég hlakka til að taka við keflinu og vinna áfram að spennandi og mikilvægum verkefnum fyrir viðskiptavini okkar.”
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira

Heiðursmenn í Síkinu

Það var gott framtak hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls á fyrsta leik nýs árs, sem fram fór á laugardagskvöld, að heiðra tvo einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum til félagsins. Heiðursmennirnar voru Sigurður Frostason, sem er sjálfboðaliði ársins, og svo Þórólfur Óli Aadnegard sem er stuðningsmaður ársins.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Gamlársdagur er á morgun og það má reikna með að margur hugsi sér gott til glóðarinnar og fíri upp flugeldum af miklum móð. Björgunarsveitirnar eru með sölu á slíkum varningi víðast hvar á þéttbýlisstöðum – ef ekki hreinlega öllum. Engir eru snjóskaflarnir til að stinga flugeldunum í áður en þeim er skotið á loft en það er jákvætt að útlit er fyrir skaplegt veður annað kvöld.
Meira

„Leggst með rassinn framan í mig“

Á Hólmagrundinni á Króknum búa krakkarnir Árelía Margrét, Ingimar Hrafn og Hafþór Nói ásamt foreldrum sínum, Ásu Björgu og Grétari Þór. Á heimilinu leynist einnig ferfætlingur, hundur sem ber nafnið Þoka og er af gerðinni Schnauzer. Þetta er reyndar ekki í fyrsta eða annað skiptið sem Schnauzer heimsækir okkur í gæludýraþáttinn því við höfum t.d. fengið að kynnast þeim Herberti, Tobba, Hnetu og Freyju sem eru af þessari tegund. Það er reyndar mismunandi hvort þau flokkist sem miniature, standard eða giant en hún Þoka er standard.
Meira

„Ég er ánægð að hafa upplifað ár sem var fullt af fallegum atburðum“ | KATRĪNA GEKA

Síðasti nýbúinn sem Feykir ræðir við um jólin og árið sem er að líða er Katrīna Geka. „Ég gegni mörgum hlutverkum í lífinu, þar á meðal móðir fallegs drengs, eiginkona yndislegs manns og sjálfstætt starfandi lífsstílsblaðamaður. Ég og fjölskylda mín búum nú á Sauðárkróki,“ segir Katrīna hún er gift David Geks körfuboltamanni með liði Tindastóls en hann varð einmitt íslenskur ríkisborgari á árinu.
Meira

Það er almennt mikið keppnisskap í fjölskyldunni | INGVI HRANNAR

Einn af bestu sonum Skagafjarðar er Ingvi Hrannar Ómarsson, árgangur 1986, en hann flutti fyrir nokkru til Kaliforníu sem er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þar starfar hann við náms- og upplifunarhönnun (Instructional Designer) hjá tæknirisanum Apple í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Silicon Valley, Apple Park, en þar starfa um 12 þúsund manns. Eins og flest sem tengist Apple þá er hönnun vinnustaðarins einstök. Það hafði lengi staðið til hjá Feyki að taka púlsinn á Ingva Hrannari eftir flutninga til Bandaríkjanna og hér má lesa afraksturinn.
Meira

„Fyrir mér snúast jólin um að vera nálægt fjölskyldunni“ | DAVID BERCEDO

Feykir heldur áfram að ræða við útlendinga sem lifa og starfa á Íslandi, forvitnast um jólahald þeirra, trúarbrögð og árið sem er að líða. Nú er það hann David Bercedo sem er frá Madrid á Spáni en starfar á Sauðárkróki sem verður fyrir svörum. Hann var í haust valinn besti leikmaður karlaliðs Tindastóls sem náði ágætum árangri í sumar. „Ég hef tvö störf núna sem bæði eru mér mjög mikilvæg og endurspegla mismunandi hliðar á því hver ég er,“ segir hann.
Meira