Fjölliðamót 8.fl. kvk haldið í Skagafirði sl. helgi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.11.2025
kl. 15.35
Helgina 21.-23. Nóvember var haldið fjölliðamót í 8.fl kvk (12-13ára) sem hluti af Íslandsmóti í körfubolta hér í Skagafirði. Fyrstu leikir voru kl.18 á föstudegi og spilað fram til kl.18 á sunnudag, alls um 50 leikir. Til að koma öllum þessum leikjum fyrir á helginni var spilað bæði í Síkinu á Sauðárkróki en einnig í Varmahlíð. Til leiks mættu 23 lið skipuð um 250 kröftugum stelpum af öllu landinu. Þar fyrir utan voru þjálfarar, foreldrar og aðrir fylgdarmenn svo ætla má að það hafi verið rúmlega 350 gestir á svæðinu yfir helgina með tilheyrandi stemningu í firðinum.
Meira
