Skagafjörður

SVONA ERU JÓLIN….

Sigurlaug Vordís og Sigfús Benediktsson á Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í Feyki fyrir réttum tveimur árum síðan. Þau gáfu lesendum Feykis innsýn í dásamlegar jólahefðir með uppskriftum af hreindýrapaté, sem er „agalega góður foréttur,“ „öndinni góðu“ í aðalrétt og myntuís í eftirrétt.
Meira

Ég er aðkomumaður - Áskorendapenninn Sigrún Benediktsdóttir Varmahlíð

Ég ákvað að deila með ykkur upplifun minni af því að fara að heiman. Ég er fædd og uppalin í þorpinu á Akureyri er ég því ekta þorpari. Faðir minn var einnig þorpari en móðir mín var fædd á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal en í þann dal var ég send sem barn í eitt sumar.
Meira

Þvaran sleip í höndum Þvörusleikis

Þvörusleikir kom í nótt og gaf börnum smotterí í skóinn. Hann varð hins vegar alveg ruglaður þegar hann mætti Geir Ólafs þar sem hann söng lag á færeysku og kallaði jólasveininn jólamavinn. Lagið heitir Jólamavurinn tjemur í kveld og var m.a. sungið í þætti Jóns Kristins Snæhólm „Í Kallfæri“ á sjónvarpsstöðinni ÍNN fyrir áratug.
Meira

Kortavefsjá SSNV

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að SSNV og Hvítárós ehf. hafa gert með sér þjónustusamning um uppfærslur og viðhald á gagnagrunni sem fyrirtækið hefur sett upp fyrir landshlutasamtökin. Er gagnagrunnurinn aðgengilegur á heimasíðu samtakanna undir flipanum Kortavefsjá SSNV og inniheldur hann upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem verða þarna aðgengilegar á einum stað. Tilgangur gagnagrunnsins er meðal annars að veita innviðaupplýsingar um svæðið sem nýtast væntanlegum fjárfestum.
Meira

Samningar um samstarf Skagafjarðar og Sýndarveruleika samþykktir

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær voru samþykktir samningar á milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu nýrrar ferðaþjónustustarfsemi á Sauðárkróki.  Samkvæmt þeim mun Sýndarveruleiki koma upp og starfrækja sýningu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á nýjustu tækni í miðlun, m.a. með sýndarveruleika. Ætlunin er að sýningin skapi vel á annan tug beinna starfa í Skagafirði og að hún efli Skagafjörð sem áfangastað fyrir ferðafólk.
Meira

Samstarfssamningur um sýndarveruleika samþykktur

Tekist var á um samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar í gær. Málið var áður á dagskrá á fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2018, en því frestað. Ingvi Jökull Logason forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. komu á fund byggðarráðs fyrr í vikunni og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki og í kjölfarið var samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Meira

Er Stúfur og Pönnusleikir sami jólasveinninn?

Nú var það Stúfur sem setti í skóinn í nótt og hefur efalaust kætt marga krakka. Þá ætlum við að fá Eirík Fjalar til að syngja lagið Nýtt Jólalag.
Meira

Borgnesingar bitu frá sér en Stólarnir voru sterkari

Það var landsbyggðarslagur í Síkinu í kvöld þegar Skallagrímsmenn úr Borgarnesi mættu til leiks í 10. umferð Dominos-deildarinnar. Gengi liðanna hefur verið ólíkt upp á síðkastið; Stólarnir á sigurbraut en eintóm brekka og töp hjá Borgnesingum. Það voru því kannski ekki margir sem reiknuðu með baráttuleik en sú varð engu að síður raunin og þegar upp var staðið þá var það íslenski kjarninn í liði Stólanna sem náði að hemja gestina og ná góðu forskoti í fjórða leikhluta. Lokatölur 89-73 fyrir Tindastól.
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði SSNV

Stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum þann 4. desember sl. tillögu frá matsnefnd smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Smávirkjanaverkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra á árinu 2018 og er framhaldsverkefni áhersluverkefnis frá árinu 2017 en þá var gerð var úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum. Alls bárust 17 umsóknir en tvær þeirra uppfylltu ekki skilyrði sem sett eru í reglum sjóðsins að því er segir á vef SSNV.
Meira

Fyrsta REKO afhending á Norðurlandi þann 20. desember

Það eru ýmsar leiðir færar fyrir framleiðendur að koma vörum sínum á framfæri þó svo að um lítið magn sé að ræða. Bændamarkaðir hafa verið vinsælir og á Facebook má finna hópa undir merkinu REKO þar sem viðskipti geta farið fram. Fyrstu afhendingarnar á Norðurlandi verða þann 20. og 21. desember á Blönduósi 20. desember við Húnabúð kl: 12-13, Sauðárkróki 20. desember hjá N1 kl: 16-17 og á Akureyri 21. desember hjá Jötunvélum kl: 12-13.
Meira