Skagafjörður

Skjólstæðingar mæti með grímu á heilsugæsluna

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu hafa skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslur HSN verið beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar.
Meira

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2020 afhend

Meðlimir úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar afhentu á dögunum umhverfisverðlaun Skagafjarðar, 16. árið í röð, en komin er hefð fyrir því að farið sé í skoðunarferðir um Skagafjörð á sumrin til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir umhverfisverðlaunin, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Níu ára gamlar myndir úr Laufskálarétt

Sökum hertra sóttvarnaraðgerða sem nú eru í gildi vegna COVID-19 hafa ýmsar takmarkanir verið settar á fyrirkomulag við göngur og réttir þetta haustið. Þannig eru til dæmis aðeins þeir sem eiga erindi í réttir og hafa fengið aðgöngumiða sem mega mæta í réttir og fjöldatakmarkanir miðast við 100 manns. Það verður því ekki fjölmenni í Laufskálarétt þetta árið en Feykir birtir hér níu ára gamla myndasyrpu úr þeirri ágætu rétt en í dag eru nákvæmlega níu ár síðan myndirnar voru teknar.
Meira

„Við höfum alla þekkingu hér til að þjálfa upp þessa hunda“

Ruv.is segir frá því að Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn í Lögreglunni á Norðurlandi vestra, vonist til að fá sérþjálfaða Covid-leitarhunda til landsins, gefi þeir góða raun erlendis. Íslenska lögreglan hefur verið í stöðugu sambandi við stofnanir í Bretlandi sem þjálfa hunda og rannsaka hvort þeir geti skilað árangri í greiningu kórónuveirusýna. Fyrstu niðurstöður benda til að hundarnir greini jákvæð sýni með um 90 prósenta nákvæmni. Finnskir Covid-leitarhundar hófu störf á flugvellinum í Helsinki í gær og virðist Covid hundaprófið heldur þægilegra fyrir fólk en það sem fyrir er hér á landi.
Meira

Ótrúlega öflug liðsheild og samstaða einkenna liðið

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í efstu deild kvennaboltans næsta sumar með því að vinna í gær sinn þrettánda sigur í Lengjudeildinni. Þar með varð ljóst að lið Keflavíkur og Hauka gætu ekki bæði komist upp fyrir lið Tindastóls í toppbaráttu deildarinnar. Aldrei fyrr í sögu Umf. Tindastóls hefur félagið átt lið í efstu deild fótboltans og því rétt að heyra aðeins í öðrum þjálfara liðsins, Guðna Þór Einarssyni, sem segir tilfinninguna í leikslok hafa verið hreint ólýsanlega.
Meira

Til hamingju Ísland! 25.000 undirskriftir! - Höldum áfram!

Þátttaka landsmanna í undirskriftasöfnuninni "Nýju stjórnarskrána strax!” hefur farið langt fram úr vonum og ekkert lát er á undirskriftum. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja markið enn hærra og stefna að 30 þúsund undirskriftum fyrir 20. október.
Meira

Áskorun um samstarf í umhverfismálum í útbænum og á Eyrinni

Í gær mættu fulltrúar fyrirtækja, stofnana og verslana, sem eru með starfsemi á Eyrinni og í útbænum á Sauðárkróki, á fund sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar og afhentu áskorun um átaksverkvefni í umhverfismálum. Óskað var eftir viðræðum við sveitarfélagið um umhverfisátak á atvinnusvæðinu og í útbænum.
Meira

Til hamingju Stólastúlkur

Það var stór dagur í skagfirskri knattspyrnusögu í gær þegar Stólastúlkur öttu kappi við Völsung í Lengjudeild kvenna og höfðu þar bæði sigur og farmiða í efstu deild. Það er sannarlega gaman að sjá þegar íþróttamenn sem hafa lagt hart að sér bæði sem einstaklingar og heild, uppskera sem þeir sá. Og það gerðu stelpurnar okkar svo sannarlega í gær með þessu afreki. Þvílíkar fyrirmyndir!
Meira

Stólastúlkur komnar upp!

Nú rétt í þessu lauk leik Völsungs og Tindastóls í Lengjudeild kvenna en leikið var á Húsavík. Ljóst var fyrir leikinn að sigur var allt sem þurfti til að tryggja sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Sigurinn var öruggur þrátt fyrir að stelpurnar hafi ekki átt sinn besta leik. Lokatölur 0-4 og ekkert annað að gera en að óska þessum frábæru stúlkum hjartanlega til hamingju – þær hafa gert Skagfirðinga nær og fjær stolta!
Meira

Vonast til að lokun lúxushótelsins á Deplum í Fljótum sé aðeins tímabundin

Rúv.is segir frá því að lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hafi verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum.Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, segist vona að lokunin sé aðeins tímabundin. Staðan verði endurmetin eftir áramót.
Meira