Skagafjörður

Nautasteik og góður ís á eftir

Matgæðingar vikunnar í fjórða tbl. ársins 2018 voru Húnvetningarnir Anna Birna Þorsteinsdóttir og Pétur Þröstur Baldursson sem höfðu þetta að segja: „Við hjónin búum í Þórukoti í Víðidal. Við eigum þrjú börn, Rakel Sunnu, Róbert Mána og Friðbert Dag. Einnig erum við svo heppin að geta haft tengdasoninn Jóhann Braga inn í þessari upptalningu. Hér er hefðbundinn blandaður búskapur með kúm, kvígum- og nautauppeldi, spari fé, hestum og hundinum Oliver. Allur barnaflotinn er fyrir sunnan við nám á veturna og gengur vel. Á meðan er veturinn notaður til að breyta súrheyshlöðu í uppeldishús fyrir nautgripi og lagfæra íbúðarhúsið.“
Meira

Söfnuðu fyrir reiðhallarspeglum

Unglingadeild hestamannafélagsins Skagfirðings hefur frá árinu 2017 staðið í alls kyns fjáröflunum til kaupa á speglum í Reiðhöllina Svaðastaði og voru þeir settir upp í desember. Þegar blaðamaður Feykis leit við í reiðhöllinni sl. fimmtudagskvöld stóðu unglingarnir sjoppuvaktina og rukkuðu inn á sýnikennslu Þórarins Eymundssonar.
Meira

Ég mun ná þessum 100 leikjum! – Liðið mitt … Brynhildur Ósk Ólafsdóttir - Manchester United

Brynhildur Ósk Ólafsdóttir á Sauðárkróki gerði garðinn frægan með meistaraflokki Tindastóls á árum áður í fótboltanum. Hennar fyrsti skráði meistaraflokksleikur var á móti Sindra í B riðli 1. deildar kvenna í maí 2008 en þá var Brynhildur 15 ára gömul en síðasti leikurinn var níu árum síðar gegn ÍA í maí 2017. Alls lék hún 97 meistaraflokksleiki og skoraði fimm mörk. Brynhildur svara spurningum í Liðinu mínu þessa vikuna.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur yfir dagana 24.-27. janúar. Hér er um að ræða fastan lið í starfsemi félagsins sem vanalega á sér stað síðustu helgina í janúar. Felst hann í því að þátttakendur fylgjast með garði sínum einhvern tiltekinn dag þessa helgi og skrá hjá sér fjölda fugla sem í garðinn koma.
Meira

Deremy Terrell Geiger verður með Stólunum í kvöld

Leikur Tindastóls gegn Val í 15. umferð Domino’s deild karla fer fram klukkan 18:30 í Síkinu í kvöld. Stólarnir eiga harma að hefna þar sem Valsarar tóku fyrri leikinn eftir að Pavel setti niður langan þrist þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir í framlengingu og unnu 95-92. Það munu Stólar ekki láta gerast aftur. Allra nýjustu fréttir herma að Deremy Terrell Geiger sé kominn með leikheimild en ótrúlegar tafir hafa verið í kerfinu með þau mál fyrir kappann.
Meira

Vilja breyta reglum um úthlutun byggðakvóta

„Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019-2020 hvað varðar úthlutun til Hofsóss. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 140 þorskígildistonnum til Sauðárkróks.“ Þannig hefst bókun nefndarinnar frá fundi gærdagsins en þar kom fram að Sauðárkróki er úthlutað 140 þorskígildistonnum en Hofsós aðeins 15 þorskígildistonnum.
Meira

Metafli á land árið 2019

Landaður afli á Sauðárkróki og Hofsósi var samtals 30.271 tonn á árinu 2019 sem er nýtt met í lönduðum afla samkvæmt því sem fram kemur á vef Skagafjarðarhafna. Fragtskipakomur á árinu voru alls 71 og inn- og útflutningur um Sauðárkrókshöfn nam samtals 46.370 tonnum.
Meira

Tindastóll – Stjarnan :: Miðasala hafin á bikarleikinn

Miðasala á leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ 12. febrúar nk. er hafin hjá TIX.is. Stuðningsmönnum Tindastóls er bent á að kaupa miða í gegnum körfuknattleiksdeildina en þá rennur allur hagnaður af þeirri miðasölu beint til hennar.
Meira

Opið fyrir umsóknir um hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið

Þessa dagana stendur yfir umsóknarferli fyrir hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið. Hetjuupplifanir eru upplifanir sem sérstaklega eru valdar út og dregnar fram sem eitthvað sérstakt sem einkennir Norðurstrandarleið. Slíkar upplifanir eru nú í boði hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði, Brimslóð á Blönduósi, Norðursiglingu, Arctic Trip, Ytra Lóni og Hvalaskoðun og Ektafiski á Hauganesi.
Meira

Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s

Það fer nánast að verða fréttaefni ef ekki er gul viðvörun vegna veðurs á landinu bláa en nú er í gildi appelsínugul viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði en fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendi er gul viðvörun. Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna veðurs sem og um Öxnadalsheiði.
Meira