Skagafjörður

Starfsemi 1238 á Sauðárkróki kveður | Aðsent Freyja Rut

Eftir sex ára ólgusjó í ferðaþjónustu, áskorunum tengdum heimsfaraldri og afleiðingum þess, eftir sex ár af velgengni í stöðugu mótlæti, ótrúlegum árangri og verulegu framlagi til menningartengdrar ferðaþjónustu, ekki bara í Skagafirði heldur víða um lönd stöndum við á krossgötum og tilkynnum lokun sýningarinnar 1238 á Sauðárkróki.
Meira

Bleikt boð Krabbameinsfélags Skagafjarðar

„Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini.” Þannig var Bleiki dagurinn í ár kynntur. Við í Skagafirði tókum undir þessi orð og héldum, að vanda, Bleika daginn hátíðlegan á Löngumýri, 29. október.
Meira

Sögulegt Íslandsmeistaramót á Hólum

Um þarsíðustu helgi tók Háskólinn á Hólum þátt í að marka ný spor í íslenskri hestamennsku þegar haldið var á Hólum Íslandsmeistaramót í járningum með opnum alþjóðlegum flokki. „Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur flokkur er hluti af Íslandsmeistaramóti og vakti það mikla athygli meðal fagfólks, nemenda og áhugafólks um hestamennsku,“ segir í frétt á vef skólans.
Meira

Aðventugleði á Hofsósi

Laugardaginn 6. desember standa nokkrir íbúar og fyrirtæki fyrir Aðventugleði á Hofsósi. Í félagsheimilinu Höfðaborg verður markaður með fjölbreyttan varning. Þar verður einnig Héraðsbókasafnið með bókahorn og kynningu á nýjustu bókunum. Hægt verður að setjast niður og kaupa kaffi og kökur.
Meira

Magadans og áritun í Skagfirðingabúð

Föstudaginn 5. desember munu Hermann Árnason og Hjalti Jón Sveinsson árita bók sína, Með frelsi í faxins hvin, í Skagfirðingabúð milli klukkan 13-14. Að sjálfsögðu mæta allir hestaáhugamenn þangað! Í bókinni segir frá Hermanni Árnasyni sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. „Rétt er að taka fram að magadansins verður að bíða betri tíma, hann var bara settur hér með til að fanga athygli lesenda!“ segir í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Hólum.
Meira

Lyklar afhentir í Hegranesi

Það var gleðileg stund í Hegranesinu í  gær þegar afhending lykla að félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi fór fram með formlegum hætti. Félagið Íbúasamtök og hollvinir Hegraness undirritaði tíu ára leigusamning um húsnæðið og tók formlega við lyklum í beinu framhaldi.
Meira

Ákvörðun um Fljótagöng mikið fagnaðarefni segir Einar

„Fyrstu viðbrögð okkar við tillögu að samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra lagði fram í dag, eru að við fögnum því virkilega að Fljótagöng skuli loksins vera kominn á áætlun og að þau verði næstu göng sem farið verður í en gert er ráð fyrir framkvæmdum við göngin árin 2027 til 2030. Þetta er mikið fagnaðar efni, en sveitarfélagið Skagafjörður og einnig SSNV hafa margsinnis á liðnum árum fundað með ráðamönnum, ályktað og skorað á þingmenn og ráðherra að koma þessum göngum í framkvæmd, því slysahættan af núverandi vegi um Almenninga er svo gríðarleg. Við erum því virkilega þakklát Eyjólfi fyrir að taka þessa ákvörðun og setja Fljótagöngin efst í framkvæmdalistann,“ sagði Einar E. Einarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar og formaður SSNV þegar Feykir innti hann eftir viðbrögðum við nýrri samgönguáætlun.
Meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga fagnar afmæli Línu Langsokk

Lína Langsokkur í lestrarstund  fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. 
Meira

Fljótagöng sannarlega í forgangi hjá Eyjólfi

Ríkisstjórnin kynnti í dag nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Meðal þess sem fram kom á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar, þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynntu áætlunina, var að ákveðið hefur verið að Fljótagöng verði sett í forgang hvað varðar jarðgangagerð. Þá voru boðaðar framkvæmdir við hafnir, þ.m.t. Sauðárkrókshöfn þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar og þá er ætlunin að styrkja strandsiglingar til að verja vegakerfið svo stiklað sé á stóru.
Meira

JólaFeykir kominn í dreifingu

Það er ekki laust við að við séum pínu montin af nýjum JólaFeyki sem fór í dreifingu í dag til áskrifenda blaðsins og er þegar aðgengilegur rafrænum áskrifendum. Að þessu sinni er JólaFeykir 44 blaðsíður, stútfullur af fjölbreyttu efni, litríkur, myndrænn og kemur lesendum vonandi í jólaskap.
Meira