Skagafjörður

G L E Ð I L E G J Ó L

Starfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,
Meira

Það er almennt mikið keppnisskap í fjölskyldunni | INGVI HRANNAR

Einn af bestu sonum Skagafjarðar er Ingvi Hrannar Ómarsson, árgangur 1986, en hann flutti fyrir nokkru til Kaliforníu sem er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þar starfar hann við náms- og upplifunarhönnun (Instructional Designer) hjá tæknirisanum Apple í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Silicon Valley, Apple Park, en þar starfa um 12 þúsund manns. Eins og flest sem tengist Apple þá er hönnun vinnustaðarins einstök. Það hafði lengi staðið til hjá Feyki að taka púlsinn á Ingva Hrannari eftir flutninga til Bandaríkjanna og hér má lesa afraksturinn.
Meira

„Fyrir mér snúast jólin um að vera nálægt fjölskyldunni“ | DAVID BERCEDO

Feykir heldur áfram að ræða við útlendinga sem lifa og starfa á Íslandi, forvitnast um jólahald þeirra, trúarbrögð og árið sem er að líða. Nú er það hann David Bercedo sem er frá Madrid á Spáni en starfar á Sauðárkróki sem verður fyrir svörum. Hann var í haust valinn besti leikmaður karlaliðs Tindastóls sem náði ágætum árangri í sumar. „Ég hef tvö störf núna sem bæði eru mér mjög mikilvæg og endurspegla mismunandi hliðar á því hver ég er,“ segir hann.
Meira

Átti í miðri úrslitakeppni

Bjarney Sól Tómasdóttir er fædd og uppalin í Borgarfirði, þar sem hún kynntist Arnari (Björnssyni) þegar hann fór að spila með Skallagrím. Þau eiga tvo syni þá Lúkas Björn og Una Ágúst, sem eru hjarta fjölskyldunnar og móta dagana þeirra eins og Bjarney kemur sjálf að orði. „Fjölskyldan er mér mikilvægust og ég helga mig fyrst og fremst móðurhlutverkinu. Annars er ég kennaramenntuð og starfa á leikskólanum Ársölum, þegar ég er ekki í fæðingarorlofi.“ Hennar helsta áhugamál er að ferðast og fara í frí með fjölskyldunni. En einnig hefur hún mikla ánægju af því að fara á snjóbretti í Tindastól, sérstaklega þegar hún getur tekið eldri son sinn með sér.
Meira

JÓLIN MÍN | „Skreytum frekar mikið með alls konar gömlu skrauti“

Auður Björk Birgisdóttir er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Hún býr á bænum Grindum í Deildardal með eiginmanni sínum, Rúnari Páli Dalmanni Hreinssyni, en þar búa þau með sauðfé og hross. „Við eigum þrjú börn, Bjarkey Dalrós, 17 ára, Sigurrós Viðju, 11 ára, og Birgi Smára Dalmann, 7 ára.
Meira

Uppáhalds manneskjan að spila í uppáhalds liðinu

Þóranna Ósk er 29 ára, fædd og uppalin á Sauðárkróki, og býr með kærastanum, Pétri Rúnari, og syni þeirra, Jóni Birgi, sem fæddist núna í sumar. Þegar Þóranna er ekki í fæðingarorlofi vinnur hún sem hjúkrunarfræðingur á HSN. Þóranna er dóttir Steinunnar Daníelu Lárusdóttur og Sigurjóns Viðars Leifssonar. Þóranna og Pétur eru bæði fædd og uppalin í Skagafirðinum. Spurð út í áhugamálin eru þau íþróttir, ferðast og vera með vinum en er á sama tíma voðalega heimakær.
Meira

Á Þorláksmessudag kom út lag

Í dag Þorláksmessudag, var að koma út lag- Sigvaldi Helgi Gunnarsson einn af óskabörkum Skagafjarðar var að gefa út á öllum helstu streymisveitum lagið Jól einu sinni enn.
Meira

Drangey er og verður eign Skagfirðinga

Óbyggðanefnd kvað 22. desember 2025 upp úrskurði í þjóðlendumálum á eyjum og skerjum umhverfis landið, á svonefndu svæði 12 við málsmeðferð nefndarinnar. Um er að ræða síðustu úrskurði nefndarinnar.
Meira

Ný hringrásarverslun á Sauðárkróki

Eva Rún Dagsdóttir er 22 ára, dugleg, umhyggjusöm, jákvæð og lífsglöð íþróttakona frá Sauðárkróki sem opnaði nýverið verslun á Sauðárkróki. Feykir hafði samband við Evu Rún og forvitnaðist aðeins um þessa nýju búð.
Meira

Litrík veðurkort næstu daga

Veðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.
Meira