Skagafjörður

„Þetta var mikið aksjón og skemmtilegt.“ Sigurður Frostason hættur eftir áratuga starf á Alexandersflugvelli

„Þetta eru um 40 ár sem ég hef verið að gutla við þetta,“ sagði Sigurður Frostason er Feykir innti eftir þeim tíma sem hann hefur unnið við Alexandersflugvöll á Sauðárkróki en á sunnudaginn var hans síðasti dagur á launaskrá Isavia. Nú er komið að tímamótum hjá Sigurði sem ætlar að taka lífinu með ró og jafnvel að leggjast í ferðalög.
Meira

Markviss með byssur á sýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri

Skotfélagið Markviss á Blönduósi verður þátttakandi í árlegri byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri, ásamt versluninni Vesturröst, sem haldin verður um helgina á Stokkseyri. Fjölbreytt úrval skotvopna verður þar til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.
Meira

Flottur sigur Stólastúlkna á liði Grindavíkur

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í körfunni. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en mesti munurinn á liðunum var átta stig, Grindvíkingum í vil, í upphafi fjórða leikhluta. Stólastúlkur snéru taflinu við í framhaldinu og unnu lokaleikhlutann 21-13 og það dugði til mikilvægs sigurs. Lokatölur 62-59.
Meira

Ungir myndasmiðir í Glaumbæ

Dagana 18. og 19. febrúar stóð Byggðasafn Skagfirðinga fyrir viðburðadagskrá í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði líkt og undanfarin ár en vegna ástandsins í samfélaginu var hún með örlítið breyttu sniði.
Meira

Heitavatnslaust á Freyjugötu og nágrenni

Vegna viðgerðar í brunni við Skólastíg á Sauðárkróki þarf að loka fyrir heita vatnið á Freyjugötu, Knarrarstíg og Sæmundargötu 1 a og b. í dag 3. mars. Skrúfað verður fyrir rennsli um kl. 8:30 og mun lokunin vara fram eftir degi.
Meira

Þúfur er síðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Nú er loksins komið að keppnisdegi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum en keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld. Til leiks er kynnt áttunda og síðasta liðið í ár en það stóð uppi sem sigurlið síðasta árs, Þúfur.
Meira

Fjölgar kórónuveirufaraldurinn störfum á landsbyggðinni?

Á undanförnum vikum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd auglýsti tvö störf á Húsavík, Ferðamálastofa auglýsti sömuleiðis tvö störf án staðsetningar nýverið og Samband íslenskra sveitarfélaga er þegar þetta er skrifað með þrjú störf í umsóknaferli sem öll eru án staðsetningar.
Meira

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni í vikunni

Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra eru komnir á ferðina á ný á með sölubílinn sinn góða en í dag verður boðið upp á ýmislegt góðgæti á Skagaströnd við Vörusmiðju BioPol milli klukkan 11 og 13. Seinni partinn verður svo farið á Blönduós og selt við B&S Restaurant frá klukkan 15 - 17.
Meira

Uppsteypa, sjöunda liðið í Meistaradeild KS

Sjöunda og næstsíðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum þetta tímabilið er lið Uppsteypu. Liðsstjóri þess liðs er skagfirski Húnvetningurinn Elvar Logi Friðriksson, tamningamaður, uppalinn í Lýdó en býr nú á Hvammstanga.
Meira

Stjörnumenn náðu í stigin í baráttuleik

Ekki tókst Tindastólsmönnum að ljúka fyrri umferðinni í Dominos-deildinni með því að stela tveimur stigum af Stjörnunni en liðin mættust í Mathús Garðabæjar-höllinni í kvöld. Leikurinn var raunar hin besta skemmtun, jafn og spennandi allt til loka en heimamenn höfðu betur, 98-93, og Stólarnir sitja því í áttunda sæti deildarinnar þegar seinni umferðin hefst í vikunni. Ekki alveg staðurinn sem Stólarnir stefndu á en svona er Ísland í dag – endalausir skjálftar.
Meira