Skagafjörður

Heimtur virðast vera góðar

Þessa bráðskemmtilegu drónamynd hér að ofan tók Halldór Gunnar Hálfdansson bóndi á Molastöðum í Fljótum í síðustu viku þegar veturinn lét á sér kræla. Feykir nýtti tækifærið og spurði bóndann út í veður og heimtur.
Meira

Háskólinn á Hólum tekur þátt í ArcticKnows verkefninu

Þann 1. október síðastliðinn var ýtt úr vör þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að mótun sameiginlegra leiða til sjálfbærra atvinnuhátta á Norðurslóðum með því að byggja brýr milli vísindalegrar og staðbundinnar þekkingar. Verkefnið nefnist ArcticKnows og er styrkt af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins (Innovation Action).
Meira

Elín Jónsdóttir ráðin aðalbókari hjá Skagafirði

Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf aðalbókara hjá Skagafirði. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að aðalbókari beri ábyrgð á að bókhald sveitarfélagsins og stofnana þess sé fært í samræmi við lög og reglur og fjárhagsáætlanir hverju sinni. Aðalbókari tryggir réttmæti fjárhagsupplýsinga og tekur þátt í greiningu þeirra ásamt undirbúningi upplýsinga fyrir stjórnendur sveitarfélagsins, nefndir þess og ráð.
Meira

Blessuð sértu sveitin mín | Gísli og Þuríður kíktu á tónleika í Miðgarði

Hann var þétt setinn salurinn í Menningarhúsinu Miðgarði föstudagskvöldið 24. október. Þar komu fram á tónleikum Óskar Pétursson, Karlakórinn Heimir og sönghópur frá eða tengdur Álftagerði. Margar perlur voru fluttar sem féllu áheyrendum greinilega vel í geð.
Meira

Íslenskar þjóðsögur gæddar lífi á hrekkjavöku í Glaumbæ

Það var heldur betur líf og fjör í Glaumbæ föstudagskvöldið 31. október þegar Byggðasafn Skagfirðinga hélt upp á hrekkjavöku í fimmta sinn. Um tvö hundruð gestir á öllum aldri lögðu leið sína á safnið og skemmtu sér skelfilega vel við að skoða skuggalegt safnsvæðið.
Meira

Fagþing hrossaræktarinnar í Hafnarfirði á föstudag

Fagþing hrossaræktarinnar fer fram föstudaginn 7. nóvember klukkan 13 í Reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum Feykis er fagþingið fundur deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands en allir tengdir hrossarækt eru velkomnir. Á fundinum gefst tækifæri til að hafa áhrif á starfið í deildinni og koma að stefnumótun í málefnum hrossaræktarinnar.
Meira

Kvennaár 2025 | Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar

Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.
Meira

Forsætisráðherra hafnaði beiðni SSNV um fund

Fram kemur í fundargerð stjórnar SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) þann 3. nóvember sl. að forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, hefði hafnað beiðni samtakanna um fund með stjórn SSNV vegna alvarlegrar stöðu landshlutans og mögulegra aðgerða til að snúa neikvæðri þróun við. Stjórn SSNV hafði beðið um fund með valkyrjunum þremur en ekki hafa borist svör frá utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra en forsætisráðuneytið benti aftur á móti á innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar vegna erindisins.
Meira

Sjö verkefni styrkt af Samfélagssjóði KS

Tilkynnt var í gær á fundi á Kaffi Krók hvaða verkefni fá úthlutað úr Samfélagssjóði Kaupfélags Skagfirðinga en það er sérstök úthlutunarnefnd skipuð fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar og KS sem velja hvaða verkefni fá styrki. Alls skiptast styrkirnir að þessu sinni á milli sjö verkefna en hæsta framlagið rennur til uppsetningar á þremur rennibrautum í Sundlaug Sauðárkróks sem áætlað er að verði teknar í notkun fyrri part ársins 2026. Alls nema styrkirnir að þessu sinni rúmlega 84 milljónum króna.
Meira

Fræðsludagur UMSS í Miðgarði þann 10. nóvember

Á heimasíðu UMSS segir að fræðsludagur UMSS 2025 verður haldinn í Miðgarði, Skagafirði þann 10. nóvember og hefst kl. 17:00. Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, USAH og USVH, þeirra deildum og nefndum, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludeginum.
Meira