Sæluvikan sett og Faxi afhjúpaður á ný
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf, Lokað efni
27.04.2025
kl. 20.20
Sæluvika Skagfirðinga var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki í dag. Gestir voru flestir mættir tímanlega fyrir kl. 13 eins auglýst hafði verið og voru umsvifalsust sjanghæjaðir út á Faxatorg í ískalt þokuloftið þar sem draugalegur Faxi beið þess að verða afhjúpaðir enn og aftur. Einar E. Einarsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, flutti þar ágæta setningarræðu Sæluviku, sagði síðan nýjustu fréttir af Faxa og sýndi loks lipra takta við að færa listaverkið okkar góða úr plastklæðunum. Eftir stóð Faxi bronshjúpaður á nýjum stalli og hefur sennilega aldrei verið ferskari.
Meira