Skagafjörður

Sæluvika færð fram um tvær vikur

Lagt var fram erindi á fundi atvinnu,-menningar og kynningarnefndar hvort skoða mætti að færa Sæluviku fram um tvær vikur, farin var sú leið að leyfa íbúum að hafa skoðun á þessu máli með íbúakönnun. Undanfarin ár hefur Sæluvikan hafist síðasta sunnudag aprílmánaðar og staðið yfir í viku. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru þær afgerandi.
Meira

FNV áfram í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er komið áfram í aðra umferð Gettu betur eftir sigur á Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrstu umferð. Keppendur FNV hafa æft af kappi síðan í byrjun september og var að vonum mikil spenna fyrir viðureignina enda þreyttu allir keppendur frumraun sína í þessari fyrstu umferð.
Meira

Valskonur lagðar í parket í háspennuleik

Valskonur heimsóttu Síkið í gærkvöldi og öttu kappi við lið Tindastóls í Bónus deildinni. Fyrir leikinn höfðu gestirnir unnið átta leiki og sátu í fjórða sæti deildarinnar á meðan lið Tindastóls var með fjóra sigurleiki og var í áttunda sæti. Stólastúlkur hafa náð vopnum sínum í síðustu leikjum og þá sérstaklega í Síkinu og í gærkvöldi buðu liðin upp á jafnan og spennandi leik og fjögur síðustu stig leiksins gerði heimaliðið af vítalínunni. Það var akkúrat það sem þurfti og lokatölur 81-79 fyrir Tindastól.
Meira

Álfhildur hyggst draga sig í hlé frá sveitarstjórnarmálum að loknu kjörtímabilinu

Það er kosningaár en kosið verður til sveitarstjórna þann 16. maí næstkomandi. Feykir hefur örlítið verið að grafast fyrir um framboðs- og listamál í Skagafirði og vonandi verður hægt að segja frá einhverju áður en langt um líður. Meðal annars hafði Feykir samband við Álfhildi Leifsdóttur, oddvita Vinstri grænna og óháðra, sem tjáði Feyki að hún hyggist draga sig í hlé.
Meira

Söguleg stund í Evrópu

„Mér fannst varnarleikurinn á stórum köflum mjög góður hjá okkur, held að það hafi verið það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir sendi honum nokkrar spurningar nú í morgun en Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Pristína í framlengdum leik í gærkvöldi í ENBL-deildinni í körfubolta.
Meira

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Tindastólskappar komu, sáu og sigruðu í Kósóvó

Tindastólsmenn skruppu suður yfir heiðar og linntu ekki látum fyrr en þeir voru lentir í Kósóvó á skaganum kenndum við Balkan. Þá hafði reyndar fækkað örlítið í hópnum en það kom ekki að sök þegar upp var staðið því Stólarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, hristu af sér vonbrigði Valsleiksins og skelltu liði Pristína í framlengdum leik. Lokatölur 98-104 og lið Tindastóls er nú eitt þriggja liða sem hefur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum ENBL-deildarinnar.
Meira

Frostið fór í 18,9°C á Sauðárkróksflugvelli

Það var fimbulkuldi í Skagafirði nú í nótt og rúðuskafan máske víða tekin til kostanna því bílrúður voru helhélaðar í morgunsárið – í það minnsta á eldri árgerðum sem bjóða ekki upp á sjálfvirka upphitun eða hvað þetta nú kallast. Í gærkvöldi mældist mest frost á landinu á veðurmæli á Sauðárkróksflugvelli en þar tikkaði mælir í mínus 18,9°C.
Meira

Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag

Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira