Skagafjörður

Byrjað á Melatúni

Í síðustu viku hófust framkvæmdir við Melatún, nýrri götu í Túnahverfi á Sauðárkróki, en Steypustöð Skagafjarðar átti lægsta tilboð í jarðvegsskipti og fráveitulagnir. Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. september sl. og var kostnaðaráætlun verksins, sem unnin var af Verkfræðistofunni Stoð ehf. upp á 21.679.900.-
Meira

Leggja til 264,3 milljóna framlags vegna Skagafjarðarhafna

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar var lögð fram ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023. Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir ýmsum kostnaðarsömum framkvæmdum, m.a. stækkun Sauðárkrókshafnar vegna aukinna umsvifa. Þá harmar nefndin að ekki sé gert ráð fyrir beinum framlögum til uppbyggingar malarvega með bundnu slitlagi í sveitarfélaginu.
Meira

Magnificat í Miðgarði í dag

Skagfirski kammerkórinn stendur í stórræðum en í dag verður flutt verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er hluti af afmælisdagskrá sem fengið hefur heitið Í takt við tímann og er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Meira

Lambafille, grillað grænmeti og kartöflur

„Við þökkum áskorunina frá Elísabetu og Hlyn og langar okkur að deila með ykkur uppskrift af grilluðu lambafille með fitu borið fram með piparostasósu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum,“ sögðu Ómar Eyjólfsson og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, en þau voru matgæðingar Feykis í 40. tbl. ársins 2016.
Meira

Svanhildi Pálsdóttur veitt viðurkennig fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi og Sproti ársins er Hótel Laugarbakki

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í gær í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var svo haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu. Venju samkvæmt voru þrjár viðurkenningar veittar, Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar.
Meira

Gert ráð fyrir 113 m.kr. rekstrarafgangi hjá Svf. Skagafirði fyrir árið 2019

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar voru helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar hjá sveitarfélaginu kynntar fyrir árið 2019. Samkvæmt þeim má gera ráð fyrir að rekstrartekjur nemi 5.331 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 4.695 m.kr.
Meira

Nýr ostur frá Mjólkursamlagi KS á Ostóber

Íslenskir ostadagar standa núna yfir á veitingastöðum hringinn í kringum Ísland þar sem fagnað er fjölbreytileika íslenskra osta undir heitinu Ostóber. KKrestaurant tekur þátt á Sauðárkróki og býður uppá sérrétti með íslenskum ostum á matseðlinum frá og með morgundeginum 20. október. Verður meðal annars í boði Stóri Dímon með karmelliseruðum hnetum og Gull Tindur.
Meira

Haukarnir voru sýnd veiði en ekki gefin

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í kvöld í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Venju samkvæmt mættu Ívar Ásgríms og undirsátar grjótharðir til leiks og gáfu Stólunum leik en frábær vörn Tindastóls í þriðja leikhluta gaf þægilegar körfur og heimamenn komu sér í frábæra stöðu sem gestirnir náðu ekki að vinna á. Lokatölur 79-61.
Meira

Rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð tekin í notkun

Langþráðum áfanga er náð hjá Skagfirðingum því rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð er komin í gagnið og öllum opin frá klukkan 17:00 í dag, fimmtudag. Hér er um fyrstu alvöru rennibraut að ræða í héraðinu þrátt fyrir fjölda sundlauga víðs vegar um fjörðinn.
Meira

Aukasýningar á Ævintýrabókinni

Vegna góðrar aðsóknar hefur Leikfélag Sauðárkróks ákveðið að henda í tvær aukasýningar á Ævintýrabókinni eftir Pétur Eggerz. Búið er að sýna átta sýningar og verður sú 9. á morgun föstudag 19.október klukkan 18:00. Seinni aukasýningin verður sunnudaginn 21. október klukkan 15 og hefur hún verið auglýst sem allra síðasta sýning svo það er um að gera að panta miða í tíma.
Meira