Skagafjörður

Séraðgerðir fyrir Skagafjörð vegna Covid-19 falla úr gildi á miðnætti á morgun

Á fundi aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag, var tekin sú ákvörðun að óska ekki eftir því við heilbrigðisráðuneytið að framlengd verði sú reglugerð sem sett var fyrir sveitafélagið Skagafjörð og Akrahrepp, vegna hópsmits sem upp kom á svæðinu um og fyrir sl. helgi. Á heimasíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að jafnframt muni aðrar sóttvarnaraðgerðir sem aðgerðastjórn greip til og gilda til og með morgundagsins, sunnudagsins 16. maí ekki verða framlengdar.
Meira

Tilfinningin er alveg hreint mögnuð!

Feykir náði í skottið á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttir frá Brautarholti, eftir sigurinn á Eyjastúlkum í dag. Bryndís átti frábæran leik í vörn Tindastóls, stjórnaði vörninni eins og herforingi og steig vart feilspor frekar en fyrri daginn. Bryndís var spurð hvort það væri gaman að vinna leik í Pepsi Max deildinni.
Meira

Fyrsti sigur Stólastúlkna í Pepsi Max og hann var sanngjarn

Hversu gaman ætli það sé að vinna leik í Pepsi Max deildinni? Það er örugglega eitthvað sem Stólastúlkur hafa verið búnar að láta sig dreyma um lengi og í dag – í öðrum leik Tindastóls í Pepsi Max – rættist draumurinn. Það voru Blikabanarnir í liði ÍBV sem mættu á Krókinn og efalaust voru Eyjastúlkur fullar af sjálfstrausti eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Breiðabliks í síðustu umferð. En þær komust lítt áleiðis í dag gegn heilsteyptu og einbeittu Tindastólsliði sem ætlaði sér stigin þrjú frá fyrstu mínútu. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól og sigurinn var sanngjarn.
Meira

„Lífið hér er afskaplega ljúft og þægilegt,“ segir Teitur Björn Einarsson

Það var kunngjört sl. mánudag hverjir sæktust eftir kjöri á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og kom þá í ljós að tveir þeirra níu sem það gerðu búa á Norðurlandi vestra. Annar þeirra er sr. Magnús Magnússon á Hvammstanga en hinn Teitur Björn Einarsson. Feykir hafði spurnir af því að Teitur og hans kona, Margrét Gísladóttir, frá Glaumbæ, væru búin að vera búsett í Skagafirði í um ár og bæði komu með störfin með sér úr höfuðborginni. Margrét sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda en Teitur er lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þau búa í Geldingaholti 3 á Langholti ásamt drengjunum sínum tveimur, Gísla Torfa 4 ára og Einari Garðari 2 ára. Feykir sendi Teiti nokkrar spurningar sem hann snaraði sér í að svara.
Meira

Mark í uppbótartíma - Leiðari Feykis

Þar kom að því að við Króksarar fengum bévítans veiruna í bæinn. „Eins og Skrattinn úr Sauðánni,“ eins og kallinn sagði í denn. Mér fannst það snjöll samlíking þegar haft var eftir einum sem sat í sóttkví að þetta var eins og að fá á okkur mark í uppbótartíma. Það gerist ekki meira svekkjandi.
Meira

Lemon færði heilsugæsluliðum veislubakka

Heilbrigðisstarfsfólk á HSN á Sauðárkróki hafa haft í aðeins fleiri horn að líta síðustu daga en gengur og gerist út af Covid-smitum og skimunum og hafa staðið vaktina af hörku. Lemon á Sauðárkróki fannst tilvalið að senda þeim sólskin í glasi og sælkerasamlokur sem þakklætisvott fyrir framlag þeirra.
Meira

Eitt smit frá í gær en fækkar ört í sóttkví

Einn greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gær á Sauðárkóki og eru því 14 manns komnir í einangrun, eftir því sem fram kemur í tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en viðkomandi einstaklingur var í sóttkví. Hins vegar, segir í tilkynningunni, fækkar fólki jafnt og þétt í sóttkví, sem er jákvætt.
Meira

Steikt svínasíða og öskudagsbollur

Það eru þau Frímann Viktor Sigurðsson og Ditte Clausen í Varmahlíð sem sáu um matarþáttinn í tbl 6 á þessu ári en það var hann Gunnar Bragi sem skoraði á þau að bjóða upp á eitthvað danskt því Ditte er frá Suður Jótlandi en hefur búið hér síðustu tíu árin.
Meira

Badmintonkrakkar Tindastóls kræktu í marga sigra um síðustu helgi

Um síðustu helgi tóku fjórir keppendur badmintondeildar Tindastóls þátt í mótum á vegum Badmintonfélags Hafnafjarðar. Í færslu Freyju Rutar Emilsdóttur á Facebooks-síðu deildarinnar segir að á laugardeginum hafi Emma Katrín tekið þátt í Bikarmótinu en þau Ingi Þór, Sigmar Þorri og Júlía Marín í Snillingamótinu daginn eftir.
Meira

Gamli bærinn á Króknum öðlast nýtt líf

Mikið er nú framkvæmt á Sauðárkróki en Feykir fór á stúfana og myndaði þær framkvæmdir sem eru í gangi í gamla bænum á Króknum. Þar má telja til að KS stendur að stækkun og allsherjar breytingum á gamla pakkhúsinu sem síðast hýsti Minjahúsið, barnaskólinn við Freyjugötu er að taka á sig nýja mynd og á verkstæðisreitnum við Freyjugötu er að spretta upp smáblokk.
Meira