Skagafjörður

Tindastólsmenn með fimm sigurleiki í röð

Lið Tindastóls hefur verið á mikilli siglingu í 3. deildinni síðustu vikurnar og í dag vann liðið fimmta sigurinn í röð í lokaumferðinni. Andstæðingarnir voru lið KFK úr Kópavogi sem heimsóttu Krókinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að forðast fall. Líkt og í síðasta leik gegn botnliði ÍH voru Stólarnir gjafmildir í fyrri hálfleik og tvívegis komust gestirnir yfir. Það var hins vegar jafnt í hálfleik og í síðari hálfleik voru heimamenn í essinu sínu. Lokatölur 6-2.
Meira

Stólarnir rúlluðu yfir lið Hattar í gærkvöldi

Það var frábær mæting í Síkið í gærkvöldi þegar Tindastóll lagði Hött í æfingaleik í Síkinu með 111 stigum gegn 84. Þetta var annar leikur liðanna í sömu vikunni en í fyrri viðureigninni sem fram fór á Egilsstöðum höfðu Stólarnir sömuleiðis betur, 87-103.
Meira

Gaman að setja niður bösserþrist

Júlía Marín Helgadóttir var íþróttagarpur Feykis í tbl. 18 á þessu ári en hún er fædd á því fallega ári 2011 sem þýðir að hún er ein af þeim krökkum sem fermdust sl. vor í Sauðárkrókskirkju. Júlía Marín býr í Ártúninu á Króknum og var með veisluna heima hjá sér og bauð frekar mörgum, eins og hún orðar það sjálf, þar sem gestir gæddu sér á sushi og sætabrauði. Feykir hafði samband við Júlíu Marín því hún hefur, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur mörgum sinnum, orðið Íslandsmeistari í badminton og því tilvalið að senda henni íþróttagarpsspurningarnar og auðvitað var hún til í að svara þeim.
Meira

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.
Meira

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Alls bárust 12 umsóknir um starfið, þar af dró einn umsókn sína til baka. Verkefnastjóri er starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og mun hafa umsjón með verkefnum á sínu starfssviði, ásamt umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum sveitarfélagsins og ýmsum öðrum menningarviðburðum. Auk þess verður verkefnastjóri með umsjón með heimasíðum, komum skemmtiferðaskipa, félagsheimilum og fleira.
Meira

Leikur í Síkinu í kvöld

Fyrsti heimaleikurinn er í kvöld 12. september og hefst leikurinn 19:15. Höttur ætlar að kíkja í Síkið og spila æfingaleik við karlalið Tindastóls. Rétt er að minna á að sala árskorta er í fullum gangi. 
Meira

Hollir og góðir grautar ásamt orkumiklum hádegismat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 19 var Guðbjörg Bjarnadóttir, íslensku- og jógakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum og er hún gift Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Guðbjörg hefur frá því um tvítugt haft mikinn áhuga á öllu því sem stuðlar að heilbrigði og þá ekki síst á hollu og hreinu mataræði, stundum við litla hrifningu annarra fjölskyldumeðlima. Til dæmis þegar hún var að prófa sig áfram með baunarétti og sojakjöt hér á árum áður.
Meira

Samningar undirritaðir um hönnun nýrrar miðstöðvar skagfirskrar lista- og safnastarfsemi

Síðastliðinn þriðjudag skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar og Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta undir samning um hönnun byggingar nýs menningarhúss í Skagafirði og tilheyrandi endurbóta á eldra húsnæði Safnahúss Skagfirðinga. Samkvæmt samningnum eru skil útboðsgagna fyrir jarðvinnuútboð 15. mars 2026 og skil endanlegra útboðsgagna fyrir aðra hluta verkefnisins 15. maí 2026. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við nýtt menningarhús verði lokið fyrir árslok 2027.
Meira

Frábær þátttaka í Fjölskylduhlaupi í tilefni af Gulum september

Samstaða, jákvæðni og gleði ríkti í Fjölskylduhlaupinu sem fór fram í gær á Sauðárkróki. Hlaupið var samstarfsverkefni KS og Vörumiðlunar, með því vildu félögin leggja verkefninu Gulur september lið. Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Meira

Naumur sigur Stólastúlkna í Kennó

Kvannalið Tindastóls spilaði fyrsta æfingaleik sinn fyrir átökin í Bónus deildinni sem fer af stað um mánaðamótin. Andstæðingurinn í gær var lið Ármanns sem tryggði sér sæti í efstu deild í vor. Leikið var í íþróttahúsi Kennaraháskólans og það voru gestirnir sem höfðu betur, unnu nauman sigur, 76-79.
Meira