Skagafjörður

Stefna ekki allir á að vera sexý á sjómannadagsballi í kvöld?

Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Meira

Snéru heim með fullt farteski af fróðleik, hugmyndum og innblæstri

Nú aðra vikuna í maí hélt fríður flokkur af landi brott í fimm daga reisu til Noregs. Það voru allt í allt 35 starfsmenn Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna sem brugðu undir sig betri fætinum í þeim tilgangi að fræðast um stefnur og strauma, áherslur og verkefni annarra innan byggða-, atvinnu-, nýsköpunar- og atvinnumála. Þessir aðilar, þ.e. Byggðastofnun og landshlutasamtökin, fara reglulega í sameiginlegar náms- og kynnisferðir til nágrannalandanna. Feykir hafði samband við Ragnhildi Friðriksdóttur, sérfræðing á þróunarsviði Byggðastofnunar, sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja ferðina ásamt samstarfsfólki sínu, og spurði aðeins út í ferðalagið.
Meira

Pavel áfram á Sauðárkróki

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Pavel Ermolinskij, sem nýlega leiddi Tindastól til frækilegs sigurs í Íslandsmótinu í körfubolta, verði áfram hjá félaginu. Um það var gerður samningur til tveggja ára og mun Pavel til viðbótar við meistaraflokkinn og Subway deildina einnig aðstoða með ýmsum hætti við unglingastarf Tindastóls bæði í karla og kvennaflokkum.
Meira

Leikskóla- og fæðisgjöld verða innheimt í hlutfalli við vistunartíma í verkfalli

Byggðarráð Skagafjarðar hefur ákveðið að leikskóla- og fæðisgjöld þeirra barna sem sannarlega geta ekki nýtt sinn rétt á leikskólanum vegna verkfalla, verði innheimt í hlutfalli við þann vistunartíma sem úthlutað er.
Meira

Króksari sigurvegari í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, nemandi 6. bekkjar Árskóla á Sauðárkóki, stóð uppi sem sigurvegari í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023, hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla landsins. Hugmynd Jóhönnu Maríu kallast Ultimo sem bæði er hlutur og app. Með appinu er hægt að skanna matvæli og hvenær hann rennur út sem sendir svo skilaboð á skjá sem er t.d. fest við kæliskáp.
Meira

Til hamingju sjómenn :: Leiðari Feykis

Næstkomandi sunnudag er sjómannadagurinn og víða á landinu haldinn hátíðlegur sjómönnum til heiðurs og þeirra fjölskyldum. Sums staðar fara hátíðahöld fram á laugardeginum með alls kyns viðburðum og skemmtilegheitum. Nú eru liðin 85 ár frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti en það var hinn 6. júní árið 1938 á tveimur stöðum á landinu, í Reykjavík og á Ísafirði. Það eru hins vegar ekki nema 36 ár síðan dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna eða 1987 og jafnframt gerður að almennum fánadegi. Fram að því var það undir útgerðinni komið hvort sjómenn gátu glaðst í landi þann daginn.
Meira

„Við ætlum ekkert að bakka"

Nú stendur yfir þriðji dagur verkfalls hjá þeim félagsmönnum Kjalar stéttarfélags, er starfa í leikskólum Skagafjarðar. Á morgun ganga þeir aftur til starfa, en ef ekki tekst að semja, munu þeir hefja tveggja vikna verkfall mánudaginn 5. júní.
Meira

„Ég er stolt af okkur!“

Lið Tindastóls bar sigurorð af ÍBV í Eyjum í gær og gerði Melissa Garcia bæði mörk Stólastúlkna í 1-2 sigri. Feykir bað Melissu að leik loknum að lýsa mörkunum sem hún gerði í Eyjum en hún sagði að þau hefðu bæði komið eftir frábærar sendingar, fyrst frá Aldísi en síðari Murr. „Ég tók hlaupin á nærstöngina í báðum mörkunum til að koma boltanum í netið. Bæði mörkin komu eftir frábæra uppbyggingu sem allt liðið átti þátt í að skapa.“
Meira

Stólastúlkur sóttu þrjú stig til Eyja

Stólastúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þar sem þær mættu liði ÍBV í Bestu deildinni. Þær lentu undir eftir rúma mínútu en það er ekkert til í orðabók okkar stúlkna um uppgjöf. Tvo mörk frá Melissu Garcia í sitt hvorum hálfleik tryggðu dýrmætan sigur og þær voru því glaðbeittar hetjurnar okkar á heimleið með Herjólfi. Lokatölur 1-2 fyrir Tindastól en Vestmanneyingar geta þó huggað sig við að þeir nældu síðar í kvöld í Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.
Meira

Mikilvægur leikur Stólastúlkna í Eyjum í dag

Stelpurnar í Tindastól eiga leik gegn ÍBV í Bestu deildinni klukkan fimm í dag en ferðalagið til Eyja hófst í gær og því um mikið ferðalag er að ræða og fórnir færðar hjá leikmönnum. Liðin eru á svipuðum slóðum á stigatöflunni Eyjastúlkur í 7. sæti með sex stig eftir tvo sigra en Stólar sæti neðar með einn sigur og tvö jafntefli. Feykir hafði samband við Donna þjálfara og spurði út í ferðina og leikinn.
Meira