Skagafjörður

Vill halda áfram að þróa leik Stólanna :: Liðið mitt Konráð Freyr Sigurðsson

Konráð Freyr Sigurðsson átti mjög gott tímabil með karlaliði Tindastóls í sumar og fyrir vikið valinn í lið ársins í 3. deildinni sem hlaðvarpsþátturinn Ástríðan stóð að. Hann spilaði 19 leiki, gerði í þeim fjögur mörk og lagði upp tólf fyrir aðra. Konni, sem lengi hefur verið viðloðandi fótboltann, er uppalin á Akranesi en flutti til Sauðárkróks með foreldrum sínum eftir 10 bekkinn. Hann starfar núna í Húsi frítímans, heldur með Manchester United, þrátt fyrir að vera einnig aðdáandi Gylfa Sig. Konni svara hér spurningum í Liðið mitt.
Meira

Ljósin tendruð á tré og krossi á Króknum í morgun

Í morgun voru ljósin á jólatrénu á Kirkjutorginu á Sauðárkróki tendruð samhliða friðargöngu Árskóla sem fram fór nú með breyttu sniði vegna Covidráðstafana og sóttvarna. Að þessu sinni var friðarljósið ekki látið ganga milli manna eins og venja er en nemendur 10. bekkjar sáu um að flytja ljósið frá kirkju og upp kirkjustiginn þar sem ljósin voru kveikt á krossinum sem stendur fremst á Nafarbrúninni.
Meira

Ungmenni, hreyfing og lýðheilsuhallir

Á Covid tímum er sannarlega ástæða til að beina athyglinni að málefnum barna og ungmenna. Mikilvægt er að gefa því gaum hvernig þessi hópur í samfélaginu tekst á við gjörbreyttar og óvæntar aðstæður og leita leiða til að draga úr áhrifum og afleiðingum af skertu frelsi og jafnvel einangrun.
Meira

500 milljónir í Bjargráðasjóð vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt aukið fjármagn til Bjargráðasjóðs vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur. Veitt verður 500 milljónum aukalega í sjóðinn á árinu 2020.
Meira

Bjart framundan hjá Pure Natura

Pure Natura var stofnað 2015 og framleiðir svökölluð fæðuunnin bætiefni eða bætiefni sem unnin eru úr raunverulegum mat. „Við nýtum næringaþéttustu fæðu sem fyrirfinnst, innmat úr íslenskum lömbum, eins og lifur, hjörtu, nýru, eistu og þess háttar, en auk þess nýtum við einnig heilsujurtir í vörurnar til að styðja enn frekar við virkni þeirra. Það þekkja t.d. allir lýsi og þá eiginleika sem það inniheldur, en lýsi er einmitt líka unnið úr innmat – bara innmat úr þorski en ekki lambi,“ segir Hildur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura, í samtali við Feyki. Hildur er M.Sc. í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Árósaháskóla en starfaði áður sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Hún er búsett á Ríp í Hegranesi.
Meira

Öðruvísi aðventuhátíð um helgina

Vegna samkomutakmarkana verður aðventunni fagnað með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði nú um helgina en ekki verður formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi í ár líkt og hefð er fyrir. Heyrst hefur að jólasveinarnir hafi líkt og mannfólkið áhyggjur af Covidfárinu og ætla að fara að öllum sóttvarnarreglum og laumast til byggða á laugardaginn, taka rúnt um valdar götur á Sauðárkróki í bílalest með blikkljós og jólatónlist.
Meira

Viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar - Vísindi og grautur

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa undanfarna vetur haldið fyrirlestraröð undir heitinu Vísindi og grautur. Vegna Covid-19 hefur þessi fyrirlestraröð verið flutt á netið í vetur og verður því aðgengileg öllum áhugasömum. Annað erindi vetrarins verður haldið miðvikudaginn 2. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá ferðamáladeild segir að í erindinu muni Sigríður Sigurðardóttir fjalla um niðurstöður rannsóknar um viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar, hvaða sess torhús hafa í hugum heimamanna og viðbrögð erlendra gesta gagnvart þeim.
Meira

Vont veður í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendi í kvöld og fram yfir miðnættið og gul viðvörun gildir fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra á morgun 26. nóv. frá hádegi og fram á föstudagsmorgun. Spáð er vaxandi suðaustanátt og að það þykkni upp, 18-25 m/s og snjókomu eða slyddu með köflum í kvöld og hlýnar, en sunnan 20-28 um miðnætti og úrkomuminna. Suðvestan 10-18 og él í fyrramálið, en 18-23 eftir hádegi og kólnar. Heldur hvassara annað kvöld.
Meira

Jólablað Feykis 2020 komið út

Í dag er útgáfudagur Jólablaðs Feykis og í dag og næstu daga ættu áskrifendur og allir íbúar á Norðurlandi vestra að fá hressilegt blað inn um bréfalúguna. JólaFeykir er 40 síður að þessu sinni, stútfullt af fjölbreyttu efni og auglýsingum. Það er nú þegar komið á netið þannig að þeir sem ekki geta setið á sér geta stolist í það strax.
Meira

Ekkert Covid á Norðurlandi vestra

„Það er ástæða til að fagna áfangasigri hjá okkur á Norðurlandi vestra. Tafla dagsins er einstaklega ánægjuleg og vonumst við að hún haldist svona áfram,“ segir í tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en hnykkt er á því að til þess að svo verði áfram þurfa allir að halda vöku sinni og huga áfram að einstaklingsbundnu sóttvörnum, „ … því að almannavarnir í þessu tilfelli byrja heima!“
Meira