Sex ungmenni í úrtak fyrir U-18 landslið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.01.2026
kl. 11.07
Það komu frábærar fréttir úr barnastarfinu hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í dag þegar sagt var frá því að sex börn úr starfinu hafa verið valin í úrtak fyrir U-18 ára landslið Íslands sem mun taka þátt í landsliðsverkefni fyrir Íslandshönd næsta sumar. „Þetta er ótrúlega mikil heiður og flott afrek hjá þessum krökkum með að vera valin í þetta verkefni en þau eiga það fyllilega skilið eftir frábæran árangur á mótum ÍPS á síðasta ári. Allir þessir krakkar hafa verið að æfa hjá félaginu frá stofnun barnastarfsins og hafa verið dugleg að æfa og mæta á mót bæði innan félags sem og á landsvísu,“ segir Júlíus Helgi þjálfari hjá Pílukastfélaginu.
Meira
