Skagafjörður

Bjarni væntir þess að sem flestir þingmenn NV kjördæmis leggist á árarnar í varaflugvallarmálinu

„Það er vaxandi stuðningur við varaflugvöll á Sauðárkróki, bæði í samfélaginu og meðal þingmanna,“ segir Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Feyki en hann lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að gerð verði ítarleg athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, er meðflutningsmaður.
Meira

Tap gegn Ármanni eftir hörkuleik

Lið Ármanns og Tindastóls mættust í hörkuleik í 1. deild kvenna í körfubolta en lið heimastúlkna var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í vor, vann deildina en tapaði fyrir ÍR í fimm leikja seríu um sætið í Subway-deild kvenna. Það mátti því búast við erfiðum leik í gær en leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Ármann undirtökunum. Stólastúlkur gáfu þó ekkert eftir, komust yfir þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en endaspretturinn var Ármanns. Lokatölur 78-66.
Meira

Ljúffengir fiskréttir - hugmyndir fyrir kvöldmatinn í kvöld

Það er sunnudagur í dag og þá vill oftar en ekki vera eitthvað létt í matinn eftir mikið helgarát. Þá er tilvalið að leita uppi ljúffenga fiskrétti sem vonandi einhverjir geta nýtt sér við eldamennsku í kvöld.
Meira

Elska að kenna og búa til hluti

Ég er þriggja barna móðir og starfa sem grunnskólakennari í Árskóla þar sem ég kenni textílmennt og ensku. Ég elska að hjóla úti með hundinn minn og almennt alla hreyfingu en helst í náttúrunni þar sem ég er mikið náttúrubarn. Það gefur mér mikið að geta starfað með börnum að skapa hluti, þó það sé með textílefnum, þá legg ég mikið upp úr endurvinnslu og endurnýtingu í saumastofunni sem sést kannski svolítið á því handverki sem krakkarnir eru að koma með heim úr skólanum. Ég hef nú búið hér í 20 ár, flutti hér Skagafjörðinn 2002 og er það honum Magga í Hestasport að þakka að ég er hér nú því hann var minn fyrsti vinnuveitandi í firðinum þar sem ég kynnti íslenska hestinn fyrir erlendum ferðamönnum.
Meira

Matgæðingar í tbl 27 - Heimagerðar kjötbollur og djöflakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 27, 2022, voru Freyja Fannberg Þórsdóttir og Páll Ísak Lárusson og búa þau á Ytra-Skörðugili 1. Þau hafa búið í Skagafirði í rúm tvö ár en í ágúst, í fyrra, fluttu þau í nýja húsið sitt.
Meira

Maður varð að manni :: Áskorendapenni Páll Jens Reynisson - Vest- og Skagfirðingur

Ég fór með Siva bróður í Fjölbrautarskólaskóla Norðurlands vestra (FNV) haustið 1999. Maður hafði ekki miklar væntingar í tilverunni og ég nennti ekki að læra! En þegar ég útskrifaðist haustið 2002 höfðu draumar kviknað í Skagafirði sem eru enn að rætast. Eins og Jón Marz sagði: ,,Maður varð að manni“.
Meira

Vegagerð á Reykjaströnd -Hörður Ingimarsson skrifar

Það var 27. júlí 2021 sem opnuð voru tilboð í Reykjastarandaveg númer 748 sem nær frá Þverárfjallsvegi að Fagranesánni. Samið var við Vegagerðina um verkið 25. ágúst 2021 við samstarfsaðilana Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðimelsbræður ehf. Sauðárkróki og tilboðið hljóðaði upp á 364.594.200 krónur.
Meira

Tindastóli og Keflavík spáð efstu sætum Subway deildarinnar

Á kynningarfundi Subway deildar karla sem haldinn var í Laugardalshöll nú í hádeginu voru kynntar annars vegar spár formanna, þjálfara og fyrirliða í liðum Subway deildarinnar og 1. deild karla, og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla. Lið Tindastóls skoraði hátt og er spáð tveimur efstu sætunum.
Meira

Þórsliðið vann öruggan sigur í nágrannaslagnum

Önnur umferð í 1. deild kvenna í körfubolta hófst í gær og skruppu þá Stólastúlkur yfir Öxnadalsheiðina og léku við lið Þórs í Höllinni á Akureyri. Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferð; Tindastóll vann slakt lið Blika b á meðan Þórsarar lögðu lið Ármanns sem var hársbreidd frá því að komast í efstu deild sl. vor. Heimastúlkur náðu undirtökunum í öðrum leikhluta og eftir það náðu gestirnir aldrei að ógna Þórsliðinu. Lokatölur 74-52.
Meira

Tæpar 23 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra á Skagaströnd

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að hersla hafi verið lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum.
Meira