Skagafjörður

Sumarið skellti sér í skyndiheimsókn

Það skall á með sumri í dag hér norðanlands og fólk tók blíðunni fagnandi. Hitinn daðraði við 20 gráðurnar og vinsamlegustu hitamælar hafa sennilega sýnt miklu hærri tölur í skjólsælum skörðum og görðum. Sjá mátti mennsk endurskinsmerki fækka fötum og ár ösluðu til sjávar moldarbrúnar og mikilúðugar. Íslenska sumarið er svo meiriháttar þegar það gefur sér tíma til að kíkja í heimsókn.
Meira

Súrt og svekkjandi tap í Boganum

Að skrifa um fimm marka ósigur í fótboltaleik er ekki góð skemmtun. Það er þó sennilega enn verra að vera í liðinu sem tapar 5-0. Í gær mættu Stólastúlkur góðu liði Þórs/KA í Bestu deildinni, leikurinn var orðinn erfiður eftir 18 mínútur og svo varð hann bara erfiðari. Heimastúlkur höfðu gert fjögur mörk fyrir hlé og bættu einu við á lokamínútunum. Lið Tindastóls fann aldrei taktinn í sókninni, fékk á sig mörk úr föstum leikatriðum og Akureyringar léku á alsoddi. En það er auðvitað eitthvað bogið við að spila í Boganum.
Meira

Nagaði göt á öryggisnetið á trampólíninu

Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu. 
Meira

Mexikósk panna og mjólkurlaus ís

Þau Regína Valdimarsdóttir og Stefán Þór Þórsson voru matgæðingar vikunnar í tbl 26. Regína og Stefán eru gift og eiga tvö börn, Yrsu 9 ára og Valdimar 3 ára. Stefán er fæddur og uppalinn í Háfi sem er bóndabær rétt fyrir utan Þykkvabæ en Regína er ættuð úr Skagafirðinum en uppalin í Garðabæ. Regína er lögfræðingur að mennt og með meistaragráðu í lögfræði og opinberri stjórnsýslu. Starfar hann sem teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Stefán Þór er húsasmiður og er einnig í iðnmeistaranámi og starfar sem smiður hjá Trésmiðjunni Ýr. Þau elska mexíkóskan mat og ís og hafa eftirfarandi uppskriftir slegið í gegn á heimilinu. 
Meira

Alls brautskráðust 124 nemendur frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 45. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí 2024 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 124 nemendur af eftirtöldum námsbrautum en alls voru gefin út 151 prófskírteini:
Meira

Lækkun sorpgjalda í Skagafirði

Á fundi sveitarstjórnar 15. maí sl., var staðfest fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. maí þar sem lagt var til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,8%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024. Sé þessi lækkun skoðuð með hliðsjón af áætlaðri verðlagshækkun milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta verið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila sveitarfélagsins árið 2024, frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir miðað við þá verðbólgu sem er í landinu.
Meira

Doritos kjúklingur og gamla góða eplakakan

Meira

Skiptir skipulag máli?

Skipulagsgögn eiga að tryggja samráð við almenning og öll eiga að hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Öll hafa aðgengi að skipulagsáformum og leiðum til að koma skoðunum sínum á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar og er mikilvægt að nýta sér það. Ábendingar og mótmæli íbúa og hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á skipulagsáformum eða að hætt sé alfarið við þau.
Meira

Reynir var valinn efnilegasti leikmaður Þórs í vetur

Um miðjan maí hélt körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri sitt lokahóf en Þórsarar voru með lið í Subway-deild kvenna og 1. deild karla. Í kvennaflokki voru tvær stúlkur sem stigu eitt sinn dansinn með liði Tindastóls, þær Maddie Sutton og Eva Wium Elíasdóttir, verðlaunaðar og þá var Króksarinn og Íslandsmeistarinn Reynir Róbertsson valinn efnilegasti leikmaður Þórs á síðasta tímabili.
Meira

Stefnir í sumarhelgi og hjólhýsaviðrun

Eitthvað örlítið var Feykir að grínast með veðrið í pappírsútgáfu sinni nú í vikunni. Bent var á að tveggja stafa hitatölur hafa ekki verið að gera gott mót þetta vorið. Síðan var sagt var frá að spáð væri allt að 15 stiga hita á Norðurlandi vestra – þetta var spá mánudagsins fyrir helgina framundan – en að sjálfsögðu væri spáð allt að 20 gráðum á Akureyri. Nú hefur þeim á Veðurstofunni snúist hugur.
Meira