Skagafjörður

Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landsliðinu, þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.
Meira

Úrslitin úr Opna Nýprent barna og unglingamóti í golfi

Á heimasíðu Golfklúbb Sauðárkróks kemur fram að Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni hafi farið fram á Hlíðarendavelli 23. júní.
Meira

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira

Hver verður jólagjöfin í ár?

Sveitarfélagið Skagafjörður ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar kemur að jólagjafakaupunum í ár. Að þessu sinni er ætlunin að versla í heimabyggð og því leitar sveitarfélagið eftir vöru sem unnin er í héraði. Full þörf er á að hefja undirbúninginn snemma þar sem hópurinn er fjölbreyttur og stór, eða um 400 manns, eins og segir í auglýsingu á vef Skagafjarðar. Þar segir:
Meira

Úrslit á Íslandsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum var haldið í gær, sunnudaginn 23. júní,og tók fríður flokkur keppenda þátt í mótinu sem háð var í Skagafirði. Fyrstu keppendurnir voru ræstir frá Sauðárkróki klukkan 7:30 í gærmorgun og lögðu þeir þátttakendur sem lengst fóru að baki 124 km áður en komið var í mark.
Meira

Góður útisigur hjá Tindastólsstúlkum í Kópavogi

Á föstudagskvöldið mætti Tindastóll liði Augnabliks í Fífunni í 5. Umferð Inkasso deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru bæði lið með sex stig og áttu möguleika að ná fjórða sætinu í deildinni.
Meira

Langömmubörnin fá gimbað teppi

Handavinnukonan Bryndís Alfreðsdóttir ætlar að sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í öðru tölublaði Feykis ár síðasta ári. Bryndís er Fljótakona í húð og hár, fædd og uppalin í Austur-Fljótum en stundaði kúabúskap í Langhúsum ásamt manni sínum í 42 ár. Bryndís hefur búið á Sauðárkróki síðastliðin tíu ár og segist hafa verið svo heppin að kynnast prjónahópnum sínum fljótlega sem hafi hjálpað sér mikið þar sem hópurinn sé alveg frábær. Handverk Bryndísar er fjölbreytt eins og sjá má en mest gerir hún af því að prjóna
Meira

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði

Hjólreiðafélagið Drangey heldur Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði á morgun, sunnudaginn 23. júní.
Meira

Hægeldað lambalæri og hindberjadesert

Matgæðingar Feykis í 23. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Guðrún Helga Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason sem er menntaður húsasmiður en starfar hjá KVH í pakkhúsdeild, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Þau eru búsett á Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, þeim Helga og Bellu, sem og hundi og ketti. Þau ætla buðu lesendum upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. „Lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þvi kom ekkert annað til greina en að velja einhvern af okkar uppáhalds lambakjötsréttum. Eftirréttinn notum við stundum við hátiðleg tilefni en börnin okkar elska hindber. Þetta er uppskrift sem áskotnaðist okkur fyrir töluverðu síðan,“ sögðu matgæðingarnir Guðrún Helga og Hörður.
Meira