Skagafjörður

Kosningar 2026 | Jóel Þór Árnason skrifar

Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga verið afar virkt. Við höfum staðið fyrir fjölmörgum fundum og viðburðum með þingmönnum og öðrum áhugaverðum gestum, þar sem málefni samfélagsins hafa verið rædd af krafti og einlægni - nú síðast í Miðgarði þar sem við ræddum um orkumál á Norðurlandi og fengum til okkar góða gesti. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel þessir viðburðir hafa verið sóttir og ekki síður að nýtt fólk hafi reglulega bæst í hópinn með okkar góðu fastagestum.
Meira

Stóra stólamálið kannski ekki svo einfalt – eða hvað?

Nú nýverið varð TikTok-myndband Króksarans Söru Rutar Arnardóttur, listræns stjórnanda Improv Ísland, tilefni til viðtals og fréttaflutnings Í bítinu á Bylgjunni og Vísi.is en þar sagði hún frá því að húsverðir í Bifröst hefðu fengið gefins notaða stóla frá Sambíóunum til að skipta út gömlu stólunum í Bifröst. Stólarnir hefðu verið sóttir suður en skilja mátti á umfjölluninni að sveitarfélagið hefði tekið ákvörðun um að henda stólunum því starfsmenn hefðu ekki nennt að standa í veseninu sem fylgdi stólaskiptunum, þrífa hefði þurft stólana og laga. Feykir spurði Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra út í málið.
Meira

Alor lýkur 100 milljón króna fjármögnun

Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.
Meira

Ályktun Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3

Stofnfundur Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 var haldinn þann 14. janúar. Samtökin eru samstarfsvettvangur landeigenda og ábúenda jarða í Húnaþingi þar sem aðalvalkostur Landsnets vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 liggur um.
Meira

Feykir biðst velvirðingar á mistökum

Feykir fór aðeins yfir pólitíkina í Skagafirði í blaði vikunnar en fór með fleipur þegar því var haldið fram að Byggðalistanum hafi verið boðin þátttaka í meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar 2022.
Meira

Mögulega verða sex listar í boði í Skagafirði

Það er kosningaár en kosið verður til sveitarstjórna þann 16. maí næstkomandi. Feykir hefur örlítið verið að grafast fyrir um framboðs- og listamál í Skagafirði og vonandi verður hægt að segja frá einhverju áður en langt um líður. Augljóslega eru listar ekki klárir enn sem komið er en þó rétt að kanna stöðuna, hverjir hyggjast stíga til hliðar og hvort ný framboð séu í pípunum.
Meira

Samstarfsverkefni innan Safnahúss Skagfirðinga fengu styrki

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga síðastliðinn mánudag. Meðal þeirra sem mættu til leiks voru þær stöllur í Safnahúsi Skagfirðinga, Kristín Sigurrós Einarsdóttir héraðsbókavörður og Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður. Þar veittu þær viðtöku tveimur styrkjum en annars vegar sótti bókasafnið um styrk til að halda málþing í tilefni þess að 18. apríl verða liðin 100 ár frá fæðingu skagfirska rithöfundarins Indriða G. Þorsteinssonar og hins vegar sótti skjalasafnið um styrk til að halda grúsknámskeið. Hvort safn um sig er svo samstarfsaðili að verkefni hins safnsins.
Meira

Einstök heimsfrumsýning

Nemendur 8. - 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla heimsfrumsýna verkið Ógleymanlega martröðin, föstudaginn 16. janúar í Miðgarði klukkan 20:00. Það sem gerir þetta að stórmerkilegum viðburði er að handritið er samið af nemendum 10. bekkjar í skólanum og er aðeins þessi eina sýning í boði og því um bókstaflega einstök heimsfrumsýningu að ræða. Leikstjórar eru Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ísak Agnarsson. Varmahlíðarskóli hlaut styrk frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga til að styðja nemendur 10. bekkjar í að skrifa og þróa handritið, en skriftir hófust rétt eftir árshátíð skólans fyrir ári síðan
Meira

Bingói í Árskóla frestað

Bingó sem vera átti í dag í matsal Árskóla hefur verið frestað af óviðráðanlegum örsökum. 
Meira

Ásgeir í Hlíðarkaup var valinn Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra núna í lok árs og byrjun þess nýja og lauk kosningu að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Valið stóð á milli níu aðila og var hægt að kjósa á feykir.is. Alls voru það 1.261 sem tóku þátt og kusu. Með 34% atkvæða þá er það Ásgeir Einarsson á Sauðárkróki, eða Ásgeir í Hlíðarkaup eins og hann er jafnan nefndur, sem er Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra.
Meira