Skagafjörður

Fjölliðamót 8.fl. kvk haldið í Skagafirði sl. helgi

Helgina 21.-23. Nóvember var haldið fjölliðamót í 8.fl kvk (12-13ára) sem hluti af Íslandsmóti í körfubolta hér í Skagafirði. Fyrstu leikir voru kl.18 á föstudegi og spilað fram til kl.18 á sunnudag, alls um 50 leikir. Til að koma öllum þessum leikjum fyrir á helginni var spilað bæði í Síkinu á Sauðárkróki en einnig í Varmahlíð. Til leiks mættu 23 lið skipuð um 250 kröftugum stelpum af öllu landinu. Þar fyrir utan voru þjálfarar, foreldrar og aðrir fylgdarmenn svo ætla má að það hafi verið rúmlega 350 gestir á svæðinu yfir helgina með tilheyrandi stemningu í firðinum.
Meira

Frábær jólanámskeið í Farskólanum

Fyrsta jólanámskeið Farskólans fyrir fatlað fólk var haldið í síðustu viku. Það var vel sótt og nutu kennarar og nemendur stundarinnar. Á þessu fyrsta jólanámskeiði lærðu nemendur að búa til fallega kertastjaka úr krukkum og ýmsu skrauti. Við leyfum myndunum að tala sínu máli. Þetta kemur fram í frétt frá Farskólanum.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skagafjörður er mannauðshugsandi vinnustaður

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025 en frá þessu er sagt á heimasíðu sveitarfélagsins. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.
Meira

Árleg Friðarganga Árskóla á föstudaginn

Föstudaginn 28. nóvember verður hin árlega friðarganga þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá Árskóla. Það er mikilvægt á þessum tímum að staldra við og sýna með samstöðu ósk um frið hjá öllum. Við hvetjum foreldra og aðra bæjarbúa til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með okkur.
Meira

Traustur rekstur og miklar fjárfestingar framundan hjá Skagafirði

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag kynnti Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029. Var áætluninsíðan samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans (B og D) en fulltrúar minnihlutans (L og V) óskuðu bókað að þau sætu hjá við afgreiðslu málsins.
Meira

Ragnar er nýliði í íslenska landsliðshópnum

Það er landsleikjahlé í karlakörfunni og íslenska landsliðið mætir liði Ítala í undankeppni heimsmeistaramótsins í Tortona á Norður-Ítalíu. Fyrr í dag tilkynnti Craig Pederson landsliðsþjálfari hverjir skipa tólf manna hópinn og þá kom í ljós að tveir Tindastólsmenn eru í hópnum; þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson sem er nýliði í hópnum.
Meira

Tvö alvarleg umferðarslys urðu á stundarfjórðungi í Húnavatnssýslum

Feykir greindi fyrr í kvöld frá því að þriggja bíla árekstur hefði orðið á Þverárfjallsvegi um kaffileytið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra varð slysið við Blöndubakka á Skagastrandarvegi og var tilkynnt um það kl. 16:06. Aðeins 14 mínútum síðar var tilkynnt um annað alvarlegt bílslys en það varð við Hvammstanga.
Meira

Stjórn SSNV fundaði með innviðaráðherra

Stjórn, ásamt framkvæmdastjóra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átti fund með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem blasa við á næstu árum.
Meira

Þrír fluttir til Reykjavíkur eftir þriggja bíla árekstur á Þverárfjallsvegi

Mbl.is segir frá því að hópslysaáætlun var virkjuð af hálfu almannavarna eftir þriggja bíla árekstur sem varð á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu á fimmta tímanum í dag. Veginum var í kjölfarið lokað vegna slyssins. Tölf manns voru í bílunum þremur og voru þeir fluttir á Blönduós og þrír voru síðan fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Meira