Skagafjörður

Ásgeir í Hlíðarkaup var valinn Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra núna í lok árs og byrjun þess nýja og lauk kosningu að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Valið stóð á milli níu aðila og var hægt að kjósa á feykir.is. Alls voru það 1.261 sem tóku þátt og kusu. Með 34% atkvæða þá er það Ásgeir Einarsson á Sauðárkróki, eða Ásgeir í Hlíðarkaup eins og hann er jafnan nefndur, sem er Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra.
Meira

Bingói í Árskóla frestað

Bingó sem vera átti í dag í matsal Árskóla hefur verið frestað af óviðráðanlegum örsökum. 
Meira

Nýsköpun & ný tengsl – Hringferð um landið

Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Hér á Norðurlandi vestra verður viðburður á Kaffi Krók á Sauðárkróki þann 22. janúar kl. 10:00-12:00 í samstarfi við SSNV.
Meira

KR-ingar hefndu fyrir tapið í VÍS bikarnum

Stólastúlkur heimsóttu Meistaravelli KR-inga í kvöld í Bónus deildinni. Liðin mættust síðastliðinn laugardag á Króknum í VÍS bikarnum og þá hafði lið Tindastóls betur í leik þar sem þær höfðu yfirhöndina nánast allan tímann en unnu nauman sigur í lokin. Að þessu sinni voru KR-ingar mun grimmari og gáfu liði Tindastóls engin grið. Lokatölur 82-64.
Meira

Fimm heimamenn skrifa undir hjá Stólunum

 Nú í kvöld gaf knattspyrnudeild Tindastóls út yfirlýsingu þar sem segir að fimm heimamenn leikmannahópi meistaraflokks karla hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Sannarlega góðar fréttir og ánægjulegt að góður kjarni heimamanna haldi tryggð við sitt uppeldisfélag sem er nú ekki gefið á þessum síðustu.
Meira

Bóndinn játaði skýlaust sök fyrir dómi

Nautgripabóndi sem hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar fundu 29 dauða nautgripi í gripahúsi á bæ bóndans árið 2024. Stofnunin lét aflífa eða slátra 49 gripum til viðbótar vegna slæms ástands þeirra. Í frétt á Vísi.is segir að dómur yfir bóndanum hafi fallið í nóvember.
Meira

Tindastólsmenn sóttu sigur í Bogann

Leik var haldið áfram í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu um helgina en á föstudagskvöldið mættust lið Tindastóls og KA3 í B-deildinni og var spilað í Boganum. Akureyringar misstu mann af velli með rautt spjald snemma leiks og þrátt fyrir góða baráttu þeirra gulu og bláu þá tóku Stólarnir völdin og unnu að lokum góðan 6-1 sigur.
Meira

Vetrarveður og ófærð í Skagafirði en ekki bólaði á gulri veðurviðvörun

Það hefur verið leiðinlegt vetrarveður í Skagafirði síðasta sólarhringinn og þar er nú éljagangur eða skafrenningur víðast hvar. Ekki var gefin út gul veðurviðvörun, það Feykir best veit, fyrir Strandir og Norðurland vestra og það er nú örugglega eitthvað sem í það minnsta Skagfirðingar geta klórað sér í kollinum yfir í dag. Verið er að moka göturnar á Króknum en þar var erfið færð í morgun, rösk norðanátt og éljagangur og þrengri götur fullar af snjó þannig að reyndir ökuþórar sátu fastir.
Meira

Árni Geir verður nýr forstjóri Origo

Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa tekið við sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins 2024 líkt og Feykir sagði frá á sínum tíma. Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Árna Geir: „Hjá Origo starfar frábær hópur reynslumikilla sérfræðinga sem er sannarlega tilbúinn til að leiða íslenskt atvinnulíf og opinbera aðila inn í framtíðina þar sem tæknin skiptir öllu máli. Ég hlakka til að taka við keflinu og vinna áfram að spennandi og mikilvægum verkefnum fyrir viðskiptavini okkar.”
Meira

Ljósadagurinn er í dag

Ljósadagurinn í Skagafirði er í dag og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Tilkomumikið að sjá fjölda logandi kerta við heimili, gangstéttir, götur og heimreiðar er skyggja tekur.
Meira