Skagafjörður

Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Ungmenni frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursettu nýlega á tólfta hundrað birkiplöntur til endurheimtar Brimnesskóga vestan við ána Kolku Skagafirði. Þar af voru 380 plöntur í tveggja lítra pottum og um 800 í fimmtán gata bökkum. Landsvirkjun hefur lagt verkefninu lið um árabil undir yfirskriftinni “Margar hendur vinna létt verk“.
Meira

Vel heppnað Króksmót fór fram um helgina

Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskýrt með boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur.
Meira

Hvatt til nýsköpunar í sveitum

Í ágústmánuði munu Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa fyrir fundaherferð sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, verður aðalfyrirlesari fundanna en á þeim flytur hann erindi sem ber yfirskriftina Leiðin til sigurs. Þar fjallar Guðmundur um árangursríka markmiðasetningu og hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri. Einnig fjallar hann um uppbyggingu liðsheildar, samskipti og innleiðingu breytinga.
Meira

Júdóiðkendur í æfingabúðum í Svíþjóð - Ferðasaga

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls lögðu land undir fót ásamt iðkendum frá Pardusi á Blönduósi og Ármanni í Reykjavík og tóku þátt í æfingabúðum í Júdó í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Sagt er frá þessu á vef Júdódeildar Tindastóls.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Á slóðum Sölva Helgasonar í Sléttuhlíð

Þegar ekið er um Sléttuhlíðina, í utanverðum Skagafirði að austan, hlýtur margan ferðamanninn að fýsa að staldra við enda er útsýnið þar út til fjarðarins einstaklega fallegt, Málmeyjan rétt undan landi, Þórðarhöfðinn rétt innan seilingar og í bakgrunninum standa Drangey og Kerlingin sinn vörð. Í Lónkoti í Sléttuhlíð, miðja vegu milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, hefur um margra ára skeið verið rekin þjónusta við ferðamenn. Blaðamaður leit við í Lónkoti og hitti þar fyrir hjónin Júlíu Þórunni Jónsdóttur og Þorgils Heiðar Pálsson sem reka staðinn.
Meira

Hasarlífsstíll Arnars Úlfs

Eðal Skagfirðingurinn Arnar Freyr Frostason, öðru nafni Arnar Úlfur, sendi í gær frá sér splunkunýja sólóplötu sem ber titilinn Hasarlífsstíll. Á plötunni eru átta lög og fær kappinn til liðs við sig nokkra skínandi gesti sem hjálpa til við rappið. Hægt er að hlýða á verkið á tónlistarveitunni Spotify sem flestir ættu að þekkja.
Meira

Tiernan með fjögur í öruggum sigri á Álftnesingum

Kvennalið Tindastóls hélt áfram frábæru gengi í 2. deild kvenna í gærkvöldi þegar lið Álftaness mætti á gervigrasið á Króknum. Lið Álftnesinga hafði fyrr í sumar borið sigurorð af Stólastúlkum, 2-1, þar sem stelpurnar voru klaufar að tapa en í gærkvöldi sáu gestirnir aldrei til sólar því lið Tindastóls var mun sterkara og sigraði örugglega 4-0 þar sem Murielle Tiernan gerði öll fjögur mörkin.
Meira

Víðismenn höfðu betur í Garðinum

Tindastóll sótti Víðismenn heim í Garðinn í gærkvöldi og var leikið á Nesfisk-vellinum en 15. umferðin í 2. deild karla hófst einmitt í gær. Bæði lið eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og það var mikilvægt fyrir Stólana að ná hagstæðum úrslitum. Það hafðist því miður ekki því lokatölur voru 2-0 Garðbúum í hag.
Meira

Mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030

Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Menntastefna sú mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar.
Meira

Úrslit Opna Steinullarmótsins

Laugardagur um verslunarmannahelgi er augljóslega topp dagur til þess að taka þátt í golfmóti, en þann 4. ágúst síðastliðinn var Opna Steinullarmótið haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var það fjölmennasta í sumar alls voru 49 þátttakendur skráðir til leiks.
Meira