Skagafjörður

Halldór Ólafsson sigurvegari Hraðskákmóts Skagastrandar

Laugardaginn 4. janúar s.l. fór fram Hraðskákmót Skagastrandar og eru nú liðnir nokkrir áratugir síðan slíkt mót fór fram en fyrirhugað er að það verði árlegur viðburður. Mótið var hið skemmtilegasta en hraðskákmeistari Skagastrandar árið 2025 er Halldór Ólafsson. Í öðru sæti var Jens Jakob Sigurðarson og Lárus Ægir Guðmundson í þriðja sæti, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir umsóknum

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og hefur frá stofnun verið úthlutað um 20 milljónum króna til 30 fjölnbreyttra verkefna.
Meira

Ný áhugamannadeild á Norðurlandi verður sýnd beint frá Eiðfaxa TV

Á heimasíðu Eiðfaxa segir að þann 11. janúar var undirritaður samningur milli Eiðfaxa TV og Áhugamannadeildar Norðurlands um að Eiðfaxi TV sýni beint frá deildinni í vetur. En deildin hefst þann 22. febrúar á keppni í fjórgangi en alls verða mótin þrjú talsins. 
Meira

Ljósadagur í Skagafirði

Í dag er haldinn ljósadagur í Skagafirði og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
Meira

Prakkarinn og pempían | Ég og gæludýrið mitt

Í Raftahlíðinni á Króknum býr Nína Júlía Þórðardóttir og er dóttir Sylvíu Daggar Gunnarsdóttur og Þórðar Inga Pálmarssonar. Nína á tvo eldri bræður, þá Alexander Franz og Bjartmar Dag. Feykir hafði samband við Nínu og spurði hana hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum um gæludýrin sín því hún á tvær kisur, Emil og Lady, hún á einnig nokkra fallega og skrautlega gullfiska.
Meira

Ef þú ert ekki tilbúin að vinna fyrir því sem þú vilt þá viltu það ekki nógu mikið

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar þekkja vel til viðmælanda Feykis sem var í tbl 30 í fyrra en það var Karen Lilja Owolabi. Karen hefur nefnilega staðið vaktina uppi í golfskála síðastliðin fimm sumur og staðið sig frábærlega vel í að aðstoða iðkendur við allt sem viðkemur golfinu. En það eru kannski fáir sem vita hver Karen er og hvað hún hefur verið að sýsla. Feykir ákvað því að kynnast henni aðeins betur og sendi henni nokkrar spurningar.
Meira

Rækjur í hunangs- og hvítlaukssósu og döðlukaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 38, 2023, voru Sandra Hilmarsdóttir, starfar sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, og Birkir Fannar Gunnlaugsson, starfar hjá Steinullinni. Sandra er fædd og uppalin á Króknum en Birkir er innfluttur frá Siglufirði. Sandra og Birkir hafa búið á Króknum síðan 2015 og eiga saman tvo drengi, Hauk Frey og Kára Þór. 
Meira

Tilkynning frá Skíðadeild Tindastóls

Margir hafa furðað sig á því af hverju Skíðasvæði Tindastóls sé ekki búið að opna fyrir skíðavina sína því ekki er vöntun á snjónum um þessar mundir. Rétt í þessu kom tilkynning frá formanni skíðadeildarinnar, Helgu Daníelsdóttur sem segir;
Meira

HSN tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd í maí

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. Er þetta samkvæmt ákvörðun fyrrum heilbrigðisráðherra Willums Þórs í kjölfarið á uppsögn Félags- og skólaþjónustu A-Hún bs. á samningum um rekstur heimilisins. Rekstur heimilisins hefur þyngst á undanförnum árum og verið dragbítur á rekstri þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum hafa staðið, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira

Sara Björk Þorsteinsdóttir ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra

Sara Björk Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira