Skagafjörður

Horaður búfénaður í mykju upp að hnjám

​Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði og segir á heimasíðu samtakanna að tilkynningin hafi verið send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.
Meira

Þorleifur Ingólfsson (Smilli) - Minning

Þorleifur Ingólfsson sjómaður og bóndi á Þorbjargarstöðum á Skaga, fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1950. Hann lést á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans 17. janúar. Foreldrar hans voru Ingólfur Guðmundsson bifvélavirki, f. 19.4. 1929, d. 16.6. 1991, og Fjóla Þorleifsdóttir ljósmóðir, f. 20.8. 1928, d. 6.11. 2007. Bræður Þorleifs eru Guðmundur Örn, f. 19.10. 1952 og Jóhann Helgi f. 3.7. 1960.
Meira

Gult ástand á landinu í dag

Þær linna ekki látum lægðirnar sem ganga nú hver af annarri yfir landið en gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið með austan og suðaustan 15-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark, en rigning sunnan til og hiti 1 til 6 stig. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt.
Meira

Stólastúlkur börðust allt til loka en KR vann

Það var spilað í 1. deild kvenna í körfunni í gærkvöldi en þá fengu Stólastúlkur lið KR í heimsókn í Síkið. Vesturbæingar eru með eitt af betri liðum deildarinnar í vetur þó liðið virðist ekki ná að berjast um eitt af tveimur efstu sætum deildarinnar þar sem Stjarnan er í sérflokki og lið Snæfells og Þórs Akureyri berjast um annað sætið. Leikurinn í gær varð kannski aldrei verulega spennandi því gestirnir voru sterkari en heimastúlkur voru þó aldrei langt undan og veittu liði KR harða keppni. Lokatölur 64-72.
Meira

Fyrir hvern setur þú upp kolluna? - Lífið er núna dagurinn - 9. febrúar

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.
Meira

Davis Geks nýr leikmaður Tindastóls - Uppfært: Leik Tindastóls og Hattar frestað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við lettneska leikmanninn Davis Geks um að leika með karlaliðinu út tímabilið. Í tilkynningu deildarinnar kemur fram að Geks sé skotbakvörður og komi til liðsins úr eistnesku deildinni þar sem hann spilaði með BK Liepja.
Meira

Þungir knapar bannaðir - Leiðari Feykis

Nú eru uppi umræður innan hestasamfélagsins að knapar ættu ekki vigta meira en 20% af þunga hestsins. Það segir manni að flestir fullorðnir karlmenn ættu að snúa sér að öðru en útreiðum því 20% af meðalþyngd hests, sem mun vera um 350 kg, er 70 kíló. Einhver kann að halda að hér sé á ferðinni eitthvert grín en svo er alls ekki.
Meira

Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu hefst í dag

Hið árlega heilsu- og hvatningarverkefni Ólympíusambands Íslands, Lífshlaupið, hefst í dag, 1. febrúar 2023, og stendur til 21. febrúar. Lífshlaupið höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Meira

,,Heldurðu þræði?” - Nýsköpunarnámskeið fyrir frumkvöðla í textíl vorið 2023

Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands býður upp á nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði?“ og hefst 7. febrúar - með kynningarfundi. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða eru í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Meira

Pavel orðinn löglegur á parketið með liði Tindastóls

Karfan.is segir frá því að Tindastóll hefur fengið félagaskipti fyrir Pavel Ermolinski yfir til liðsins frá Val en Pavel, sem tók við þjálfun Subway-deildar liðs Tindastóls nú í janúar, varð einmitt meistari með Valsmönnum síðasta vor.
Meira