Skagafjörður

Baráttusigur Stólastúlkna í framlengingu gegn Keflavík b

Stólastúlkur spiluðu áttunda leik sinn í 1. deild kvenna í dag þegar b-lið Keflavíkur kom í heimsókn í Síkið. Úr varð hörkuleikur sem var æsispennandi fram á síðustu mínútu en leikurinn var framlengdur. Bæði lið spiluðu öflugan varnarleik og það fór svo í framlengingunni að úrslitin réðust á vítalínunni og lokatölur 73-70.
Meira

Miðstöð endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki

Það eru gleðitíðindi að heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að komið verði á fót frekari aðstöðu til almennrar endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, með allt að fjórum nýjum rýmum. Þannig er komið á móts við óskir stofnunarinnar, en ekki síður heimamanna.
Meira

Vísindin efla alla dáð og mennt er máttur - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2019

Jónas Hallgrímsson var snillingur á marga vegu. Hann var fjölhæfur, listrænn, athugull og framsýnn. Hann var mikill vísindamaður og ólst upp í náinni snertingu við náttúruna í sínum heimahögum. Eftir fyrsta árið við nám í Kaupmannahöfn fann hann sína réttu hillu, náttúruvísindin. Hann helgaði líf sitt skrifum um náttúruvísindi og rannsóknum á náttúru Íslands en einhvern veginn hefur það hlutverk hans fallið í skugga skáldsins, þjóðskáldsins.
Meira

Forvitnileg folaldasteik og fleira gott

Matgæðingar vikunnar í 44. tbl. árið 2017 voru þuau Zanny Lind Hjaltadóttir og Jóhann Hólmar Ragnarsson, bændur á Syðri-Brekku í Húnavatnshreppi. Við skulum gefa þeim orðið: „Sæl öll. Við heitum Zanny og Jói og búum á Syðri-Brekku ásamt börnum okkar þremur. Við rekum þar lítið sauðfjárbú ásamt því að vera að fikra okkur áfram í hrossarækt. Hér á eftir koma nokkrar af uppáhalds uppskriftum fjölskyldunnar, við vonum að þið prófið og líkið vel,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira

Stólastelpur mæta Keflavík B í Síkinu á morgun, laugardaginn 16. nóv. kl. 16:30

Það er skyldumæting í Síkið á morgun, laugardaginn 16. nóvember, þegar Stólastelpur mæta stelpunum í Keflavík B. Stólaselpur eru að keppa sinn áttunda leik í 1. deildinni. Þessi tvö lið mættust í Keflavík þann 12. október og unnu stelpurnar í Keflavík 82:72 í þeim leik. Stólastelpur eru, eins og stendur, í öðru sæti í deildinni á eftir Keflavík B en þær eiga leik til góða. Þetta verður því æsispennandi leikur á morgun og hvetjum við alla sem geta að mæta í Síkið á morgun kl. 16:30 og styðja stelpurnar okkar til sigurs. Áfram Tindastóll.
Meira

Ekkert óráð á „óráðstefnu"

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn á Laugarbakka í Miðfirði sl. þriðjudag, 12. nóvember. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra, í samvinnu við SSNV, efna til sameiginlegs fundar þar sem fulltrúar þeirra hittast og bera saman bækur sínar ásamt því að hlýða á innlegg frá gestafyrirlesurum.
Meira

Leitað að fólki til að manna stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Enginn bauð sig fram til stjórnarsetu á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem fram fór í Húsi frítímans í gærkvöldi og var því boðað til framhaldsaðalfundar síðar eftir að aðrir dagskrárliðir höfðu verið afgreiddir. Mikill viðsnúningur í rekstri deildarinnar.
Meira

Saga Donnu Sheridan-Mamma mía á fjalir Bifrastar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Stólarnir í öðru sæti eftir hörkuleik við Hauka

Lið Tindastóls og Hauka mættust í kvöld í Síkinu í 7. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og mátti reikna með miklum baráttuleik eins og jafnan þegar Hafnfirðingar mæta í Síkið. Sú varð enda raunin og var leikurinn fjörugur og hart tekist á. Heimamenn náðu þó snemma yfirhöndinni og þrátt fyrir nokkur áhlaup Haukanna þá dugði það ekki til að koma Stólunum úr jafnvægi og fór svo að lokum að lið Tindastóls sigraði með 12 stiga mun. Lokatölur 89-77.
Meira

Haukarnir mæta í Síkið í kvöld

Aldrei þessu vant verður spilaður körfubolti á Króknum á miðvikudagskvöldi en það er lið Hauka úr Hafnarfirði sem sækir lið Tindastóls heim í 7. umferð Domonos-deildar karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Ástæðan er sú að annað kvöld, fimmtudagskvöld, spilar íslenska kvennalandsliðið landsleik í körfubolta og að sjálfsögðu ekki leikið í Dominos-deildinni á landsleiksdegi.
Meira