Skagafjörður

Sæluvikan sett og Faxi afhjúpaður á ný

Sæluvika Skagfirðinga var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki í dag. Gestir voru flestir mættir tímanlega fyrir kl. 13 eins auglýst hafði verið og voru umsvifalsust sjanghæjaðir út á Faxatorg í ískalt þokuloftið þar sem draugalegur Faxi beið þess að verða afhjúpaðir enn og aftur. Einar E. Einarsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, flutti þar ágæta setningarræðu Sæluviku, sagði síðan nýjustu fréttir af Faxa og sýndi loks lipra takta við að færa listaverkið okkar góða úr plastklæðunum. Eftir stóð Faxi bronshjúpaður á nýjum stalli og hefur sennilega aldrei verið ferskari.
Meira

María og Sigurður hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga í dag kynnti Hrefna Jóhannesdóttir frá Silfrastöðum og varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar val á þeim sem hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2025 en þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin eru afhent. Þau komu nú í hlut heiðurshjónanna Maríu Guðmundsdóttur og Sigurðar Hansen frá Kringlumýri í Blönduhlíð og eru þau sannarlega vel að heiðrinum komin.
Meira

Fermist í upphlut

Bergrún Lauga Þórarinsdóttir fermist í Reykjakirkju þann 14. júní. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir fermir stúlkuna en foreldrar hennar eru Sigrún Helga Indriðadóttir og Þórarinn Guðni Sverrisson á Stórhóli í Lýtingstaðahreppi.
Meira

Sæluvikan sett í Safnahúsi Skagfirðinga í dag

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, verður dagana 27. apríl - 3. maí. Setningin verður í Safnahúsinu í dag, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 13:00. Þar verða m.a. veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og úrslit í Vísnakeppninni verða kunngerð.
Meira

Tindastóll og Stjarnan mætast í dag

Besta deild kvenna er kominn á fullt og Stólastúlkur þegar búnar að leika tvo leiki; unnu þann fyrsta en voru síðan skrambi óheppanar að tapa fyrir sameinuðum Akureyringum í Þór/KA. Fjörið heldur áfram í dag en þá kemur lið Stjörnunnar í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 17:00.
Meira

Áltanes jafnaði metin

Körfuboltinn á hug ansi margra þessa dagana og nú á föstudagskvöldið spiluðu lið Tindastóls og Álftaness annan leik sinn í undanúrslitaeinvígi Bónua deildar karla. Tindastóll vann fyrsta leikinn örugglega en það varð naglbítur þegar liðin mættust öðru sinni og þá í Kaldalónshöll þeirra Álftnesinga sem höfðu á endanum betur, 94-92, og jöfnuðu því einvígið.
Meira

„Einstakt tækifæri til að efla háskólastarf á landsbyggðinni“

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Í frétt á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að samstæðan taki formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og samfélög um land allt. Háskólasamstæðan mun starfa undir nafni Háskóla Íslands.
Meira

Ertu búin/n að pússa golfkylfurnar?

Það voru gleðitíðindi tilkynnt á Facebook-síðu Golfklúbbs Skagafjarðar í hádeginu í dag þegar Hlynur Freyr Einarsson auglýsti að búið væri að setja upp flöggin góðu á fyrstu fimm flatir vallarins.
Meira

Fögnum vori, sumri og sól

Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði tekur á móti Freyjukórnum í Borgarfirði á morgun laugardag 26.apríl og saman ætla kórarnir að halda saman tónleika í Miðgarði, kl.16:00
Meira

Leikdagur í dag

Það er ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegs sumars í leiðinni og við tilkynnum ykkur að það er leikdagur í dag, svona ef þið vissuð það ekki. En Sigríður Inga Viggósdóttir er alltaf með puttann á púlsinum varðandi dagskrá á leikdegi og leyfum við henni að fljóta með þessari tilkynningu. 
Meira