Skagafjörður

Tvö alvarleg umferðarslys urðu á stundarfjórðungi í Húnavatnssýslum

Feykir greindi fyrr í kvöld frá því að þriggja bíla árekstur hefði orðið á Þverárfjallsvegi um kaffileytið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra varð slysið við Blöndubakka á Skagastrandarvegi og var tilkynnt um það kl. 16:06. Aðeins 14 mínútum síðar var tilkynnt um annað alvarlegt bílslys en það varð við Hvammstanga.
Meira

Stjórn SSNV fundaði með innviðaráðherra

Stjórn, ásamt framkvæmdastjóra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átti fund með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem blasa við á næstu árum.
Meira

Þrír fluttir til Reykjavíkur eftir þriggja bíla árekstur á Þverárfjallsvegi

Mbl.is segir frá því að hópslysaáætlun var virkjuð af hálfu almannavarna eftir þriggja bíla árekstur sem varð á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu á fimmta tímanum í dag. Veginum var í kjölfarið lokað vegna slyssins. Tölf manns voru í bílunum þremur og voru þeir fluttir á Blönduós og þrír voru síðan fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Meira

Stólastúlkur höfðu sigur í jöfnum leik í Síkinu

Það var spilað í Bónus deild kvenna í Síkinu í kvöld en þá kom lið Hamars/Þórs í heimsókn og úr varð jafn og spennandi leikur. Samkvæmt opinberum tölum voru um 200 áhorfendur í Síkinu á þessum botnslag en leikurinn skipti miklu máli fyrir bæði lið. Gestirnir voru án sigurs en Stólastúlkur höfðu unnið einn leik áður en kom að þessum. Það fór svo að heimaliðið náði að landa sigri með góðri frammistöðu í fjórða leikhluta. Lokatölur 80-78.
Meira

Sveitarstjórn vill rifta þróunarsamningi um Freyjugötureitinn

Það er að líkindum mörgum í fersku minni að snemma árs 2021 hófst vinna við að reisa fyrsta húsið af átta sem til stóð að yrðu reist á Freyjugötureitnum á Sauðárkróki. Reiturinn, þar sem bifreiðaverkstæði KS stóð áður, átti að vera fullbyggður á tíu árum. Samningur Skagafjarðar og Hrafnshóls og Bæjartúns þar að lútandi var gerður árið áður en nú er málum þannig háttað að aðeins þetta eina hús var reist, en íbúðirnar voru loks leigðar út fyrri part ársins 2025, og félögin tvö sem hugðust standa að uppbyggingunni eru gjaldþrota.
Meira

Erum öll úr sömu sveit

Það er Kristinn Sævarsson sem tekur við bóndaspjallinu af nágranna sínum, Davíð á Egg. Nú lætur blaðamaður líta út fyrir að þetta sé einhver áskorendapenni sem þetta er alls ekki heldur ræður tilviljunin ein. Kristinn er bóndi á Hamri í Hegranesi ásamt spúsu sinni, Ásdísi Helgu Arnarsdóttur. Þau eru bæði menntaðir búfræðingar frá Hvanneyri, Kristinn lærði líka vélstjórn og járnsmíði og Ásdís er að ljúka námi sem viðurkenndur bókari. Þau eiga börnin Eyþór Smára tíu ára, Ingunni Ósk sjö ára og Sævar Helga tveggja ára. Foreldrar Kristins búa líka á jörðinni en það eru þau Sævar Einarsson og Unnur Sævarsdóttir.
Meira

Bændamarkaður, rósir og vöfflur

Það verður aldeilis hægt að fara á jólarúnt nk. laugardag 22. nóvember. Hinn árlegi jóla, bænda og handverksmarkaður verður í Hlöðunni á Stórhól í Lýdó og Rúnalist Gallerí, kaffihúsið Starrastöðum og handverks og sölubasar dagdvalar aldraðra er meðal þess sem um er að vera í firðinum. 
Meira

Tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám 1910-1950 komið úr prentun

Út er komið tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 og er það Sögufélag Skagfirðinga sem gefur út. Í þessari bók eru 87 æviþættir um það bil 160 einstaklinga. Eru þá samtals komir 952 æviskrárþættir frá fyrrgreindu tímabili. Þeirri reglu hefur ævinlega verið haldið að birta ekki æviskrár fólks meðan það er lífs, þótt í allnokkrum tilfellum hafi einstaklingarnir sjálfir gefið upplýsingar um lífsferlil sinn, er síðar voru svo notaðar.
Meira

Bömmer á bömmer ofan í Grindavík

Það voru margir búnir að bíða spenntir eftir toppslagnum í Bónus deild karla en lið Grindavíkur og Tindastóls mættust í HS Orku-höllinni í Grindavík í gærkvöldi. Þegar á hólminn kom var það bara annað liðið sem spilaði eins og topplið og það kom því miður í hlut Tindastóls að valda sínum stuðningsmönnum miklum vonbrigðum eins og sjá mátti á gráti og gnýstran tanna á samfélagsmiðlum. Heimamenn uppskáru afar öruggan 16 stiga sigur, 91-75, en þó höfðu gestirnir náð að laga stöðuna í lokafjórðungnum.
Meira

Starfamessa á Sauðárkróki

Starfamessa fyrir ungmenni á Norðurlandi vestra var haldin í dag 20. nóvember. Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans fyrir árið sem er að líða. Þetta er í þriðja sinn sem ungmennum í landshlutanum gefst kostur á að kynnast fjölmörgum starfsgreinum, sem hægt er að vinna við innan og utan landshlutans, bakgrunn þeirra og menntunarkröfum.
Meira