Minningargreinar

Hans Birgir Friðriksson-Minning

Með okkur Hans Birgi Friðrikssyni eða Bigga Malla tókst góð vinátta enda deildum við sameiginlegum áhugamálum og fórum við saman í ófáar sund- og veiðiferðirnar.
Meira

Minning : Stefán Pedersen

Stefán Pedersen heiðursfélagi GSS lést 9. september og var borinn til grafar í dag, 21. september.
Meira

Þorleifur Ingólfsson (Smilli) - Minning

Þorleifur Ingólfsson sjómaður og bóndi á Þorbjargarstöðum á Skaga, fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1950. Hann lést á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans 17. janúar. Foreldrar hans voru Ingólfur Guðmundsson bifvélavirki, f. 19.4. 1929, d. 16.6. 1991, og Fjóla Þorleifsdóttir ljósmóðir, f. 20.8. 1928, d. 6.11. 2007. Bræður Þorleifs eru Guðmundur Örn, f. 19.10. 1952 og Jóhann Helgi f. 3.7. 1960.
Meira

Þóra Sigrún Kristjánsdóttir frá Óslandi - Minning

Árið er 1955. Hún var nítján ára við vinnu á Hólum þegar hún fékk þau skilaboð frá föður sínum að reyna að komast á Krókinn og heimsækja móður á sjúkrahúsinu. Hún vissi af ungum manni, sem átti bíl og bað hann að leyfa sér að sitja í næst þegar hann færi á Krókinn, sem var auðsótt mál. Þarna kvaddi hún móður sína sem lést stuttu síðar. Þegar henni var tilkynnt andlát móðurinnar slapp út úr henni «Æ það var gott» Og þessi orð fylgdu henni það sem eftir lifði og hún lifði í þeirri bjargföstu trú að dauðinn væri ekki það versta sem gæti hent þig í lífinu. Þegar kvölin er orðin svona mikil er dauðinn líkn. Enda lét hún gjarnan þau orð falla ef eldra fólk féll frá «Æ það var gott að hún/hann fékk að deyja». En ungi maðurinn sem átti bílinn varð síðar eiginmaður hennar til tæpra sextíu ára.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira