Tón-Lystin

Ást er allt / ARNAR BJÖRNS

Landsliðsmaðurinn, Stóllinn og skemmtanastjórinn Sigtryggur Arnar Björnsson, fæddur árið 1993, varð í maí síðastliðnum Íslandsmeistari í körfu með liði Tindastóls. Titlinum var fagnað vel og lengi. Nú á dögunum steig Arnar síðan pínu dans utan þægindarammans en þá stökk kappinn í gervi skífuþeytis (DJ) á bæjarhátíðinni Hofsós heim.
Meira

Fimm ára að hlusta á In the Mood með Glenn Miller / SIGURDÍS

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að Sigurdís Sandra Tryggvadóttir hefði í vor sent frá sér ábreiðu af laginu I Get Along With You Very Well eftir Hoagy Carmichael. Það var því um að gera að plata Sigurdísi í að svara Tón-lystinni í Feyki. Hún er búsett í Óðinsvéum í Danmörku, fædd árið 1993 og alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar eru Tryggvi Jónsson og Jóhanna Magnúsdóttir.
Meira

„Ef amma kæmi í partýið þá myndi ég setja á Geirmund“ / INGUNN MARÍN

Í Austurgötunni á Hofsósi býr ung snót, Ingunn Marín Bergland Ingvarsdóttir, fædd 2008 og því 15 ára á árinu, en hún tók á dögunum þátt í Norðurorgi sem er söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi. Ingunn hefur áhuga á leiklist, söng og tísku. „Ég er að læra á rafmagnsgítar hjá Einari Þorvaldssyni en tel mig vera þúsundþjalasmið í þjálfun og spila líka á píanó, blokkflautu og ukulele. Þegar ég var mjög ung prófaði ég að læra á fiðlu,“ segir hún.
Meira

Fjölskyldan fagnaði þegar hann lagði fiðluna á hilluna / RÓBERT SMÁRI

Að þessu sinni er það Róbert Smári Gunnarsson sem svarar Tón-lystinni í Feyki. Eins og margir vita þá er Róbert tvíbuarabróðir Inga Sigþórs en þeir bræður koma gjarnan fram saman eða á sömu viðburðum. Þeir eru fæddir árið 2000 sem Róbert kallar besta árganginn, meðal annars vegna þess hversu auðvelt er fyrir hann að reikna út hvað hann er gamall. Róbert segist Skagfirðingur í allar ættir og alinn upp á Króknum en nú er hann búsettur í Reykjavík. „Krókurinn er samt alltaf heim,“ bætir hann við.
Meira

Það er ekki hægt að hlusta á allar mömmur á Spotify / ELSA RÓBERTS

Nafn Elsu Rutar Róbertsdóttur datt alveg óvart í fang Feykis þegar verið var að leita að fórnarlömbum í Tón-lystina. Eftir smá nöldur ákvað hún að takast á við verkefnið. Elsa, sem er fædd 1981, býr á Norðurbrautinni á Hvammstanga og það er alveg slatti af tónlistarhæfileikum í ættinni; þannig hafa bræður hennar, Júlíus og Þorsteinn báðir svarað Tón-lystinni fyrir nokkru síðan og Elsa er því þriðja barn hjónanna Hafdísar og Róberts á Hvalshöfða til að svara þættinum. „Ég ólst upp í Hrútafirði, fyrst á Borðeyri en síðan Reykjaskóla. Eftir að hafa prófað að búa í Kópavogi í smá tíma fluttist ég aftur norður og hef búið á Hvammstanga síðan 2006,“ segir hún.
Meira

„Sigurkvöldið varð algjör sæluþoka“ / KUSK

Feykir sagði frá því síðastliðið vor að KUSK, Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 2003), hefði sigrað Músíktilraunir 2022 og verið fyrsti einstaklingurinn til að vinna Tilraunirnar frá upphafi vega. Kolbrún á ættir að rekja í Skagafjörðinn og því var hún plötuð í að svara Tón-lystinni nú fyrir jólin og fékk raunar nokkrar aukaspurningar. „Ég er dóttir Óskars Arnar Óskarssonar og því barnabarn Óskars [læknis] Jónssonar og Aðalheiðar Arnórsdóttur. Ég ólst mestmegnis upp í Svíþjóð þar sem pabbi og mamma voru í sérnámi fyrir lækninn en eyddi mörgum sumrum í Dalatúninu á Króknum,“ segir Kolbrún en rétt er að geta þess að móðir hennar, Ingibjörg Hilmarsdóttir, er frá Vopnafirði en fjölskyldan býr nú í Vesturbænum í Reykjavík.
Meira

„Hátíðarskap er það sem mér þykir vænst um“ / HELGA MÖLLER

Það var árið 1980 sem Þú og ég komu allri íslensku þjóðinni í hátíðarskap með því að syngja um að komast í hátíðarskap – „...ryksugan á gólfinu en brátt skal húsið skreytt!“ Dúettinn Þú og ég var feikivinsæll á þessum árum, skipaður Jóhanni Helgasyni og auðvitað Helgu Möller. Helga var síðan í Icy-flokknum með Eiríki Hauks og Pálma Gunn sem flutti fyrsta Eurovision-framlag Íslands, sjálfan Gleðibankann, í Bergen 1986. Þá má geta þess að Helga hefur sungið ófá lögin með Geirmundi Valtýs, lög á borð við Ort í sandinn, Þúsund kossar, Hvort ég vaki eða sefog Ég hef bara áhuga á þér. JólaFeykir náði að plata Helgu í að svara Jóla-Tón-lystinni sem hún gerði á methraða að sjálfsögðu.
Meira

„Búinn að hlusta mikið á jólalög undanfarið“ / JÓHANN DAÐI

Að þessu sinni er það trommarinn og slagverksleikarinn geðþekki, Jóhann Daði Gíslason (2000), sem svarar Tón-lystinni. Jóhann er alinn upp í Drekahlíðinni á Króknum en segist núna vera hér og þar. Hann er sonur Gísla Sigurðssonar og Lydíu Óskar Jónasdóttur og því með fótbolta í æðunum og dró fram markaskóna síðasta sumar og dúndraði inn nokkrum mörkum af hægri kantinum fyrir lið Tindastóls. Spurður út í helstu afrekin á tónlistarsviðinu segir hann það vera að hafa gefið út lagið Dúddírarirey með félögum sínum í Danssveit Dósa og skipuleggja tónleikana Jólin heima– sem vill svo skemmtilega til að verða einmitt nú um helgina.
Meira

Gilligill diskurinn var ofspilaður á heimilinu / ÁSDÍS AÞENA

Ásdís Aþena Magnúsdóttir er 18 ára dama frá Hvammstanga, alin upp í Mánagötunni í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá Tónlistarskólanum en er nú komin í Verslunarskólann þannig að nú býr hún í Reykjavík á veturna. Foreldrar hennar eru Magnús Eðvaldsson og Ellen Mörk Björnsdóttir. Ásdís Aþena svarar Tón-lystinni að þessu sinni.
Meira

Nördaferð á U2 tónleika væri geggjuð / BALDVIN SÍMONAR

„Ég er sonur Símonar Skaphéðinssonar frá Gili og Brynju Ingimundardóttur frá Ketu í Hegranesi,“ segir Baldvin Ingi þegar Tón-lystin krækir í brottfluttan Króksarann. „Mér skilst að ég hafi tekið mín fyrstu skref hjá afa í Ketu en hann þurfti að hafa smá stjórn á mér þar. Afi átti Ketu áður en Símon [Traustason] keypti býlið. Þegar ég var á þriðja ári fluttum við á Krókinn, í Birkihlíð 19, og síðar í Dalatúnið sem eru í mínum huga æskustöðvarnar.“
Meira