Tón-Lystin

Platan Lítill fugl með Ellý Vilhjálms í uppáhaldi hjá Lillý | EMELÍANA LILLÝ

Það er Króksarinn Emelí-ana Lillý Guðbrandsdóttir sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið en hún er tvítug á árinu. Hún hefur næstum því jafn lengi verið fastagestur í sviðslistum í Skagafirði, leikið með leikfélaginu nánast frá því að hún fór að ganga og svo hefur hún auðvitað sungið eins og engill frá fyrstu tíð.
Meira

Besta tónlistaruppeldið frá afa Magga mús

Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir er alin upp í Austurgötunni á Hofsósi í stórum systkinahópi, fædd árið 2007, og bæði ættuð úr Deildardal í móðurætt og Unadal í föðurætt. Það má því segja að Þóranna sé orginal út að Austan. Pabbi hennar er Fjólmundur Karl Traustason og mamma Linda Rut Magnúsdóttir. Þóranna lærði á píanó frá sex ára aldri til tíu ára en þá tók þverflautan við og hefur hún leikið á hana síðan. Þóranna mælir með því að læra fyrst á píanó, upp á nótnalesturinn.
Meira

Væri til í að syngja Shallow með Bubba Morthens | RAGNHILDUR SIGURLAUG

Nú er það stúlkan sem söng fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í Söngkeppni framhaldsskólanna nú í vor sem svarar Tón-lystinni. Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir frá Grænumýri í Blönduhlíð er fædd snemma árs 2007 og þar bjó hún alveg þar til hún fór í framhaldsskóla. „En svo býr kærastinn minn, Elvar Már, í Vatnsdal í Húnavatnssýslunni og þar bý ég allavega núna í sumar,“ segir Ragnhildur Sigurlaug.
Meira

Alinn upp við klassíska kórtónlist og íslensk dægurlög | EYÞÓR FANNAR

Það er heilmikið kórastarf á Norðurlandi vestra en fyrir einhverja undarlega tilviljun hafa mál þróast þannig í þessum þætti að fáir kórdrengir eða -stúlkur hafa lent í því brasi að svara Tón-lystinni. Eyþór Fannar Sveinsson á Ægistígnum á Sauðárkróki, fæddur 1987, smíðakennari við FNV og annar tenór í Karlakórnum Heimi lét þó tilleiðast eftir að hafa verið fullvissaður um að raddbönd væru nægilega fínt hljóðfæri til að hann væri gjaldgengur svarari þáttarins.
Meira

Fann þegar hún var skiptinemi á Ítalíu hvað tónlist getur verið mikll félagi / VIGDÍS HAFLIÐA

Það fer ekkert alltaf allt eins og planað er þrátt fyrir góðan vilja. Þannig til dæmis ætlaði snillingurinn sem hún Vigdís Hafliðadóttir er að svara Tón-lystinni og nokkrum spurningum um ferminguna í tíma fyrir útgáfu Fermingar-Feykis. En svo togar lífið í nokkra spotta og tíminn flýgur út i tómið. Vigdís var engu að síður harðákveðin í því að bregðast Feyki ekki og eftir þétta vinnutörn stökk hún í að klára að svara.
Meira

Fyrsta lagið sem Stjáni fílaði í botn var með Sheryl Crow / KRISTJÁN REYNIR

Það er Kristján Reynir Kristjánsson sem spreytir sig á Tón-lystinni í þetta skiptið. Hann er fæddur 1992 og með tónlistina í genunum en foreldrar hans eru Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Kristján Kristjánsson. Líkt og hjá gamla þá eru trommurnar hans hljóðfæri. „Ég fæddist á Akureyri og ólst upp í Skagafirðinum. Fjölskyldan flutti suður í nokkur ár, komum aftur norður árið 2007 og hér hef ég verið að mestu leyti síðan þá.“
Meira

Songs in the Key of Life gaf Gunnari hálfpartinn nýja sýn á tónlist / GUNNAR SIGFÚS

Að þessu sinni er það íbúi í Kópavogi sem svarar Tón-lystinni, Gunnar Sigfús Björnsson, bassaleikari af árgangi 1991. „Ég er fæddur á Sauðárkróki og uppalinn að miklu leyti á Varmalæk í Lýtingsstaðahrepp. Foreldrar mínir eru Björn Sveinsson frá Varmalæk og Sólveig Sigríður Einarsdóttir frá Mosfelli. Ég flutti að Mosfelli í Austur-Húnavatnssýslu fyrir grunnskóla og var í Húnavallaskóla en var þó mikið í Skagafirði líka,“ segir Gunnar Sigfús.
Meira

Fær hrylling þegar hún heyrir Uptown Funk / FANNEY BIRTA

„Fanney Birta Þorgilsdóttir heiti ég og bý í Síðu á Hofsósi með Fandam kærasta mínum og Ísak Abdiqani, sjö mánaða stráknum okkar. Fanney Birta, sem er fædd árið 1996, ólst upp á Hofsósi. Pabbi minn heitir Þorgils Heiðar Pálsson og er frá Eyrarlandi í Deildardal og mamma mín heitir Harpa Kristinsdóttir og er fædd á Dalvík en hefur búið á Hofsósi meira og minna allt sitt líf. Ég á fjögur systkini og tvær yndislegar stjúpsystur. Stórfjölskylda!“ Þannig er nú það en hvaða erindi á Fanney Birta í að svara Tón-lystinni?
Meira

Þungarokksþyrstur organisti | EYÞÓR FRANZSON

Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“
Meira

„Að skrifa ljóð, texta og rapp er eins og sálfræðimeðferð fyrir sjálfan mig“ / INGI SIGÞÓR

Þá er það Ingi Sigþór Gunnarsson sem teikar Tón-lystar-vagninn að þessu sinni. Það er reyndar bannað að teika og því ekki til eftirbreytni. Ingi Sigþór býr í Fellstúninu á Króknum, er árgangur 2000 sem er auðvitað mjög þægilegt ef menn þurfa að gefa upp aldur – svo lengi sem menn vita hvað ár er. „Ég er alfarið alinn upp á Króknum og er sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar,“ segir Ingi. „Ég kann eitthvað smá á gítar en annars treysti ég mest á röddina sem og kunn-áttu mína á hljóðvinnsluforrit.“
Meira