Þungarokksþyrstur organisti | EYÞÓR FRANZSON
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Tón-Lystin
04.10.2024
kl. 19.02
Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“
Meira