Tón-Lystin

Þungarokksþyrstur organisti | EYÞÓR FRANZSON

Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“
Meira

„Að skrifa ljóð, texta og rapp er eins og sálfræðimeðferð fyrir sjálfan mig“ / INGI SIGÞÓR

Þá er það Ingi Sigþór Gunnarsson sem teikar Tón-lystar-vagninn að þessu sinni. Það er reyndar bannað að teika og því ekki til eftirbreytni. Ingi Sigþór býr í Fellstúninu á Króknum, er árgangur 2000 sem er auðvitað mjög þægilegt ef menn þurfa að gefa upp aldur – svo lengi sem menn vita hvað ár er. „Ég er alfarið alinn upp á Króknum og er sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar,“ segir Ingi. „Ég kann eitthvað smá á gítar en annars treysti ég mest á röddina sem og kunn-áttu mína á hljóðvinnsluforrit.“
Meira

„Ég dansaði og söng fyrir hlé, svaf svo seinni partinn“ | GUÐRÚN HELGA

Áfram heldur Feykir að banka upp á og biðja fólk um að svara Tón-lystinni. Nú er það Guðrún Helga Jónsdóttir sem býr í Miðhúsum í Akrahreppi hinum forna sem kemur til dyra. Hún segist vera af hinum óviðjafnanlega 1975 árgangi og hafa alist upp við dásamlegar aðstæður í Miðhúsum. „Pabbi, Jón Stefán Gíslason, er borinn þar og barnfæddur en mamma, Sigríður Garðarsdóttir, er ættuð úr Neðra Ási,“ segir Guðrún Helga.
Meira

„Gull af mönnum er lag sem kemur öllum í gang“ | ALEX BJARTUR

Það er óhætt að fullyrða að loks þegar Litla hryllingsbúð Leikfélags Sauðárkróks var opnuð þá hafi Skagfirðingar og nærsveitungar átt bágt með að halda sig fjarri. Þeir voru margir flottir söngvararnir sem hófu upp raust sína á sviðinu í Bifröst, margir þeirra þekktar stærðir hér heima, en einn söngvarinn/leikarinn kom skemmtilega á óvart. Það var Alex Bjartur Konráðsson (árgangur 2002) sem söng fyrir Blómið. Geggjuð rödd.
Meira

Dreymdi um að vera Tico Torres / VALUR FREYR

Það er bara þannig að nýi slökkviliðsstjórinn á Hvammstanga er Hvanndalsbróðir. Við erum sem sagt að tala um Val Frey Halldórsson (árgangur 1974) trommara og söngvara. Hann gengst við því að vera hreinræktaður Akureyringur. „Alinn upp á Brekkunni og síðar Þorpari, stundum KA maður en lang oftast Þórsari. Heimasætan í Lækjarhvammi dró mig á hvítum skóm í sveitina – er enn í hvítum skóm.“ Nú býr Valur á Hvammstanga.
Meira

Maria Callas og Norah Jones notaðar til að svæfa / SÓLVEIG ERLA

Tón-lystin hefur áður tekið fyrir tvær dömur í hljómsveitinni Skandal, þær Ingu Suska frá Blönduósi og Sóleyju Sif frá Skagaströnd, en nú er komið að þriðja og síðasta Norðvestlendingnum í þessari efnilegu fimm stúlkna hljómsveit. Röðin er því komin að Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur frá Tjörn í Skagabyggð að tækla Tón-lystina en hún er fædd árið 2006, spilar á þverflautu og stundar nám við Menntaskólann á Akureyri líkt og aðrir meðlimir Skandals.
Meira

Ef þú öskrar ekki CHA ættirðu kannski ekki að vera í partíinu mínu!? / DANÍEL LOGI

„Út vil ek.“ sagði Snorri Sturlu í denn og hugðist stefna til gamla Norvegs. Nú rak á fjörur Tón-lystarinnar alíslenskur norskur þungarokkari sem fer fimum fingrum um bassa í hljómsveitinni Dark Delirium – sem er svona sveit sem getur stillt magnarann á ellefu svo vitnað sé í þá ágætu rokk-sveitarmynd, Spinal Tap. Það er Króksarinn Daníel Logi Þorsteinsson sem um er að ræða.
Meira

„Hér hljómar kirkjutónlist og þungarokk í bland“ / SÓLEY SIF

Að þessu sinni er það Skagstrendingurinn Sóley Sif Jónsdóttir sem svarar Tón-lystinni en hún er fædd árið 2007, dóttir Jóns Ólafs Sigurjónssonar, slökkviliðsstjóra á Skaga-strönd, og Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, organista og tónlistarskólastjóra, en þau hjónin eru fólkið á bakvið Útfararþjónustuna Hugsjón á Skagaströnd. Sóley Sif spilar mest á píanó en hún syngur einnig og svo spilar hún á trommur.
Meira

Ást er allt / ARNAR BJÖRNS

Landsliðsmaðurinn, Stóllinn og skemmtanastjórinn Sigtryggur Arnar Björnsson, fæddur árið 1993, varð í maí síðastliðnum Íslandsmeistari í körfu með liði Tindastóls. Titlinum var fagnað vel og lengi. Nú á dögunum steig Arnar síðan pínu dans utan þægindarammans en þá stökk kappinn í gervi skífuþeytis (DJ) á bæjarhátíðinni Hofsós heim.
Meira

Fimm ára að hlusta á In the Mood með Glenn Miller / SIGURDÍS

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að Sigurdís Sandra Tryggvadóttir hefði í vor sent frá sér ábreiðu af laginu I Get Along With You Very Well eftir Hoagy Carmichael. Það var því um að gera að plata Sigurdísi í að svara Tón-lystinni í Feyki. Hún er búsett í Óðinsvéum í Danmörku, fædd árið 1993 og alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar eru Tryggvi Jónsson og Jóhanna Magnúsdóttir.
Meira