A-Húnavatnssýsla

Tengill bauð lægst í rafbúnað fyrir Skagastrandarhöfn

Alls bárust sex tilboð í rafbúnað og uppsetningu og tengingar á honum fyrir Ásgarð og Miðgarð við Skagastrandarhöfn. Verkið var boðið út í nóvember og rann tilboðsfrestur út 2. desember síðastliðinn. Áætlaður verkkostnaður er 31,5 milljónir króna og lægstbjóðandi var Tengill á Sauðárkróki, sem bauð 23,3 milljónir í verkið eða 74% af kostnaðaráætlun.
Meira

Jákvæð rekstrarniðurstaða í fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir 2026

Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2026, sem og þriggja ára áætlun áranna 2027-2029, var samþykkt á sveitarstjórnarfundi á mánudaginn. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.883 milljónir króna árið 2026, rekstrargjöld 2.423 milljónir og afskriftir rúmar 161 milljón. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð jákvæði um 299 milljónir en að teknu tilliti til þeirra, jákvæð um 124 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 362 milljónir en afborganir langtímalána tæpar 274 milljónir.
Meira

Makríllinn vannýttur | Sigurjón Þórðarson skrifar

Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Meira

Birgitta Rún kjörin Íþróttamaður ársins 2025 hjá USAH

Í gær voru úrslitin í vali á íþróttamanni ársins 2025 hjá Ungmennasambandi Austur Húnvetninga við glæsilega athöfn sem fram fór í félagsheimilinu á Blönduósi. Valið stóð á milli átta aðila en sigurvegarinn var Birgitta Rún Finnbogadóttir, 17 ára knattspyrnukona frá Umf. Fram á Skagaströnd sem spilar með liði Tindastóls.
Meira

Húnabyggð og Leigufélagið Bríet gera með sér samkomulag um styrkingu leigumarkaðar á Blönduósi

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær 17. desember 2025, samkomulag við Leigufélagið Bríeti um uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar í sveitarfélaginu. Samningurinn hljóðar upp á að í kjölfar kaupa Bríetar á fasteignum við Flúðabakka 5 á Blönduósi, muni Húnabyggð leggja inn í verkefnið framlag að andvirði 27-30% af kaupverðinu. Framlagið verður í formi þriggja fasteigna sem sveitarfélagið á og rekur í dag. Bríet mun greiða Húnabyggð kaupverðið með hlutabréfum í félaginu.
Meira

Síðasti Feykir ársins 2025 kominn úr prentun

Þá er kominn út síðasti Feykir ársins 2025. Svokallað jólakveðjublað enda fullt af jólakveðjum og auglýsingum og sennilega hefur þetta síðasta blað fyrir jól aldrei verið stærra, heilar 36 síður. Að sjálfsögðu er blaðið stútfullt af áhugaverðum umfjöllunum og viðtölum. Blaðið fer í drefingu í dag en er þegar opið í rafrænni áskrift.
Meira

Nemendur Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu gleðja með tónum

Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga hefur að undanförnu haldið þrenna jólatónleika á Blönduósi og Skagaströnd. Í frétt á Húnahorninu góða segir að á þeim hafi komið fram hljóðfæranemendur, söngnemendur, skólalúðrasveitin og Jazz-band skólans.
Meira

Það hlaut að koma að því

Eigum við að segja hlaut að koma að því? Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna norðaustan hríðar. Tíðarfarið í Desember hefur nú hingað til verið einstakt en komandi viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun 17.desember og rennur út snemma morguns 18. desember.
Meira

Kyrrð og ró í jólasnjó

Kyrrð og ró í jólasnjó er heiti á kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju sem haldin verður nk.fimmtudagskvöld 18.desember klukkan 20:30. Það er sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til stundarinnar þeir lofa rólegri stemningu með kertaljósum og ljúfum lögum. Dalla Þórðardóttir verður með hugvekju og aðgangur er ókeypis.
Meira

Skildu það vera skólajól...

Þeir sem eldri eru hugsa efalaust með hlýju, nú þegar jólin nálgast, til tíma síns í barnaskóla, rifja kannski upp litlu jólin dásamlegu, logandi kerti á borðum í kennslustofunum og pakkaskipti með tilheyrandi æsingi. Jólalögin hljóta að hafa verið sungin og krakkarnir uppáklædd. Það var alveg örugglega jólaball líka en kannski var það dagurinn þegar skólinn var skreyttur sem var ljúfastur? Kannski hugsa einhverjir um hvernig þetta sé í skólunum nútildags?
Meira