A-Húnavatnssýsla

Húnavatnshreppur auglýsir tillögu að deiliskipulagi við Þingeyraklausturskirkju

Húnavatnshreppur hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi við Þingeyraklausturskirkju í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar hreppsins frá 11. apríl sl. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð og eru allar meginforsendur deiliskipulagsins í samræmi við Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010–2022, að því er segir í auglýsingunni.
Meira

Lista- og vísindasmiðjur á Norðurstrandarleið - Íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefninu

Stefna á þátttakendum í fimm fjörur á Norðurlandi vestra, þann 25. maí næstkomandi. Byrjað verður á því kl. 10 að safna saman rusli og í framhaldinu verða reistar vörður undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands, Nes listamiðstöð á Skagaströnd og Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi. Reiknað er með því að dagskránni verði lokið í síðasta lagi kl. 16. Tvær fjörur eru staðsettar við Sauðárkrók, ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga.
Meira

Ný vefsjá Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur opnað nýja útgáfu af vefsjá þar sem hægt er að afla sér ýmargvíslegra upplýsinga varðandi hina ýmsu staði víðsvegar um landið. Þar má m.a. finna upplýsingar um áhugaverða viðkomustaði og þá þjónustu sem ferðalöngum stendur til boða.
Meira

Vel á annan tug safna og setra hluti af ferðaþjónustu svæðisins

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar var haldin sl. mánudag í efri sal Ömmukaffis á Blönduósi. Guðrún Helga Stefánsdóttir kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur stýrði vinnustofunni og hafði aðalframsögu auk þess sem Björn H. Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands greindi frá þeim möguleikum í samvinnu safna og setra, sem markaðsstofan telur að geti verið fýsilegir.
Meira

Saga þýskra kvenna á Íslandi

Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO standa fyrir viðburðaröð í júní með þýska rithöfundinum og blaðamanninum Anne Siegel í tilefni 70 ára afmælis komu þýskra landbúnaðarverkamanna til Íslands. Meðal þeirra staða sem heimsóttir verða eru Héraðsbókasafn A-Hún á Blönduósi og Félagsheimilið Ásbyrgi, Laugabakka.
Meira

Hjálmanotkun áfram nokkuð góð

Síðustu ár hefur VÍS gert könnun á notkun hjálma hjá hjólreiðafólki í Reykjavík í tengslum við Hjólað í vinnuna. Á dögunum var slík könnun gerð og var 90% hjólreiðafólks með hjálm á höfði. Síðustu fimm ár hefur þetta hlutfall verið á bilinu 88% til 92%.
Meira

Formleg opnun gagnaversins á Blönduósi

Formleg opnun stærsta gagnavers á Íslandi, sem staðsett er við Blönduós, fór fram í dag að viðstöddum fjölmörgum boðsgestum. Haldnar voru ræður, klippt á borða og fólki leyft að skoða aðstæður.
Meira

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum. Í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir allt það starf sem nú þegar hefur verið unnið við að koma Arctic Coast Way af stað, en leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi.
Meira

Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi

Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mæla fyrir því á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu. Markmið frumvarpsins er að efla lýðræðishlutverk fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.
Meira

Almennt tekist vel við framkvæmd sóknaráætlana

Framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015 að því er fram kemur í úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Evris gerði fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Þar var lagt mat á það hvort tekist hefði að ná markmiðum samninga um sóknaráætlanir og jafnframt bent á atriði sem betur mættu fara og lagðar fram tillögur til úrbóta. Frá þessu er sagt í frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Meira