A-Húnavatnssýsla

65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Meira

Hilda Karen verður mótsstjóri Landsmóts hestamanna

Sagt er frá því á heimasíðu Landsmóts hestamanna að gengið hafi verið frá því að Hilda Karen Garðarsdóttir verði mótsstjóri á mótinu sem fer fram á Hólum í Hjaltadal fyrstu vikuna í júlí. Henni til halds og trausts varðandi skipulag og utanumhald á keppni verða Skagfirðingarnir Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir.
Meira

Fínn gangur í miðasölu á Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-11. júlí og talsvert síðan að miðar á mótið fóru í sölu. Feykir spurði Áskel Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Landsmóts, hvernig gangurinn væri í miðasölunni og reyndist kappinn býsna ánægður með áhugannm í það minnsta hingað til. „Þetta eru hærri tölur en sést hafa, amk. fyrir undanfarin mót þannig að við erum mjög ánægð með þessar viðtökur,“ sa
Meira

Fyrst tökum við Venezúela og svo... | Leiðari 2. tbl. Feykis 2026

Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Meira

Opið hús hjá Leigufélaginu Bríet – Flúðabakki, Blönduósi

Leigufélagið Bríet ehf. hefur nýlega fest kaup á 6 glæsilegum íbúðum að Flúðabakka 5 á Blönduósi. „Við erum afar ánægð með að bæta þessum eignum við íbúðaframboð svæðisins og stuðla þannig við fjölbreyttari íbúðamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Leigufélagið Bríeta býður því íbúum Húnabyggðar að koma og skoða íbúðirnar og ræða við fulltrúa Leigufélagsins þriðjudaginn 20. janúar nk. frá kl 12:00 til kl 14:00 á Flúðabakka 5, Blönduósi.
Meira

Góð þátttaka í Mannamóti 2026

Á heimasíðu SSNV er sagt frá því að vel hafi verið mætt á Mannamót sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í gær þar sem fulltrúar Norðurlands vestra voru áberandi og kynntu fjölbreytta og öfluga ferðaþjónustu á svæðinu. Þar áttu ferðaþjónustuaðilar svæðisins góð samtöl við ferðaskipuleggjendur og aðra fagaðila, kynntu sína starfsemi og sköpuðu ný tengsl til framtíðar.
Meira

Alor lýkur 100 milljón króna fjármögnun

Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.
Meira

Ályktun Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3

Stofnfundur Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 var haldinn þann 14. janúar. Samtökin eru samstarfsvettvangur landeigenda og ábúenda jarða í Húnaþingi þar sem aðalvalkostur Landsnets vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 liggur um.
Meira

Ásgeir í Hlíðarkaup var valinn Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra núna í lok árs og byrjun þess nýja og lauk kosningu að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Valið stóð á milli níu aðila og var hægt að kjósa á feykir.is. Alls voru það 1.261 sem tóku þátt og kusu. Með 34% atkvæða þá er það Ásgeir Einarsson á Sauðárkróki, eða Ásgeir í Hlíðarkaup eins og hann er jafnan nefndur, sem er Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra.
Meira

Nýsköpun & ný tengsl – Hringferð um landið

Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Í þriðju viku janúar fara KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir öll þau sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. Hér á Norðurlandi vestra verður viðburður á Kaffi Krók á Sauðárkróki þann 22. janúar kl. 10:00-12:00 í samstarfi við SSNV.
Meira