A-Húnavatnssýsla

Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? | Björn Snæbjörnsson skrifar

Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina.
Meira

Jólagleði á Blönduósi

Næstkomandi laugardag 29. nóvember fer fram aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi, fyrir framan Hillebrandtshúsið og hefst gleðin kl 15:30. Ljósin verða tendruð á jólatrénu og elstu krakkarnir í Leikskóla Húnabyggðar og söngnemendur Tónlistarskóla A-Hún. syngja jólalög og líklegt þykir að jólasveinarnir kíki í heimsókn.
Meira

Karólína sendir frá sér Hvammshlíðardagatal og nýstárlega reikniskífu

„Á þessu ári er það tvennt sem við Baugur, Úlfur, Vinur, Maggi, Tígull, Prins, Krummi, Máni og Garpur mælum sérstaklega með - reyndar líka Kappi, Ljúfur, Gústa, Lína og öll hin, því þau finnast öll þar í myndrænu formi!“ Þetta skrifar Karólína Elísabetardóttir lífskúnstner í Hvammshlíð á Facebook-síðu sína í tilefni af árlegri útgáfu Hvammshlíðardagatalsins og að auki útgáfu á nýstárlegri reikniskífu.
Meira

Frækinn sigur íslenska landsliðsins á Ítalíu

Íslenska landsliðið í körfubolta gerði góða ferð til Tortona á Ítalíu í gær þar sem strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimamenn 76-81. Um var að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2027. Tveir leikmenn Tindastóls voru í landsliðshópnum, þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson, en þeir komu ekki við sögu að þessu sinni.
Meira

Nes listamiðstöð leitar að nýjum forstöðumanni

Nes listamiðstöð á Skagaströnd hefur auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri listamiðstöðvarinnar, þar á meðal markaðs- og kynningarstarfi, fjármálum, gerð styrkumsókna og skipulagningu viðburða. Forstöðumaður starfar náið með verkefnastjóra, sem sér um dagleg samskipti við listamennina sem dvelja í Nesi, og vinnur jafnframt með stjórn félagsins að stefnumótun og áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar.
Meira

Langt var róið og þungur sjór

Út var að koma bókin Langt var róið og þungur sjór: líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra. Hún er gefin út í tilefni af 80 ára afmæli Njarðar, sem var 4. apríl síðastliðinn og fjallar um 24 hákarlaskip á 19. öld og tvö þorskveiðiskip, sem flest voru smíðuð og gerð út í Fljótum í Skagafirði, en sviðið nær þó að hluta einnig að austanverðum Eyjafirði, og vestar, að Skagaströnd. Höfundur er Sigurður Ægisson.
Meira

Jólahlaðborð og jólaljós

Fyrsta aðventuhelgin er framundan og dagarnir fram að jólum hafa oft tilhneygingu til að vera ansi annasamir. Komandi helgi er engin undantekning á því og nóg um að vera, fyrst ber að nefna árlegt jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks nk. laugardag 29. nóvember.
Meira

Heldur hvessir fram að helgi

Það er gert ráð fyrir stilltu veðri í dag á Norðurlandi vestra, hita um eða rétt undir frostmarki og vindur frá 1-4 m/sek. Á morgun, fimmtudag, hvessir talsvert af norðaustan á landinu en síst þó hér Norðanlands. Talsverður norðanstrekkingur verður á svæðinu á föstudag en dregur úr þegar líður á daginn. Um helgina er spáð rólegu veðri en allt að 15 stiga frosti á laugardaginn og því vissara að fara að grafa upp þær síðu.
Meira

Frábær jólanámskeið í Farskólanum

Fyrsta jólanámskeið Farskólans fyrir fatlað fólk var haldið í síðustu viku. Það var vel sótt og nutu kennarar og nemendur stundarinnar. Á þessu fyrsta jólanámskeiði lærðu nemendur að búa til fallega kertastjaka úr krukkum og ýmsu skrauti. Við leyfum myndunum að tala sínu máli. Þetta kemur fram í frétt frá Farskólanum.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira