A-Húnavatnssýsla

Starfamessa á Sauðárkróki

Starfamessa fyrir ungmenni á Norðurlandi vestra var haldin í dag 20. nóvember. Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans fyrir árið sem er að líða. Þetta er í þriðja sinn sem ungmennum í landshlutanum gefst kostur á að kynnast fjölmörgum starfsgreinum, sem hægt er að vinna við innan og utan landshlutans, bakgrunn þeirra og menntunarkröfum.
Meira

Erindið Jólin og sorgin á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember kl. 18.

Þau leiðu mistök urðu að röng auglýsing var sett í Sjónhorn vikunnar fyrir erindi á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember.
Meira

Tollurinn vill aðgang að eftirlitsmyndavélum við Skagastrandarhöfn

Húnahornið segir af því að ríkisskattstjóri hafi farið þess á leit við Sveitarfélagið Skagaströnd að það veiti tollgæslunni yfirlit yfir þær eftirlitsmyndavélar sem Skagastrandarhöfn hefur yfir að ráða á tollhöfnum og öðrum svæðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar.
Meira

Menning í landsbyggðunum

Sagt er frá því á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að verkefnastjóri SSNV, menningarfulltrúar allra landshlutasamtaka og Byggðastofnunar áttu fróðlegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember sl. Markmið dagsins var að ræða stöðu menningarmála, styrkja tengslin og leita leiða til að auka sýnileika menningar í landsbyggðunum.
Meira

Nýr og bráðhollur Kefir kominn á markaðinn

Það eru ansi margar vörur framleiddar í Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki en auk alls kyns osta þá eru Vogaídýfurnar, E. Finnsson sósurnar og vörur undir merki Mjólku unnar í samlaginu. Nú nýverið kom á markaðinn nýr Kefir mjólkurdrykkur frá Mjólku. „Þessi Kefír er töluvert frábrugðinn þeim sem við erum nú þegar með á markaði,“ sagði Valdís Ýr Ólafsdóttir í vöruþróun samlagsins þegar Feykir forvitnaðist um drykkinn.
Meira

Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1. Í frétt í Húnahorninu segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdin muni ná til fjögurra sveitarfélaga: Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Fyrirhuguð framkvæmd er 220kV loftlína sem áætlað er að liggi frá tengivirkií Hvalfirði að nýju tengivirki sem byggt verður á Holtavörðuheiði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027. Sagt er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Fjárhagsáætlun 2026-2028 samþykkt

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt fjárhagsáætlun 2026-2029. A-hluti sveitarfélagsins skilar rúmlega 55 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu, og samstæðan í heild skilar 91 milljón króna jákvæðri afkomu. Tekjur ársins 2026 eru áætlaðar 1.096 milljónir króna, reksturinn er stöð-ugur og veltufé frá rekstri sterkt, eða 170 milljónir króna. Það gerir sveitar-félaginu kleift að halda áfram mikilvægum fram-kvæmdum án þess að taka lán. Skuldir sveitarfélagsins við lánastofnanir nema 73 mkr.
Meira

Ágætt veður í kortunum en snjóar eitthvað í nótt

Ekki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.
Meira

Ásgeir Trausti lofar nokkrum jólalögum á sínum tónleikum

Það styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.
Meira

„Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi...“

Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík? Textílmiðstöðin, í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum, býður til vinnustofu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16 – 19 í Félagsheimilinu Blönduósi. Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli.
Meira