Elín gerð að heiðursfélaga FÍSOS
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
13.10.2025
kl. 10.50
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, hefur verið gerð að heiðursfélaga Félags íslenskra safna og safnamanna. Hún hlaut nafnbótina nýverið ásamt þremur öðrum en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa sinnt safnamálum af miklum metnaði í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í samfélagi safnafólks. Þetta kemur fram á vef Húna.
Meira