A-Húnavatnssýsla

Glaðbeittir drengir á Goðamóti

64. Goðamót í 6. flokki karla í knattspyrnu fór fram helgina 25. - 26. júlí í Boganum á Akureyri. Að þessu sinni tóku þátt um tæplega 100 lið og fór hluti leikjanna fram utandyra að þessu sinni en er það í fyrsta sinn sem það er gert. Bæði Tindastóll og Kormákur/Hvöt sendu frá sér tvö lið.
Meira

900 gestir á níu dögum á Nafla jarðar

Sunnudaginn 26. júlí síðastliðinn lauk sýningunni Nafli jarðar í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós en þá hafði hún dregið að sér rúmlega 900 gesti á níu dögum. Á sýningunni gat að líta 123 verk eftir listamanninn, fræðimanninn og uppfinningamanninn Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989) sem bjó á Blönduósi frá 1944 til dauðadags.
Meira

Vilkó fær viðbótarhúsnæði

Á fréttavef Húna segir frá því að föstudaginn 24. Júlí síðastliðinn hafi Vilkó formlega fengið afhenta nýbyggingu fyrir starfsmenn Vilkó. Var það Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámundakinnar sem afhenti Kára Kárasyni lyklavöldin. Viðstaddir athöfnina voru starfsmenn Vilkó og Ámundakinnar ásamt verktökum er að verkinu komu.
Meira

Sumarleikhús æskunnar sýnir Draum á Jónsmessunótt

Uppsetnig Sumarleikhúss æskunnar í ár verður Draumur á Jónsmessunótt. Sumarleikhús æskunnar er verkefni í eigu Handbendi brúðuleikhúss, en í ár er það sjálfur listrænn stjórnandi brúðuleikhússins, Greta Clough, sem leikstýrir styttri leikgerð á verki William Shakespeare, Draumi á Jónsmessunótt. Arnar Hrólfsson verður aðstoðarleikstjóri.
Meira

Laxveiðin heldur skárri en í fyrra

Laxveiði í húnvetnskum laxveiðiám er dræm eins og víðast hvar á landinu. Hún er þó í flestum tilfellum skárri en í fyrra. Mest af laxi hefur veiðst í Miðfjarðará eða 729 laxar og skilaði vikuveiðin 189 löxum. Um svipað leyti í fyrra höfðust veiðst 647 laxar í ánni en árið 2018 voru þeir orðnir 1.422 talsins. Miðfjarðará er nú í fjórða sæti lista Landssambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu ár landsins. Engin önnur húnvetnsk á kemst í tíu efstu sætin og er af sem áður var.
Meira

Hertari sóttvarnarráðstafanir í sundlaugum

Vegna nýrra áherslna í sóttvarnaraðgerðum hafa sveitarfélögin Skagafjörður, Húnaþing og Húnaþing vestra gefið út tilkynningar um hertari reglur í sundlaugum svæðanna. Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum skal gestafjöldi laugarsvæða takmarkast við 100 manns hverju sinni næstu tvær vikurnar. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin.
Meira

Króksmóti aflýst

Króksmóti, knattspyrnumóti drengja í 6. og 7. flokki sem fara átti fram 7. – 9. ágúst hefur verið aflýst vegna nýrra samkomutakmarkana. Í tilkynningu frá unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls segir:“ Í ljósi nýrra samkomutakmarkana sem miða við 100 manns þá verðum við því miður að aflýsa Króksmótinu í ár....Við þökkum fyrir góðar viðtökur og óskum ykkur velfarnaðar. Sjáumst á næsta ári.“
Meira

Slæmt veður yfir verslunarmannahelgina

Veðurútlitið er frekar napurt fyrir verslunarmannahelgina. Heldur blautt veður er framundan og búið er að gefa út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði vegna úrkomu og aurskriða. Nú þegar hefur þjóðvegi eitt um Öræfin verið lokað tímabundið í dag vegna veðurs.
Meira

Tilkynning frá Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi

Ákveðið hefur verið að loka fyrir aðgengi að Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi á meðan hertar reglur um sóttvarnir eru í gildi. Ómögulegt er að komast hjá að brjóta 2m regluna í Kvennaskólanum og því er álitið að ekki sé forsvaranlegt að hafa opið.
Meira

Hertari aðgerðir vegna COVID-19: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomutakmarkanir

Á hádegi í dag, 31. Júlí, taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.
Meira