A-Húnavatnssýsla

Vatnsdælurefillinn formlega afhentur

Vatnsdælurefillinn var afhentur formlega til samfélagsins í Húnabyggð að viðstöddu fjölmenni í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sl. föstudag. Verkefnið hófst fyrir rúmlega 13 árum og því lauk í lok nóvember á síðasta ári.
Meira

Fáir sólargeislar þessa vikuna

Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin.
Meira

Vinnustofur um endurnýjandi ferðaþjónustu á haustmánuðum

Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir, þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira

Ísjaki á stærð við Hallgrímskirkju

Eins og komið hefur fram í fréttum eru borgarísjakar víða lónandi á sjónum undan Norð-Vesturlandi og sumir verulega myndarlegir. Landhelgisgæslan fór í könnunarflug á miðvikudaginn og sá þó nokkuð af ís. Af bar þó risa jaki sem þeir fundu norður af Hornbjargi. Af þessu segir á facebook síðu Gæslunnar:
Meira

Björgunarsveitir stóðu hálendisvaktina að Fjallabaki

Tólf félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu og björgunarsveitunum Húnum úr Húnaþingi vestra, Skagfirðingasveit úr Skagafirði, Kili frá Kjalarnesi og Dalbjörgu úr Eyjafirði tóku þátt í hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar dagana 10.-17. ágúst síðastliðinn. Útköll voru fá að þessu sinni og því gafst björgunarsveitarfólki tími til að ferðast um svæði og njóta þess sem Fjallabak hefur upp á að bjóða, eins og segir á facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.
Meira

Sinfó stuð í sundi

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að framundan væri skemmtilegur viðburður en það er Sinfó í sundi. Tilefnið er 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skagafjörður og Blönduós taka þátt í viðburðinum og verður tónleikunum útvarpað í sundlaugunum á Sauðárkróki, Varmahlíð og Blönduósi.
Meira

Skipulagt rafmagnsleysi í Húnabyggð og á Skagaströnd

Á heimasíðunni huni.is segir að vegna vinnu við stækkun spenna í aðveitustöðinni á Laxárvatni og vegna aðgerða til styrkingar á dreifikerfi Rarik verður rafmagnslaust í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd í næstu viku:
Meira

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Afhending Vatnsdælu á refli

Föstudaginn 29. ágúst verður haldinn viðburður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem Jóhanna Erla Pálmadóttir, Helga og Pálmi Gunnarsbörn afhenda fullkláraðan refil sem segir sögu Vatnsdæla. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, mun taka við reflinum fyrir hönd samfélagsins.
Meira

Þrístapar formlega opnaðir á föstudaginn 29.ágúst

Formleg opnun Þrístapa fer fram á föstudaginn klukkan 14. Ferðamannastaðurinn Þrístapar hefur verið opinn síðastliðin tvö ár og hlaut Húnabyggð Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í fyrra fyrir uppbyggingu svæðisins en verkefnið var í höndum Húnavatnshrepps áður en sveitarfélögin sameinuðust. Þrístapar er menningarsögulegur ferðamannastaður, vestast í Vatnsdalshólum norðan þjóðvegarins. Þar er að finna síðasta aftökustaðinn á Íslandi en aftakan fór fram 12. janúar 1830 þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálfshöggvin.
Meira