A-Húnavatnssýsla

Nes listamiðstöð leitar að nýjum forstöðumanni

Nes listamiðstöð á Skagaströnd hefur auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri listamiðstöðvarinnar, þar á meðal markaðs- og kynningarstarfi, fjármálum, gerð styrkumsókna og skipulagningu viðburða. Forstöðumaður starfar náið með verkefnastjóra, sem sér um dagleg samskipti við listamennina sem dvelja í Nesi, og vinnur jafnframt með stjórn félagsins að stefnumótun og áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar.
Meira

Langt var róið og þungur sjór

Út var að koma bókin Langt var róið og þungur sjór: líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra. Hún er gefin út í tilefni af 80 ára afmæli Njarðar, sem var 4. apríl síðastliðinn og fjallar um 24 hákarlaskip á 19. öld og tvö þorskveiðiskip, sem flest voru smíðuð og gerð út í Fljótum í Skagafirði, en sviðið nær þó að hluta einnig að austanverðum Eyjafirði, og vestar, að Skagaströnd. Höfundur er Sigurður Ægisson.
Meira

Jólahlaðborð og jólaljós

Fyrsta aðventuhelgin er framundan og dagarnir fram að jólum hafa oft tilhneygingu til að vera ansi annasamir. Komandi helgi er engin undantekning á því og nóg um að vera, fyrst ber að nefna árlegt jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks nk. laugardag 29. nóvember.
Meira

Heldur hvessir fram að helgi

Það er gert ráð fyrir stilltu veðri í dag á Norðurlandi vestra, hita um eða rétt undir frostmarki og vindur frá 1-4 m/sek. Á morgun, fimmtudag, hvessir talsvert af norðaustan á landinu en síst þó hér Norðanlands. Talsverður norðanstrekkingur verður á svæðinu á föstudag en dregur úr þegar líður á daginn. Um helgina er spáð rólegu veðri en allt að 15 stiga frosti á laugardaginn og því vissara að fara að grafa upp þær síðu.
Meira

Frábær jólanámskeið í Farskólanum

Fyrsta jólanámskeið Farskólans fyrir fatlað fólk var haldið í síðustu viku. Það var vel sótt og nutu kennarar og nemendur stundarinnar. Á þessu fyrsta jólanámskeiði lærðu nemendur að búa til fallega kertastjaka úr krukkum og ýmsu skrauti. Við leyfum myndunum að tala sínu máli. Þetta kemur fram í frétt frá Farskólanum.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skrifstofa Húnabyggðar komin á sinn stað

Skrifstofa Húnabyggðar hefur flutt úr tímabundnu húsnæði í Þjónustumiðstöðinni við Ægisbraut 1 og er nú staðsett á efri hæð Stjórnsýsluhússins við Húnabraut 5 á Blönduósi (gamla bankahúsið).
Meira

Tvö alvarleg umferðarslys urðu á stundarfjórðungi í Húnavatnssýslum

Feykir greindi fyrr í kvöld frá því að þriggja bíla árekstur hefði orðið á Þverárfjallsvegi um kaffileytið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra varð slysið við Blöndubakka á Skagastrandarvegi og var tilkynnt um það kl. 16:06. Aðeins 14 mínútum síðar var tilkynnt um annað alvarlegt bílslys en það varð við Hvammstanga.
Meira

Stjórn SSNV fundaði með innviðaráðherra

Stjórn, ásamt framkvæmdastjóra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átti fund með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem blasa við á næstu árum.
Meira

Þrír fluttir til Reykjavíkur eftir þriggja bíla árekstur á Þverárfjallsvegi

Mbl.is segir frá því að hópslysaáætlun var virkjuð af hálfu almannavarna eftir þriggja bíla árekstur sem varð á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu á fimmta tímanum í dag. Veginum var í kjölfarið lokað vegna slyssins. Tölf manns voru í bílunum þremur og voru þeir fluttir á Blönduós og þrír voru síðan fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Meira