A-Húnavatnssýsla

Heita vatnið hækkar í verði í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið segir frá því að um síðustu mánaðamót hækkaði Rarik gjaldskrá sína fyrir sölu á heitu vatni. Fyrir meðalheimili á Blönduósi og Skagaströnd nemur hækkunin 6,8%. Á vef Rarik kemur fram að markmið hækkunarinnar sé að fylgja almennri verðlagsþróun og tryggja eðlilega endurheimt fjárfestinga, ásamt því að stuðla að jafnræði viðskiptavina eftir því sem unnt sé.
Meira

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 | Björn Snæbjörnsson skrifar

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira

G L E Ð I L E G J Ó L

Starfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,
Meira

„Ég hef sest að bæði í ljósinu og myrkrinu“ | MORGAN BRESKO

Feykir birtir viðtöl við nokkra erlenda einstaklinga sem búa nú á Norðurlandi vestra, til lengri eða skemmri tíma. Við spyrjum um hvað sé heima, hvernig jólahaldið er og hvort viðkomandi hafi lært eitthvað á árinu sem er að líða. Fyrst á vaðið rennir Morgan Bresko sem hefur birt nokkrar greinar í Feyki tengdar listsýningum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún er ráðgjafi í geðheilbrigðismálum og menningarfulltrúi. „Ég á myndarlegan íslenskan eiginmann og tvö yndisleg börn. Við búum á bænum Torfalæk rétt fyrir utan Blönduós,“ segir hún til að byrja með í forvitnilegu spjalli.
Meira

Litrík veðurkort næstu daga

Veðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.
Meira

JÓLIN MÍN | „Var örugglega jólaálfur í fyrra lífi“

Helena Mara Velemir býr á Skagaströnd með Elvari Geir, Láreyju Möru og hundinum Mola sæta. Spurð út í hvað hún vinni við þá segir hún að það fari eftir því hvaða dagur er.
Meira

Jólaböllin árlegu

Við höldum okkur við jólahefðirnar og nú eru það jólaböllin sem mörgum finnst ómissandi partur af jólum og verður heldur betur hægt að skella sér á jólaball um þessi jólin og sennilega eiga einhverjir sitt uppáhalds ómissandi jólaball.
Meira

Blása til aukatónleika

Miðasala á Áramótatónleika Heimismanna þann 28. des. næstkomandi hefur gengið vonum framar og nú um helgina var komin upp sú staða að það var orðið uppselt á tónleikana.
Meira

JÓLIN MÍN | Uppáhaldskökusortin breytist oft á milli ára

Ingibjörg Signý Aadnegard er fjögurra barna móðir á Blönduósi þar sem hún býr með Jóni Antoni. Hún starfar sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Hún var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar Feykir bað hana að segja frá jólunum sínum.
Meira

Tengill bauð lægst í rafbúnað fyrir Skagastrandarhöfn

Alls bárust sex tilboð í rafbúnað og uppsetningu og tengingar á honum fyrir Ásgarð og Miðgarð við Skagastrandarhöfn. Verkið var boðið út í nóvember og rann tilboðsfrestur út 2. desember síðastliðinn. Áætlaður verkkostnaður er 31,5 milljónir króna og lægstbjóðandi var Tengill á Sauðárkróki, sem bauð 23,3 milljónir í verkið eða 74% af kostnaðaráætlun.
Meira