A-Húnavatnssýsla

Kosningu um Mann ársins á Norðurlandi vestra lýkur á sunnudagskvöldið

Við minnum á að valið á Manni ársins á Norðurlandi vestra 2025 stendur enn yfir en kosningu lýkur á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 12. janúar. Hægt er að kjósa á milli níu aðila; átta einstaklinga og einna hjóna. Þátttaka í kosningunni hefur verið með ágætum en enn er hægt að hafa áhrif.
Meira

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Frostið fór í 18,9°C á Sauðárkróksflugvelli

Það var fimbulkuldi í Skagafirði nú í nótt og rúðuskafan máske víða tekin til kostanna því bílrúður voru helhélaðar í morgunsárið – í það minnsta á eldri árgerðum sem bjóða ekki upp á sjálfvirka upphitun eða hvað þetta nú kallast. Í gærkvöldi mældist mest frost á landinu á veðurmæli á Sauðárkróksflugvelli en þar tikkaði mælir í mínus 18,9°C.
Meira

Bríet leigufélag kaupir sex íbúðir af Flúðabakka ehf | Sigurður Örn Ágústsson skrifar

Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Meira

Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag

Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira

Það birtir til þegar líður á daginn

Veður mun alla jafna vera stillt á Norðurlandi vestra nú þegar morgunskíman bíður eftir að riðja janúarmyrkrinu í burtu. Það snjóaði á Króknum um klukkan átta í morgun og má reikna með éljabökkum á svæðinu framan af degi en gert er ráð fyrir að það létti til þegar líður á daginn, dregur jafnvel meira úr vindi og frostið magnast.
Meira

Húnahornið stendur fyrir vali á Manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Kosning á Manni ársins á Norðurlandi vestra stendur nú yfir á Feykir.is en Húnahornið stendur sömuleiðis fyrir vali á Manni ársins en í Austur-Húnavatnssýslu en það hefur netmiðilinn gert undanfarin 20 ár. Eru lesendur Húnahornsins hvattir til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einstaklingur eða hópur manna.
Meira

Ný reglugerð um riðuveiki í fé

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um riðuveiki í fé. Markmið reglugerðarinnar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu sauðfárriðu, þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 
Meira

Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025

Starfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.
Meira