A-Húnavatnssýsla

Ríkidæmi þjóðar :: Áskorandapenninn Hörður Ríkharðsson Blönduósi

Mér finnst áberandi hve það kemur flatt upp á ýmsa nemendur mína þegar ég segi að Ísland sé í hópi ríkustu samfélaga í heimi. Sýni ég þeim gjarnan einhverja lista þar sem við kannski rólum í kringum fimmtánda sæti og eftir að búið er að taka út einhvers konar borgríki, sjálfstjórnarsvæði og jafnvel olíuríki með mikla sérstöðu blasir við að við erum á topp tíu ef ekki topp fimm meðal samfélaga sem við viljum bera okkur saman við þ.e. Vestræn lýðræðisríki. Ef litið er til samanburðar sem tekur til fleiri lífskjaraþátta heldur en tekna, þá komum við alla jafna nokkuð vel út þegar litið er til ungbarnadauða, lífaldurs, heilsu, jafnréttis, friðsældar, mannréttinda, menntunar o.fl. slíkra þátta
Meira

Stefna ekki allir á að vera sexý á sjómannadagsballi í kvöld?

Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Meira

Snéru heim með fullt farteski af fróðleik, hugmyndum og innblæstri

Nú aðra vikuna í maí hélt fríður flokkur af landi brott í fimm daga reisu til Noregs. Það voru allt í allt 35 starfsmenn Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna sem brugðu undir sig betri fætinum í þeim tilgangi að fræðast um stefnur og strauma, áherslur og verkefni annarra innan byggða-, atvinnu-, nýsköpunar- og atvinnumála. Þessir aðilar, þ.e. Byggðastofnun og landshlutasamtökin, fara reglulega í sameiginlegar náms- og kynnisferðir til nágrannalandanna. Feykir hafði samband við Ragnhildi Friðriksdóttur, sérfræðing á þróunarsviði Byggðastofnunar, sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja ferðina ásamt samstarfsfólki sínu, og spurði aðeins út í ferðalagið.
Meira

Pavel áfram á Sauðárkróki

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Pavel Ermolinskij, sem nýlega leiddi Tindastól til frækilegs sigurs í Íslandsmótinu í körfubolta, verði áfram hjá félaginu. Um það var gerður samningur til tveggja ára og mun Pavel til viðbótar við meistaraflokkinn og Subway deildina einnig aðstoða með ýmsum hætti við unglingastarf Tindastóls bæði í karla og kvennaflokkum.
Meira

Til hamingju sjómenn :: Leiðari Feykis

Næstkomandi sunnudag er sjómannadagurinn og víða á landinu haldinn hátíðlegur sjómönnum til heiðurs og þeirra fjölskyldum. Sums staðar fara hátíðahöld fram á laugardeginum með alls kyns viðburðum og skemmtilegheitum. Nú eru liðin 85 ár frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti en það var hinn 6. júní árið 1938 á tveimur stöðum á landinu, í Reykjavík og á Ísafirði. Það eru hins vegar ekki nema 36 ár síðan dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna eða 1987 og jafnframt gerður að almennum fánadegi. Fram að því var það undir útgerðinni komið hvort sjómenn gátu glaðst í landi þann daginn.
Meira

Guðrún og Sigríður Eddý kveðja Húnaskóla

Þær Guðrún Sigurjónsdóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir láta af störfum vegna aldurs við skólalok Húnaskóla en þær hafa báðar unnið við skóla í Austur-Húnavatnssýslu til fjölda ára.
Meira

Blómstrandi nýsköpun á Blönduósi

Nýja hátækni- og nýsköpunarfyrirtækið Foodsmart Nordic er að ýta úr vör starfsemi sinni á Blönduósi á sviði fæðubótarefna. Hjólin snúast hratt, framleiðsla á tilraunastigi er hafin og stefnt er að því að formleg starfsemi hefjist í sumar. Meginmarkmið Foodsmart Nordic er að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótarmarkaði en að félaginu stendur öflugur hópur fjárfesta, sumir með rætur á svæðinu, sem telja framtíðarhorfur fæðubótarefna mjög vænlegar. Forsvarsmenn Foodsmart Nordic eru þau Katrín Amni Friðriksdóttir og Viðar Þorkelsson.
Meira

Mikilvægur leikur Stólastúlkna í Eyjum í dag

Stelpurnar í Tindastól eiga leik gegn ÍBV í Bestu deildinni klukkan fimm í dag en ferðalagið til Eyja hófst í gær og því um mikið ferðalag er að ræða og fórnir færðar hjá leikmönnum. Liðin eru á svipuðum slóðum á stigatöflunni Eyjastúlkur í 7. sæti með sex stig eftir tvo sigra en Stólar sæti neðar með einn sigur og tvö jafntefli. Feykir hafði samband við Donna þjálfara og spurði út í ferðina og leikinn.
Meira

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er 1. júní

Deginum er fagnað víða um heim og á Íslandi eru mjólkurframleiðendur hvattir til að birta myndir úr sveitum sínum á Instagram undir myllumerkinu #mjólkurdagurinn og merkja @baendasamtokin svo hægt sé að dreifa boðskapnum.
Meira

Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi.
Meira