A-Húnavatnssýsla

Sannfærandi sigur á Kórdrengjum á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar, sigraði Kórdrengi með sannfærandi hætti 3-0 á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Kórdrengir stórhættulegir en heimamenn stóðu í þeim.
Meira

Miðfjarðará í fjórða sæti

Enn er veiðin fremur treg í húnvetnskum laxveiðám miðað við aflatölur síðustu ára. Á lista Landssambands veiðfélaga frá því um miðja síðustu viku yfir 75 aflahæstu árnar má sjá að Miðfjarðará er í fjórða sætinu yfir landið með 1.707 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 2.173 laxar. Blanda er nú í tíunda sæti en þar hafa veiðst 832 laxar en þeir voru 1.219 fyrir ári síðan.
Meira

Hvatt til nýsköpunar í sveitum

Í ágústmánuði munu Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa fyrir fundaherferð sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, verður aðalfyrirlesari fundanna en á þeim flytur hann erindi sem ber yfirskriftina Leiðin til sigurs. Þar fjallar Guðmundur um árangursríka markmiðasetningu og hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri. Einnig fjallar hann um uppbyggingu liðsheildar, samskipti og innleiðingu breytinga.
Meira

Júdóiðkendur í æfingabúðum í Svíþjóð - Ferðasaga

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls lögðu land undir fót ásamt iðkendum frá Pardusi á Blönduósi og Ármanni í Reykjavík og tóku þátt í æfingabúðum í Júdó í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Sagt er frá þessu á vef Júdódeildar Tindastóls.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Á slóðum Sölva Helgasonar í Sléttuhlíð

Þegar ekið er um Sléttuhlíðina, í utanverðum Skagafirði að austan, hlýtur margan ferðamanninn að fýsa að staldra við enda er útsýnið þar út til fjarðarins einstaklega fallegt, Málmeyjan rétt undan landi, Þórðarhöfðinn rétt innan seilingar og í bakgrunninum standa Drangey og Kerlingin sinn vörð. Í Lónkoti í Sléttuhlíð, miðja vegu milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, hefur um margra ára skeið verið rekin þjónusta við ferðamenn. Blaðamaður leit við í Lónkoti og hitti þar fyrir hjónin Júlíu Þórunni Jónsdóttur og Þorgils Heiðar Pálsson sem reka staðinn.
Meira

Mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030

Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Menntastefna sú mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar.
Meira

Fullveldi í fyrirrúmi á Hólahátíð um helgina

Hólahátíð verður haldin á Hólum í Hjaltadal 11. til 12. ágúst. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með tónleikum, hátíðarsamkomum og hátíðarmessu.
Meira

Frá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglunnar á Norðurlandi vestra um erlendan ferðamann sem hefur ýmist gengið inn í hús eða bankað á dyr hjá fólki hérna i umdæminu en þessi ferðamaður mun vera spyrja hvar sé að finna gistingu.
Meira

Deildarmyrkvi á laugardaginn

Á Stjörnufræðivefnum er sagt frá því að deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi, snemma morguns laugardaginn 11. ágúst.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Fiskréttir í fögru umhverfi

Ferðamenn sem aka um Húnavatnssýslurnar kvarta gjarnan yfir því að landslag sé þar tilbreytingarlaust og fátt að sjá og eiga margir það til að gefa hressilega í eins og hraðaksturstölur frá lögreglunni á svæðinu sýna. Þetta er þó ekki alls kostar rétt því Húnavatnssýslurnar geyma marga dýrgripi sem vert er að gefa sér tíma til að skoða nánar. Ein af þessum perlum er Vatnsnesið þar sem áhugaverðir staðir eru á hverju strái. Að vísu hefur Vatnsnesið verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna slæmra vega og það var því með hálfum huga sem blaðamaður Feykis lagði lykkju á leið sína í vikunni sem leið í því skyni að heimsækja veitingastaðinn Geitafell sem er staðsettur utarlega á nesinu vestanverðu, um 25 km utan við Hvammstanga.
Meira