A-Húnavatnssýsla

Uppskrift að góðu kvöldi með vinum

Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli í Húnavatnshreppi voru matgæðingar vikunnar í 35. tbl. Feykis 2016. Þau gáfu lesendum uppskriftir að fiskisúpu, ærfille og karamellupönnsum. „Fiskisúpa, ærfille og karamellupönnsur eru uppskrift að góðu kvöldi með vinum, einfaldar uppskriftir sem geta ekki klikkað. Við á Hæli erum gjarnan með gesti og vinnufólk og því er oft mannmargt í mat hjá okkur, eldhúsborðið tekur 16 manns í sæti svo nauðsynlegt er að geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað uppskriftir án þess að það sé of mikið vesen. Auðvelt er að gera fiskisúpuna matarmeiri með því að bæta við fiski. Ærfille er herramannsmatur hvort sem það er steikt eða grafið og pönnukökurnar bæta nýtísku ívafi við annars þjóðlegan rétt. Pönnukökurnar einar og sér væru líka góðar í saumaklúbbinn."
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir lista yfir lögmæt verkefni sveitafélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga með skírskotun til sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, 1. mgr. 7. gr. Er yfirlitið hugsað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð og ennfremur að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga að því er segir á vef ráðuneytisins.
Meira

Þegar óskirnar rætast - Áskorendapenninn Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Brandsstöðum

Þessar óskir okkar. Við vitum ekki hvaðan þær koma, eða hvers vegna þær verða til í hugum okkar. Við vitum ekki af hverju okkur langar til einhvers sérstaks og vitum ekki alltaf hvað drífur okkur áfram í þá átt sem við veljum hverju sinni. En óskirnar eru þarna og þráin til þess að fá þær uppfylltar. Kannski skilgreinir þessi þrá okkar um framvindu tilverunnar svolítið hver við erum og hvaða lífsgildi við höfum og höldum í heiðri. Ég veit það ekki. Við erum allavega, svo dásamlega mismunandi og við höfum öll þennan hæfileika, þennan neista, sem eru óskirnar okkar.
Meira

Íbúum fjölgar um 0,5% á Norðurlandi vestra

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 36 einstaklinga eða 0,5% á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá sem birtar voru nýlega. Mesta fjölgunin í landshlutanum varð í Blönduóbæ en þar fjölgaði íbúum um 43 en það nemur 4,8% fjölgun.
Meira

Etix Group eignast ráðandi hlut í Borealis Data Center

Vísir.is greindi frá því á dögunum að lúxemborgska hýsingar- og gagnavinnsluþjónustan Etix Group hefur fjárfest í Borealis Data Center sem rekur tvö gagnaver á Íslandi, annað á Blönduósi og hitt á Fitjum í Njarðvík. Þar með er Etix komið með ráðandi hlut í Borealis Data Center, eða um 55%, og hefur fyrirtækið nú formlega skipt um nafn og heitir framvegis Etix Everywhere Borealis.
Meira

Miðfjarðará í þriðja sætinu

Nú styttist í að laxveiðitímabili ársins ljúki og hefur ein af húnvetnsku ánum sem sitja á lista landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu árnar birt lokatölur sínar. Talsverður munur er á aflamagni miðað við sama tíma í fyrra þegar 8.008 laxar höfðu veiðst en aðeins 5.644 núna sem er um 30% aflaminnkun.
Meira

Ein af sex þjónustuskrifstofum VÍS verður á Króknum

VÍS hefur í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja og einfalda fyrirkomulag þjónustu við viðskiptavini þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir. Í kjölfarið verða þjónustuskrifstofur VÍS víðs vegar um landið sameinaðar í sex öflugar þjónustuskrifstofur á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík. Breytingarnar taka gildi 1. október næstkomandi.
Meira

Húnabraut 4 öll í eigu Ámundakinnar

Ámundakinn ehf. og Búrfjöll ehf. undirrituðu síðastliðinn sunnudag samning um kaup Ámundakinnar á hlut Búrfjalla í húsinu að Húnabraut 4 á Blönduósi. Um er að ræða rúmlega 500 fermetra verslunar- og iðnaðarhúsnæði auk tæplega 300 fermetra skemmu. Einnig fylgir allstórt afgirt geymslusvæði og lóð. Þar með hefur Ámundakinn eignast allt húsnæðið að Húnabraut 4.
Meira

Yfirlýsing málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf vegna kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun gildistöku ákvæða um notendastýrða persónulega aðstoð

Með bréfi síðastliðinn föstudag fór Samband íslenskra sveitarfélaga þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga sem taka eiga gildi þann 1. október verði frestað til áramóta. Þessum tillögum hafnar málefnahópur Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf algerlega. Tími seinkana og mannréttindabrota er liðinn.
Meira

Biskup heimsækir Höskuldsstaðakirkju

Á miðvikudag í næstu viku, þann 26. september, mun biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, heimsækja Höskuldsstaðakirkju. Þar verður haldin stutt helgistund sem hefst klukkan 10:30 en að henni lokinni mun biskup vígja sögutorg sem hlaðið var í sumar í elsta hluta kirkjugarðsins á Höskuldsstöðum.
Meira