A-Húnavatnssýsla

Arsenal-sigur fullkomnar fullkominn dag á Skagaströnd

Á vef Skagastrandar er skemmtilegt uppbrot því þar hefur verið farið af stað með nýjan og skemmtilegan lið, Skagstrending vikunnar, og fyrstur í þeirri ágætu röð er Árni Ólafur Sigurðsson. „Fullkominn dagur á Skagaströnd fyrir mér byrjar á því að geta gengið minn daglega göngutúr í hvítalogninu, og ef þið vitið það ekki þá er hvítalognið hér ansi oft. Heimilið, fjölskyldan og góður matur skipta líka miklu máli,“ segir Árni Sig.
Meira

Nýir vélarhermar í kennslu hjá FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi sem hefur fest kaup á tveimur nýjum vélarhermum ásamt uppfærslu á eldri hermakerfum frá Unitest Marine Simulators. Kaupin marka mikilvægt skref í áframhaldandi þróun á kennsluaðstöðu skólans í sjó- og vélstjórnargreinum.
Meira

Stendur upp úr að verða amma

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir er 43 ára Blönduósmær, gift Elmari Sveinssyni, og eiga þau fjögur börn, Fanneyju, Sóleyju, Huldu og Svein, tengdasoninn Emil og barnabarnið Elmar Inga. Hún er fædd og uppalin á Blönduósi. Ættir hennar og rætur eru í Austur Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Gunnhildur er kjötiðnaðarmaður að mennt, og hefur alla sína starfsæfi unnið við kjötiðn og slátrun, og tók ég við sem sláturhússtjóri í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi 2019.
Meira

Norðurljósin léku lausum hala á himninum

Það var heldur betur boðið upp á listsýningu í gærkvöldi og stjörnubjartur himininn var striginn. Það voru enda ófáir sem rifu upp snjallsímann og gerðu tilraunir til að mynda dýrðina; græn og rauð dansandi norðurljós.
Meira

65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Meira

Hilda Karen verður mótsstjóri Landsmóts hestamanna

Sagt er frá því á heimasíðu Landsmóts hestamanna að gengið hafi verið frá því að Hilda Karen Garðarsdóttir verði mótsstjóri á mótinu sem fer fram á Hólum í Hjaltadal fyrstu vikuna í júlí. Henni til halds og trausts varðandi skipulag og utanumhald á keppni verða Skagfirðingarnir Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir.
Meira

Fínn gangur í miðasölu á Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-11. júlí og talsvert síðan að miðar á mótið fóru í sölu. Feykir spurði Áskel Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Landsmóts, hvernig gangurinn væri í miðasölunni og reyndist kappinn býsna ánægður með áhugannm í það minnsta hingað til. „Þetta eru hærri tölur en sést hafa, amk. fyrir undanfarin mót þannig að við erum mjög ánægð með þessar viðtökur,“ sa
Meira

Fyrst tökum við Venezúela og svo... | Leiðari 2. tbl. Feykis 2026

Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Meira

Opið hús hjá Leigufélaginu Bríet – Flúðabakki, Blönduósi

Leigufélagið Bríet ehf. hefur nýlega fest kaup á 6 glæsilegum íbúðum að Flúðabakka 5 á Blönduósi. „Við erum afar ánægð með að bæta þessum eignum við íbúðaframboð svæðisins og stuðla þannig við fjölbreyttari íbúðamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Leigufélagið Bríeta býður því íbúum Húnabyggðar að koma og skoða íbúðirnar og ræða við fulltrúa Leigufélagsins þriðjudaginn 20. janúar nk. frá kl 12:00 til kl 14:00 á Flúðabakka 5, Blönduósi.
Meira

Góð þátttaka í Mannamóti 2026

Á heimasíðu SSNV er sagt frá því að vel hafi verið mætt á Mannamót sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í gær þar sem fulltrúar Norðurlands vestra voru áberandi og kynntu fjölbreytta og öfluga ferðaþjónustu á svæðinu. Þar áttu ferðaþjónustuaðilar svæðisins góð samtöl við ferðaskipuleggjendur og aðra fagaðila, kynntu sína starfsemi og sköpuðu ný tengsl til framtíðar.
Meira