A-Húnavatnssýsla

Veiði og skotvopn gerð upptæk

Tveir rjúpnaveiðimenn á Norðurlandi vestra þurftu að sjá á bak veiði sinni og skotvopnum er þeir komu af veiðum um síðastliðna helgi þar sem þeir höfðu ekki gild veiðikort til að framvísa til lögreglu. Lögreglan á Norðurlandi vestra heldur uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum og ræddi um síðustu helgi við marga veiðimenn og athugaði með réttindi þeirra, skotvopn o.fl. að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Leppalúði á leiðinni

Leppalúði er á leiðinni á Norðurlandið og ætlar að troða upp á Hvammstanga og Skagaströnd næstu daga. Það er Kómedíuleikhúsið sem sýnir jólaleikritið um þennan nafntogaða eiginmann Grýlu og segir í kynningu á verkinu að nú loksins fái karlinn að stíga fram í sviðsljósið eftir að hafa staðið í skugganum af konu sinni í árhundruð. Velt er upp spurningum eins og hver Leppalúði sé eiginlega, hvort hann tali mannamál og síðast en ekki síst – hvort hann sé í alvörunni til.
Meira

Kynningarmyndband um Sóknaráætlun

Kynningarmyndband um efni nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024 hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt á YouTube. Sóknaráætlunin var samþykkt á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þann 19. október sl. og skrifað var undir nýja samninga um sóknaráætlanir landshlutanna við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meira

SSNV leita að verkefnisstjóra iðnaðar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita eftir einstaklingi til að sinna starfi verkefnisstjóra iðnaðar. Hér er um nýtt og spennandi verkefni að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum, að því er segir í auglýsingu um starfið. Ráða á í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur um starfið er til 2. desember nk.
Meira

Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi. Undirritunin fór fram í anddyri Salarins í Kópavogi í morgun.
Meira

Óheiðarlegir hótelgestir á ferli á Norðurlandi

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa undanfarið fengið að kenna á tveimur óprúttnum ferðalöngum sem bókað hafa gistingu í nafni breskrar konu, Juliu Hurley, og stungið af frá ógreiddum reikningum ásamt því að hafa á brott með sér verðmæti.
Meira

„Á þessu aldursskeiði þarf fólk ekki að lesa annað en það sem það vill“

Það var Ásgerður Pálsdóttir á Geitaskarði í Langadal sem sagði lesendum Feykis frá eftirlætisbókunum sínum í Bók-haldinu í 48. tbl. Feykis 2018. Ásdís segist vera komin í náðarfaðm eftirlaunanna en á sumrin rekur hún ferðaþjónustu á Geitaskarði þar sem hún býr. Ásgerður er alin upp á miklu bókaheimili og segist alla tíð hafa lesið mikið og lesefnið er fjölbreytilegt. Hún er fastagestur á bókasafninu á Blönduósi en auk þess kaupir hún sér bækur reglulega.
Meira

Stiklað á stóru í sögu FNV - Fjörtíu ára fjölbrautaskóli

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnaði þann 21. september sl. 40 ára afmæli sínu með hátíðardagskrá á sal Bóknámshússins að viðstöddum góðum gestum. Fluttar voru ræður og saga skólans rifjuð upp í máli og myndum. Í tilefni tímamótanna mun Feykir birta nokkra pistla um skólann og að þessu sinni stikla á stóru í sögu skólans. Stuðst er við upprifjun þá sem Ingileif Oddsdóttir, skólameistari og Jón F. Hjartarson, fv. skólameistari, flutti á fyrrnefndum afmælisfagnaði.
Meira

Snjalltæki og skólastarf :: Áskorandinn Sólveig Zophoníasdóttir brottfluttur Blönduósingur

Síðastliðinn vetur sótti ég námskeið í orðræðugreiningu. Markmið orðræðugreiningar er, líkt og annarra rannsóknaaðferða, að varpa ljósi á og/eða skapa nýja þekkingu, auka og dýpka og jafnvel breyta skilningi fólks á fyrirbærum. Mig langar í þessum pistli að segja stuttlega frá æfingu í orðræðugreiningu sem ég gerði á námskeiðinu og helstu niðurstöðum.
Meira

Miðstöð endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki

Það eru gleðitíðindi að heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að komið verði á fót frekari aðstöðu til almennrar endurhæfingar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, með allt að fjórum nýjum rýmum. Þannig er komið á móts við óskir stofnunarinnar, en ekki síður heimamanna.
Meira