A-Húnavatnssýsla

Fögunum saman 100 ára fullveldi!

Í ár fögnum við því að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að það hafi verið merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem þá hafði staðið í nær eina öld. Í október 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um hvernig skyldi staðið að hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis fullveldis og í henni kemur fram hlutverk afmælisnefndar og afmörkun verkefna hennar. Inntak þingsályktunarinnar byggir á sömu forsendum og sjálfstæðisbaráttan gerði, þ.e. íslenskri menningu og tungu þjóðarinnar.
Meira

Stefnt á að byggja um 50 nýjar íbúðir

Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er nú á Blönduósi og helst það í hendur við hraða íbúafjölgun síðustu mánuðina. Rætt var við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra á Blönduósi, i kvöldfréttum RÚV í gær um þann viðsnúning sem átt hefur sér stað í sveitarfélaginu.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsnæði Byggðastofnunar

Síðast liðinn föstudag tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýju skrifstofuhúsnæði fyrir Byggðastofnun að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins, sem er jarðvinna en á allra næstu vikum verður bygging hússins boðin út og standa vonir til að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2020.
Meira

Húnavatnshreppi hugnast ekki Húnavallaleið

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps tók fyrir á fundi sínum þann 14. nóvember sl. bréf frá Samgöngufélaginu, dagsett 23. október 2018 og varðaði ábendingar í samgöngumálum. Bréfið var lagt fram til kynningar og bókaði sveitarstjórn eftirfarandi:
Meira

Steiktur fiskur í karrý og fleira góðgæti

„Róbert Kristjánsson og Þórlaug Svava Arnardóttir heitum við og búum við á Þórshamri á Skagaströnd. Við störfum bæði á Olís, Róbert sem verslunarstjóri og Þórlaug sem vaktstjóri. við eigum fjögur börn, Emblu, Kristján Örn, Rebekku Heiðu og Viktor, á aldrinum tveggja ára til tuttugu ára og eitt barnabarn, Ívar, sem er eins árs." sögðu matgæðingar 33. tölublaðs ársins 2013 en uppskriftirnar sögðu þau vera í lágkolvetna-lífstíl (LKL) þar sem þau fylgdu þeim lífstíl.
Meira

Ekki láta áramótabrennur brenna inni

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hvetur þá sem hyggjast standa fyrir áramótabrennum að drífa í að sækja sem fyrst um starfsleyfi en samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit tekur leyfisveitingin a.m.k. 5 vikur. Ástæðan er sú að það ber að auglýsa eftir athugasemdum í fjórar vikur og taka síðan saman greinargerð um útgáfuferil starfsleyfisins.
Meira

120 milljónir í verkefnastyrki til að efla byggðir landsins

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við sex landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. M.a. fara 20 milljónir í innviðauppbyggingu vegna gagnavers á Blönduósi árið 2018 og 25 milljónir á ári næstu þrjú ár á eftir.
Meira

Vilja Húnavallaleið og Vindheimaleið á samgönguáætlun

Nú er hafin undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings við að tvær hugmyndir Vegagerðarinnar frá árinu 2010 um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra verði teknar upp í samgönguáætlun. Leiðirnar sem um ræðir eru annars vegar Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Fjallað er um málið á vef Ríkisútvarpsins.
Meira

NFNV frumsýnir söngleikinn Grease á morgun

Leikhópur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir nk.föstudag hinn sívinsæla söngleik Grease í leikstjórn Péturs Guðjónssonar. Með aðalhlutverk fara þau Róbert Smári Gunnarsson, sem leikur Danny Zuko og Valdís Valbjörnsdóttir sem leikur Sandy.
Meira

Langar þig að vera óstöðvandi?

Farskólinn á Norðurlandi vestra leitar nú þátttakenda í námskeið sem er öllum opið og ber heitið Langar þig að vera óstöðvandi? Áhugavert er að stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.
Meira