A-Húnavatnssýsla

Það er alltaf nóg að gera hjá Löggunni á Norðurlandi vestra

Í síðasta mánuði kærði lögreglan á Norðurlandi vestra 178 ökumenn fyrir of hraðan akstur og er það tæplega 19% aukning frá því í maí þegar 150 ökumenn fengu kæru fyrir að aka of hratt í umdæminu. Sem fyrr aka flestir sem kærðir eru á 110-120 kílómetra hraða en sumri óku þó hraðar og fóru jafnvel yfir 150 kílómetra á klukkustund.
Meira

Jöfnuður er lykilorðið | Svar framkvæmdastjóra sveitarfélaga á landsbyggðinni

Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Meira

Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Meira

Slagarasveitin og Skandall með ný lög

Framvarðasveitir húnvetnska rokksins eru með töluverðu lífsmarki. Þá erum við að tala um bojbandið Slagarasveitina og sigurvegara Söngkeppni framhaldsskólanna, Skandal. Báðar hljómsveitirnar senda frá sér lög þetta sumarið.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri opna kaffihús fyrir eldri borgara

Í Húnabyggð er í gangi fjörugt verkefni fyrir krakka 6 til 12 ára. Þetta er 6 vikna námskeið þar sem í boði er skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum stendur til boða ýmislegt skemmtilegt. Um er að ræða „Sumarfjör” þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, sundpartý og ýmislegt fleira.
Meira

Fyrri umferð í 2. og 3. deild lokið

Fyrri umferð Íslandsmótanna í 2. og 3. deild karlafótboltans kláraðist nú um helgina. Lið Tindastól krækti í stig í Kópavogi en lið Kormáks/Hvatar svekkir sig eflaust á því að hafa tapað á heimavelli fyrir einu af botnliðum 2. deildar. Bæði lið hefðu efalaust viljað krækja í fleiri stig í fyrri umferðinni en það er nú eins og það er.
Meira

Ekki mikið svekkelsi í Sviss

„Komiði sæl og blessuð. Hér í Sviss er ekki hægt að greina eins djúpstæð vonbrigði hjá stuðningsmönnum og á netmiðlum íslenskum, þó eitthvert svekkelsi hafi verið að finna eftir leikinn í gærkvöldi,“ sagði Palli Friðriks þegar Feykir náði á honum nú í morgun í Sviss. Það var stór dagur framundan hjá Palla, búðarrölt með kvenþjóðinni en rétt að spyrja hann hvernig stuðningsmenn tækluðu dapurt gengi kvennalandsliðsins..
Meira

„Stemningin rabarbarasta alveg stórkostleg“

Rabarbarahátíðin í Gamla bænum á Blönduósi fór fram síðasta laugardaginn í júní. Einn af aðstandendum hátíðarinnar, Iðunn Vignisdóttir, kynnti lesendur Feykis fyrir hátíðinni og það var því upplagt að spyrja hana hvernig til hefði tekist. „Alveg svakalega vel. Við höfum enga hugmynd um hversu margir komu en samfélagið tók fallegan og góðan þátt,“ sagði Iðunn.
Meira

Húnvetnskir dansarar stóðu sig með prýði

Feykir sagði í gær frá ferðalagi húnvetnskra ungmenna á Heimsmeistaramótið í dansi sem fram fer á Spáni. Hópurinn sem er skipaður krökkum frá Húnaþingi vestra og Húnabyggð steig á svið upp úr kl. 4 í dag og stóð sig aldeilis prýðilega þá frammistaðan hafi ekki skilað hópnum verðlaunasæti.
Meira

Karamella borðaði allt halloween nammið | Ég og gæludýrið mitt

Í Feyki sem kom út í byrjun mars svaraði Natan Nói Einarsson sem býr á Skagaströnd gæludýraþættinum og segir okkur hér frá hundunum sínum en hann á samt fullt af dýrum, bæði dýrum sem fá að vera inni hjá þeim og svo þessi ekta íslensku sveitadýr. Foreldrar Natans eru þau Einar Haukur Arason og Sigurbjörg Írena Ragnheiðardóttir en svo á Natan sex systkini þannig að það er nóg að gera á þessu heimili.
Meira