A-Húnavatnssýsla

Fjárhagsáætlun 2026-2028 samþykkt

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt fjárhagsáætlun 2026-2029. A-hluti sveitarfélagsins skilar rúmlega 55 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu, og samstæðan í heild skilar 91 milljón króna jákvæðri afkomu. Tekjur ársins 2026 eru áætlaðar 1.096 milljónir króna, reksturinn er stöð-ugur og veltufé frá rekstri sterkt, eða 170 milljónir króna. Það gerir sveitar-félaginu kleift að halda áfram mikilvægum fram-kvæmdum án þess að taka lán. Skuldir sveitarfélagsins við lánastofnanir nema 73 mkr.
Meira

Ágætt veður í kortunum en snjóar eitthvað í nótt

Ekki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.
Meira

Ásgeir Trausti lofar nokkrum jólalögum á sínum tónleikum

Það styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.
Meira

„Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi...“

Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík? Textílmiðstöðin, í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum, býður til vinnustofu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16 – 19 í Félagsheimilinu Blönduósi. Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli.
Meira

Húnabyggð bindur vonir við nýja samgönguáætlun

Sveitarstjórn Húnabyggðar gerir sér væntingar um að ný samgönguáætlun muni tryggja að þær vegaframkvæmdir sem þegar hafa verið skilgreindar í sveitarfélaginu verði settar á dagskrá. Húnahornið segir frá því í frétt að fjallað hefur verið um frestun vegaframkvæmda á fundum byggðarráðs síðustu mánuði, m.a. á Skagavegi og svo um minnkun framkvæmda við Vatnsdalsveg.
Meira

Atvinnuleysi lægst á Norðurlandi vestra

Atvinnuleysi er lægst á landinu á Norðurlandi vestra, eða aðeins 1,3%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Í frétt Húnahornsins segir að skráð atvinnuleysi á landinu öllu í október hafi verið 3,9% og hafði þá aukist um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í október 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,4%. Að meðaltali voru 8.030 atvinnulausir í október síðastliðnum, 4.661 karl og 3.369 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 682 manns milli mánaða.
Meira

Ágætis veður áfram í kortunum

Það er miðvikudagurinn 12. nóvember í dag, styttist óðfluga í aðventuna og fólk þarf að fara að grafa upp jólalagalistana sína fyrr en varir. Jafnaðargeð hefur helst einkennt Vetur konung síðustu vikuna og útlit er fyrir að lítil breyting verði á því fram yfir helgi. Þó gæti aðeins bætt í vind seinni partinn á morgun - fimmtudag - og jafnvel boðið upp á lítils háttar snjókomu. Á föstudag lægir og sólin brýst fram.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgaði um 69 milli ára

Fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi fjölgaði um 1,3% milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár en miðað er við tímabilið frá 1. nóvember 2024 til 1. nóvember 2025. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 60 milli ára, eða um 0,8%, en mest var fjölgunin í Skagafirði. Þar töldust íbúar vera 4.500 nú í byrjun mánaðar og hafði fjölgað um 69 frá fyrra ári en það er 1,6% fjölgun. Þá fjölgaði sömuleiðis í Húnaþingi vestra um 1% og teljast íbúar þar nú vera 1.362 en voru ári áður 1.249.
Meira

Sungið til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Sannkölluð tónlistarveisla verður í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag 15. nóvember þegar tríóið Hljómbrá heldur tónleika ásamt hljómsveit og gestasöngvurum.
Meira

Birgitta og Elísa í landsliðshópnum hjá Donna

Fyrir helgi var tilkynnt um val Halldórs Jóns Sigurðssonar (Donna), landsliðsþjálfara U19 kvenna í knattspyrnu, á hópnum sem tekur þátt í undankeppni EM 2026. Tveir leikmanna Tindastóls, þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir, eru í hópnum auk þess sem Hrafnhildur Salka Pálmadóttir sem lék með Stólastúlkum í sumar, en var að láni frá Val, er í hópnum.
Meira