A-Húnavatnssýsla

Nautakjöt beint frá bónda

„Mín gamla, góða vinkona Bidda (Elísabet Kjartansdóttir) skoraði á mig að vera matgæðingur í hinu ljómandi fína tímariti Feyki. Ég gat ekki fyrir nokkurn mun skorast undan því og þakka henni kærlega fyrir að hafa haft þetta álit á mér og minni matseld. Það er alltaf skemmtilegt að þreifa sig áfram í eldhúsinu, þó frágangurinn sé ekki skemmtilegur að sama skapi.
Meira

Ræsing Húnaþinga og Skagafjarðar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir tveimur verkefnum þar sem efnt er til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir fyrir Norðurland vestra. Annað verkefnið nefnist Ræsing Húnaþinga og er framkvæmt í samvinnu við sveitarfélög í Húnaþingum og hitt Ræsing Skagafjarðar og er í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Kaupfélag Skagfirðinga.
Meira

Bókabúð Amazon á netinu eins og nammibúð

Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum svaraði spurningum í Bók-haldinu, bókaþætti Feykis, í nóvember 2017. Halldór segist hafa gaman af að glugga í bækur sér til yndis, en ekki síður fróðleiks, þegar frístundir gefast frá bústörfum og barnauppeldi sem er ærinn starfi þar sem þau hjónin eiga átta börn. Halldór hefur lengi haft sérstakan áhuga á að lesa um seinni heimsstyrjöldina, allt síðan hann las fyrstu bókina eftir Sven Hassel. Núorðið les hann aðallega bækur í spjaldtölvum og bókabúð Amazon á netinu er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Meira

Stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda

Bráðabirgðaársáætlanir búnaðarstofu Matvælastofnunar um heildarframlög til sauðfjárbænda voru birtar á Bændatorginu þann 16. janúar. Áætlunin birtir áætlaða heildarupphæð stuðningsgreiðslna á árinu 2019 og mánaðargreiðlsu í hverjum styrkjaflokki. Tvöföld greiðsla í janúar byggir á bráðabirgðaársáætlun miðað við framleiðslutölur fyrra árs á þeim tíma sem áætlunin er gerð.
Meira

Brúsastaðir í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabúin

Brúsastaðir í Vatnsdal er í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabú landsins árið 2018 samkvæmt fyrstu niðurstöðum skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar sem Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins birti á vef sínum í gær. Tölurnar eru birtar með þeim fyrirvara að enn hafa ekki allar skýrslur borist og því hugsanlegt að breytingar geti orðið.
Meira

KS greiðir viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg

Kaupfélag Skagfirðinga sendi á dögunum frá sér tilkynningu til sauðfjárbænda þar sem kemur fram að ákveðið hafi verið að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg síðasta hausts.
Meira

Margir kynna starfsemi sína á Mannamóti

Mannamót, árleg kaupstefna sem sett er upp af markaðsstofum landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, er haldin í dag í Kórnum í Kópavogi. Kaupstefnan er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og jafnframt tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.
Meira

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Meira

Veginum um Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma í dag

Holta­vörðuheiði verður lokuð í dag í um tvær klukku­stundir milli klukkan 13.30 og 15.30 meðan unnið verður að því að koma vöru­flutn­inga­bíl aft­ur á veg­inn. Samkvæmt frétt á mbl.is fór bíllinn út af veg­in­um í gærkvöld við Miklagil, norðanmegin í heiðinni, og valt. Eng­in slys urðu á fólki.
Meira

Lítil notkun endurskinsmerkja

Nýlega stóð VÍS fyrir könnun á endurskinsmerkjanotkun hjá tveimur ólíkum hópum, annars vegar nemendum unglingadeildar í grunnskóla og hins vegar starfsmönnum á vinnustað. Niðurstaða þeirrar könnunar sýndi að aðeins um 20% nota endurskinsmerki eða tveir af hverjum tíu. Frá þessu er greint á vef VÍS.
Meira