Bændur

Flest í þokkalegri rútínu

Bessi Freyr Vésteinsson í Hofsstaðaseli, nánar tiltekið í Viðvíkursveit í Skagafirði, býr þar ásamt konu sinni Sólrúnu Ingvadóttur. „Einnig búa hér sonur okkar Ingvi Þór Bessason og kona hans Fanndís Viðarsdóttir ásamt sonum þeirra Braga Frey sex ára, Bjarka Viðari fjögurra ára og Birki Þór tveggja ára.“ Öll vinna þau við reksturinn auk 4-6 starfsmanna, en það fer aðeins eftir árstíma. Feykir heyrði í Bessa til að taka stöðuna í sveitinni en viðtalið var birt í fréttablaðinu Feyki í byrjun febrúar á þessu ári. 
Meira

Hestarnir viku fyrir kálfunum

Helgi Fannar Gestsson býr á Flugumýri í Blönduhlíð með sambýliskonu sinni Hörpu Ósk Jóhannesdóttur og börnum þeirra, þeim Ægi Frey og Hugrúnu Ídu. Helgi með menntun í vélvirkjun og vélstjórn frá FNV og búfræðingur frá LBHÍ. Harpa er dýralæknir og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við LBHÍ. „Við erum að leigja búreksturinn hér á Flugumýri þar sem er tveggja róbóta fjós og örfáir hestar. Við erum með um 83 árskýr og kvígu uppeldi sem fylgir því eða um 160 nautgripi í það heila. Hrossin eru 37 talsins (ég veit þetta er of nákvæm tala af hrossabúi í Skagafirði).“ Þau hjónaleysin vinna aðeins út frá búinu, Harpa fer í einstaka dýralækna vitjanir og Helgi fer í rúning og vélaverktöku.
Meira

Kýrnar afskaplega skemmtilegt samstarfsfólk

Katharina Sommermeier (Rína) býr í Garðakoti í Hjaltadal með Jakobi Smára Pálmasyni sem er einmitt frá Garðakoti og tveimur börnum. Rína er landfræðingur, framhaldsskólakennari og sjálfmenntuð bóndína. Rína og Jakob tóku við mjólkurbúskapnum í Garðakoti 2017. „Hér er einn mjaltarþjónn með 74 árskýr og uppeldi, nokkur hross og einn köttur í langtímapössun.“
Meira

Dalamaðurinn í Hrútafirðinum

Ingimar Sigurðsson býr á Kjörseyri í Hrútafirði vestanverðum. Er fráskilinn, býr einn og er með um 500 fjár. Ingimar er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er löggildur rafverktaki. Vinnur sem rafvirki meðfram búskapnum eins og hann hefur tíma til. Á eina dóttur og tvö fósturbörn sem hjálpa til í sveitinni þegar þau geta.
Meira

Kláruðu heyskap í október

Þorbergur Gíslason og Birna Valdimarsdóttir eru kúabændur í Glaumbæ 2 í Skagafirði og búa þar ásamt börnunum þrem þeim, Valdimar Árna, Vigni Frey og Kristjönu Dís. Mjólkurkýrnar eru 60 og gripauppeldið telur 100. Ef allt er talið með þá eru merarnar sjö, hænunar tíu og einn köttur. Birna er menntuð í háriðn og Þorbergur húsasmíðameistari en hafa verið bændur síðan þau keyptu búið.
Meira

Snati smaladróni snýr á féð

Hjónin Högni Elfar Gylfason og Monika Björk Hjálmarsdóttir eru sauðfjárbændur á Korná í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði. Hjá þeim býr Birna Hjördís Jóhannesdóttir móðir Bjarkar. Björk er búfræðingur frá Hólaskóla, en Högni er vélfræðingur og vélvirkjameistari frá VMA og Vélskóla Íslands. Þau búa með vel á fjórða hundrað fjár ásamt fáeinum merum og reiðhestum. Högni grípur í fjölbreytileg verkefni utan bús þegar tími gefst og þá aðallega fyrir bændur í Skagafirði, en Björk sér um bústörfin á meðan.
Meira

Lifi íslenskur landbúnaður

Atli Már Traustason er bóndi og frjótæknir á Syðri Hofdölum í Skagafirði. Hann er stúdent frá FNV og búfræðingur frá Hvanneyri, giftur Klöru Helgadóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Á Syðri Hofdölum er rekið blandað bú,80 mjólkurkýr, sem stefna senn í 100, og uppeldi sem því fylgir og einnig talsverð nautakjötsframleiðsla,alls eru um 300 nautgripir á búinu.
Meira

Tóku fyrri sláttinn með 3ja daga áhlaupi

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, býr í Hólabæ í Langadal ásamt Auði Ingimundardóttur sambýliskonu og börnunum þeirra Pétri Inga og Lilju Björgu. Rúnar er starfandi bóndi með búfræðimenntun og sveinspróf í húsasmíði. Þau búa á blönduðu búi með tæplega 40 mjólkandi kýr og 400 vetrarfóðraðar kindur. Ásamt því vinnur Auður sem ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Meira

Bjart framundan hjá sauðfjárbændum

Næsti bóndi er Birgir Þór Haraldsson sem er fæddur og uppalin á Sauðárkróki og býr með Hörpu Birgisdóttur frá Kornsá og saman eiga þau tvo drengi þá Ágúst Inga og Bjarka Fannar. Í dag eru þau bændur á Kornsá í Vatnsdal og þar eru 600 vetrarfóðraðar ær og 80 hross. Birgir lauk námi í grunndeild húsasmíða við FNV og Búfræðiprófi frá LBHÍ.
Meira

Væru ekki sauðfjárbændur ef þau væru ekki bjartsýn

Áfram tökum við stöðuna á bændum og nú eru það hjónin Ingveldur Ása og Jón Ben eru bændur á Böðvars-hólum í Húnaþingi vestra og búa þar ásamt börnum sínum þrem Margréti Rögnu, Klöru Björgu og Sigurði Pétri. Þau hjónin eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri og Ingveldur er líka þroskaþjálfi. Þau eru sauðfjárbændur og reka hundahótel og vinna þau bæði utan bús Jón við verktöku og Ingveldur vinnur í leik og grunnskólanum á Hvammstanga.
Meira