Ljósmyndavefur

Geggjuð Húnavaka!

Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var dagskrá Húnavöku þéttskipuð frá miðvikudegir og fram á sunnudag og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur viðburðastjórnanda þá tókst Húnavakan geggjað vel, þó hún hefði verið til í betra veður á laugardeginum en þá þurfti að færa einhverja viðburði undir þak.
Meira

Fjöldi íslenskra fjárhunda heimsótti Byggðasafn Skagfirðinga

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson (1906-1979) stóð Byggðasafnið fyrir dagskrá í Glaumbæ sl. fimmtudag í miklu blíðskaparveðri. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans "Dagur íslenska fjárhundsins".
Meira

ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.
Meira

Hretið virðist ekki hafa skaðað æðarvarpið að ráði

Æðarvarpið á Hrauni var gengið í vikunni um leið og fært var eftir hretið sem virtist ekki hafa skaðað að ráði. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson að fuglinn hafi verið spakur og dúnninn ekki blautur umfram venju.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Vel tókst til með Hofsós heim

Bæjarhátíðin Hofsós heim fór fram um síðastliðna helgi og gekk vonum framar. Óhætt er að segja að heldur betur hafi ræst úr veðrinu – sérstaklega þegar horft er til þess að veðrið hefur ekki alveg verið að vinna með íbúum á norðvesturhorni landsins það sem af er sumri.
Meira

Bændur áhyggjufullir í óveðrinu

Veðrið er hreinlega hið leiðinlegasta í dag og svo verður áfram á morgun og væntanlega fimmtudag líka. Á samfélagsmiðlum má sjá margar myndir sem sýna ástandið. Heldur hefur færð skánað í Skagafirði nú eftir hádegið, fleiri vegir greiðfærir en víða hálkublettir eða krap. Öxnadalsheiði er nú greiðfær en krap er á Holtavörðuheiði og norðan 19 m/sek.
Meira

Strandveiðin komin á fullt

Þann 2. maí hófst strandveiðitímabilið en það gefur smábátaeigendum leyfi til að veiða í 48 daga yfir fjóra mánuði sem gera 12 daga í hverjum mánuði. Síðastliðin tvö ár hefur reyndar veiðin verið stöðvuð í byrjun/miðjan júlí og eru strandveiðimenn alls ekki sáttir við það og segja að stöðva þurfi yfirgang stórútgerðarinnar í að sölsa undir sig veiðiheimildir sem ætlaðar hafa verið til að efla hinar dreifðu byggðir. Strandveiðin byrjaði mjög vel og segir á mbl.is að á fyrsta degi lönduðu 402 strand­veiðisjó­menn 336,4 tonn­um á öllu landinu. Þar af voru 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gull­karfa, 4,4 tonn af ufsa, sam­kvæmt gögn­um sem Fiski­stofa gaf út.
Meira

Allt frá sumarkaffi í Árskóla til súpermanna á hestbaki í Sæluvikunni

Sæluvikunni lýkur í dag þó svo enn eigi eftir að frumsýna Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks af ástæðum sem ættu nú að vera flestum kunnar. Einn stærsti viðburður Sælunnar var í gærkvöldi en þá fór Tekið til kostanna fram í Svaðastaðahöllinni þar sem frábær hross og knapar létu ljós sín skína.
Meira

Erum allar ready í alvöru seríu - segir Brynja Líf

Það hefur verið gaman að fylgjast með liði Stólastúlkna í körfunni í vetur og nú spilar liðið til úrslita um sæti í Subway-deildinni að ári. Það er mikil breyting á liðinu frá því árið áður, mörg púsl bættust í hópinn síðasta haust sem Helgi þjálfari hefur náð að sameina í heilsteypta mynd. Eitt lykilpúslið er Brynja Líf Júlíusdóttir, 16 ára stúlka frá Egilsstöðum, sem kom á Krókinn til að spila með liði Tindastóls og stunda nám á náttúruvísindabraut og í körfuboltaakademíu FNV. Hún er ein efnilegasta körfuboltastúlka landsins í sínum árgangi og í síðasta leiknum gegn Snæfelli á dögunum þá gerði hún átta af tíu stigum Tindastóls í framlengingu.
Meira