Ljósmyndavefur

Strandveiðin komin á fullt

Þann 2. maí hófst strandveiðitímabilið en það gefur smábátaeigendum leyfi til að veiða í 48 daga yfir fjóra mánuði sem gera 12 daga í hverjum mánuði. Síðastliðin tvö ár hefur reyndar veiðin verið stöðvuð í byrjun/miðjan júlí og eru strandveiðimenn alls ekki sáttir við það og segja að stöðva þurfi yfirgang stórútgerðarinnar í að sölsa undir sig veiðiheimildir sem ætlaðar hafa verið til að efla hinar dreifðu byggðir. Strandveiðin byrjaði mjög vel og segir á mbl.is að á fyrsta degi lönduðu 402 strand­veiðisjó­menn 336,4 tonn­um á öllu landinu. Þar af voru 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gull­karfa, 4,4 tonn af ufsa, sam­kvæmt gögn­um sem Fiski­stofa gaf út.
Meira

Allt frá sumarkaffi í Árskóla til súpermanna á hestbaki í Sæluvikunni

Sæluvikunni lýkur í dag þó svo enn eigi eftir að frumsýna Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks af ástæðum sem ættu nú að vera flestum kunnar. Einn stærsti viðburður Sælunnar var í gærkvöldi en þá fór Tekið til kostanna fram í Svaðastaðahöllinni þar sem frábær hross og knapar létu ljós sín skína.
Meira

Erum allar ready í alvöru seríu - segir Brynja Líf

Það hefur verið gaman að fylgjast með liði Stólastúlkna í körfunni í vetur og nú spilar liðið til úrslita um sæti í Subway-deildinni að ári. Það er mikil breyting á liðinu frá því árið áður, mörg púsl bættust í hópinn síðasta haust sem Helgi þjálfari hefur náð að sameina í heilsteypta mynd. Eitt lykilpúslið er Brynja Líf Júlíusdóttir, 16 ára stúlka frá Egilsstöðum, sem kom á Krókinn til að spila með liði Tindastóls og stunda nám á náttúruvísindabraut og í körfuboltaakademíu FNV. Hún er ein efnilegasta körfuboltastúlka landsins í sínum árgangi og í síðasta leiknum gegn Snæfelli á dögunum þá gerði hún átta af tíu stigum Tindastóls í framlengingu.
Meira

Vallarsvæðið á Króknum á floti eftir leysingar | Leiknum frestað

Eftir kuldatíð til langs tíma, þar sem hitamælar með plús tölum virtust flestir úreltir, þá skall á með tíu stiga hita og sunnanvindi í dag. Veðurstofan hafði í vikunni birt gula viðvörun fyrir Norðurland þar sem varað var við leysingum. Sú spá gekk eftir og breyttist snjórinn í vatnsflaum. Feykir kíkti í sveitina til að kanna aðstæður en þá brá svo við að snjórinn í Grænuklaufinni á Króknum rann allur út á íþróttasvæðið og útlit fyrir nokkuð tjón.
Meira

Skemmtileg stund og sérlega þjóðleg

Laugardaginn 6. apríl sl. var boðað til mikillar og þjóðlegrar menningarveislu í gamla fjósinu í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu þar sem fram fór viðburðurinn Hrossakjöt og kvæðaraus. Undirritaður var gestur þeirra hjóna, og ferðaþjónustubænda, Freyju Ólafsdóttur og Einars Kolbeinssonar og í stuttu máli sagt var þetta einstaklega skemmtileg stund og sérlega þjóðleg.
Meira

Snjódýpt í Fljótum yfir meter að jafnaði

„Tíðarfarið hefur verið nokkuð óvenjulegt frá 21. mars en allar helgar síðan þá hafa skollið á norðan stórhríðir en lítill snjór var annars þennan vetur,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum en hann sér einnig um skólaakstur í sveitinni. Halldór bætir við að það sé nokkuð óvenjulegt að fá svona mikinn snjó seint og segir að yfirleitt þegar snjóþungt sé í Fljótum hafi sá snjór verið að safnast allan veturinn, oft frá því í október.
Meira

Algjörlega geggjuð Spánarferð fótboltastúlknanna frá Norðurlandi vestra

Úrvalslið Tindastóls, Hvatar og Kormáks (THK) í 3. flokki kvenna fór snilldar æfinga- og keppnisferð til Salou á Spáni nú seinni partinn í mars og tók þar þátt í Costa Daurada Cup. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar stóðu sig með miklum glæsibrag og skiluðu sér í undanúrslit þar sem þær urðu að þola tap gegn liði frá Japan. Þær urðu því að deila 3.-4. sæti með liði sem kallast Bayern Munchen. Feykir plataði einn af liðsstjórum hópsins, Þóreyju Gunnarsdóttur, til að segja frá Spánarferðinni sem hún segir hafa verið algjörlega geggjaða.
Meira

Veturinn mun enda þegar vorið flæðir inn um gluggana

Það var talsverður veðurhvellur sem íbúar á Norðvesturhorninu máttu þola undir lok vikunnar með tilheyrandi ófærð og veseni. Dagurinn í dag var hins vegar hinn fallegasti þó kalt væri og næstu daga verður boðið upp á meiri kulda og norðanátt en allt útlit er þó fyrir skaplegt veður að öðru leiti.
Meira

Alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla

Feykir rakst á skemmtilegar myndir frá heimsókn yngstu nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd í hesthús til Fjólu kennara í byrjun árs. „Það var ansi glatt á hjalla bæði hjá nemendum og fjórfætlingum,“ segir í frétt á vef skólans og svo segir; „Það er þakkarvert þegar hestaeigendur eru tilbúnir að taka á móti börnum og leyfa þeim að njóta nálægðar við dýrin.“
Meira

„Draumadróninn verður sá sem ég get setið í sjálfur“

Það má sennilega fullyrða að gamla góða myndavélin, jafnvel þó hún hafi öðlast stafrænar víddir, eigi dálítið undir högg að sækja þessi misserin. Ástæður þess eru að sjálfsögðu snjallsímarnir sem alltaf verða magnaðri myndavélar og síðan drónarnir sem hafa gefið ljósmyndurum alveg nýja vinkla á myndefnið og ótal aðra skemmtilega möguleika til að fanga viðfangsefnin. Einn þeirra sem hafa tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi í þessum geira er Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi með svo ótal mörgu fleiru, á Molastöðum í Fljótum.
Meira