Ljósmyndavefur

Alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla

Feykir rakst á skemmtilegar myndir frá heimsókn yngstu nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd í hesthús til Fjólu kennara í byrjun árs. „Það var ansi glatt á hjalla bæði hjá nemendum og fjórfætlingum,“ segir í frétt á vef skólans og svo segir; „Það er þakkarvert þegar hestaeigendur eru tilbúnir að taka á móti börnum og leyfa þeim að njóta nálægðar við dýrin.“
Meira

„Draumadróninn verður sá sem ég get setið í sjálfur“

Það má sennilega fullyrða að gamla góða myndavélin, jafnvel þó hún hafi öðlast stafrænar víddir, eigi dálítið undir högg að sækja þessi misserin. Ástæður þess eru að sjálfsögðu snjallsímarnir sem alltaf verða magnaðri myndavélar og síðan drónarnir sem hafa gefið ljósmyndurum alveg nýja vinkla á myndefnið og ótal aðra skemmtilega möguleika til að fanga viðfangsefnin. Einn þeirra sem hafa tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi í þessum geira er Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi með svo ótal mörgu fleiru, á Molastöðum í Fljótum.
Meira

Jólaljós í Varmahlíð

Sumum finnst ekki vera jól nema jörð sé hvít og sindrandi jólaljósin lýsi upp umhverfið og slái hlýjum ævintýraljóma inn í svartamyrkur dimmasta skammdegisins. Það voru því ýmsir sem glöddust í gærkvöldi þegar það byrjaði að snjóa.
Meira

Tilefni til frekari rannsókna á Hóli

„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær símtal um að mannabein hafi komið í ljós við framkvæmdir þótt vissulega gerist það annað slagið. Það kom því verulega á óvart þegar starfsmenn RARIK tilkynntu um fund mannabeina á Hóli í Sæmundarhlíð,“ segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, þegar Feykir innir hann eftir beinafundi við bæinn Hól í Sæmundarhlíð sem Feykir.is sagði fyrst frá í ágúst. Guðmundur segir að beinin hafi fundist í grunnum skurði þegar verið var að leggja nýja heimtaug að bænum.
Meira

Snilldarleikur Stólastúlkna í stórsigri á ÍBV

Það varð ánægjuleg fótboltaveisla sem Norðvestlendingum var boðið upp í dag en mikilvægir leikir fóru fram bæði á Blönduósi og á Króknum. Stólastúlkur voru ekki öruggar með sæti sitt í Bestu deild kvenna fyrir leik sinn í dag en þær stóðu þó best að vígi af þeim þremur liðum sem enn voru í fallhættu. Þegar til kom þá hefði Donni þjálfari ekki einu sinni geta látið sig dreyma um aðra eins snilldar frammistöðu og hann, og aðrir sem fylgdust með leiknum, urðu vitni að. Það voru allir að rifna úr stolti í stúkunni yfir spilamennsku liðsins og áræðni. Lokatölur í baráttuleik um sæti í Bestu deildinni? Jú, 7-2.
Meira

Staldrað við í Staðarbjargavík

Nú í vikunni var fundað um hugmyndir að hönnun á aðgengi að Staðarbjargavík sem er staðsett í fjörunni við Hofsós. Í Staðarbjargavík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargavík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.
Meira

Dagurinn var ein stór gleðisprengja

Síðastliðinn fimmtudag var í fyrsta skipti haldið Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Sauðárkróki. Það var hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem héldu utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín.
Meira

Norðvesturúrvalið í góðum málum í 2. flokki kvenna

Það var spilaður fótbolti á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Norðvesturúrvalið (Tindastóll Sauðárkróki, Kormákur Hvammstanga, Hvöt Blönduósi og Fram Skagaströnd) tók á móti liði Aftureldingar, toppliði B-riðils í 2. flokki kvenna. Lið NV stendur vel að vígi í riðlinum því það hefur tapað fæstum stigum liðanna en á eftir að spila nokkra frestaða leiki. Stelpurnar okkar höfðu talsverða yfirburði í leiknum sem þó var spennandi því þrátt fyrir mýmörg tækifæri gekk brösuglega að koma boltanum framhjá sprækum markverði gestanna. Lokatölur engu að síður 4-2 sigur.
Meira

Um 500 manns mættu á Stórhól í afmæli Beint frá býli

Nú á sunnudaginn var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á sex stöðum á landinu. Hér á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í gamla góða Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ellefu framleiðendur mættu þar til leiks frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Meira

„Dýrin vekja alltaf mikla lukku hjá börnunum“

„Sveitasælan má segja að hafi gengið vonum framar þar sem farið var í seinna lagi af stað með undirbúning. En það voru um 30 sýnendur sem mættu til okkar sem ég tel fínt start aftur eftir fjögur ár í dvala,“ segir Sigurlína Erla Magnúsdóttir, formaður Flugu og annar verkefnastjóra Sveitasælunnar sem fram fór í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gær, og vísar þar í Covid-pásuna.
Meira