Út er komin falleg bók til að heiðra minningu Gyðu Jónsdóttur. Gyða fæddist á Sauðárkróki 4. ágúst árið 1924. Foreldrar hennar voru Geirlaug Jóhannesdóttir og Jón Þorbjargarson Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki en hann var frá Veðramótum á Skörðum, af hinni kunnu Veðramótaætt. Það er Stefán S. Guðjónsson tengdasonur Gyðu sem stendur að útgáfu bókarinnar.
Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Jóna - atkvæði og ambögur eftir Jón Ingvar Jónsson í samantekt og ritstjórn Símonar Jóns Jóhannssonar. Jón Ingvar var fæddur á Akureyri árið 1957 og ólst þar upp en lést langt fyrir aldur fram árið 2022. Hann var sonur Jóns Hafsteins Jónssonar stærðfræðikennari og Soffíu Guðmundsdóttur tónlistarkennari. Jón Ingvar hóf sína skólagöngu á Akureyri fimm ára gamall en veturinn 1965 – 1966 bjó hann hjá föðurbróður sínum Ingvari Gýgjari og Sigþrúði konu hans á Gýgjarhóli í Skagafirði og gekk þar í barnaskóla.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það var árið 1980 sem Þú og ég komu allri íslensku þjóðinni í hátíðarskap með því að syngja um að komast í hátíðarskap – „...ryksugan á gólfinu en brátt skal húsið skreytt!“ Dúettinn Þú og ég var feikivinsæll á þessum árum, skipaður Jóhanni Helgasyni og auðvitað Helgu Möller. Helga var síðan í Icy-flokknum með Eiríki Hauks og Pálma Gunn sem flutti fyrsta Eurovision-framlag Íslands, sjálfan Gleðibankann, í Bergen 1986. Þá má geta þess að Helga hefur sungið ófá lögin með Geirmundi Valtýs, lög á borð við Ort í sandinn, Þúsund kossar, Hvort ég vaki eða sefog Ég hef bara áhuga á þér. JólaFeykir náði að plata Helgu í að svara Jóla-Tón-lystinni sem hún gerði á methraða að sjálfsögðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.