Hvar eru tækifærin fyrir Norðurland?

Á ferðalagi. MYND: ÓAB
Á ferðalagi. MYND: ÓAB

Nýverið kom út skýrsla sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskólann á Hólum, fyrir Markaðsstofu Norðurlands um markaðssetningu áfangastaðarins Norðurland, en gerð skýrslunnar var m.a. styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem eitt af átaksverkefnum 2018-2019. Með skýrslunni er áætlað að geta betur stigið næstu skref í markaðssetningu landshlutans i takt við áherslur áfangastaðaáætlunar og flokkun mögulegra gesta úr markaðsgreiningu Íslandsstofu. 

Í frétt á vef SSNV segir að skýrslan skiptist í þrjá megin hluta;  Markaðssetning ferðaþjónustufyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi, Ferðavenjur og viðhorf erlendra ferðamanna á Norðurlandi og Ummæli ferðamanna á Instagram, TripAdvisor og Facebook.

Sjá nánar á síðu SSNV >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir