Fréttir

BIFRÖST 100 ÁRA | Dansað í kringum jólatréð á jólaskemmtun Kvenfélagsins

Margeir Friðriksson, fjármálastjóri Skagafjarðar og bassaleikari, segir tengsl sínvið Félagsheimilið Bifröst hafa verið nokkur í gegnum árin. „Annars vegar hef ég verið njótandi og hins vegar hef ég verið þátttakandi í ýmsum viðburðum, s.s. spila á dansleikjum, undirleikur í sýningum Leikfélags Sauðárkróks, tónleikahald og eitthvað smálegt annað.“
Meira

Svona er lífið

Blaðamaður Feykis setti sig í samband við sr. Karl V. Matthíasson sem hefur starfað sem prestur í afleysingu í Húnavatns- og Skagafjarðarprestakalli síðan í febrúar á þessu ári. Fyrsta spjallið sem við áttum var um æðruleysismessu sem þá var framundan hjá Karli, næst hittumst við til viðtals og í þriðja sinnið til þess að taka myndirnar sem hér fylgja. Það þarf ekki að spjalla lengi við Karl til að finna að hér er á ferðinni einstakur maður. Karl hefur nærveru sem ekki er hægt að lýsa í orðum. Mótaður af lífsreynslu og sögu sem grætti blaðamann oftar en einu sinni í okkar spjalli. Karl tekur kúnstpásur þegar talað er við hann, jafnvel í miðri setningu, og vitnar í æðri mátt svo stundum veit maður kannski ekki alveg hvert maðurinn er að fara.
Meira

Átti viku eftir úrslitakeppnina

Brynja Sif Harðardóttir er 27 ára Skagfirðingur sem býr með Hannesi Inga Mássyni og eiga þau saman tvo stráka þá Óliver Mána, næstum fimm ára, og Manúel Jóa, sem fæddist viku eftir úrslitakeppnina í vor. Brynja Sif er dóttir Harðar Knútssonar og Ragnheiðar Rúnarsdóttur. Hún er með BA gráðu í miðlun og almannatengslum og er líkt og hinar dömurnar í fæðingarorlofi þessa dagana.
Meira

Græni Salurinn í Bifröst í kvöld

Tónleikarnir Græni Salurinn fara fram laugardagskvöldið 27.desember og hefjast kl 19:30 en húsið verður opnað gestum  kl 19:00. Níu hljómsveitir stíga á stokk, skagfieskt tónlistarfólk sem stefnir á að skemmta sér og gestum i Bifröst - og skapa Græna Sals fíling - eins og Sigurlaug Vordís sagði þegar Feykir spurðst fyrir um sjóið.
Meira

BIFRÖST 100 ÁRA | Ægir bauð mömmu sinni á „hálfgerða“ hrollvekju

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson myndmenntakennari og fjöllistamaður hefur verið með annan fótinn í Bifröst í áratugi. „Tenging mín við Bifröst eru bíómyndirnar, leikritin og svo tónleikarnir. Í fyrstu sótti ég Bifröst vegna bíósins sem var reglulega kl.16 á sunnudögum,“ segir Ægir.
Meira

Stjörnukokkurinn Kristinn Gísli með pop-up á SAUÐÁ 27. desember

Veitingastaðurinn SAUÐÁ á Sauðárkróki stendur fyrir Pop up-viðburði laugardaginn 27. desember þegar matreiðslumaðurinn Kristinn Gísli Jónsson snýr heim í fjörðinn og tekur yfir eldhúsið um kvöldið. Kristinn Gísli mun bjóða gestum upp á fjögurra rétta matseðil þar sem áhersla er lögð á hreint bragð, góð hráefni og nútímalega framsetningu. Kvöldið hefst á bleikju borinni fram með skyri, yuzu og vorlauk. Að því loknu er þorskur með vin jaune sósu, pimento d’espelette og lauk.
Meira

Þakklát fyrir gott bakland

Bríet Guðmundsdóttir er í sambúð með Ísaki Óla Traustasyni sem er partur af þjálfarateyminu. Bríet er dóttir hjónanna Guðbjargar og Guðmundar, eða Guggu og Binna eins og þau eru oftast kölluð. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Bríet og Ísak eiga tvö börn þau Maron Helga, þriggja ára, og Ínu Björgu, sjö mánaða. Áður en hún fór í fæðingarorlof var hún að vinna sem stuðningsfulltrúi í Árskóla. Eftir stúdentspróf frá FNV fór hún í Hússtjórnarskólann í Reykjavík og eftir það lærði hún ljósmyndun í Tækniskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2020. „Ég hef gaman af því að taka myndir, alls konar útivist, gönguferðum, fjallgöngum, fara út að hlaupa og fara á skíði svo eitthvað sé nefnt. En svo þarf ég að fara að dusta rykið af handavinnunni, hún hefur setið á hakanum síðustu ár,“ segir Bríet.
Meira

„Ég er ánægð að hafa upplifað ár sem var fullt af fallegum atburðum“ | KATRĪNA GEKA

Síðasti nýbúinn sem Feykir ræðir við um jólin og árið sem er að líða er Katrīna Geka. „Ég gegni mörgum hlutverkum í lífinu, þar á meðal móðir fallegs drengs, eiginkona yndislegs manns og sjálfstætt starfandi lífsstílsblaðamaður. Ég og fjölskylda mín búum nú á Sauðárkróki,“ segir Katrīna hún er gift David Geks körfuboltamanni með liði Tindastóls en hann varð einmitt íslenskur ríkisborgari á árinu.
Meira

„Rödd þín er öflug, svo ekki gleyma henni“ | GRETA CLOUGH

Þá er komið að því að fræðast um jólin og árið hjá Gretu Clough en hún er bandarísk að upplagi en býr nú á Hvammstanga ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Líndal, og börnum þeirra. Greta er listrænn stjórnandi hjá Handbendi brúðuleikhúsi, leikhúslistamaður og brúðuleikari. Hún verður heima á Hvammstanga um jólin og fær góða gesti í heimsókn.
Meira

Bifröst: Sæluhús æskunnar | Sölvi Sveinsson skrifar

Óhætt er að fullyrða að Bifröst var frá upphafi það sem nú er kallað ,,fjölnota hús". Ungmennafélagið Tindastóll stóð fyrir byggingu hússins sem hófst 1924 og það var tekið í notkun árið eftir. Pálmi Pétursson, K.G. og Sigurgeir Daníelsson, kaupmenn á Króknum, lögðu fram fé, en húsið var síðan reist í sjálfboðavinnu að mestu og mun Páll Jónsson trésmiður hafa stýrt verkinu. Kaupmenn-irnir gáfu síðan félaginu hlutaféð.
Meira