Stólastúlkur komnar í undanúrslit í VÍS bikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
10.01.2026
kl. 22.14
Lið Tindastóls og KR mættust fyrr í kvöld í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu á Sauðárkróki. Reiknað var með hörkuleik en lengstum var það nú ekki raunin því heimastúlkur sýndu hreint frábæran leik ... allt þar til átta mínútur voru eftir þegar gestirnir náðu 20-0 kafla á sex mínútum og minnkuðu muninn í eitt stig. Þá var nú alveg ágætt að vera með eitt stykki Maddie Sutton í sínu liði og hún sá til þess að sigurinn var Tindastóls og tryggði Stólastúlkur í fyrsta sinn í undanúrslit í bikarnum. Lokatölur 72-68.
Meira
