Fréttir

Þrjú smit til viðbótar á Króknum

Greint er frá því á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að þrír hafi greinst jákvæðir með covid-19 smit í gær á Sauðárkróki og hafa því alls 14 aðilar greinst frá því fyrir helgi. Þrettán eru í einangrun á Króknum en einn tekur einangrunina út utan svæðisins.
Meira

Mörgum verður starsýnt á A

Árrisulir Króksarar voru margir hverjir steinhissa og nudduðu stírurnar extra vel þegar þeim varð litið til hafs í morgun. Rétt undan strandlengjunni dólaði ei stærsta snekkja heims eins og sagt var frá hér á Feyki.is fyrr í morgun. Snekkja þessi hefur undanfarnar vikur heimsótt Eyjafjörð og Siglufjörð og hvarvetna vakið mikla athygli – enda engin smásmíði og hönnunin einstök.
Meira

Vagga körfuboltans á Króknum rifin – hvert fóru silfurskotturnar?

Nú þegar leikfimisalurinn gamli við Barnaskólann á Freyjugötu á Sauðárkróki, oft kallaður Litli salurinn, hefur verið rifinn hefur skapast ágæt umræða um salinn á samfélagsmiðlum. Ljóst er að hann vekur upp misjafnar minningar hjá þeim sem þar stunduðu leikfimi og íþróttir í gegnum tíðina. Sumir eru leiðir yfir því að þessi vagga körfuboltans á Króknum hafi verið rifin án þess að nokkur hafi hreyft mótbárum og aðrir nánast fegnir að þessi salur, sem lifir í martröðum þeirra enn í dag, sé horfinn fyrir fullt og allt.
Meira

Arnar HU 1 landaði rúmum 532 tonnum

Í síðustu viku voru það hvorki meira né minna en 45 bátar sem voru á veiðum á Norðurlandi vestra og er greinilegt að strandveiðarnar eru byrjaðar.
Meira

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Ákvörðunin er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.
Meira

„Ég óska engum þessa viðbjóðs sem ég er með,“ segir Pétur Ingi Björnsson sem var með þeim fyrstu sem greindust með Covid-19 fyrir helgi

Einn af þeim fyrstu sem greindust með Covid í hópsmitinu sem kom upp á Sauðárkróki fyrir helgi er Pétur Ingi Björnsson og situr hann í einangrun á efri hæð íbúðar sinnar í Raftahlíðinni ásamt syni sínum Fannari. Á neðri hæðinni eru svo Regína, kona hans og börn þeirra tvö Birgitta og Sigurbjörn í sóttkví. Pétur segir þetta fyrirkomulag hafa gengið áfallalaust en öllum leiðist í þessu ástandi.
Meira

142 metra löng snekkja í Skagafirði

Þeir sem litu yfir fjörðinn fagra í morgunsárið í dag urðu ekki fyrir vonbrigðum því inn fjörðinn sigldi ein stærsta snekkja heims. Það er viðskipta­jöf­urinn And­rey Melnit­sén­kó sem er eigandi skútunnar og er Melnit­sén­kó sagður vera, sam­kvæmt viðskipta­rit­inu For­bes, 95. rík­asti maður heims og í sjö­unda sæti yfir auðug­ustu Rúss­ana.
Meira

Uppskriftarbók Öbbu komin á Karolinafund

„Hvað get ég sagt annað en það hvað ég er þakklát! Söfnunarsíðan fyrir bókinni er komin í loftið, án ykkar hefði ég aldrei farið af stað með þetta verkefni mitt,“ skrifar Fjóla Sigríður Stefánsdóttir á Fésbókarsíðu sína en hún stefnir á að gefa út matreiðslubók með uppskriftum móður sinnar, Aðalbjargar Vagnsdóttur eða Öbbu eins og allir kölluðu hana. Þær mæðgur bjuggu á Sauðárkróki en Fjóla Sigríður býr nú í Kópavogi en Abba lést þann 28. október síðastliðin eftir erfið veikindi.
Meira

Tveir til viðbótar greindust með Covid á Sauðárkróki

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu kemur fram að tvö ný Covit-19 smit hafi greinst á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þar með er fjöldi smitaðra í bænum kominn upp í ellefu.
Meira

Almannavarnir gáfu grænt ljós á leikinn

Talsverðar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í kjölfar körfuboltaleiksins sem fram fór í Síkinu síðastliðið mánuudagskvöld. Voru margir hneykslaðir, sárir og svekktir og sumir jafnvel reiðir yfir því að leikurinn hafi farið fram þrátt fyrir að samfélagið í Skagafirði væri hálf lamað og í lás sökum Covid-19 hópsmits. Fólki fannst þetta óábyrgt og beindist ergelsið að KKÍ og jafnvel Tindastól. Samkvæmt upplýsingum Feykis var ákvörðun um að leikurinn færi fram tekin í samráði við Almannavarnir daginn fyrir leik og var allra mögulegra varúðarráðstafana gætt.
Meira