Fréttir

Að sjá eitthvað fullskapað er ótrúlega skemmtilegt

Hrútafjarðarkonan Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, eða Haddý á Hvalshöfða, sagði lesendum Feykis frá handavinnuferli sínum í 15. tbl. Feykis árið 2018. Haddý segist ekki hafa verið áhugasöm um handavinnu í barnæsku og dáist að þrautseigju handavinnukennarans sem hún hafði á grunnskólaárunum. Nú er öldin önnur og nú þykir henni afskaplega notalegt að grípa í prjónana að loknu dagsverki.
Meira

Tók ástfóstri við Fernando Torres í æsku - Liðið mitt … Snæbjört Pálsdóttir FC Liverpool

Þátturinn Liðið mitt hefur verið ansi dapur þetta árið sem einkennist af áhuga-, eða framtaksleysi þátttakenda. Aðeins einn þáttur hefur birst en sá sem skorað var á svaraði aldrei. Til að koma þættinum af stað aftur ákvað þáttarstjórnandi að senda hann ekki langt og taldi sig þar með öruggan um að svör bærust fyrir þetta blað. Ég vona að lesendur fyrirgefi það. Það er sem sagt fv. varnartrukkurinn í Tindastól Snæbjört Pálsdóttir sem svarar Liðinu mínu. Snæbjört, sem starfar sem fulltrúi í tjónaþjónustu VÍS, býr núna fyrir sunnan en segist þó alltaf vera með annan fótinn á Króknum.
Meira

Tess mögnuð í sigri á Njarðvíkingum

Tindastóll og Njarðvík mættust í hörkuleik í Síkinu í dag í þriðju umferð 1. deildar kvenna. Liði gestanna var spáð sigri í deildinni af spekingum fyrir mót og því alvöru prófraun fyrir lið Tindastóls sem hafði unnið einn leik en tapað öðrum það sem af var móti. Góð byrjun skóp um tíu stiga forystu sem gestunum gekk illa að vinna upp og Stólastelpur náðu að landa sætum sigri eftir harða atlögu gestanna í lokafjórðungnum. Lokatölur 60-52.
Meira

Nýtt fjós í Hjaltadal

Fjöldi fólks heimsótti bæinn Skúfsstaði í Hjaltadal sl. sunnudag þegar bændurnir þar, Þorsteinn Axelsson og Jóhanna Bjarney Einarsdóttir, buðu gestum og gangandi að þiggja veitingar og skoða nýtt fjós sem þau eru að taka í notkun.
Meira

Gúllassúpa með focaccia brauði

Sólborg Indíana Guðjónsdóttir var matgæðingur Feykis í 40. tbl. 2017: „Ég ólst upp í firðinum fagra og á mikla tengingu þangað. Í dag eyði ég nær öllum mínum frítíma þar. Matur hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og hef alltaf borðað vel. Bestu stundir lifsins eru líklega tengdar mat af einhverju leyti. Margar sögur eru til af mér í eldhúsinu og standa tvær líklega upp úr. Önnur fjallar um það þegar ég sauð upp af kartöflunum og brenndi þær. Hin er þegar ég bauð systur minni, sem er kokkur, í mat og hafði pakkapasta,“ segir skagfirski matgæðingurinn Sólborg Indíana. Hún gefur okkur uppskrift af gúllassúpu sem hún segir að hafi verið elduð oft á hennar heimili við ýmis tilefni. „Hún er einföld og bragðgóð. Ég fékk uppskriftina í upphafi af Eldhússögum. Ég hef ég lika oft Focaccia brauð með, sem einfalt í bakstri,“ segir Sólborg.
Meira

Við erum tungan - Áskorandapenninn - Jón Freyr Gíslason Staðarbakka Miðfirði

„Er þetta bodyguardinn þinn?“ - „Haa! hvað er það?“ - „Æjj þú veist...bodyguard.“ Þetta samtal ungra bræðra sem ég heyrði um daginn fékk mig til að velta vöngum. Velta vöngum yfir því hvaða framtíð bíður móðurmáls okkar, tungumálsins sem Íslendingar hafa verið ötulir við að nota í aldanna rás, ef orð á borð við lífvörður komst ekki inn í orðaforða níu ára drengs árið 2019 þegar enska orðið fór beint inn.
Meira

Murielle og Jackie verða áfram á Króknum

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Knattspyrnudeild Tindastóls samið við þær stöllur, Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, um að leika áfram með liði Tindastóls í 1. deildinni næsta sumar. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Tindastól en þær voru báðar frábærar nú í sumar og það verður spennandi að fylgjast með Stólastúlkum næsta sumar.
Meira

GG blús á Bjarmanesi í kvöld

Í kvöld klukkan 22:00 heldur dúettinn GG blús tónleika í Bjarmanesi á Skagaströnd. Blúsdúettinn er frá Álftanesi og samanstendur af tveimur Guðmundum, annar spilar á gítar og hinn á trommur. Þeir nafnar hafa marga fjöruna sopið. Guðmundur Jónsson var t.d. í Sálinni hans Jóns míns og Janus, og Guðmundur Gunnlaugsson spilaði með Centaur, Sixties og fleirum.
Meira

Kaldavatnslaust á Blönduósi

Lokað verður fyrir kalda vatnið vestan við Blöndu frá klukkan 13:00 í dag vegna tenginga á stofnlögn vatnsveitu Blönduóss. Á vef sveitarfélagsins segir að stefnt sé að því að lokunin vari að hámarki í tvær til þrjár klukkustundir. Notendur vatnsveitunnar vestan Blöndu munu því verða kaldavatnslausir á meðan viðgerð stendur yfir.
Meira

Vonar að íbúar verði duglegir að mæta og taka þátt í endurskoðun aðalskipulags Svf. Skagafjarðar

Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur hafið vinnu við endurskoðun á gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins. Að sögn Einars Einarssonar, formanns skipulags- og byggingarnefndar, er ætlunin að verkið taki um það bil eitt ár frá því nú og að nýja skipulagið muni gilda frá 2021 til 2034.
Meira