Fréttir

Sögu- og pizzukvöld á Sólgörðum í Fljótum

Sögu- og pizzukvöld verður haldið á Sólgörðum í Fljótum annað kvöld, föstudaginn 22. febrúar. Þetta er þriðja sögukvöldið sem haldið er á Sólgörðum í vetur. Að þessu sinni ætlar Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, kennari og frásögukona á Hofsósi, að segja magnaðar draugasögur úr Fljótum en eitthvað mun vera um magnaða drauga á þeim slóðum, s.s. Þorgeirsbola og Barðsgátt. Sagnastundin hefst kl. 19:30.
Meira

Varað við holum í vegum

Vegagerðin vekur athygli á því að nú er sá tími ársins samhliða tíðarfari sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að þegar þíða komi í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar séu aukist hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.
Meira

Kynningarfundur vegna móttöku flóttamanna

Mánudaginn 25. febrúar er boðað til kynningarfundar á Blönduósi vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst hann klukkan 20:00.
Meira

Öruggur sigur Stólanna í æfingaleik gegn Sköllum

Tindastóll og Skallagrímur mættust í laufléttum æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi. Bæði lið voru í þörf fyrir að stilla strengina fyrir lokaumferðirnar í Dominos-deildinni en lið Tindastóls hefur, eins og minnst hefur verið á, ekki verið að fara á kostum að undanförnu. Borgnesinar eru aftur á móti í bullandi fallbaráttu. Leikurinn var ágæt skemmtun en lið Tindastóls vann ansi öruggan sigur, 73-64, þar sem Dino Butorac glansaði.
Meira

Hvað er ÚTÓN? Hvað er STEF?

Föstudaginn 1. mars munu STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri í menningarhúsinu Hofi. Fjallað verður um starfsemi þessara fyrirtækja, hverskonar verkefni eru í gangi yfir árið og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir tónlistarfólk.
Meira

Enn meira af Rabbi og Tón-lyst

Síðustu vikuna hefur verið dritað inn á Feykir.is Rabb-a-babbi og Tón-lyst frá síðasta ári sem ku hafa verið númer 2018 í röðinni frá fæðingu Jesú Krists. Vonandi gleður það einhverja lesendur að geta kíkt ofan í kjölinn á nokkrum sérvöldum Norðvestlendingum.
Meira

Vilja ekki 20 metra há rafmagnsmöstur í garðinn sinn

Í Feyki, sem kom út í dag, er viðtal við Heiðrúnu Ósk Eymundsdóttur sem býr í Saurbæ í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Sagafirði. Þar rekur hún áhyggjur sínar gagnvart fyrirhugaðri leið Blöndulínu 3 sem samkvæmt nýjustu uppdráttum liggur rétt við íbúðar- og útihús á jörðinni og nánast yfir Systrasel, frístundahús sem staðsett er skammt frá bænum. Hún vill að farið verði hægt í sakirnar með ákvörðun línulagnarinnar og vill að skoðað verði betur að leggja línuna í jörð.
Meira

Félagsvist á Hofsósi á morgun

Þau leiðu mistök urðu við gerð Sjónhornsins, auglýsingabæklings Nýprents, að ein smáauglýsing gleymdist um félagsvist á Hofsósi en spilað verður á morgun fimmtudag.
Meira

Æfingaleikur í Síkinu í kvöld

Körfuboltaaðdáendur þurfa ekki að bíða lengur eftir að komast á leik því Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn í æfingaleik í kvöld. P. J. Alawoya er kominn aftur til liðsins en hann átti ágætt tímabil í fjarveri Urald King fyrir áramót. Helgi Freyr Margeirsson, aðstoðarþjálfari, segist vonast til þess að leikurinn verði forsmekkurinn á nýju upphafi, ef svo megi að orði komast, þar sem liðið er að sigla inní lokaátökin í Dominosdeildinni áður en Úrslitakeppnin hefst.
Meira

Úthlutun úr Fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar

Sveitarfélög sem tóku þátt í forvali Fjarskiptasjóðs vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt hafa fengið tilboð um samtals 450 milljón króna styrki vegna ársins 2019, ásamt vilyrði um frekari styrki vegna áranna 2020 og 2021 eftir atvikum, með fyrirvara um fjárlög. Fjórtán sveitarfélög eiga nú jafnframt kost á sérstökum byggðastyrk, samtals 150 milljónum króna og fá Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður tíu milljónir hvort í sinn hlut.
Meira