Fréttir

Húnavakan er eins og Volvo

Sara Lind Kristjánsdóttir býr ásamt Kristófer Loga syni sínum á Melabraut á Blönduósi. „Fluttum þangað í nóvember á síðasta ári. Annars er ég með annan fótinn á Hvammstanga þar sem Logi kærasti minn býr ásamt börnunum hans, Herdísi Erlu og Ými Andra. Ég starfa sem félagsmálastjóri Austur-Húnavatnssýslu og hef gert síðan í ágúst 2016,“ segir Sara Lind.
Meira

Signý í Landsbankanum á Skagaströnd ætlaði varla að þekkja sjálfa sig

Landsbankinn á Skagaströnd er fluttur úr Höfða yfir í Túnbraut 1-3. Við tiltektina í gamla útibúinu fann Signý Ó. Richter, þjónustustjóri bankans, gamla mynd af sér. „Ég ætlað varla að þekkja mig á myndinni,“ segir Signý og hlær dátt. Til gamans ákvað hún að taka aðra mynd á sama stað, um 30 árum síðar. Svona líður tíminn…
Meira

Húnabyggð auglýsir eftir forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands

Húnabyggð auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Húnabyggðar fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands. Þau verkefni sem eru á forgangslista sveitarfélagsins fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust segir á heimasíðu Húnabyggðar.
Meira

„Við erum allar þarna af sömu ástæðu, við elskum að spila fótbolta“

Það er alltaf nóg af fótbolta hjá Elísu Bríeti Björnsdóttur, 16 ára leikmanns Tindastóls í Bestu deildinni. Hún hefur verið einn af lykilleikmönnum Stólastúlkna í sumar sem og jafnaldra hennar, Birgitta Rún, báðar frá Skagaströnd, en þær hafa átt fast sæti í byrjunarliði Tindastóls og staðið sig hetjulega. Nú á dögunum fór Elísa Bríet með U16 landsliði Íslands á Norðurlandamót U16 kvenna sem fram fór í Finnlandi í byrjun júlí.
Meira

Fjólublátt litarefni framleitt á Skagaströnd

Húnahornið segir af því að í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni hafi verið sagt frá framleiðslu á litarefni í rannsóknarstofu Biopol á Skagaströnd. Þar er fullur ísskápur af bakteríum, nánar tiltekið bakteríunni Janthinobacterium lividum en við hana hafa vísindamenn nostrað í rannsóknarstofu Biopol undanfarin tvö ár.
Meira

Stólarnir í átta liða úrslit Fótbolta.net bikarsins

Það var boðið upp á hörkuleik á Króknum í gær þegar lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í KH í Fótbolti.net bikarnum þar sem neðri deildar lið mætast. Stólar og KH leika bæði í 4. deildinni en bæði lið léku ágætan fótbolta í gær. Það voru hins vegar heimamenn sem höfðu betur eftir mjög fjörugan síðasta hálftíma leiksins og lokatölur 2-1.
Meira

Einn örn og nýtt vallarmet á gulum teigum sett á fimmta móti Esju mótaraðarinnar

Í gær fór fram fimmta mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli í frábæru veðri þar sem 41 þátttakandi voru skráðir til leiks, 30 í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Margir sýndu góða takta og voru t.d. 26 fuglar settir niður, 23 í karlaflokki og 3 í kvennaflokki, og reyndust holur 1, 6 og 7 vera þær holur sem flestir fuglar náðust á.
Meira

Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.
Meira

Tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu

Hendur stóðu fram úr ermum í Húnabyggð í gær þegar tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu, voru málaðar í regnbogalitunum, en þá sannaðist að margar hendur vinna létt verk. „Við fögnum fjölbreytileikanum í Húnabyggð,“ sagði í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins.
Meira

Er ekki sú síðasta alltaf eftirminnilegust?

„Já, það var glatað að það skyldi klikka,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, Blönduósingur, lögreglumaður og knattspyrnu-alt-muligt-mand, þegar Feykir nefnir við hann að það sé enginn fótboltaleikur hjá Kormáki/Hvöt á Blönduósi þessa Húnavökuna.
Meira