Fréttir

Íbúafundur vegna deiliskipulagstillögu fyrir „Skógargötureitinn“

Skipulagsnefnd Skagafjarðar boðar til íbúafundar föstudaginn 25. október nk. kl.16-17 í Ljósheimum í Skagafirði vegna deiliskipulagstillögu fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki.
Meira

Birkimelur í Varmahlíð, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum. Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar lausar lóðir við Birkimel.
Meira

Ólafur Adolfsson skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fkom saman í Borgarnesi í dag og var framboðslisti flokksins samþykktur einróma segir í frétt á vefsíðu flokksins. Ljóst var að breytingar yrðu á oddvitasæti flokksins þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað að færa sig í Kragann. Ólafur Adolfsson og Teitur Björn Einarsson höfðu báðir sóst eftir efsta sæti listans en Teitur Björn ákvað í morgun að sækjast eftir öðru sæti listans. Ólafur var því sjálfkjörinn í efsta sætið.
Meira

Stólarnir spila í VÍS bikarnum á Skaganum annað kvöld

Karlalið Tindastóls spilar í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins mánudaginn 21. október og er mótherjinn lið ÍA og fer leikurinn fram á Skipaskaga. Þetta ætti að vera mátulegur kvöldrúntur fyrir stuðningsmenn Stólanna á höfuðborgarsvæðinu að skjótast upp á Akranes enda frítt í göngin báðar leiðir...
Meira

Húnvetnskur bóndi fluttur suður með sjúkraflugi í kjölfar vinnuslyss

Sagt var frá því í fjölmiðlum í dag að bóndi í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur til aðhlynn­ing­ar eft­ir að hafa orðið fyr­ir efna­bruna eft­ir stíflu­eyði. Mbl.is segir að slysið hafi átt sér stað fyr­ir utan sveita­bæ bónd­ans, ekki langt frá Skaga­strönd, fyr­ir há­degi í dag.
Meira

Útgáfufagnaður í Eymundsson vegna nýrrar bókar Magnúsar á Sveinsstöðum

Öxin, Agnes og Friðrik. Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál nefnist ný bók eftir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum. Í tilefni af útkomu bókarinnar er boðið til útgáfufagnaðar mánudaginn 21. október í versluninni Eymundsson í Austurstræti í Reykjavík og hefst fögnuðurinn stundvíslega kl. 17 þar sem allir eru velkomnir.
Meira

GDRN og Vignir Snær mættu í Grunnskólann austan Vatna

Feykir sagði frá því í síðustu viku að skólarnir á Hvammstanga og Hofsósi hefðu komist í úrslit í Málæði, verkefni sem List fyrir alla stendur að í félagi við Bubba Morthens með það að markmiði að fá skólabörn til að semja lög og texta á íslensku. Krakkarnir á unglingastii Grunnskólans austan Vatna fékk góða gesti í heimsókn í skólann á þriðjudaginn vegna þessa.
Meira

Vonskuveður gengur yfir landið

Veðurstofan varar við vonskuveðri á landinu í dag en djúp lægð gengur yfir landið. Verst virðist þó veðrið eiga að vera á sitt hvoru horni landsins; Vestfjörðum og á auðausturlandi. Reiknað er með talsverðri rigningu og jafnvel roki hér á Norðurlandi vestra seinnipartinn í dag en stendur stutt yfir.
Meira

Veiðileyfin í Blöndu lækka verulega

Félagið Fish Partner, nýr rekstraraðili Blöndu og Svartár, ætlar að lækka verð á veiðileyfum í Blöndu verulega. Sporðaköst, veiðivefur mbl.is, greinir frá þessu en laxveiði í Blöndu hefur verið dræm síðustu ár og þá sérstaklega í sumar og í fyrra. Veiðifélag Blöndu og Svartár samdi nýlega við Fish Partner um að taka að sér umboðssölu á veiðileyfum fyrir félagið.
Meira

Öruggur sigur á Hafnfirðingum í gærkvöldi

Tindastóll tók á móti Haukum í gærkvöldi í Bónus deild karla. Hafnfirðingar höfðu farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjunum sannfærandi á meðan Stólarnir leifðu sér að tapa gegn KR heima í fyrstu umferð en lögðu ÍR að velli í annarri umferð. Haukarnir reyndust lítil fyrirstaða í gær og þó gestirnir hafi hangið inni í leiknum langt fram í þriðja leikhluta var leikurinn aldrei spennandi og heimamenn fögnuðu góðum tveimur stigum. Lokatölur 106-78.
Meira