Voru sér til mikils sóma eins og alltaf
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
09.12.2025
kl. 09.46
Nú í lok nóvember tók U19 landslið kvenna í knattspyrnu þátt í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn var spilaður í Portúgal. Þrjár stúlkur sem léku með liði Tindastóls í Bestu deildinni í sumar voru í hópnum; þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Hrafnhildur Salka. Þjálfari liðsins er Halldór Jón Sigurðsson, best þekktur sem Donni þjálfari, og Feykir spurði hann í gær hvernig til hafi tekist í fyrsta stóra verkefni hans sem landsliðsþjálfari en hann tók við U19 landsliðinu í haust eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls.
Meira
