Dögun byggir 1600 fermetra frystiklefa á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
18.11.2025
kl. 14.28
Starfsmenn Feykis eru í næsta húsi við rækjuvinnsluna Dögun á Sauðárkróki og hafa klórað sér pínulítið í höfðinni yfir framkvæmdum sem hafa staðið yfir síðan í sumar sunnan við vinnsluna. Það fór svo á endanum að forvitnin varð öllu öðru yfirsterkari og á endanum var spurt; hvað er verið að gera? „Við erum að bygga frystiklefa sem verður um 1600 fermetrar. Til viðbótar kemur síðan tengibygging sem tengir núverandi húsnæði við nýja klefann. Sú bygging verður um 300 fermetrar, “ svaraði Óskar Garðarsson framkvæmdastjóri Dögunar.
Meira
