„Sama hvað á gengur, haltu áfram“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.03.2021
kl. 10.24
Feykir sendi Árna Eggerti Harðarsyni, þjálfara kvennaliðs Tindastóls, nokkrar spurningar að leik loknum nú á laugardaginn og spurði fyrst hvað honum hefði fundist um leikinn. „Þetta var ekki fallegur leikur sóknarlega hjá okkur. Við hittum ekkert, hefðum ekki getað fyllt vatnsglas þótt við værum á bólakafi, töpuðum klaufalegum boltum, það var bara ekkert að ganga upp. En við gerðum allt til að vinna leikinn.“
Meira