Fréttir

Alvarlegt umferðarslys á Sauðárkróki í gær

Ekið var á hjólreiðamann á Sauðárkróki seinnipartinn í gær nálægt gatnamótum Skagfirðingabrautar og Sauðárkróksbrautar. Um alvarlegt slys var að ræða og var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann Borgarsjúkrahús mikið slasaður samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Allt upp á ellefu í Miðgarði í gær

Hin árlega tónlistarveisla, Jólin heima, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöld fyrir troðfullu húsi gesta sem voru vel með á nótunum frá fyrstu til síðustu mínútu. Og þvílíka veislan! Þessir snillingar sem við eigum toppuðu sig út kvöldið með hverjum gæsahúðarflutningnum á eftir öðrum og þá erum við að tala um allan pakkann; söngvarana, tónlistarmennina, hljóð og ljós. Þetta var allt upp á ellefu.
Meira

Um 900 þúsund söfnuðust í Bangsaleiknum

„Mér fannst Bangsakeikurinn heppnast alveg frábærlega. Það söfnuðust um 900.000 kr fyrir Einstök börn og það var frábært að sjá hvað börnin voru glöð í lok leiks. Við erum staddir núna á Akureyri þar sem við vorum að færa barnadeildinni á sjúkrahúsinu bangsa sem verður svo hægt að gefa börnum sem þurfa að liggja inni í kringum hátíðarnar,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir náði í skottið á honum í dag.
Meira

Þriggja mínútna glanskafli skóp sigur Stólanna gegn ÍA

Lið Tindastóls fékk nýliða ÍA í heimsókn í Síkið í gær í Bónus deildinni en um svokallaðan Bangsaleik var að ræða þar sem safnað var fyrir Einstök börn. Fyrir fram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en leikurinn var jafn og bæði lið sóttu vel en þriggja mínútna glanskafli Stólanna undir lok fyrri hálfleiks tryggði gott forskot sem gestunum gekk ekkert að vinna á í síðari hálfleik. Lokatölur 102-87 og nú skjótast strákarnir okkar til Eistlands.
Meira

Sýningunni 1238: Baráttan um Ísland verður lokað um áramótin

Í aðsendri grein sem birtist á Feyki.is síðastliðinn fimmtudag sagði Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Sýndarveruleika 1238: Baráttan um Ísland, að tekin hafi verið ákvörðun um að loka sýningunni. Samkvæmt upplýsingum Feykis verður sýningunni lokað um næstu áramót og leitaði Feykir eftir viðbrögðum frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Skagafjarðar vegna þessara tíðinda.
Meira

Aðventuhátíð Blönduósskirkju

Sameiginleg aðventuhátíð Auðkúlu-, Blönduós-, Svínavatns-, Undirfells- og Þingeyrasóknar verður haldin í Blönduóskirkju sunnudaginn 7. desember klukkan 16.
Meira

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra fimmtudaginn 4. desember sl. og færði sjóðnum að gjöf kr. 600.000. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að Ólöf hafi unnið að gerð bútasaums-, púða, dúka og teppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.
Meira

Vöggugjöf Lyfju veitt í ellefta sinn

Lyfja opnaði fyrir umsóknir um Vöggugjöf í vikunni sem er nú gefin verðandi og nýbökuðum foreldrum í ellefta sinn, þeim að kostnaðarlausu. Vöggugjöfin var fyrst veitt árið 2020 og frá þeim tíma hefur Lyfja dreift 20 þúsund gjöfum sem innihalda vörur sem koma að góðu gagni fyrstu mánuði barnsins. Heildarverðmæti allra Vöggugjafanna frá upphafi er um 235 milljón krónur.
Meira

Opið hús í Birkilundi á þriðjudaginn

Feykir hefur áður sagt frá því að nýr og glæsilegur leikskóli hafi verið tekinn í notkun í Varmahlíð seint í nóvember. Í tilkynningu á vef Skagafjarðar kemur fram að sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýtt húsnæði Leikskólans Birkilundar, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Meira

Starfsemi 1238 á Sauðárkróki kveður | Freyja Rut Emilisdóttir skrifar

Eftir sex ára ólgusjó í ferðaþjónustu, áskorunum tengdum heimsfaraldri og afleiðingum þess, eftir sex ár af velgengni í stöðugu mótlæti, ótrúlegum árangri og verulegu framlagi til menningartengdrar ferðaþjónustu, ekki bara í Skagafirði heldur víða um lönd stöndum við á krossgötum og tilkynnum lokun sýningarinnar 1238 á Sauðárkróki.
Meira