Fréttir

Héraðsbókasafn Skagfirðinga fagnar afmæli Línu Langsokk

Lína Langsokkur í lestrarstund  fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. 
Meira

Fljótagöng sannarlega í forgangi hjá Eyjólfi

Ríkisstjórnin kynnti í dag nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Meðal þess sem fram kom á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar, þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynntu áætlunina, var að ákveðið hefur verið að Fljótagöng verði sett í forgang hvað varðar jarðgangagerð. Þá voru boðaðar framkvæmdir við hafnir, þ.m.t. Sauðárkrókshöfn þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar og þá er ætlunin að styrkja strandsiglingar til að verja vegakerfið svo stiklað sé á stóru.
Meira

JólaFeykir kominn í dreifingu

Það er ekki laust við að við séum pínu montin af nýjum JólaFeyki sem fór í dreifingu í dag til áskrifenda blaðsins og er þegar aðgengilegur rafrænum áskrifendum. Að þessu sinni er JólaFeykir 44 blaðsíður, stútfullur af fjölbreyttu efni, litríkur, myndrænn og kemur lesendum vonandi í jólaskap.
Meira

Samningur undirritaður við Mennta- og barnamálaráðuneytið vegna FORNOR

Þann 1. desember undirritaði Sveitarfélagið Skagaströnd samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið um stuðning við forvarna­verkefnið FORNOR – Forvarnaáætlun Norðurlands vestra. Verkefnið hlaut 26 milljóna króna styrk og byggir á metnaðarfullri umsókn sveitarfélagsins sem miðar að því að efla farsæld barna og bæta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Meira

Marta með stórleik í naumu tapi gegn meisturum Hauka

Stólastúlkur tóku á móti Íslandsmeisturum Hauka í Síkinu í gær í 10. umferð Bónus deildarinnar. Leikurinn var hin besta skemmtun, hraður og fjörugur þar sem bæði lið settu niður hreint ótrúlega skot. Gestirnir leiddu lengstum en Stólastúlkur börðust eins og ljón þrátt fyrir að vera án yfirfrákastara síns, Maddíar Sutton, og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en á lokasekúndunum. Úrslitin 89-93 fyrir lið Hauka.
Meira

Einstakur leikur fyrir Einstök börn í Síkinu á föstudaginn

Tindastóll fær ÍA í heimsókn föstudaginn 5.desember og hefjast leikar klukkan 19:15. Leikurinn er þó ekki alveg hefðbundinn deildarleikur heldur er leikurinn bangsaleikur. Leikurinn virkar þannig að þegar Tindastóll skorar fyrstu þriggja stiga körfuna í leiknum þá taka áhorfendur sig til og henda böngsum inn á völlinn sem leikmenn safna svo saman og gefa Einstökum börnum.
Meira

Útlit fyrir að Fljótagöng séu komin í forgang

Fjölmiðlar greina frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hafi sett Fljótagöng í forgang en hann mun í dag kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Í frétt RÚV segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar í dag um nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum.
Meira

Sterkari saman - sameiningin skiptir máli | Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Undirritaður hefur setið í sveitarstjórn Dalabyggðar frá árinu 2018 og var oddviti til ársins 2024. Fyrir þann tíma var ég varamaður í sveitarstjórn og þekki því ágætlega til reksturs og áskorana sveitarfélagsins síðasta áratuginn.
Meira

Ráðgjafi Krabbameinsfélagsins kemur á Sauðárkrók

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki, fimmtudaginn 4. desember. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Meira

Íslandsmeistarar Hauka mæta í Síkið í kvöld

Það er leikur í Síkinu í kvöld en þá taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Bónus-deildinni. Tindastólsliðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og því alveg bráðnauðsynlegt að styðja vel við bakið á stelpunum og fjölmenna í Síkið – ekki til að gleðja sérfræðinga í setti heldur til að styðja liðið okkar.
Meira