Fréttir

Hofsós á toppnum hjá The Travel

Ferðavefurinn The Travel tók saman lista yfir tíu bæi á Íslandi sem gaman er að heimsækja, fyrir utan höfuðborg okkar Íslendinga Reykjavík sem oft er fyrsti viðkomustaður ferðamann sem koma hingað til lands. Það sem vekur athygli og er sérstaklega skemmtilegt að sjá er að Hofsós vermir toppsæti þessa lista.
Meira

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram í Hrútafirði

Um liðna helgi fór fram ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem Ungmennaráð UMFÍ stóð fyrir en ráðstefnan var haldin í húsnæði Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni voru umhverfis- og loftslagsmál og voru endurnýting, umhverfisspor fyrirtækja og neytenda og fleira í þeim dúr ofarlega á baugi.
Meira

Starfsmenn í þjónustu við fatlað fólk hélt haustfund

Ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn starfsstöðva í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandivestra og stuðnings – og stoðþjónustu í Skagafirði, ásamt félagsmálastjóra, héldu haustfund í Skagafirði nú í september en frá þessu segir á heimasíðu Skagafjarðar. „Það að koma saman er mikilvægur vettvangur til að ræða saman, koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri og njóta samveru.“
Meira

Laufskálaréttarhelgin

Það er ekki ofsögum sagt að Laufskálaréttarhelgin er ein stærsta ferðamannahelgi ársins í Skagafirði. Þar koma saman hestar og menn í einni vinsælustu stóðrétt landsins þessa helgi, svo nú er lag að pússa reiðtygin, viðra vaxjakkann og finna vasapelann og hattinn, því Skagaförður boðar ykkur mikinn fögnuð. 
Meira

Kaffi Króks mótaröðin í pílu farin af stað

Fyrsta innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var haldið í gærkvöldi en þá var fór fram fyrsta keppni í Kaffi Króks mótaröðinni. Keppt var í fjórum deildum þar sem keppendur röðuðu sér niður eftir sínu meðaltali. Eftir hvert mót verður meðaltal mótsins skoðað og raðað niður í deildir fyrir næsta mót sem verður eftir hálfan mánuð.
Meira

Stytta af Vatnsenda-Rósu

Kynningarfundur um fyrirhugaða styttu af Vatnsenda-Rósu verður haldin í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 8. október nk. frá klukkan 14:00-16:00. Á dagskrá fundarins fer Sigurður Líndal, formaður Menningarfélags Húnaþings vestra yfir tilurð verkefnisins. Ragnhildur Stefánsdóttir, myndhöggvari fer yfir verkið sjálft. Eins fara þau Sigurður og Ragnhildur yfir fjárhags- og framkvæmdaráætlun verksins og hver næstu skref eru.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Meira

Tekið til á Hvammstanga

Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra er sagt frá því að fyrsti sameiginlegi Umhverfisdagur leik-, grunn- og tónlistarskóla var haldinn sl. miðvikudag. Áherslur þessa fyrsta dags var hreinsun á Hvammstanga og má með sanni segja að það hafi gengið vonum framar því á um klukkustund tókst nemendum og starfsfólki að plokka saman 50 kíló af rusli.
Meira

Valsmenn meistarar meistaranna

Körfuboltatímabilið fór formlega af stað í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti bikarmeisturum Vals í leiknum Meistarar meistaranna. Leikurinn var ansi fjörugur en á löngum köflum voru heimamenn ansi villtir í sínum leik. Gestirnir náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta og Stólarnir náðu aldrei í skottið á þeim eftir það. Það fór því svo að Valsmenn unnu fjórða leikinn í Síkinu í röð, að þessu sinni 72-80, og kannski er þetta bara orðið nóg í bili.
Meira

Burt með sjálftöku og spillingu : Sigurjón Þórðarson skrifar

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.
Meira