Fréttir

Vont veður í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendi í kvöld og fram yfir miðnættið og gul viðvörun gildir fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra á morgun 26. nóv. frá hádegi og fram á föstudagsmorgun. Spáð er vaxandi suðaustanátt og að það þykkni upp, 18-25 m/s og snjókomu eða slyddu með köflum í kvöld og hlýnar, en sunnan 20-28 um miðnætti og úrkomuminna. Suðvestan 10-18 og él í fyrramálið, en 18-23 eftir hádegi og kólnar. Heldur hvassara annað kvöld.
Meira

Jólablað Feykis 2020 komið út

Í dag er útgáfudagur Jólablaðs Feykis og í dag og næstu daga ættu áskrifendur og allir íbúar á Norðurlandi vestra að fá hressilegt blað inn um bréfalúguna. JólaFeykir er 40 síður að þessu sinni, stútfullt af fjölbreyttu efni og auglýsingum. Það er nú þegar komið á netið þannig að þeir sem ekki geta setið á sér geta stolist í það strax.
Meira

Ekkert Covid á Norðurlandi vestra

„Það er ástæða til að fagna áfangasigri hjá okkur á Norðurlandi vestra. Tafla dagsins er einstaklega ánægjuleg og vonumst við að hún haldist svona áfram,“ segir í tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en hnykkt er á því að til þess að svo verði áfram þurfa allir að halda vöku sinni og huga áfram að einstaklingsbundnu sóttvörnum, „ … því að almannavarnir í þessu tilfelli byrja heima!“
Meira

Gunnar Þór nýr formaður Ungmennasambands Skagafjarðar

Gunnar Þór Gestsson var í gær kjörinn formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) á ársþingi sambandsins sem fram fór með rafrænum hætti á lendum Internetsins. Tekur hann við formannssætinu af Klöru Helgadóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tvö ár, og Sara Gísladóttir var á sama tíma kjörin varaformaður og fyllir þar með skarð sem Gunnar Þór skildi eftir en hann sat í varaformannsstólnum áður.
Meira

Jón Drangeyjarjarl látinn

Jón Eiríksson Drangeyjarjarl, fv. bóndi á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt, 91 árs að aldri.
Meira

Erfiðast fyrir fólk að geta ekki komið saman, hist og blandað geði við aðra

Feykir hafði samband við séra Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest í Sauðárkróksprestakalli, og forvitnaðist örlítið um kirkjuhald nú á aðventu og jólum. Sigríður segir fátt benda til þess að samkomur á aðventu geti verið með sama sniði og áður. „Ég lifi í voninni að ástandið verði orðið það stöðugt um jól að fólki verði óhætt að ganga til kirkju,“ segir séra Sigríður.
Meira

Roðagyllum heiminn og Ísland líka

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum kóvíd-19 að vekja athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn konum hefur aukist í heiminum. Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roðagyllum heiminn“. Þessi litur táknar bjartari framtíð án ofbeldis.
Meira

Skorar á Reykjavíkurborg að draga til baka kröfu sína á Jöfnunarsjóð

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en í bókun ráðsins segir að Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagt að krafa borgarinnar væri ósanngjörn og óskynsamleg.
Meira

Páll Pétursson, fv. alþingismaður og ráðherra, lést í gær

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti minningarorð um Pál Pétursson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra á þingfundi í morgun en Páll lést eftir erfið veikindi í gær. Páll, jafnan kenndur við Höllustaði í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu, var alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 fyrir Framsóknarflokkinn, félagsmálaráðherra 1995–2003 og formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Meira

Ingimar sæmdur Gullmerki Landsambands hestamanna

Eiðfaxi segir frá því að stjórn Landsambands hestamanna sæmdi á laugardag Ingimar Ingimarsson, frá Flugumýri en nú ábúanda á Ytra-Skörðugili, Gullmerki samtakana við athöfn í Þráarhöllinni á Hólum. Við athöfnina sagði Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH m.a.: „Við hestamenn hömpum okkar góða fólki á ýmsan máta. Sumir ná góðum árangri á keppnisbrautum, aðrir rækta afburða hesta og enn aðrir vinna góð verk, standandi í eldlínu félagskerfisins sem allt annað ber uppi. Það má segja að sá aðili sem við heiðrum hér í dag hafi skilað góðum verkum á öllum þessum sviðum.“
Meira