Fréttir

Vatnamýs gera vart við sig í Skagafirði

Margt skemmtilegt er hægt að finna í náttúrunni og sitthvað sem leynist við fætur manns án þess að gaumur sé að því gefinn. Á dögunum fóru systkinin Viktoría Ýr, Elísabet Rán og Jón Konráð Oddgeirsbörn í Keflavík í Hegranesi með afa sínum, Jóhanni Má Jóhannssyni, í fjöruferð á Garðssandinn og veittu athygli litlum hnoðrum, innan um rekinn þaragróður.
Meira

Almannavarnir vara við vonskuveðri

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við væntanlegu óveðri á svæðinu. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem tók gildi nú síðdegis og gildir fram á morgundaginn.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna í fyrsta leiknum

Það var ekki beinlínis boðið upp á háspennu í gærkvöldi þegar liðin tvö, sem spáð var slökustu gengi í 1. deild kvenna í körfubolta í vetur, mættust í Síkinu. Lið Tindastóls reyndist hreinlega miklu sterkara en b-lið Breiðabliks og hefur sennilega aldrei unnið jafn stóran sigur í leik á Íslandsmóti. 69 stigum munaði á liðunum þegar lokaflautið gall en þá var staðan 95-26.
Meira

Stundum verða stökur til … :: Séra Hjálmar gefur út ljóðabók

Séra Hjálmar Jónsson þarf vart að kynna fyrir lesendum Feykis, þekktur fyrir prestsstörf og þingmennsku og ekki síst fyrir skemmtilegar og landsfrægar vísur. Margar þeirra hafa fengið vængi en nú er loksins hægt að nálgast kviðlinga Hjálmars í nýútgefinni bók sem ber nafnið Stundum verða stökur til … og er hluti af tækifærisvísu sem hann orti á góðri stund, eins og segir á bókarkápu.
Meira

Hæðir og lægðir í laxveiðinni

Endasprettur laxveiðimanna stendur nú yfir í helstu ám landsins en þær loka á næstu dögum. Þá skýrist hvernig til hefur tekist í laxveiðinni í sumar. Miðfjarðará lokar á morgun en hún er aflamest húnvetnsku laxveiðiánna með 1.474 laxa samkvæmt tölum frá 21. september síðastliðnum. Í umfjöllun Húnahornsins um laxveiðina kemur fram að í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.796 löxum þannig að það er ljóst að sú tala verður ekki toppuð í ár.
Meira

Hugleiðing um skóla- og vegamál :: Áskorandapenninn Leó Örn Þorleifsson - Hvammstanga

Við sem búum á Norðurlandi vestra þekkjum það vel að stór hluti grunnskólabarna á svæðinu þarf að ferðast um langan veg daglega með skólabílum til að sækja skóla í sínu sveitarfélagi. Oft á tíðum eru þessi ferðalög um óttalegar vegleysur sem er engum bjóðandi og þá allra síst ungum börnum. Til viðbótar löngum ferðatíma og slæmum vegum bætist svo íslenska veðráttan.
Meira

Borgari á launum :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er að minnsta kosti 15 stiga hiti úti og líklega besta veður sumarsins hingað til. Það er nú ekki fallegt að bölva góðu veðri en ég nefndi það við prentarann að þetta væri alveg glatað að sitja inni á skrifstofu og rembast við að klára blaðið þegar hægt væri að vera á borgaralaunum eins og Píratar hafa hafa gert að tillögu sinni og lagt fram þingsályktun á Alþingi og notið blíðunnar úti.
Meira

Bæði körfubolti og fótbolti á Króknum í kvöld

Fyrsti körfuboltaleikur tímabilsins á Króknum fer fram í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Breiðablik b í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja Stólastúlkur til sigurs. Þá spilar 2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks við Reykjanesúrvalið og hefst sá leikur stundarfjórðungi síðar.
Meira

Örfáir miðar lausir á Mugison í Gránu

Það er Laufskálaréttarhelgi í Skagafirði með öllu tilheyrandi og fólk verður væntanlega í stuði – líkt og vindurinn. Í Gránu mætir annað kvöld galvaskur Vestfirðingur með gítarinn og græjurnar, sjálfur Mugison. „Hann er mjög spenntur fyrir því að spila loksins á Króknum, vorum með tónleika hjá honum á dagskrá þegar heimsfaraldur skall á,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, tónleikahaldari í Gránu. Þá varð Mugison frá að hverfa en nú er hann mættur.
Meira

Erfiðir mótherjar Tindastólsliðanna í VÍS BIKARNUM

Það verður kannski ekki sagt að lið Tindastóls hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í VÍS BIKARNUM í körfuknattleik í höfuðstöðvum VÍS í gær. Níu leikir verða spilaðir í 32 liða úrslitum og þar af tvær innbyrðisviðureignir úrvalsdeildarliða. Önnur þeirra verður í Síkinu en Stólarnir fá lið Hauka í heimsókn. Stólastúlkur þurfa að skjótast í Reykjanesbæ í 16 liða úrslitum þar sem úrvalsdeildarlið Keflavíkur bíður þeirra. Ætli VÍS bjóði engar tryggingar fyrir svona drætti?
Meira