Fréttir

Meira en hundrað gönguleiðir komnar á blað

Hnitsetning gönguleiða var meðal átaksverkefna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, vegna áhrifa Covid-19. Ráðnir voru tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn við SSNV.
Meira

Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Listakoti Dóru

Næstkomandi laugardag, þann 11. júlí, verður opnuð sýningin Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Vatnsdalshólum. Sýningin er byggð á þjóðsögunni sem varð til þegar Skíðastaðaskriða féll árið 1545.
Meira

Kjarnafæði og Norðlenska í eina sæng

Eig­end­ur Kjarna­fæðis og Norðlenska hafa kom­ist að sam­komu­lagi um helstu skil­mála varðandi samruna fé­lag­anna. Starfsemi Kjarnafæðis fer að mestu fram á Svalbarðseyri auk þess sem félagið á SAH-Afurðir á Blönduósi, sláturhús og kjötvinnslu, og um þriðjungshlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga. Norðlenska rekur stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, en slátrun og afurðavinnsla sauðfjár er á Húsavík. Einnig rekur Norðlenska sláturhús á Höfn í Hornafirði og söluskrifstofu í Reykjavík.
Meira

Laxveiði í Blöndu borgið í bili

Í síðustu viku var útlit fyrir að laxveiðin í Blöndu væri í hættu þar sem Blöndulón var óðum að fyllast vegna mikilla hlýinda í veðri síðustu daga á Norðurlandi. Veðurguðirnir sáu hins vegar að sér og kólnað hefur í veðri og vatnsborðið því lækkað um 6 sentimetra. Því mun yfirfallið verða seinna en virtist vera fyrir helgi. Vonast er nú til að júlímánuður sleppi en um leið og lónið fer í yfirfall verður áin óveiðanleg.
Meira

Hugrún afgreiddi Augnablik

Tindastóll og Augnablik úr Kópavogi mættust á Króknum í kvöld í Lengjudeild kvenna. Stólastúlkur hafa farið vel af stað í deildinni og deildu toppsætinu með liði Keflavíkur fyrir leikinn og gera enn að leik loknum því Tindastóll sigraði 1-0 með marki sem Hugrún Páls gerði um miðjan fyrri hálfleik. Lið heimastúlkna skapaði sér fleiri góð færi í leiknum en andstæðingarnir og verðskulduðu því sigurinn.
Meira

Héraðsmót USAH

Héraðsmót Ungmennasambands Austur-Húnvetninga verður haldið á Blönduósvelli í dag og næsta þriðjudag, 14. júlí, og hefst klukkan 18:00 báða dagana. Mótið er jafnframt minningarmót um Þorleif Arason sem lést 11. nóvember 1991. Mótið er fyrir 10 ára og eldri og þurfa þátttakendur að vera skráðir í aðildarfélög USAH. Flokkaskipting er eftirfarandi: 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára 16-19 ára og 20 ára og eldri.
Meira

Vatnspóstur vígður á Hofsósi

Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi síðastliðinn föstudag. Vatnspósturinn er reistur til minningar um Friðbjörn Þórhallsson frá Hofsósi og er gefinn af ekkju hans, Svanhildi Guðjónsdóttur og fjölskyldu.
Meira

Fyrsti sigur Kormáks/Hvatar í höfn

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar vann fyrsta sigur sinn í 4. deildinni þetta sumarið þegar þeir sóttu þrjú stig á Stykkishólmsvöll í gærkvöldi. Lokatölur voru 0-7 en gestirnir voru þremur mörkum yfir í hléi.
Meira

13 hagkvæmar leiguíbúðir í Skagafirði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur úthlutað ríflega 3,6 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, svokallaðra almennra íbúða. Leiguíbúðirnar verða í 15 sveitarfélögum en þar af verða 13 á Norðurlandi vestra. Fjármunirnir eru hugsaðir til að styðja við framboð ódýrra leiguíbúða fyrir almenning og verða nýttir til byggingar á 438 íbúðum og kaupa á 162 íbúðum. 
Meira

Húnavaka 2020

Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin dagana 16.-19. júlí. Er þetta í sautjánda sinn sem hátíðin er haldin og verður um nóg af velja fyrir gesti og gangandi. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt og er eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa.
Meira