Fréttir

Æfingar hefjast hjá Skagfirska kammerkórnum.

Miðvikudaginn 11.september hóf Skagfirski kammerkórinn æfingar á ný eftir sumarfrí og heldur inn í sitt tuttugasta og fimmta starfsár.
Meira

Hvaðan kemur verðbólgan? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað.
Meira

Oddviti Húnabyggðar ósáttur við vinnubrögð Vegagerðarinnar

„Ég ætla bara að ítreka það að við erum búin að standa við okkar. Við erum búin að sameina og mér finnst það asskoti hart að fá svona í bakið fyrir mitt samfélag. Við erum að reyna að sameina samfélög, við gerum það ekki með því að búa til óeiningu milli hverfa í okkar samfélagi,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, í samtali við RÚV í gær.
Meira

30 milljónir settar í undirbúning fyrir Fljótagöng

Stjórnvöld hafa ákveðið að flýta rannsóknum fyrir jarðgöng úr Fljótum og til Siglufjarðar og er nú stefnt að því að borun fyrir jarðgöng geti hafist árið 2026. Þrjátíu milljónum verður varið í að undirbúa gerð jarðganga úr Skagafirði í Fjallabyggð sem myndi leysa af hólmi veg um Almenninga en hann hefur farið illa í veðrum og jarðhreyfingum undanfarin ár og er talinn hættulegur vegfarendum.
Meira

Kormákur/Hvöt hélt sæti sínu í 2. deild þrátt fyrir tap í lokaumferðinni

Það var hart barist í síðustu umferð 2. deildarinnar í tuðrusparkinu í gær. Hvorki hafði gengið né rekið hjá Kormáki/Hvöt í síðustu leikjum og útlitið ekki verulega gott fyrir lokaleikinn; erfiður andstæðingur í Ólafsvík á meðan lið KF spilaði heima á Ólafsfirði gegn Hetti/Huginn sem hafði tapað fimm leikjum í röð og virtust hættir þetta sumarið. Það eina sem spilaði með Húnvetningum var að þeir höfðu stigi meira en lið KF fyrir síðustu umferðina og það reyndist heldur betur mikilvægt þar sem bæði lið töpuðu og bættu því ekki við stigasafnið. Kormákur/Hvöt náði því í raun þeim frábæra árangri að halda sæti sínu í 2. deild og það voru víst ekki margir sem veðjuðu á það fyrir mót.
Meira

Stólastúlkum mistókst að stela sjöunda sætinu af Stjörnunni

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í Bestu deildinni þetta sumarið í gær þegar þær heimsóttu Stjörnuna í Garðabæinn í úrslitakeppni neðri liða. Bæði lið voru örugg með sitt sæti í deildinni en Donni vildi sjá sitt lið sækja til sigurs og ræna sjöunda sætinu af Stjörnunni og vinna Forsetabikarinn. Tindastóll þurfti að vinna leikinn með þriggja marka mun til þess að svo gæti orðið en það hafðist ekki í þetta skiptið. Lokatölur 2-1 fyrir Stjörnuna.
Meira

Yrði mjög spenntur ef von væri á nýrri bók eftir Hannes Pétursson

Það dugar ekki að slugsa með Bók-haldið og að þessu sinni er það skáldið góða, Gyrðir Elíasson, sem segir lesendum Feykis frá sambandi sínu við bækur, fyrr og nú. Gyrðir er fæddur í Reykjavík árið 1961 en ólst upp á Hólmagrund 8 á Sauðárkróki. Hann er giftur og á þrjár dætur, starfar sem rithöfundur og myndlistamaður. Þessa dagana er hann að vinna að bók með þýðingum á ljóðum norska skáldsins Olav H. Hauge.
Meira

Byrjaði aftur á fullu þegar ömmustrákurinn fæddist

Hulda Björg er fædd og uppalin á Króknum og býr í Barmahlíðinni. Hulda og Konni maðurinn hennar eiga fimm börn og eitt barnabarn. Hulda starfar sem starfsmannastjóri hjá FISK Seafood.
Meira

Sjö verðlaun í fimm flokkum

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2024 voru afhentar sl. fimmtudag, 5. september, í Húsi Frítímans. Það er að vanda Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu viðurkenninganna fyrir Skagafjörð. Var þetta 20. árið sem klúbburinn hefur umsjón með verkefninu og voru að þessu sinni veitt sjö verðlaun í fimm flokkum.
Meira

Á sama tíma að ári

Blaðamaður Feykis á árlega erindi í réttir annars vegar Stafnsrétt sem staðsett er í Svartárdal í Austur Hún. og hins vegar Mælifellsrétt sem stendur á eyrinni við bæinn Hvíteyrar í Lýdó.
Meira