Fréttir

„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“

Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira

Háskólinn á Hólum tekur þátt í ArcticKnows verkefninu

Þann 1. október síðastliðinn var ýtt úr vör þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að mótun sameiginlegra leiða til sjálfbærra atvinnuhátta á Norðurslóðum með því að byggja brýr milli vísindalegrar og staðbundinnar þekkingar. Verkefnið nefnist ArcticKnows og er styrkt af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins (Innovation Action).
Meira

Kynning hafin á fyrirkomulagi sameiningarkosninga

Kynningarbæklingur vegna íbúakosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hefur verið settur í dreifingu og ætti nú væntanlega að hafa borist inn á heimili í báðum sveitarfélögum. Heimili sem hafa afþakkað fjölpóst og fríblöð hafa væntanlega ekki fengið bæklinginn en hægt er að nálgast hann á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans á kynningarsíðunni dalhus.is.
Meira

Elín Jónsdóttir ráðin aðalbókari hjá Skagafirði

Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf aðalbókara hjá Skagafirði. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að aðalbókari beri ábyrgð á að bókhald sveitarfélagsins og stofnana þess sé fært í samræmi við lög og reglur og fjárhagsáætlanir hverju sinni. Aðalbókari tryggir réttmæti fjárhagsupplýsinga og tekur þátt í greiningu þeirra ásamt undirbúningi upplýsinga fyrir stjórnendur sveitarfélagsins, nefndir þess og ráð.
Meira

Haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins

Jón Björnsson frá Húnsstöðum, sálfræðingur og rithöfundur mun halda fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sunnudaginn 9. nóvember kl. 14:00. Fyrirlesturinn nefnir hann: Um engla.
Meira

Blessuð sértu sveitin mín | Gísli og Þuríður kíktu á tónleika í Miðgarði

Hann var þétt setinn salurinn í Menningarhúsinu Miðgarði föstudagskvöldið 24. október. Þar komu fram á tónleikum Óskar Pétursson, Karlakórinn Heimir og sönghópur frá eða tengdur Álftagerði. Margar perlur voru fluttar sem féllu áheyrendum greinilega vel í geð.
Meira

Íslenskar þjóðsögur gæddar lífi á hrekkjavöku í Glaumbæ

Það var heldur betur líf og fjör í Glaumbæ föstudagskvöldið 31. október þegar Byggðasafn Skagfirðinga hélt upp á hrekkjavöku í fimmta sinn. Um tvö hundruð gestir á öllum aldri lögðu leið sína á safnið og skemmtu sér skelfilega vel við að skoða skuggalegt safnsvæðið.
Meira

Fagþing hrossaræktarinnar í Hafnarfirði á föstudag

Fagþing hrossaræktarinnar fer fram föstudaginn 7. nóvember klukkan 13 í Reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum Feykis er fagþingið fundur deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands en allir tengdir hrossarækt eru velkomnir. Á fundinum gefst tækifæri til að hafa áhrif á starfið í deildinni og koma að stefnumótun í málefnum hrossaræktarinnar.
Meira

Kvennaár 2025 | Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar

Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.
Meira

Vilja neita Orkusölunni um rannsóknarleyfi

Í frétt á Húnahorninu segir að umhverfisnefnd Húnabyggðar leggi til að beiðni Orkusölunnar um rannsóknarleyfi vegna vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár verði hafnað. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar frá því á mánudag en þá tók hún til umsagnar erindi frá Umhverfis- og orkustofnun um umsókn Orkusölunnar um rannsóknarleyfið.
Meira