Fréttir

Jólahlaðborð og jólaljós

Fyrsta aðventuhelgin er framundan og dagarnir fram að jólum hafa oft tilhneygingu til að vera ansi annasamir. Komandi helgi er engin undantekning á því og nóg um að vera, fyrst ber að nefna árlegt jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks nk. laugardag 29. nóvember.
Meira

Fyrsti Björnis huggunarbangsinn afhentur á Íslandi

Brunavarnir Skagafjarðar afhentu Kolbeini Ara Gíslasyni fyrsta Björnis huggunarbangsann á Íslandi í vikunni sem leið.
Meira

Nýr leikskóli í Varmahlíð opnaður

Það voru glöð börn sem mættu í nýja leikskólann í Varmahlíð í morgun sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu í ansi mörg ár. Leikskólinn er 540 fermetrar að stærð með tengibyggingu og lóðin er um 20.000 fermetrar. 
Meira

Heldur hvessir fram að helgi

Það er gert ráð fyrir stilltu veðri í dag á Norðurlandi vestra, hita um eða rétt undir frostmarki og vindur frá 1-4 m/sek. Á morgun, fimmtudag, hvessir talsvert af norðaustan á landinu en síst þó hér Norðanlands. Talsverður norðanstrekkingur verður á svæðinu á föstudag en dregur úr þegar líður á daginn. Um helgina er spáð rólegu veðri en allt að 15 stiga frosti á laugardaginn og því vissara að fara að grafa upp þær síðu.
Meira

Breytt þjónusta – lækkað verð | Frá Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar

Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur oft á liðnum mánuðum fjallað um rekstur og stöðu sorpmála í Skagafirði. Bæði vegna þess að málaflokkurinn er stór, en einnig vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á sorpsöfnunarkerfinu í Skagafirði, eftir að Alþingi breytti lögum um meðhöndlun úrgangs. Í kjölfar leiðbeinandi könnunar meðal íbúa í dreifbýli í júlí 2022, var ákveðið af sveitarstjórn að sorp skyldi sótt á öll heimili í Skagafirði frá og með áramótum 2023.
Meira

Kjarninn og hismið – sameiningartillaga Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs og atvinnulífs.
Meira

Fjölliðamót 8.fl. kvk haldið í Skagafirði sl. helgi

Helgina 21.-23. nóvember var haldið fjölliðamót í 8.fl kvk (12-13 ára) sem hluti af Íslandsmóti í körfubolta hér í Skagafirði. Fyrstu leikir voru kl.18 á föstudegi og spilað fram til kl.18 á sunnudag, alls um 50 leikir. Til að koma öllum þessum leikjum fyrir á helginni var spilað bæði í Síkinu á Sauðárkróki en einnig í Varmahlíð. Til leiks mættu 23 lið skipuð um 250 kröftugum stelpum af öllu landinu. Þar fyrir utan voru þjálfarar, foreldrar og aðrir fylgdarmenn svo ætla má að það hafi verið rúmlega 350 gestir á svæðinu yfir helgina með tilheyrandi stemningu í firðinum.
Meira

Frábær jólanámskeið í Farskólanum

Fyrsta jólanámskeið Farskólans fyrir fatlað fólk var haldið í síðustu viku. Það var vel sótt og nutu kennarar og nemendur stundarinnar. Á þessu fyrsta jólanámskeiði lærðu nemendur að búa til fallega kertastjaka úr krukkum og ýmsu skrauti. Við leyfum myndunum að tala sínu máli. Þetta kemur fram í frétt frá Farskólanum.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skagafjörður er mannauðshugsandi vinnustaður

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025 en frá þessu er sagt á heimasíðu sveitarfélagsins. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.
Meira