Fréttir

Vatnsdælurefillinn formlega afhentur

Vatnsdælurefillinn var afhentur formlega til samfélagsins í Húnabyggð að viðstöddu fjölmenni í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sl. föstudag. Verkefnið hófst fyrir rúmlega 13 árum og því lauk í lok nóvember á síðasta ári.
Meira

Margt um manninn og mikið fjör

Sveitasæla Skagafjarðar sem fram fór sl. laugardag 30. ágúst gekk eins og í sögu. Hanna Kristín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra setti hátíðina og Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri Skagafjarðar ávarpaði einnig gesti. Sæþór Már mætti með gítarinn og hélt uppi stuðinu.
Meira

Fáir sólargeislar þessa vikuna

Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin.
Meira

Sögur úr Skagafirði í Kakalaskála á laugardaginn

Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.
Meira

Verðlaun afhent á Brúnastöðum

Í maí á þessu ári fengu þau Hjördís og Jóhannes bændur á Brúnastöðum í Fljótum landbúnaðarverðlaunin sem veitt eru af atvinnuvegaráðuneytinu fyrir góðan búrekstur og nýsköpun í landbúnaði. Reyndar var það svo að verðlaunagripurinn, Biðukollan, var ekki tilbúinn en Hanna Katrín Friðriksdóttir ráðherra gerði sér ferð í Brúnastaði núna á laugardaginn eftir að hún hafði sett Sveitasælu, landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki.
Meira

Bilun í brunni í Hegrabraut

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að heitavatnslaust verður á Víðigrund, Smáragrund, Hólaveg að Öldustíg, Hólmagrund, Fornós, Öldustíg og hluta af mjólkursamlagi KS frá kl. 16:00 - 18:00 í dag vegna bilunar í brunni í Hegrabraut.
Meira

Boltinn um helgina

2. deild, meistaraflokkur karla. Tap gegn toppliðinu á heimavelli Kormákur Hvöt tók á móti toppliði 2. deildar, Þrótti Vogum, á Blönduósvelli í gær. Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og það gerðu gestirnir. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, gestirnir skoruðu eitt mark og lokatölur 2-0 fyrir Þrótt. Kormákur Hvöt er á lygnum sjó í deildinni, situr í sjötta sæti eða um miðja deild með 29 stig. Aðeins eru tveir leikir eftir af Íslandsmótinu, heimaleikur næstkomandi laugardag gegn KFG og útleikur gegn Hetti/Huginn. Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 14.
Meira

Sungið fyrir Bryndísi Klöru

Sunnudaginn 7.sept ætla Skagfirðingar að sameinast í söng í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði og halda styrktartónleikar v/Bryndísarhlíðar. Allur ágóði miðasölunnar rennur óskiptur í söfnunina. Snorri og Sigga Jóna staðarhaldarar í Miðgarði hafa fengið nokkra söngelska aðila til liðs við sig sem fram koma á þessum styrktartónleikum.
Meira

Vinnustofur um endurnýjandi ferðaþjónustu á haustmánuðum

Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir, þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira

Bjór getur bjargað mannslífi

Eitt sérkennilegasta bæjarnafn á Íslandi er Íbishóll. Gömul kenning er að upphaflega hafi bærinn heitið Íbeitishóll á þeim forsendum að gott hafi verið að beita í landið. Önnur kenning, nokkuð langsótt, er að jörðin sé kennd við Íbis fuglinn en hann reyndar finnst ekki á Íslandi en er þekktur meðal annars á Spáni. Ekki svo gömul kenning er að þetta sé komið úr latínu en Ibis mun þýða uppspretta en margar vatnsuppsprettur eru á Íbishóli. Hvort eitthvað af þessu er rétt er aukaatriði því blaðamaður Feykis er kominn í Íbishól til að spjalla við Magnús Braga Magnússon hrossabónda og lífskúnstner sem þar býr ásamt sambýliskonu sinni Maríu Ósk Ómarsdóttur og syni hennar Ómari.
Meira