Fréttir

Stólastúlkur komnar upp!

Nú rétt í þessu lauk leik Völsungs og Tindastóls í Lengjudeild kvenna en leikið var á Húsavík. Ljóst var fyrir leikinn að sigur var allt sem þurfti til að tryggja sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Sigurinn var öruggur þrátt fyrir að stelpurnar hafi ekki átt sinn besta leik. Lokatölur 0-4 og ekkert annað að gera en að óska þessum frábæru stúlkum hjartanlega til hamingju – þær hafa gert Skagfirðinga nær og fjær stolta!
Meira

Vonast til að lokun lúxushótelsins á Deplum í Fljótum sé aðeins tímabundin

Rúv.is segir frá því að lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hafi verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum.Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, segist vona að lokunin sé aðeins tímabundin. Staðan verði endurmetin eftir áramót.
Meira

Leikurinn sýndur á Völsungur TV

Tindastólsstúlkur verða í eldlínunni í Lengjudeildinni í dag því kl. 16:15 hefst viðureign þeirra við lið Völsungs á Húsavík. Mögulega verður um að ræða einn merkilegasta leik í sögu félagins, ef hann vinnst, og því örugglega einhverjir sem hafa rennt norður í Víkina. Aðrir eiga kannski ekki heimangegnt en vildu gjarnan fylgjast með gangi mála og eftir því sem Feykir kemst næst þá verður leikur liðanna sýndur á YouTube-rásinni Völsungur TV.
Meira

Háskólinn á Hólum hlaut styrk til námsefnisgerðar í fiskeldisfræðum

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum hlaut 350 þúsund evra styrk, 56,6 milljónir íslenskar krónur, frá Erasmus+ til að vinna að rannsóknaverkefninu „Blue region Initiatives for developing growth, employability and skills in the farming of finfish“ sem útleggja má sem Frumkvæði á „bláum svæðum“ til aukins þroska, ráðningarhæfni og fjölhæfi einstaklinga í fiskeldi.
Meira

Teitur Björn til liðs við Íslensku lögfræðistofuna

Teitur Björn Einarsson, lögmaður, bætist í hóp lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í september og verður með starfsstöð í Skagafirði. Teitur er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau saman tvo syni.
Meira

Haraldur Birgisson ráðinn í nýtt starf hjá Fisk Seafood

Haraldur Birgisson hefur verið á sjónum fyrir Fisk Seafood í meira en þrjátíu ár en hefur nú verið kallaður í land í nýtt starf. Var hann mjög farsæll bátsmaður á togaranum Málmey SK 1 þar sem hann sá um að allt væri á sínum stað og í standi á dekkinu. Það verður einnig eitt af hans verkefnum í landi eins og á sjónum því mikil tiltekt og hreinsun hefur átt sér stað við og í húsakynnum starfseminnar á Króknum ásamt Hofsósi og Skagaströnd.
Meira

Sigur gegn Akureyringum í æfingaleik

Lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í Síkinu í gær í æfingaleik. Nýr Kani Tindastóls, Shawn Glover, spilaði sínar fyrstu mínútur í Tindastóls-búningnum og sýndi ágæta spretti þó hann hafi verið þungur á köflum, enda ekki búinn að ná mörgum æfingum með sínum nýju félögum. Stólarnir áttu ekki í teljandi vandræðum með lið gestanna sem þó bitu frá sér og þá sérstaklega í öðrum fjórðungi. Lokatölur voru 100-76.
Meira

Plastlaus september 2020- Breytum til hins betra

Árvekniátakið Plastlaus september er nú í fullum gangi fjórða árið í röð. Vegna samkomutakmarkana hefur Plastlaus september einbeitt sér að því að miðla upplýsingum og hvatningu til fólks með rafrænum hætti og hefur það fengið afar góðar undirtektir, segir í tilkynningu samtakanna um Plastlausan september, en tekið er dæmi um veggspjaldið „30 leiðir til að minnka plastið“ sem hefur fengið góða dreifingu á samfélagsmiðlum.
Meira

Eitt smit á Norðurlandi vestra og níu í sóttkví

Kórónuveiran hefur enn og aftur löðrungað okkur Íslendinga en talað er um að þriðja bylgjan af COVID-19 hafi skollið á okkur undir lok síðustu viku. Langflest eru smitin á höfuðborgarsvæðinu og virðast einkum tengjast skemmtistöðum og háskólasamfélögunum. 242 einstaklingar eru nú með smit og í einangrun en ríflega 2100 eru í sóttkví.
Meira

Leikur við Þór Akureyri í Síkinu í kvöld

Körfuboltamenn halda áfram að gíra sig upp fyrir komandi tímabil. Í kvöld mæta Þórsarar frá Akureyri í heimsókn í Síkið og hefst leikurinn kl. 18:30. Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleikdeiildar Tindastóls, má reikna með því að eitthvað sjáist í nýjan Kana Tindastóls, Shawn Glower, í leiknum.
Meira