Fréttir

„Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi...“

Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík? Textílmiðstöðin, í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum, býður til vinnustofu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16 – 19 í Félagsheimilinu Blönduósi. Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli.
Meira

Skorað á ráðherra að skoða gríðarlegar hækkanir á raforku

Í fundargerð Landbúnaðar- og innviðanefndar sem fram fór í gær, 13. móvember, var til umfjöllunar ný gjaldskrá Rarik um hækkun á verði fyrir dreifingu og flutning á raforku. Á gjaldskráin að taka gildi frá og með 1. nóvember sl. Að sögn Einars E. Einarssonar, formanns Landbúnaðar- og innviðanefndar, eru þessar tíðu og miklu hækkanir sem eru á raforku landsmanna mikið áhyggjuefni. Nú er það flutningurinn sem hækkar í fjórða skiptið á árinu en það má öllum ljóst vera að þessar hækkanir hafa mjög neikvæð áhrif á bæði einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög.
Meira

Logi Einars með opinn viðtalstíma á Sauðárkróki

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, verður með opinn viðtalstíma í Ráðhúsinu á Sauðárkróki næstkomandi mánudag, 17. nóvember kl. 10. Þar gefst áhugasömum færi á að eiga milliliðalaust spjall við ráðherrann um þau fjölmörgu málefni sem eru á borði menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.
Meira

Tónlistarnám í Skagafirði og fyrirhugað menningarhús | Inga Rósa Sigurjónsdóttir skrifar

Síðastliðin átta ár hefur dóttir mín stundað fiðlu og píanónám við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Í fiðlunáminu er gert ráð fyrir að foreldri komi með barni sínu í kennslustundir fyrsta árið, og ég hef því setið í ótal kennslustundum og nokkrum mismunandi kennslustofum í gegnum tíðina. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel til starfseminnar.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Jól í skókassa

Líkt og fleiri skólar á Norðurlandi vestra síðustu vikurnar þá tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í fallega verkefninu Jól í skókassa. „Verkefnið er alþjóðlegt og miðar að því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaðar gjafir er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa,“ segir í frétt á vef GaV.
Meira

Áskorun til Willum Þórs Þórssonar

Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram í febrúar 2026 og þá mun draga til tíðinda. Formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem hefur gegnt embætti formanns síðan haustið 2016, hefur fyrir nokkru tilkynnt þá ákvörðun sína að hætta sem formaður og rætt hefur verið um að líklegir kanditatar í formanninn séu Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Framsóknarfélag Skagafjarðar hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem skorað er á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embættið.
Meira

Húnabyggð bindur vonir við nýja samgönguáætlun

Sveitarstjórn Húnabyggðar gerir sér væntingar um að ný samgönguáætlun muni tryggja að þær vegaframkvæmdir sem þegar hafa verið skilgreindar í sveitarfélaginu verði settar á dagskrá. Húnahornið segir frá því í frétt að fjallað hefur verið um frestun vegaframkvæmda á fundum byggðarráðs síðustu mánuði, m.a. á Skagavegi og svo um minnkun framkvæmda við Vatnsdalsveg.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir frá því að löggan hafi heimsótt forvitna og fróðleiksfúsa nemendur í 6. bekk Árskóla í gær þar sem rætt var um störf lögreglunnar. Nemendur fengu að skrifa nafnlausar spurningar á blað meðan á heimsókninni stóð — og spurningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar!
Meira

Rithöfundakvöldið er einmitt í kvöld

Hið árlega rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðingar er í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. nóvember, og hefst klukkan 20. Að vanda fer viðburðurinn fram í húsnæði safnsins á efri hæð Safnahússins við Faxatorg. Fimm höfundar mæta til leiks að þessu sinni og kynna sig og nýútkomnar bækur sínar.
Meira

Íbúakönnun vegna tímasetningar Sæluvikunnar 2026

Undanfarin ár hefur Sæluvikan hafist síðasta sunnudag aprílmánaðar og staðið yfir í viku. Nú er til skoðunar hvort færa eigi Sæluviku fram um tvær vikur, þannig að hún hefjist um miðjan apríl.
Meira