Fréttir

Svanberg Óskarsson ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna en það er Svanberg Óskarsson sem tekur við Lengjudeildarliði Stólastúlkna. Fram kemur í tilkynningu frá kkd. Tindastóls að Svanberg hefur síðastliðin ár þjálfað utan landssteinanna en hann hefur þjálfað hjá Fortuna Hjörring í Danmörku og núna síðast starfaði hann hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum.
Meira

Fjárhagsáætlun 2026-2028 samþykkt

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt fjárhagsáætlun 2026-2029. A-hluti sveitarfélagsins skilar rúmlega 55 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu, og samstæðan í heild skilar 91 milljón króna jákvæðri afkomu. Tekjur ársins 2026 eru áætlaðar 1.096 milljónir króna, reksturinn er stöð-ugur og veltufé frá rekstri sterkt, eða 170 milljónir króna. Það gerir sveitar-félaginu kleift að halda áfram mikilvægum fram-kvæmdum án þess að taka lán. Skuldir sveitarfélagsins við lánastofnanir nema 73 mkr.
Meira

Bókasöfn án framtíðar | Kristín S. Einarsdóttir skrifar

Í 43. tölublaði Feykis sl. miðvikudag birtist grein eftir fimmmenninga sem lýsa þar yfir vonbrigðum sínum með að ekki skuli gert ráð fyrir tónlistarsal og tónlistarkennslu í nýju Menningarhúsi sem áformað er að byggt verði við Safnahús Skagfirðinga við Faxatorg. Síðan hafa fleiri komið fram á ritvöllinn af sama tilefni. Á því hef ég ákveðinn skilning og ber mikla virðingu fyrir framlagi greinarritara og alls tónlistarfólks til skagfirskrar menningar. Jafnvel þótt mér sé sjálfri frámunað að halda lagi eða leika á hljóðfæri hef ég ánægju af tónlist og fer oft á tónleika. Hins vegar olli mér vonbrigðum að þeir fimmmenningarnir skyldu nota tækifærið til að kveða upp hálfgerðan dauðadóm yfir starfsemi bókasafna.
Meira

Ágætt veður í kortunum en snjóar eitthvað í nótt

Ekki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.
Meira

Ásgeir Trausti lofar nokkrum jólalögum á sínum tónleikum

Það styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.
Meira

„Það væri frekar dapurt líf ef ekki væri tónlist og söngur“ | KOLBRÚN GRÉTARS

Það er Kolbrún Erla Grétarsdóttir á Úlfsstöðum í Blönduhlíð sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Hún segist vera af hinum óstýriláta 1975 árgangi, „... sennilega eftirminnilegasti árgangur Varmahlíðarskóla þó ég segi sjálf frá. Kolbrún er dóttir Grétars Geirssonar frá Brekkukoti og Jónínu Hjaltadóttur frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. „Alin upp á Hólum í Hjaltadal – í dalnum sem Guð skapaði,“ bætir hún við.
Meira

Taiwo brilleraði gegn Þórsurum

Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöundu umferð Bónus deildarinnar í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og var þá meðal annars sex sinnum jafnt. Taiwo Badmus hrökk hins vegar í gírinn í þriðja leikhluta, gerði þá 20 stig og bjó til ágætt forskot ásamt félögum sínum sem gestirnir náðu ekki að brúa. Lokatölur 96-82.
Meira

Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga

Þó nokkur umræða hefur verið síðustu ár um Siglufjarðarveg við Strákagöng en þar má segja að vegurinn sé nánast á nippinu með að halda velli í fjallshlíðinni. Sökum þess hafa sveitarfélögin á svæðinu krafist aðgerða Vegagerðarinnar og að boruð verði göng úr Fljótum og í Siglufjörð. Í gær bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótagana, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 km vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember.
Meira

Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. verða haldnar íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu sem er svohljóðandi:
Meira

Selasetrið fagnar 20 ára afmæli

Selasetur Íslands á Hvammstanga fagnar 20 ára afmæli á þess ári og í tilefni af því verður efnt til afmælisveislu laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til 17 og verður eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla.
Meira