„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni
07.11.2025
kl. 12.51
Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira
