Fréttir

Byrjað á Melatúni

Í síðustu viku hófust framkvæmdir við Melatún, nýrri götu í Túnahverfi á Sauðárkróki, en Steypustöð Skagafjarðar átti lægsta tilboð í jarðvegsskipti og fráveitulagnir. Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. september sl. og var kostnaðaráætlun verksins, sem unnin var af Verkfræðistofunni Stoð ehf. upp á 21.679.900.-
Meira

Leggja til 264,3 milljóna framlags vegna Skagafjarðarhafna

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar var lögð fram ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023. Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir ýmsum kostnaðarsömum framkvæmdum, m.a. stækkun Sauðárkrókshafnar vegna aukinna umsvifa. Þá harmar nefndin að ekki sé gert ráð fyrir beinum framlögum til uppbyggingar malarvega með bundnu slitlagi í sveitarfélaginu.
Meira

Magnificat í Miðgarði í dag

Skagfirski kammerkórinn stendur í stórræðum en í dag verður flutt verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er hluti af afmælisdagskrá sem fengið hefur heitið Í takt við tímann og er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Meira

Allir út – Áskorandinn Heiðrún Ósk Jakobínudóttir

Ég er mikið fyrir útiveru. Ég elska náttúruna. Sennilega er það eitthvað uppeldistengt þar sem ég var mikið úti og í kringum skepnur sem krakki. Ég er alin upp í sveit með hross og sauðfé. Einn köttur var á bænum til að halda músum í skefjum. Skuggi gamli labradorinn átti líka heima hjá okkur. Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar hann kom til okkar sem hvolpur. Ég var skíthrædd við lætin í honum en seinna urðum við góðir vinir. Hann lá alltaf undir barnavagninum þegar systkini mín sváfu í honum og passaði þau. Þá var hann alveg steinhættur að vera hvolpur eða með læti. Reyndar var hann þá frekar latur.
Meira

Lambafille, grillað grænmeti og kartöflur

„Við þökkum áskorunina frá Elísabetu og Hlyn og langar okkur að deila með ykkur uppskrift af grilluðu lambafille með fitu borið fram með piparostasósu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum,“ sögðu Ómar Eyjólfsson og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, en þau voru matgæðingar Feykis í 40. tbl. ársins 2016.
Meira

Nú er lag - Áskorendapenninn Elín Aradóttir, Hólabaki

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Norðurlandi vestra, líkt og í öðrum landshlutum. Mikilvægi uppbyggingar þessarar atvinnugreinar er óumdeilt, ekki síst í dreifbýlinu, en þar á atvinnulíf í dag undir högg að sækja vegna erfiðar stöðu í lykilatvinnugrein, þ.e. sauðfjárræktinni. Sveitir Norðurlands vestra hafa upp á ótal margt að bjóða. Ótal náttúruvætti er þar að finna og sögustaðir liggja við hvert fótmál. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir frekari uppbyggingu þjónustu. Eitt þessara tækifæra er undirritaðri sérstaklega hugleikið, en það er uppbygging þjónustu við áhugafólk um sögu Agnesar Magnúsdóttur.
Meira

Svanhildi Pálsdóttur veitt viðurkennig fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi og Sproti ársins er Hótel Laugarbakki

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í gær í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var svo haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu. Venju samkvæmt voru þrjár viðurkenningar veittar, Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar.
Meira

Gert ráð fyrir 113 m.kr. rekstrarafgangi hjá Svf. Skagafirði fyrir árið 2019

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar voru helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar hjá sveitarfélaginu kynntar fyrir árið 2019. Samkvæmt þeim má gera ráð fyrir að rekstrartekjur nemi 5.331 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 4.695 m.kr.
Meira

Nýr ostur frá Mjólkursamlagi KS á Ostóber

Íslenskir ostadagar standa núna yfir á veitingastöðum hringinn í kringum Ísland þar sem fagnað er fjölbreytileika íslenskra osta undir heitinu Ostóber. KKrestaurant tekur þátt á Sauðárkróki og býður uppá sérrétti með íslenskum ostum á matseðlinum frá og með morgundeginum 20. október. Verður meðal annars í boði Stóri Dímon með karmelliseruðum hnetum og Gull Tindur.
Meira

Fyrsti símalausi dagurinn í Grunnskóla Húnaþings vestra

Í gær var fyrsti símalausi dagurinn í Grunnskóla Húnaþings vestra og tókst hann vel eftir því sem kemur fram á heimasíðu skólans. Þar segir að greinilegt hafi verið í samtölum við nemendur og í fasi þeirra að þessi breyting reynist sumum erfið enda margir vanir að skilja símann aldrei við sig en tekið er fram að nemendur eigi hrós skilið fyrir góðar undirtektir.
Meira