Fréttir

Árskóla færð góð gjöf

Frá því segir á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki að skólinn hafi nýlega fengið góða heimsókn þegar nokkrir vaskir fulltrúar frá Lionsklúbbi Sauðárkróks mættu þangað og færðu skólanum að gjöf tvö fótboltaspil af bestu gerð. Spilin eru gefin í tilefni af 20 ára afmæli Árskóla og eru þau sterkbyggð og hentug fyrir skóla og frístundastarf. Ekki er vafi á að fótboltaspilin muni nýtast nemendum Árskóla vel og vera skemmtilegur valkostur í frímínútum segir á vef Árskóla þar sem Lionsmönnum er þökkuð höfðingleg gjöf.
Meira

Mikilvægir leikir hjá meistaraflokkum Tindastóls í kvöld

Það verður fótbolti spilaður á Króknum í kvöld. Þá mætir lið Kára frá Akranesi í heimsókn á Sauðárkróksvöll og spilar við lið Tindastóls í 2. deild karla kl. 19:15. Á sama tíma verða Stólastúlkur í eldlínunni í 2. deild kvenna en þær spila utan héraðs – nánar tiltekið við lið Einherja á Vopnafirði en leikurinn hefst kl. 18:15.
Meira

Gæsaveiðar í Húnaþingi vestra

Á vef Húnaþings vestra er að finna tilkynningu um fyrirkomulag gæsaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra haustið 2018 en það er með eftirfarandi hætti:
Meira

Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn í Kakalaskála

Laugardaginn 25. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið ber yfirskriftina „Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn“. Dagskráin er fjölbreytt og í erindum er fjallað um Þórðar sögu kakala, ófriðaröld Sturlunga, íslenskan hetjuskap og þjóðsagnasöfnun.
Meira

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Um 200 starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði voru samankomnir í Miðgarði í gær þegar Fræðsludagur skólanna í Skagafirði var haldinn. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og segir Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að ekki hafi verið annað að merkja en starfsmenn skólanna væru ánægðir með daginn og þættu erindin sem flutt voru áhugaverð og gott veganesti inn í nýtt skólaár.
Meira

Sveitasælan um helgina

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin næstkomandi laugardag, 18.ágúst, í reiðhöllinni Svaðastöðum Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.
Meira

Valdimar tekinn til starfa á Blönduósi

Valdimar O. Hermannsson tók við starfi sveitarstjóra Blönduósbæjar af Valgarði Hilmarssyni á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag en Valgarður hefur gegnt starfinu frá því Arnar Þór Sævarsson lét af störfum þann 1. apríl sl.
Meira

Misritað veffang í Sjónhorni

Misritun varð í auglýsingu frá Biopol sem birtist í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Veffangið hjá Vörusmiðjunni sem þar er gefið upp á með réttu að vera vorusmidja.is. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Borgin gerir borð fyrir borgina

Nú í byrjun vikunnar samdi Reykjavíkurborg við Trésmiðjuna Borg ehf. á Sauðárkróki um að smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins við Reykjavíkurtjörn. Eins og kunnugt er sérhæfir Borg sig í smíði vandaðra innréttinga fyrir heimili og fyrirtæki og trésmiðjan sá einmitt um smíði borðsins sem borgarstjórnarfulltrúar hafa hingað til setið við.
Meira

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mánudaginn 20. ágúst, kl. 17:00-18:00 mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um þjóðgarð á miðhálendinu kynna störf sín og svara spurningum áhugasamra um verkefnið. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Hvammstanga og eru allir velkomnir.
Meira