Fréttir

Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu í Langadal

Alvarlegt umferðarslys varð á tíunda tímanum í gærkvöldi er bifreið valt út af þjóðveginum neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í botni Langadals. Einn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á Landspítalann. Veginum var lokað um tíma meðan björgunaraðgerðir fóru fram.
Meira

Hitasótt og smitandi hósti í hestum

Nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, eftir því sem kemur fram á vef Matvælastofnuar. Einkennin minna á hitasóttina annars vegar og smitandi hósta hins vegar og flest bendir til að smitefni sem hér urðu landlæg í kjölfar faraldranna árin 1998 og 2010 séu að minna á sig.
Meira

Hvammstangi suðupottur menningar

Veftímaritið Úr vör, sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna, komst nýlega á snoðir um að að Hvammstangi væri suðupottur menningar og listar, eins og segir í frétt þess, en þar var tekið hús á þeim Birtu Þórhallsdóttur og Sigurvald Ívari Helgasyni sem standa að baki menningarsetrinu Holti og bókaútgáfunni Skriðu sem hóf starfsemi nýlega.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga 130 ára í dag

Í dag eru liðin 130 ár síðan Kaupfélag Skagfirðinga var sett á laggirnar en það var stofnað sem pöntunarfélag 23. apríl 1889. Tólf menn komu saman á Sauðárkróki til að stofna félagið eftir að Ólafur Briem, alþingismaður á Álfgeirsvöllum hafði boðað þá. Í dag heldur Kaupfélag Skagfirðinga úti mikilli atvinnustarfsemi í Skagafirði og á einnig í fyrirtækjum víðs vegar um land.
Meira

21 flóttamaður væntanlegur í næsta mánuði

Íbúum Blönduósbæjar mun fjölga um 21 í næsta mánuði þegar hópur flóttamanna, fjórar fjölskyldur frá Sýrlandi, flytur til bæjarins. Um er að ræða eina fjögurra manna fjölskyldu, eina fimm manna og tvær sex manna, þar af eru 12 börn og ein 17 ára stúlka. Sagt er frá þessu á huni.is í dag.
Meira

Hvar á ég að búa? - Áskorandinn Vera Ósk Valgarðsdóttir Skagaströnd

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Aldrei hefði mig órað fyrir því fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að búa á Skagaströnd í heil fimm ár. Komandi frá einum af fáum stöðum á Íslandi sem ekki liggja að sjó, þá hafa þessi ár vissulega kennt mér margt er varðar lífið í litlu sjávarplássi úti á landi.
Meira

Gott að grípa í að hekla borðtuskur

Í 47. tölublaði Feykis árið 2017 var kíkt í handavinnuhornið hjá Eydísi Báru Jóhannsdóttur sérkennara á Hvammstanga. Áhugi hennar á hannyrðum kviknaði um 25 ára aldurinn og síðan hefur hún verið iðin við margs konar handverk þó peysuprjón sé það sem hún hefur verið duglegust við. Eydís segir að það hafi reynst henni vel að sækja góð ráð móður sinnar og mælir með því að vera duglegur að leita ráða hjá öðrum, eða á netið, ef á þarf að halda.
Meira

„Hér sé Guð“: Gest ber að garði - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Gestrisni er dyggð sem löngum hefur verið í heiðri höfð á Íslandi. Að úthýsa ferðalöngum, gestum og þurfandi fólki, að neita um skjól eða ætan bita og að sýna nísku þótti meðal verstu glæpa. Þetta má lesa úr fjölda sagna um fólk sem varð úti eftir að hafa verið úthýst eða neitað um húsaskjól. Gekk það þá stundum aftur sem draugar og ásótti heimilisfólk grimmilega. Hér áður fyrr virðast vissar serimóníur hafa loðað við gestamóttöku, til dæmis var ekki sama hvernig heilsast var og kvatt og viss regla var á athæfi og röð atferlis. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir skemmtilega frá gestamóttöku í bókinni Íslenskir þjóðhættir, en siðirnir þykja sumir hverjir ansi framandi nú til dags.
Meira

Sveitarstjórn Skagafjarðar vill dragnótabannið á ný

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar voru lögð fram drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland. Ákveðið var að senda inn umsögn í samráðsgátt þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra.
Meira

Fjöldi þátttakenda í kvennatölti Líflands

Kvennatölt Líflands 2019 var haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki 18. apríl síðastliðinn. Þar mættu 74 konur til leiks og var þema mótsins gull. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að mótið hafi gengið vel í alla staði og gaman að sjá hversu margar konur sáu sér fært að mæta og taka þátt og tóku sumar gullþemanu mjög alvarlega.
Meira