Fréttir

„Sama hvað á gengur, haltu áfram“

Feykir sendi Árna Eggerti Harðarsyni, þjálfara kvennaliðs Tindastóls, nokkrar spurningar að leik loknum nú á laugardaginn og spurði fyrst hvað honum hefði fundist um leikinn. „Þetta var ekki fallegur leikur sóknarlega hjá okkur. Við hittum ekkert, hefðum ekki getað fyllt vatnsglas þótt við værum á bólakafi, töpuðum klaufalegum boltum, það var bara ekkert að ganga upp. En við gerðum allt til að vinna leikinn.“
Meira

Meistaradeild KS Íbishóll

Meistaradeild KS í hestaíþróttum er handan við hornið, ef svo mætti segja og sjötta liðið sem kynnt er til leiks er Íbishóll. Fátt er reynslunni fróðara en liðsstjóri þess liðs, segir í tilkynningu stjórnar, en þar er á ferðinni Magnús Bragi Magnússon hrossaræktandi á Íbishóli.
Meira

Vörn Tindastóls gaf sig í síðari hálfleik

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá heimsóttu strákarnir lið Augnblika í Fífuna í Kópavogi en bæði liðin eru í 3. deild Íslandsmótsins. Liðin leika í 3. riðli B-deildar og samkvæmt leikskýrslu voru 30 áhorfendur á leiknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik gaf vörn Stólanna sig í síðari hálfleik og gerðu Kópboys þá fjögur mörk. Lokatölur 4-0.
Meira

„Liðið alltaf að taka lengri og lengri skref í rétta átt“

Pepsi Max-deildar lið Tindastóls lék í Lengjubikarnum í gær en þá heimsóttur stelpurnar lið Stjörnunnar á Samsung-völlinn í Garðabæ. Bæði lið höfðu tapað í fyrstu umferð og því reiknað með spennandi leik. Stjörnustúlkur komu hins vegar ákveðnar til leiks eftir að hafa verið undir í hálfleik og unnu sanngjarnan 3-1 sigur.
Meira

Loksins sigur Stólastúlkna í Síkinu

Það var leikið í 1. deild kvenna í gær en þá mætti b-lið Fjölnis í Síkið og mættu liði Tindastóls sem hefur átt undir högg að sækja upp á síðkastið. Lið gestanna var yfir í hálfleik en eftir sérkennilegan þriðja leikhluta náðu Stólastúlkur yfirhöndinni og náðu með mikilli baráttu að passa upp á forystuna allt til loka og náðu því loks í sigur eftir erfiða eyðimerkurgöngu síðustu vikurnar. Lokatölur 48-40.
Meira

Fimmta liðið í Meistaradeild KS 2021 er Leiknir – Hestakerrur

Áfram er haldið við að kynna keppnislið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Fimmta liðið er Leiknir – Hestakerrur en þar er Konráð Valur Sveinsson liðsstjóri, reiðkennari við Háskólann á Hólum og margfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum.
Meira

Tímamót - Áskorandinn Þórdís Eva Einarsdóttir, Grænuhlíð A-Hún.

Nú þegar tvítugsafmælið mitt nálgast óðum, ásamt fleiri tímamótum, þá hef ég mikið verið að hugsa til baka. Það er eflaust undarlegt fyrir mörgum að velta sér upp úr slíku um tvítugt þegar maður er rétt að komast á fullorðinsárin, en ég held það sé mikilvægt upp á hvað maður velur að taka með sér áfram út í lífið.
Meira

Lee Ann nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra

Lee Ann Maginnis er nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra en í það embætti var hún kosin á fundi nefndarinnar í gær. Lee Ann er búsett á Blönduósi, fædd árið 1985 og menntuð sem lögfræðingur og kennari. Hún starfar í dag sem umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Meira

Íþróttakeppnir sagan áfram – fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein vorum við stödd á landsmótinu 1978 að Skógarhólum í Þingvallasveit, því síðasta sem fram fór á þeim sögufrægu slóðum en á því móti var m.a. í fyrsta sinn að finna hestaíþróttir á dagskrá landsmóts. Á fleiri leiðarstef, varðandi þróun hestaíþróttanna á þeim um margt tíðindamikla áttunda áratug síðustu aldar, hefur verið minnst.
Meira

Klásúla í samningi Shawn Glover gerði Tindastólsmönnum erfitt fyrir

Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta það sem eftir lifir tímabil. Flenard lék á síðasta tímabili með Haukum var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls, var ekki annað í stöðunni en semja við annan Bandaríkjamann þar sem óvíst væri með vilja Shawn Glover að klára tímabilið á Króknum.
Meira