Fréttir

Ber og aftur ber

Þessi matarþáttur birtist í Feyki, 31. tbl. ársins 2017 Það er umsjónarmaður þáttarins sem skrifar: Nú haustar að og þá er fátt betra en að drífa sig í berjamó. Úr alls konar berjum er hægt að útbúa margs kyns dýrindis rétti og ætla ég að gefa ykkur nokkrar uppskriftir þar sem bláberin eru í aðalhlutverki. Möguleikanir eru ótal margir eins og sést ef maður gúgglar orðið bláber, s.s. að nota berin í þeyting (boost), baka úr þeim pæ, muffins og fleira, í marineringar á kjöt, í sósur með villibráð og svo auðvitað í alls konar eftirrétti. Berin má nota jafnt fersk sem frosin, mér þykir t.d. betra að þau séu búin að frjósa þegar ég bý til pæ úr þeim. En best og hollast er auðvitað að borða berin bara eins og þau koma fyrir af lynginu.
Meira

Ánægðir Skagfirðingar eftir frábæran árangur á HM

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk sl. sunnudag í Berlín en þar hlutu Íslendingar sex gullverðlaun af níu í flokki fullorðinna, eitt gull í flokki ungmenna og fjögur af sex kynbótahrossum sem Íslendingar sendu á mótið urðu efst í sínum flokki. „Þreyttu en líður vel,“ sagði Jóhann R. Skúlason eftir mikla keyrslu nóttina eftir mótið og Ásdís Ósk Elvarsdóttir sagði það algjörlega geggjað að standa á palli á HM íslenska hestsins.
Meira

Endurnýjar ekki samning um málefni fatlaðs fólks

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, sem haldinn var í upphafi vikunnar, var ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning sem milli fimm sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks.
Meira

Framsókn í Skagafirði vill ekki orkupakka 3

Í ályktun sem stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar birtir á Facbooksíðu sinni í dag er áréttað að orkuauðlindin sé ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu og telur rétt að skuli leita skuli eftir undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. „Mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga er því ótvírætt.“
Meira

Allir á völlinn um helgina

Núna um helgina fara fram þrír leikir, tveir á morgun og einn á sunnudaginn. Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að kíkja á völlinn og styðja liðið sitt.
Meira

Skagafjörður heilsueflandi samfélag

Í gær skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undir samning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og embætti Landlæknis um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Meira

Sirrý Sif ráðin á fjölskyldusvið Skagafjarðar

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA, hefur verið ráðin til starfa hjá fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 1. ágúst sl. Sirrý Sif starfaði áður sem fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi og mun sinna verkefnum er varða faglega og rekstrarlega stjórnun heimaþjónustu, húsnæðismál, félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð og daggæslu barna á einkaheimilum. Tekur hún við af Gunnari Sandholt sem látið hefur af störfum.
Meira

Miðflokkurinn boðar til fundar í kvöld á Sauðárkróki

Sigurður Páll Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Miðflokksins verða frummælendur á opnum stjórnmálafundi í kvöld á Mælifelli á Sauðárkróki.
Meira

Áskorendapenninn/Benedikt Blöndal Lárusson/Af margs konar menningu

Svo er kominn allt í einu 17. júní og það rignir ekki, að vísu var þoka í gærkvöldi og úði, fyrir gróðurinn og þá sem eru með astma eins og ég. Hátíðarhöldin voru hér á Blönduósi með sama sniði og í fyrra, hitteðfyrra og jafnvel lengra aftur, stutt og hefðbundin. Nú var 75 ára afmæli lýðveldisins og það hefði verið vel við hæfi að gefa svolítið í, en sami háttur var hafður á og 1. desember í fyrra á afmæli fullveldisins, sem sagt ekkert á héraðsvísu.
Meira

Leikskólinn Ásgarður 25 ára ára

Leikskólinn Ásgarður á Hvammstanga fagnaði 25 ára afmæli sínu á þriðjudag 13. ágúst en byggingin var vígð á þeim degi árið 1994. Tveir þriðju hlutar byggingarinnar voru þá teknir í notkun.
Meira