Fréttir

Leppalúði á leiðinni

Leppalúði er á leiðinni á Norðurlandið og ætlar að troða upp á Hvammstanga og Skagaströnd næstu daga. Það er Kómedíuleikhúsið sem sýnir jólaleikritið um þennan nafntogaða eiginmann Grýlu og segir í kynningu á verkinu að nú loksins fái karlinn að stíga fram í sviðsljósið eftir að hafa staðið í skugganum af konu sinni í árhundruð. Velt er upp spurningum eins og hver Leppalúði sé eiginlega, hvort hann tali mannamál og síðast en ekki síst – hvort hann sé í alvörunni til.
Meira

Kynningarmyndband um Sóknaráætlun

Kynningarmyndband um efni nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024 hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt á YouTube. Sóknaráætlunin var samþykkt á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þann 19. október sl. og skrifað var undir nýja samninga um sóknaráætlanir landshlutanna við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meira

Fjölmenni á kynningarfundi GSS

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi Golfklúbbs Sauðárkróks sem haldinn var í kennslustofu í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans í gærkvöldi. Kynnt var stefna og starfsáætlun golfklúbbsins næstu ár. Einnig var kynnt 50 ára afmælisferð GSS sem farin verður næsta haust.
Meira

Vilja standa utan þjóðgarðs

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 14. nóvember sl. var fjallað um fyrirhugaða stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og tekur sveitarstjórn undir bókun byggðaráðs frá 21. október þess efnis að land innan marka Húnaþings vestra verði ekki hluti af fyrirhuguðum þjóðgarði. Á það bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra.
Meira

Lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki

Í kvöld, þriðjudaginn 19. nóvember, munu nokkrir höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman klukkan 20:00.
Meira

Æskulýðsnefnd Skagfirðings og HSS með uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 20. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum aldursflokki.
Meira

Fyrsti opni íbúafundurinn um fjárhagsáætlun Sv. Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld verður fyrsti fundur í röð opinna íbúafunda í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem tekin verður fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Einnig verður fjallað um hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirrar í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjarmálastefnu.
Meira

SSNV leita að verkefnisstjóra iðnaðar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita eftir einstaklingi til að sinna starfi verkefnisstjóra iðnaðar. Hér er um nýtt og spennandi verkefni að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum, að því er segir í auglýsingu um starfið. Ráða á í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur um starfið er til 2. desember nk.
Meira

Heimsfrumsýna Skógarlíf á Hvammstanga

Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp Skógarlíf á aðventunni en þá mun frumskógurinn vakna til lífsins og hægt að fylgjast með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í skóginum. Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður. Leikgerðin er byggð á the Jungle Book eftir Rudyard Kipling. En auk þess að skrifa handritið leikstýrir Greta einnig verkinu.
Meira

Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi. Undirritunin fór fram í anddyri Salarins í Kópavogi í morgun.
Meira