Byggðasafn Skagfirðinga og Heimilisiðnaðarsafnið fengu aukaúthlutun úr safnasjóði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
29.01.2026
kl. 10.28
Logi Einarsson menningarráðherra hefur nú úthlutað 20.692.500 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2025. Úr aukaúthlutun árið 2025 voru veittir 70 styrkir til 37 viðurkenndra safna, 50 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 20 styrkir til stafrænna kynningarmála. Byggðasafn Skagfirðinga fékk styrki að upphæð kr. 1.500.000 sem skiptist milli fjögurra verkefna og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fékk styrki að upphæð kr. 790.000 sem skiptist milli þriggja verkefna.
Meira
