Fréttir

Faxi á Faxatorgi lagfærður - Færður úr steypu í brons

Í tilefni af 100 ára afmæli listamannsins Ragnars Kjartanssonar hefur sveitarstjórn Skagafjarðar ákveðið að láta lagfæra listaverkið Faxa á Faxatorgi. Faxi er sagður með mikilvægari verkum á markverðum ferli hans. Verður höggmyndin færð af stalli sínum, hæfð til steypu í brons svo hægt verði að varðveita hana án viðhalds til langs tíma. Einnig verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður.
Meira

Fótboltinn í 3. deildinni er áhugaverður, segir Uros Djuric

Nú á vordögum fékk lið Kormáks/Hvatar liðsstyrk þegar reyndur serbneskur leikmaður tók stöðu milli stanganna í marki Húnvetninga. Um var að ræða Uros Djuric, 29 ára gamlan fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu sem hefur spilað í sterkum deildum í Austur-Evrópu. Það hefur líka komið í ljós að hann kann ýmsilegt fyrir sér í markmannsstöðunni og kappinn því happafengur fyrir Húnvetninga.
Meira

Bíll brann til kaldra kola á Garðssandi

Í kvöld kviknaði í bíl sem ekið var í austurátt frá Sauðárkróki á þjóðvegi 75 á Garðssandi. Ökumanni og farþega tókst að koma bílnum út fyrir veg og forða sér út en bíllinn varð alelda á skömmum tíma og brann til kaldra kola. Slökkviliðið mætti á staðinn en þá var orðið of seint að bjarga bílnum en slökkviliðið slökkti eldinn.
Meira

Fjölbreytt og skemmtileg tónlistarveisla í Bifröst

Það var hörkustemning í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 30. júní þegar skagfirskt tónlistarfólk af öllum gerðum mætti til leiks á tónleikana sem bera nafnið Græni salurinn. Flytjendur spönnuðu nánast gjörvallt aldursrófið; frá ungum og sprækum yfir í hokna af reynslu.
Meira

Framkvæmdir hafnar við 7 km spotta á Vatnsnesvegi

Framkvæmdir við endurbyggingu vegarins frá Kárastöðum að Skarði á Vatnsnesi eru hafnar. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að um sé að ræða rétt ríflega 7 km. spotta. Verkið var boðið út á vordögum og féll það í hlut Þróttar ehf. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 485 milljónir króna og var 93,6% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt skilmálum útboðsins skal verkinu að fullu lokið fyrir 1. september 2024.
Meira

Aldrei verið jafn auðvelt að „fara norður“

Ísorka hefur hleypt straumi á nýja hraðhleðslustöð á Blönduósi en um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS tengi og getur því hlaðið tvo bíla í einu. Stöðin er staðsett við norðurenda Íþróttahússins á Blönduósi, nánar tiltekið á Melabraut 2. Stöðin er sýnileg í Ísorku appinu en í frétt á vef Ísorku segir að verkefnið hafi verið unnið í samstarfi við Orkusjóð.
Meira

Faxi floginn á vit nýrra ævintýra

Nú í morgun flaug Faxi á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður er Reykjavík þar sem hann verður gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Að sýningu lokinni mun hann halda til Þýskalands þar sem hann verður færður í brons og mun síðan leggja á skeið aftur heim á Sauðárkrók.
Meira

Ný brunavarnaáætlun í Húnaþingi vestra

Greint er frá því á vef Húnaþings vestra að ný brunavarnaáætlun Brunavarna Húnaþings vestra (BHV) hafi verið samþykkt og undirrituð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), sveitarstjóra Húnaþings vestra og slökkviliðsstjóra BVH.
Meira

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar veitt á Húnavöku

Á Húnavöku afhenti Umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun sem eru veitt fyrir falleg og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
Meira

Raggi er frumlegasta furðufígúran á Hofsósi

Bæjarhátíðin Hofsós heim byrjaði á fimmtudegi þar sem íbúar og gestir voru hvattir til að sameinast við að skreyta götur og hús. Í ár var skellt í keppni hver myndi gera frumlegustu furðufígúruna og veitt verðlaun fyrir.
Meira