Stólastúlkur sóttu þrjú stig til Eyja
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.05.2023
kl. 23.59
Stólastúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þar sem þær mættu liði ÍBV í Bestu deildinni. Þær lentu undir eftir rúma mínútu en það er ekkert til í orðabók okkar stúlkna um uppgjöf. Tvo mörk frá Melissu Garcia í sitt hvorum hálfleik tryggðu dýrmætan sigur og þær voru því glaðbeittar hetjurnar okkar á heimleið með Herjólfi. Lokatölur 1-2 fyrir Tindastól en Vestmanneyingar geta þó huggað sig við að þeir nældu síðar í kvöld í Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.
Meira
