Spennandi vorönn hjá Farskólanum

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra bíður uppá mörg spennandi námskeið vorið 2024. Þessi námskeið eru blanda af vefnámskeiðum sem hægt er að sitja hvaðan sem er og staðnámskeiðum sem eru í boði á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki.

Námskeiðin eru öllum opin og eru eins og áður gjaldfrjáls fyrir félagsmenn hjá okkar frábæru samstarfsaðilum. Aldan, Kjölur, Sameyki, Samstaða og Verslunarmannafélag Skagafjarðar. Þau hvetja fólk til þess að skrá sig strax á þau námskeið sem það hefur áhuga á, þannig að þau geti minnt á, þegar styttist í námskeiðið.

Tekið skal fram að skráning er ekki bindandi fyrr en búið er að staðfesta hana aftur, rétt fyrir námskeiðs byrjun. Það er þeirra von að allir finni eitthvað við hæfi og erum spennt að vera með ykkur í vor.

Nánari lýsingar er að finna hér: https://farskolinn.is/namskeid/stettarfelog/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir