Jólaball í félagsheimilinu Blönduósi
Jólaball í félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 28. desember kl. 14:00.
Mætum og eigum notalega stund á jólahátíðinni. Sr. Edda Hlíf sér um jólahugvekju. Sungið og dansað í kringum jólatréð. Heyrst hefur af fjörugum jólasveinum sem halda til í Húnabyggð yfir jólin. Heitt súkkulaði með rjóma, mjólk og kaffi í boði. Vinsamlegast komið með góðgæti á kaffihlaðborðið. Allir hjartanlega velkomnir. Kvenfélag Svínavatnshrepps

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.