Það er almennt mikið keppnisskap í fjölskyldunni | INGVI HRANNAR
Einn af bestu sonum Skagafjarðar er Ingvi Hrannar Ómarsson, árgangur 1986, en hann flutti fyrir nokkru til Kaliforníu sem er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þar starfar hann við náms- og upplifunarhönnun (Instructional Designer) hjá tæknirisanum Apple í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Silicon Valley, Apple Park, en þar starfa um 12 þúsund manns. Eins og flest sem tengist Apple þá er hönnun vinnustaðarins einstök. Það hafði lengi staðið til hjá Feyki að taka púlsinn á Ingva Hrannari eftir flutninga til Bandaríkjanna og hér má lesa afraksturinn.
Ingvi Hrannar er alinn upp á Króknum og ýmist í Tindastóls- eða Manchester United-galla. Hann er sonur Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Ómars Braga Stefánssonar og telst því til Dýllara. Systkini hans eru Stefán Arnar og Ásthildur sem nú búa bæði í Kristianstad, vinabæ Skagafjarðar í Svíþjóð, og liggja garðar þeirra syst-kina saman. Fótboltinn var áhugamál Ingva Hrannars númer 1, 2 og 3 á yngri árum en það má kannski segja að menntun og skólamál hafi tekið yfir um og upp úr tvítugu svo eftir var tekið þó svo fótboltinn hafi aldrei verið langt undan.
Ekki vantaði hugmyndirnar hjá Ingva og á hann svo sem ekki langt að sækja það að vera hugmyndaríkur og opinn fyrir nýjungum. Það er í raun allt of langt mál að rekja hverju kappinn hefur áorkað. Við getum samt talið til að hann er með B.Ed. í Grunnskólakennarafræðum, M.Sc. í Entrepreneurship & Innovation frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og M.A. í Learning, Design & Technology frá Stanford-háskóla, USA.
Ingvi er giftur Chloe Langston og saman eiga þau hundinn Esju, eins og hann segir sjálfur, en þau búa í Noe Valley hverfinu í San Francisco. „Noe Valley er friðsælt og fjölskylduvænt hverfi í San Francisco með litlum verslunum, kaffihúsum og hlýlegu andrúmslofti,“ segir hann en þau búa í litlu húsi með fallegum garði og útsýni yfir borgina.
Hvað kom til að þú fluttir til Bandaríkjanna? „Upphaflega var það til þess að fara í nám við Stanford háskóla í Kaliforníu árið 2019. Ástæðan fyrir því að ég bý þar nú er fyrst og fremst sú að í náminu kynntist ég henni Chloe, sem var einnig í Stanford. Eftir nám flutti ég aftur á Krókinn, en hún til New York. Ekki leið á löngu þar til ég var kominn til New York og saman fluttum við hingað í Kísildalinn til að vera nær fjölskyldu hennar og áhugaverðum atvinnumöguleikum, já og enn betra veðri.“
Þú fékkst eitthvað sem hljómar eins og draumastarfið þitt hjá Apple. Hvernig kom það til? „Draumastarfið mitt er reyndar að kenna 3ja bekk aftur en starfið hjá Apple er eitthvað sem erfitt var að neita því það er upplifun og tækifæri sem er sjaldgæft og býðst ekki annars staðar í heiminum. Ferlið var töluvert og viðtölin fjölmörg, enda mörg hundruð umsækjendur.“
Við hvað er Chloe að starfa? „Chloe starfar hjá Google sem hugbúnaðar-verkfræðingur og því er ekki talað mikið um vinnuna heima fyrir vegna þagnar- og trúnaðarskyldu okkar,“ segir Ingvi hlæjandi.
Hvað ertu lengi í vinnuna? „Hjá Apple vinnum við heima á mánu-dögum og föstudögum en mætum í Apple Park hina þrjá vinnudagana. Ég er svona 45-50 mínútur hvora leið en Apple er með sérútbúnar net-tengdar rútur, með vinnuborðum fyrir starfsmenn ef við viljum nýta það, en ég keyri oftast sjálfur þó.“
Hvað er það sem þú gerir hjá Apple? „Ég má ekki segja frá öllu sem ég geri en stór hluti af því snýr að því að vinna með menntateyminu í að hanna vinnustofur, námsefni og prófa það nýjasta sem Apple er að þróa.“
Hvernig myndir þú lýsa venju-legum degi hjá þér? „Venjulegur vinnudagur hefst um sexleytið þar sem ég legg af stað í vinnuna. Upp úr sjö er fótbolti með vinnufélögum í Apple Park, 8:30 er sturta og farið í pottinn og gufu. Klukkan níu er vanalega fyrsti fundur með teyminu. Dagarnir eru svo misjafnir eftir verkefnum en hádegismatur er um 11:30 leytið. Í Apple Park eru um 15 ólíkir Apple veitingastaðir með vönd-uðum mat frá öllum heimshornum. Eftir hádegið halda vinnan og fund-irnir áfram en það er gott að rölta um og taka göngufundi með kaffi eftir hádegið. Vanalega er vinnan að klárast um 16:30 og þá er haldið heim til San Francisco. Þá förum við Chloe vanalega út að rölta með hana Esju (hundinn okkar) og svo annað hvort stoppum við á einhverjum veitinga-stað eða grípum eitthvað gott að elda. Þessa dagana erum við svo mikið að gera einhverja holla eftirrétti eins og ís úr frosnum bönunum með kókos og hnetum.“
Eru fleiri Íslendingar að vinna í höfuðstöðvum Apple? „Ég er sá eini sem starfar í Apple Park höfuðstöð-vunum, eftir því sem ég best veit, en ég held að allavega þrír aðrir starfi hjá Apple.
Hvað er best við að búa í Kaliforníu annað en hitastigið? „Fólkið þar og fjölbreytileikinn. Það er yndislegt að vera með fólki frá öllum heimshorn-um bæði í leik og starfi. Í vinnunni eru mjög fjölbreytt sjónarhorn og skoð-anir sem hjálpa okkur að sjá vandamál og verkefni frá ýmsum hliðum. Í borg-inni lýsir það sér í alls konar mat og menningu sem eru forréttindi að fá að prófa og upplifa.“
Þú býrð á jarðskjálftasvæði og oft eru fréttir af skógareldum í fjöl-miðlum. Hefur þú upplifað eitthvað slíkt? „Ég hef ekki upplifað skógar-eldana sjálfur en fundið nokkra jarðskjálfta öðru hvoru. Þeir eru almennt ekki ósvipaðir íslenskum jarðskjálftum.“
Nú varstu að vinna fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið hér heima og minntist á það einhverntímann að ráðuneytið væri þungt í vöfum, breytingar væru lengi að malla í kerfinu. Hvernig er það hjá svona stórfyrirtæki eins og Apple, er jafn langur vegur frá hugmynd og þangað til hún er komin í framkvæmd? „Þó hlutir hjá Apple fari í gegnum alls konar síur og umræður gerast hlutir alla jafna hratt þegar þeir eru ákveðnir. Hver deild er með sitt fjármagn á hverju ári og því töluvert frelsi hvernig því er best eytt og oft mikil pressa að hlutir verði að veruleika. Það er líka áhugavert að sjá hversu miklu fleiri hlutir eru prófaðir heldur en líta svo dagsins ljós.“
Fylgistu eitthvað með því sem er að gerast heima á Íslandi, er til dæmis einhver tími til að fylgjast með Tindastól og Manchester United? „Ég reyni að fylgjast með íþróttunum á Króknum og enska boltanum af og til en það getur þó reynst snúið vegna tímamismunar – og líka hvað Man-chester United hafa verið arfaslakir undanfarið.“
Það var gifting í sumar, hvað get-urðu sagt okkur um það? „Já, við Chloe giftum okkur á Íslandi í sumar og það var mikil veisla. Við veltum fyrir okkur lengi hvort við ættum að gifta okkur hér úti eða heima á Íslandi en ákváðum að gera það á Íslandi til þess að leyfa hennar fjölskyldu og vinum að sjá Ísland. Svo erum við úti þannig að okkar fjölskylda og vinir hafa tækifæri að koma hingað og heimsækja okkur. Við héldum opn-unarpartý í Iðnó á fimmtudeginum, svo var haldið í Sky Lagoon á föstudegi með hópinn. Athöfnin og veislan voru síðan á laugardeginum í Bíó Paradís og iON Adventure hótelinu. Eftir giftinguna héldum við norður með erlendu gestina og sýndum þeim Skagafjörð og Eyjafjörð með tilheyr-andi Drangeyjarferðum, hvalaskoðun og Skógarböðum. Þetta var stórkostlegur tími.“
Hvað gerið þið Chloe helst í frístundum? „Mikið af frítímanum fer í ferðalög, góðan mat, höldum pizzapartý og vinahittinga. Hundur-inn okkar, hún Esja, tekur líka tölu-verðan tíma í göngutúra með okkur.“
Á Íslandi tala menn mikið um veðrið og í Skagafirði körfuboltann að auki, hvað eru starfsmenn Apple að ræða þegar þeir hittast í mat? „Mér heyrist fólk oftast vera að tala um vinnuna en ég reyni stundum að tala um veðrið, eða Tindastól, en það fær litlar undirtektir, aðallega af því að veðrið breytist lítið á milli daga og Tindastóll er ekki oft í sjónvarpinu hér.“
Finnurðu stundum litlar áminn-ingar um heimahagana á óvæntum stöðum í Kaliforníu? „Ég hef alltaf gaman af því þegar ég sé íslenskt skyr í búðinni, enda var og er skyr alveg klassískur fjölskylduhádegismatur um helgar.“
Var einhver staður á Króknum sem þér fannst sérstaklega töfr-andi þegar þú varst barn? „Fótbolta-völlurinn og Litli-Skógur eru ofarlega í huganum og svo var mjög gaman að alast upp sem barn á Kaffi Krók og fá sér fulloft ís, pizzu og gos. Mér fannst líka alltaf gamla Matvörubúðin heill-andi og svo bakaríið og þá sérstak-lega þegar maður fór bakvið og fékk meiri glassúr á snúðinn sinn.“
Hvað er það úr heimabænum sem þú vildir helst geta tekið með þér til Kaliforníu? „Fyrir utan fjölskyldu og vini þá væri mjög gott ef ég gæti tekið Sundlaug Sauðárkróks með mér og sett hana í hverfið hér í San Francisco. Það væri svo sannarlega gott að hafa góða íslenska sundlaug í hverfinu.“
Þegar þú heimsækir Krókinn, hvað reynir þú að gera í bænum á fyrsta degi? „Fara í bakaríið, pottinn, Skaffó, kíki í Árskóla og vona að það sé annað hvort fótbolta- eða körfuboltaleikur í bænum þann daginn.“
Vita Kanarnir eitthvað um Ísland, þarftu að segja þeim hvernig land-ið liggur? „Fólk er alla jafna mjög áhugasamt um Ísland og er eins og annar hver maður hafi komið til landsins á einhverjum tímapunkti. Það er gaman að tala við fólk um lífið á Íslandi og hvernig það var að alast þar upp.“
Hvar á svo að halda jólin í ár? „Við Chloe ætlum að fljúga til Svíþjóðar um jólin og vera þar með fjölskyldunni í Kristianstad. Það er alls kyns skemmtilegt planað eins og Padel-keppni og piparkökuhúsagerð. Við tökum svo flugið aftur hingað fyrir áramót og eyðum þeim hér í San Francisco.“
Þú ert framkvæmdasinnaður og hugmyndaríkur, tekurðu flugið í alls kyns skemmtilegu í kringum jól og áramót? „Ég held að við reynum að slaka sem mest á um jólin, og njóta í fríinu með fjölskyldunni. Það er samt oft erfitt fyrir mig að gera ekki neitt, þannig að ég er að leika mér að því að hanna einfalt borðspil fyrir fjölskylduna að spila um jólin. Sjáum hvernig það fer þar sem það er almennt mikið keppnisskap í fjöl-skyldunni.“
Hver eru eftirminnilegustu jólin þín? „Jólin sem ég eyddi í Banda-ríkjunum þegar ég var 18 ára skipti-nemi voru eftirminnileg, en líklega þau eftirminnilegustu eru jólin sem stórfjölskylda mömmu leigði Löngu-mýri í Skagafirði um jólin. Það var eftirminnilegt.“
Færðu þér enn íslenskan mat eða góðgæti um hátíðarnar? „Þegar við höldum jólin hér úti þá reyni ég a.m.k. að gera góða sósu með kjötinu, eins og pabbi er vanur að gera, og svo reyni ég að verða mér út um Nóa konfekt ef það er hægt.“
Hvað er ómissandi á jólunum? „Fjölskyldan.“
Saknar þú stundum íslenska veðursins eða ertu sáttur við að sleppa við það að þurfa að moka bílinn út á morgnana? „Eins furðu-legt og það hljómar þá sakna ég stundum þess að fara út að labba í logni og miklu frosti, skafa bílrúð-urnar eða spila fótbolta í smá snjó-komu. Ég viðurkenni það að ég tek þetta Kaliforníuveður svona 360 daga á ári, en væri til í fimm íslenska veðurdaga inni á milli.“
Hvers saknar þú mest að heiman? „Fólksins. Ekki spurning.“
- - - - -+
Viðtalið birtist áður í JólaFeyki sem kom út í byrjun desember.
