Leiðin að skuldleysi
Farskólinn kynnir námskeiðið Leiðin að skuldleysi, Hvernig losnum við undan skuldum og búum okkur öruggara líf?
Í þessum skemmtilega og hvetjandi fyrirlestri er sýnt fram á raunhæfar leiðir til þess að vinda ofan af skuldsetningu og lifa skuldlausu lífi til frambúðar.
Rætt verður um hvernig ódýrast og heppilegast sé að greiða af húsnæðislánum, ráðast á bílalán og önnur neyslulán og tryggja að ný lán verði ekki tekin. Öruggasta og líklegasta leiðin til velmegunar og fjárhagslegs öryggis liggur í leiðinni að skuldleysi.
Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson. Hann hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.
Skráning er hér
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.