Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir að flugvél hlekktist á
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að LNV hafi verið látin vita fyrr í dag um að einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Blönduósflugvelli. Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.
Rannsóknardeild lögreglustjórans á Norðurlandi vestra ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn málsins.
Samkvæmt upplýsingum í frétt Mbl.is þá var lögreglu ekki kunnugt um hvort vélin var að lenda eða að taka á loft þegar slysið varð.