Miðasala hefst á miðvikudag
Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Þetta er sjötta árið sem ungt tónlistarfólk í Skagafirði blæs til jólatónleika, viðtökurnar hafa verið frábærar og þau hafa fyllt Miðgarð síðastliðin ár. Fram kemur svipaður hópur af hljóðfæraleikurum og söngfólki og undanfarin ár, en flytjendur verða kynntir nánar á næstunni.
Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og auk þess styrkja FISK, Tengill og KS verkefnið.
Starfsmannafélögum og fyrirtækjum er boðið að kaupa miða á afsláttarkjörum.
Almennt verð á miðum er kr. 8.900 en fyrirtækjum og félagasamtökum býðst að kaupa á kr. 7.500 ef keyptir eru 15 eða fleiri.