Netöryggi

14. október kl. 17:00-19:00 Hvað er að gerast Vefnámskeið
14 okt

Farskólinn kynnir námskeiðið - Netöryggi

Á námskeiðinu er farið yfir hagnýt og einföld ráð til að auka öryggi á netinu. Þátttakendur fá innsýn í helstu hættur sem leynast á netinu og læra að vernda sig gegn svikum, vírusum og tölvuárásum. Áhersla er lögð á skýringar á mannamáli, sýnidæmi og lausnir sem nýtast strax í daglegu lífi.

Markmið námskeiðsins:

  • Þekkja helstu ógnir á netinu (netveiðar, svikapósta, skaðleg öpp o.fl.)
  • Læra hvernig á að velja örugg lykilorð
  • Fá leiðbeiningar um örugga notkun samfélagsmiðla og tölvupósta
  • Kynnast einföldum öryggisráðstöfunum á tölvu og snjalltæki
  • Fá sjálfstraust til að takast á við netnotkun af öryggi

Leiðbeinandi: Snæbjörn Sigurðarson.

Skráning er hér

 *ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.