18. október kl. 09:00-17:00Hvað er að gerastBlönduós
18okt
Farskólinn kynnir námskeiðið - Súrmatsgerð
Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu tegundir súrmats, framleiðslu hans og verkun. Þátttakendur útbúa sinn eigin súrmat (slátur, sviðasultu, lundabagga og punga) í fötu sem þeir fara með heim að námskeiði loknu.
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
„Fanney Birta Þorgilsdóttir heiti ég og bý í Síðu á Hofsósi með Fandam kærasta mínum og Ísak Abdiqani, sjö mánaða stráknum okkar. Fanney Birta, sem er fædd árið 1996, ólst upp á Hofsósi. Pabbi minn heitir Þorgils Heiðar Pálsson og er frá Eyrarlandi í Deildardal og mamma mín heitir Harpa Kristinsdóttir og er fædd á Dalvík en hefur búið á Hofsósi meira og minna allt sitt líf. Ég á fjögur systkini og tvær yndislegar stjúpsystur. Stórfjölskylda!“ Þannig er nú það en hvaða erindi á Fanney Birta í að svara Tón-lystinni?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.