Virðing í margbreytilegu samfélagi

30. október kl. 17:00-19:00 Hvað er að gerast Vefnámskeið
30 okt

Farskólinn kynnir námskeiðið - Virðing í margbreytilegu samfélagi

Fyrir fólk sem vill efla virðingu, samskipti og vinna gegn fordómum í starfi og daglegu lífi. Við vinnum og lifum í samfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum með mismunandi uppruna, tungumál, húðlit, fötlun, menningu, trú, kynvitund og reynsluheim. Eitt sameiginlegt þarf að vera til staðar: virðing í samskiptum.

Lausnahringurinn eru sjö lausnir sem hjálpa okkur að skilja okkur sjálf.

Þú lærir að:

  • Stjórna þér, þegar þú upplifir óöryggi, gagnrýni eða áskorun að hlusta í stað þess að verja sjálfan þig eða “útskýra”
  • Stoppa, að greina og grípa inn í orðræðu sem meiðir, útilokar, mismunun og ráðandi afstöðu
  • Skiptast á, að skapa jafnvægi í samtali svo raddir þeirra sem oft gleymast heyrist
  • Vera með, að þjálfa næmi fyrir því hverjir eru ósýnilegir í hópnum og bjóða þátttöku af einlægni
  • Knúsa, að skilja að líkamleg eða tilfinningaleg nálægð er menningarlega mótuð og ekki ætlast til eins viðbragðs frá öllum
  • Hjálpa, að stíga frá hjálpsemi sem stjórnar yfir í að valdefla og gefa rými
  • Fyrirgefa, að horfast í augu við eigin vana, viðurkenna og vaxa af reynslu.

Leiðbeinandi: Arnrún María Magnúsdóttir kennari í forvörnum gegn ofbeldi á börnum og skapari Lausnahringsins.

Skráning er hér

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.