Nemendur Höfðaskóla í skapandi útikennslu
Nemendur á yngsta stigi í Höfðaskóla tóku þátt í skemmtilegri útikennslu í síðustu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Börnin nutu þess að vera saman úti í náttúrunni þar sem þau lærðu í gegnum leik og sköpun. Kennslustundin hófst á stuttum göngutúr um nágrennið þar sem nemendur söfnuðu efnivið fyrir listasmiðjuna sína.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina Segir mamma þín það?
Hjá Bókaútgáfunni Hólum kom í haust út bókin Segir mamma þín það? eftir Guðjón Inga Eiríksson. Hún inniheldur gamansögur úr skólum, vítt og breitt um landið, og auðvitað koma Skagfirðingar þar við sögu. Hér á eftir verður gripið niður í bókina...Meira -
Tengill bauð lægst í rafbúnað fyrir Skagastrandarhöfn
Alls bárust sex tilboð í rafbúnað og uppsetningu og tengingar á honum fyrir Ásgarð og Miðgarð við Skagastrandarhöfn. Verkið var boðið út í nóvember og rann tilboðsfrestur út 2. desember síðastliðinn. Áætlaður verkkostnaður er 31,5 milljónir króna og lægstbjóðandi var Tengill á Sauðárkróki, sem bauð 23,3 milljónir í verkið eða 74% af kostnaðaráætlun.Meira -
Raggý gefur okkur smá innsýn í sinn jólaheim
Blaðamaður setti sig í samband við nokkrar alvöru jólakúlur og forvitnaðist um jólatréið á heimilinu. Allir hafa sínar jólatréssérviskur og áhugavert að heyra misjafnar hefðir á heimilum fólks þegar kemur að jólaténu. Sumir eru alltaf með lifandi tré á meðan aðrir eru með gervi. Helgispjöll að skreyta tréið fyrr en á Þorláksmessu, bannað að kveikja fyrr en klukkan sex á aðfangadag á meðan sum heimili setja tréið í fullan skrúða í upphafi aðventu. Gervitré eru ekki jólatré það vantar allann ilminn, ekkert lifandi tré á mitt heimili með öllu því dýralífi sem því getur fylgt, þetta eru allt saman örfá dæmi um jólatréssérviskur fólks.Meira -
David og Manu framlengja við Tindastól!
Tindastóll hefur náð samkomulagi við David Bercedo og Manuel Ferriol um framlengingu á samningum þeirra við félagið til næstu tveggja ára! Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeildinni segir að báðir leikmenn hafi verið lykilmenn í Meistaraflokki karla og lagt sitt af mörkum bæði innan vallar sem utan. Framlengingarnar eru liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og undirstrika metnað félagsins fyrir komandi ár.Meira -
Jákvæð rekstrarniðurstaða í fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir 2026
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2026, sem og þriggja ára áætlun áranna 2027-2029, var samþykkt á sveitarstjórnarfundi á mánudaginn. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.883 milljónir króna árið 2026, rekstrargjöld 2.423 milljónir og afskriftir rúmar 161 milljón. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð jákvæði um 299 milljónir en að teknu tilliti til þeirra, jákvæð um 124 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 362 milljónir en afborganir langtímalána tæpar 274 milljónir.Meira
